Morgunblaðið - 21.08.2002, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 21.08.2002, Qupperneq 16
AKUREYRI 16 MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ BERJADAGAR voru haldnir í Ólafsfirði um helgina en það er ár- legur viðburður þar sem klassískri tónlist er gert hátt undir höfði. Örn Magnússon á veg og vanda að þess- ari hátíð, sem hófst með tónleikum í Ólafsfjarðarkirkju kl. 14 á laugar- dag. Að þeim tónleikum loknum var keramiksýning við Ólafsfjarðar- tjörn en Hólmfríður Arngríms- dóttir leirlistakona hannaði nokkur verk sérstaklega fyrir þessa sýn- ingu. Um kvöldið voru tónleikar fyrir fiðlu og píanó í kirkjunni. Á sunnudag voru tvennir tónleikar, þeir fyrri í Kvíabekkjarkirkju, þar sem kvæði og lög voru sungin, sum ættuð úr sveitinni, og þeir seinni í félagsheimilinu Tjarnarborg og nefndust þeir Berjablátt. Listamennirnir sem fram komu á Berjadögum að þessu sinni voru: Einar Jóhannesson klarinettleikari, Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari, Céline Dutilly píanóleikari, Marta Guðrún Halldórsdóttir söngkona, Sigrún Valgerður Gestsdóttir söng- kona, Sigursveinn Magnússon tón- listarmaður, Hólmfríður Arngríms- dóttir leirlistarkona og Örn Magnússon píanóleikari. Klassísk tónlist og myndlist á Berjadögum Ólafsfjörður Morgunblaðið/Helgi Jónsson Hólmfríður Arngrímsdóttir við listaverk sín í Ólafsfjarðartjörn. SIGURÐI Þór Salvarssyni, deild- arstjóra Ríkisútvarpsins á Akur- eyri, var sagt upp störfum sl. mánudag og hefur hann þegar látið af störfum. Sigurður Þór er mjög ósáttur við þessa niðurstöðu og hyggst halda áfram að kanna stöðu sína innan stéttarfélags síns. Eins og fram hefur komið var Jóhann Hauksson ráðinn dagskrárstjóri Rásar 2 sl. vor, með aðsetur á Akureyri og var hann jafnframt ráðinn deildarstjóri RÚ- VAK og yfirmaður svæðis- útsendinga útvarpsins. Sigurður Þór var á meðal umsækjenda um stöðuna. Bjarni Guðmundsson, settur út- varpsstjóri, vildi ekki tjá sig um málið í gær, sagðist ekki ræða per- sónuleg mál starfsmanna Ríkisút- varpsins vegna trúnaðar milli starfsmanna og stofnunarinnar. Sigurður Þór sagði að það hefði greinilega ekki verið áhugi fyrir því að hann starfaði áfram innan Útvarpsins. „Það var reyndar búið að bjóða mér stöðu fréttamanns – sem þýðir bæði stöðu- og launa- lækkun – og ég tel mig ekki hafa unnið fyrir því. Þannig að annar flötur fannst ekki á málinu og sett- ur útvarpsstjóri boðaði mig til fundar í Reykjavík í gær, (mánu- dag) og afhenti mér uppsagnar- bréf.“ Sigurður Þór sagði að þessi nið- urstaða hefði blasað við sér frá því í vor. Sigurður Þór var í fimm mánaða leyfi og dvaldi erlendis en kom aftur til starfa í byrjun síð- ustu viku. Hann sagði að það starf sem hann var í hefði verið lagt nið- ur og verkefnin færst á hendur hins nýja dagskrárstjóra. Deildarstjóra RUVAK sagt upp störfum MEIRIHLUTI íþrótta- og tóm- stundaráðs Akureyrarbæjar sam- þykkti á fundi sínum í gær að ráða heimamanninn Kristin Svanbergs- son í stöðu deildarstjóra íþrótta- og tómstundadeildar. Kristinn var val- inn úr hópi 34 umsækjenda. Íþrótta- og tómstundaráð klofnaði við af- greiðslu málsins. Kristinn fékk at- kvæði fulltrúa Framsóknarflokks og tveggja fulltrúa Sjálfstæðisflokks í ráðinu. Fulltrúar Samfylkingar og L-lista fólksins lögðu fram bókun við upphaf fundar, þar sem þeir gerðu það m.a. að tillögu sinni að Soffía Gísladóttir frá Húsavík yrði ráðin í stöðuna. Ennfremur kemur fram í bókuninni að eftir skoðun á greinargerð Mann- afls um hæfi umsækjenda í starfið, að teknu tilliti til krafna sem settar voru fram í auglýsingu um starfið og með hliðsjón af jafnréttisáætlun Ak- ureyrarbæjar, sé það mat þeirra að Soffía sé hæfust umsækjenda. Eiríkur B. Björgvinsson, sem gegnt hefur stöðunni síðustu ár, hef- ur verið ráðinn bæjarstjóri á Austur- Héraði. Hann tekur við því starfi 1. september næstkomandi. Deildarstjóri íþrótta- og tómstundadeildar Kristinn Svanbergsson ráðinn LANDSMÓT hagyrðinga eru hald- in árlega, til skiptis í landsfjórð- ungunum og í landnámi Ingólfs. Þau eru opin öllum sem gaman hafa af kveðskap og annarri þjóð- legri skemmtan. Í ár verður mótið haldið á Akureyri laugardags- kvöldið 24. ágúst í Lóni, félags- heimili Karlakórs Akureyrar- Geysis, Hrísalundi 1a. Húsið verð- ur opnað kl. 19:00 og mótið sett kl. 20:00. Fram verða borin veisluföng að hætti veitingahússins Bautans og skemmtiefni verður í sönnum landsmótsanda. Að loknum snæðingi kveða þátt- takendur áður en dansinn fer að duna allt fram um óttuskeið. Fyrir dansi leikur Afabandið. Miðaverð á landsmótið allt er kr. 3.800 á mann, eftir mat, frá kl. 22.00 kr. 1.500 og á dansleikinn, eftir kl. 23.00 kr. 1.000. Tilkynna þarf þátttöku í mat fyrir kl. 19.00 á morgun fimmtudag til Bautans á bautinn@islandia.is eða Stefáns Vilhjálmssonar á stefan@bugar- dur.is. Þátttakendur, sem vilja kynna sig með 1–2 vísum, eru hvattir til þess. En áhersla hefur jafnan ver- ið lögð á að fara með nýortan kveðskap. Sérstök stökuefni mótsins verða: Helgi magri og Þórunn hyrna – af hverju fengu þau viðurnefni sín? Hefðu þau orðið önnur á nútíma- máli? Landsmót hagyrðinga haldið í Lóni UNNIÐ er að því að stofna nýtt hlutfafélag um rekstur Skinnaiðn- aðar á Akureyri. Að væntanlegu fé- lagi standa starfsmenn innan fyr- irtækisins, Landsbankinn og Akureyrarbær. Að sögn Ormars Örlygssonar, framkvæmdastjóra Skinnaiðnaðar, er stefnt að því að stofnhlutafé félagsins verði um 75 milljónir króna. Ormarr sagðist vonast til að málið yrði frágengið upp úr næstu mánaðamótum en eignaskiptingin liggur ekki endan- lega fyrir. Við gjaldþrot Skinnaiðn- aðar sl. haust leysti Landsbankinn til sín eignir þrotabúsins og í kjöl- farið tók félag á vegum bankans við rekstrinum. Ormarr sagði markaðshorfur góðar og að jafnvægi væri komið á markaðinn eftir gríðarlegt hrun 1997–1998. „Við teljum að félagið eigi góða möguleika, eins og það hefur reyndar alltaf átt en við get- um ekki séð fyrir hrun frekar enn aðrar iðngreinar.“ Í síðasta mánuði voru starfsmenn Skinnaiðnaðar tæplega 90 en Ormarr sagði að þeg- ar skólakrakkarnir færu aftur í skólana yrðu starfsmenn fyrirtæk- isins í kringum 60 til að byrja með. „Við förum hægt af stað, enda að fara inn í rólegustu mánuðina. Helsta sölutímabil okkar á mokka- flíkum er yfir sumarið.“ Stærsti markaður fyrirtækisins er á Ítalíu en einnig hefur verið selt til Banda- ríkjanna, Bretlands og Þýskalands í ár. Ormarr sagði að hráefnisöflun hefði gengið alveg þolanlega þetta árið. Sala á gærum erlendis hefði þó heldur verið að aukast og því væri ekki langt að bíða að sá þáttur yrði erfiðari. Skinnaiðnaður Akureyri Unnið að stofnun hluta- félags um reksturinn FYRR í sumar var reist myndarlegt tjald til fuglaskoðunar á Belgjar- báru við Stekkjarnes. Það er Nátt- úruvernd ríkisins sem reisir tjaldið í tilraunaskyni. Á tjaldinu eru smá- gluggar þar sem menn geta brugð- ið upp sjónauka eða myndavél án þess að fuglinn ókyrrist. Öllum er velkomið að notfæra sér aðstöðuna til að fylgjast með fugli á vatninu en ætla þarf sér til þess nokkurn tíma, sem lítið er nú af hjá mörgum manni. Að þessu er nokkur ný- lunda, þó hefur á tjaldstæði Eldár verið fuglaskoðunartjald nokkur sumur fyrir tjaldgesti. Afkoma and- fugla á Mývatni er annars almennt góð þetta sumarið, miklir flotar af fugli víða og gaman að fylgjast með öndunum. Gæsaveiðitíminn er að hefjast og virðist að mikið sé af gæs ef marka má þá miklu flota sem voru hér í vor og urpu víða um sveitir í sumar. Ætti hún að þola vel álag vaskra skotveiðimanna. Það er heldur ann- að en segja má um rjúpuna en ekki verður annað séð en hún sé nánast útdauð hér um slóðir. Þetta sjá heimamenn en umhverfisyfirvöld og náttúrufræðingar virðast ónæm- ir fyrir því enda rjúpan íslenskur staðfugl og réttdræp hvar sem til hennar næst, eða hvað? Morgunblaðið/BFH Fuglaskoðun á Belgjarbáru Mývatnssveit ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.