Morgunblaðið - 21.08.2002, Page 22

Morgunblaðið - 21.08.2002, Page 22
ERLENT 22 MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Borgarstjórinn í La Paz á suðurhluta Kaliforn- íuskaga, Victor Guluarte, styður hugmyndina um spilavíti. Hann sér fyrir sér að spilavíti muni verða hluti af miklum framkvæmdum þar sem reist verði hótel, veitingastaðir og skemmtibáta- höfn. „Spilavíti myndi ekki leysa öll okkar vanda- mál en yrði frábær viðbót. Það væri eins og súr- efnisgjöf,“ segir hann. Kannanir sérfræðinga á vegum stjórnvalda í Mexíkóborg benda til þess að tekjur landsmanna gætu aukist um þrjá milljarða dollara á ári, yfir 250 milljarða króna, og störfum fjölgað um 100.000 ef spilavíti yrðu leyfð á ný. Skatttekj- RÁÐAMENN í Mexíkó íhuga nú að leyfa starfsemi spilavíta í landinu til að auka þjóðartekjurnar og styrkja valtan efnahag. Er jafnvel búist við að þingið samþykki lög þess efnis fyrir árslok, þrátt fyrir mikla andstöðu kaþólsku kirkjunnar og margra embættismanna í réttarkerfinu, að sögn dagblaðsins The Washington Post. Er vínbann ríkti í Bandaríkjunum í nokkra ára- tugi á fyrri hluta 20. aldar voru spilavítin handan landamæranna í Mexíkó eftirlætisleikvellir glæpaforingja á borð við Al Capone. Þar gátu þeir keypt með löglegum hætti ódýrt áfengi, verslað við hórur og stundað fjárhættuspil. En árið 1938 voru Mexíkóar búnir að fá sig fullsadda og gefin var út forsetatilskipun um bann við rekstri spila- víta. Hagnaðurinn af rekstrinum getur verið mikill og núverandi forseti, Vicente Fox, er jarðbundinn kaupsýslumaður að upplagi. Hann er sagður hafa hug á að efla ferðaþjónustuna með því að leyfa spilavítin á ný og eigendur ferðamiðstöðva í Can- cun og fleiri borgum hvetja hann ákaft til dáða. urnar yrðu miklar og er talið að margir þingmenn geti átt erfitt með að berjast gegn tillögunni þeg- ar bent verður á að féð verði notað til að byggja skóla, leggja vegi og efla heilsugæslu í landi þar sem helmingur þjóðarinnar lifir undir fátæktar- mörkum. En andstæðingarnir benda á að böggull fylgi skammrifi. Fíkniefnabarónar leiti stöðugt að tækifærum til svonefnds peningaþvættis, þ.e. leið- um til að koma illa fengnu fé í umferð og spilavíti verði kjörið tækifæri fyrir þá. Kirkjan segir að spilavítin séu siðlaust fyrirbæri sem virki eins og segull á þá sem stundi vændi og noti ólögleg fíkni- efni. Löng hefð fjármálaspillingar Kirkjuleiðtogar benda einnig á að löng hefð er fyrir því að mexíkóskir kaupsýslumenn og emb- ættismenn séu óheiðarlegir í viðskiptum. Spilavít- in yrðu uppspretta spillingar og mútugreiðslna sem embættismenn myndu unnvörpum falla fyrir. Yfirmenn lögreglumála segja að fíkniefnasalar hafi um áratuga skeið getað mútað liðsmönnum lögreglu, dómstóla og þings að vild. Rafael Macedo de la Concha ríkissaksóknari sagði í viðtali að hann hefði varað Fox forseta við því að „skipulögð glæpasamtök væru stöðugt að leita leiða til að þvo skítuga peninga“. Borgar- stjórinn í Mexíkóborg, Andres Manuel Lopez Obrador, er andvígur spilavítunum og segir að þau muni ýta undir afbrot. „Við viljum hagvöxt en ekki hvað sem hann kostar,“ sagði Obrador. Mexíkóar íhuga að leyfa spilavíti á ný Kevin Sullivan/The Washington Post Irma Gonzalez, yfirmaður efnahagsþróunar í La Paz á vesturströnd Mexíkó, við sendið eiði þar sem yfirvöld vilja að reist verði spilavíti. duls Rashid Dostum, en hann var meðal leiðtoga Norðurbandalagsins. Fjöldagröf fannst í maí Umfjöllun Newsweek kemur í kjölfar frétta í maí um að bandarísku mannréttindasamtökin Læknar í þágu Mannréttinda (PHR) hefðu fundið fjöldagrafir nálægt Sheberg- han. Fóru samtökin einmitt fram á það nú um helgina að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna léti rannsaka eina fjöldagrafanna. Skv. fréttasíðu BBC fundu út- sendarar PHR margar fjöldagrafir FULLTRÚAR bandarískra stjórn- valda sögðu í gær að þeir hygðust láta rannsaka ásakanir þess efnis að hermenn Norðurbandalagsins hefðu myrt hundruð talibana eftir að þeir síðarnefndu létu í minni pokann í bardögum í norðurhluta Afganistans í nóvember sl. Sagði Philip Reeker, talsmaður utanríkisráðuneytisins, að refsa bæri þeim sem hugsanlega hefðu gerst sekir um mannréttinda- brot og stríðsglæpi. Ekki er um að ræða ásakanir á hendur bandarískum hermönnum um að þeir hafi tekið þátt í fjölda- morði á talibönum, sem gefist höfðu upp eftir harða bardaga við liðsmenn Norðurbandalagsins. Norðurbanda- lagið naut hins vegar stuðnings Bandaríkjanna í átökunum við talib- ana sl. haust. Bandaríska tímaritið Newsweek hélt því fram um helgina að talib- anarnir hefðu kafnað í gámum sem notaðir voru til að flytja þá frá borg- inni Kunduz, sem áður var þeirra helsta vígi í Norður-Afganistan, til Sheberghan-fangelsis, sem er stað- sett vestur af borginni Mazar-e-Sha- rif. Hafði allt of mörgum mönnum verið troðið í gámana, með fyrr- greindum afleiðingum. Fylgir sögunni að fangarnir hafi verið í umsjá sveita Úzbekans Ab- þegar þeir voru á ferð í Norður-Afg- anistan snemma á þessu ári. Flestar þeirra munu hafa verið fjögurra til fimm ára gamlar en á þeim tíma fóru fram harðir bardagar á þessum slóð- um og skiptust stríðandi fylkingar í Afganistan á um að ráða yfir Mazar- e-Sharif. Er talið að flestar grafanna hafi að geyma lík Hazara sem talib- anar myrtu í bardögum þá. Fulltrúar PHR sögðust hins vegar einnig hafa fundið merki um að fleiri líkum hefði nýverið verið bætt ofan í eina af eldri fjöldagröfunum nærri Mazar og að ýmislegt benti til að ná- lægt Sheberghan væri nýja fjölda- gröf að finna. Munu íbúar á svæðinu hafa sagt að þeir hefðu séð gámabíla afferma fjölda líka á þessum slóðum. Reuters Liðsmenn talibana og al-Qaeda í alræmdu fangelsi í borginni Sheberg- han í norðurhluta Afganistans í vikunni. Aðstæður hafa batnað mjög í fangelsinu á árinu vegna afskipta Rauða krossins. Fjöldagrafir í Afgan- istan verði kannaðar Washington. AP, AFP. Herir Norðurbandalagsins sagðir hafa myrt hundruð talibana í nóvember sl. ÍTALSKA lögreglan handtók í fyrradag fjóra Marokkómenn og einn Ítala í kirkju í Bologna og hafa þeir verið ákærðir fyrir að ráðgera hryðjuverk. Fékk lögreglan veður af því, sem til stóð, fyrir nokkru og síðustu tvo mánuði héldu óeinkennisklædd- ir lögreglumenn sig ávallt í kirkjunni. Dagblaðið Corriere della Sera í Mílanó sagði, að fyr- irhugað hefði verið að ráðast á kirkjuna vegna þess, að þar er gömul mynd, freska, sem sýnir ára vítis vera að éta Múhameð spámann. Voru mennirnir tekn- ir þegar þeir voru að taka mynd- ir af freskunni og höfðu þau orð um, að eyðileggja ætti kristin helgitákn. Boðaði heilagt stríð NOKKRUM vikum fyrir hryðjuverkaárásirnar á banda- rísku sendiráðin í Kenýa og Tansaníu árið 1998 gaf Osama bin Laden í skyn, að fyrir dyrum stæði hryðjuverk með það fyrir augum „að losa okkur við Bandaríkjamenn“. Kom þetta fram á CNN í gær en stöðin hefur komist yfir allmikið af myndböndum frá hryðjuverka- samtökum bin Ladens, al- Qaeda. Á einu bandinu boðar hann heilagt stríð gegn kross- förunum og gyðingum en með krossförunum er átt við vest- ræna, kristna menn. Eiturefna- skrekkur í Hollandi HLUTI hollenska bæjarins Amersfoort var girtur af í gær er vart varð við leka úr eitur- efnageymi í lest. Í honum voru 50.000 lítrar af akrílnítríl en mjög hættulegt er að komast í snertingu við það eða anda því að sér. Lestin fór frá Rotterdam í gærmorgun og var á leið til Hamborgar. Við venjubundið eftirlit kom í ljós, að eiturefnið vætlaði út um lekan loka. Var svæðið í kringum járnbrautar- stöðina girt af og bæjarbúum sagt að loka gluggum og dyrum. Slökkviliðsstjórinn í Amersfoort sagði, að efnið hefði verið fram- leitt í Bandaríkjunum og flutt þaðan til Hollands. Væri það gallað að því leyti, að í það vant- aði mikilvægt efni, sem gerir það stöðugra. Hvetja til landtöku RÍKISSTJÓRN Zimbabve hvatti í gær svarta íbúa landsins til að leggja undir sig búgarða, sem eru í eigu hvítra bænda, þrátt fyrir vaxandi fjölda mál- sókna á hendur ríkisvaldinu vegna þeirrar stefnu Roberts Mugabes forseta að hrekja hvíta bændur af jörðum sínum. Lögregla segir að 207 hvítir bændur hafi verið handteknir frá því á fimmtudag fyrir að hunsa fyrirskipanir stjórnvalda um að yfirgefa jarðir sínar svo að svartir landnemar gætu tekið við þeim. Stjórn Mugabes skipaði um 2.900 hvítum bændum að yfir- gefa jarðir sínar fyrir 8. ágúst en um 60% bændanna hunsuðu þær fyrirskipanir. Hryðjuverki afstýrt STUTT Bin Laden JAFNAÐARMENN, sem halda um stjórnartaumana í Svíþjóð, og Hægriflokkurinn, stærsti stjórnar- andstöðuflokkurinn, birtu á mánu- dag stefnuskrá sína fyrir kosning- arnar 15. september. Leggja þeir báðir áherslu á mennta- og heil- brigðismál og á aukna aðlögun inn- flytjenda að sænsku samfélagi en boða dálítið ólíkar leiðir að markinu. Jafnaðarmenn með Göran Pers- son forsætisráðherra í broddi fylk- ingar vilja viðhalda háum sköttum og mikilli félagslegri aðstoð en hægrimenn boða skattalækkanir og aukna einkavæðingu opinberra stofnana. Persson og flokkur hans, sem hef- ur mikið forskot á andstæðinga sína samkvæmt skoðanakönnunum, lofa meðal annars að hækka barnabætur, að fjölga í lögreglunni um 4.000 manns og að útlán bókasafna verði ókeypis. Þá stefna þeir að því að byggja 20.000 nýjar íbúðir fyrir námsmenn, þeir vilja auka framlög til skóla almennt og taka harðar á eiturlyfjabrotum. Kostnaðurinn við kosningaloforð jafnaðarmanna er áætlaður 136 milljarðar íslenskra króna en þau eru með þeim fyrir- vara, að afgangur á fjárlögum rík- isins verði áfram 2% og árlegur hag- vöxtur einnig 2%. Lofa miklum skattalækkunum Bo Lundgren, leiðtogi Hægri- flokksins, segist vilja nota fjárlaga- afganginn til að lækka skatta um nær 1.200 milljarða ísl. kr. og afnema fjármagnstekju- og fasteignaskatta. Flestir Svíar greiða nú um 30% í tekjuskatt en virðisaukaskattur, fjármagnstekju- og fasteignaskattar eru með því hæsta sem gerist. Vel þykir hafa árað í sænsku efna- hagslífi að undanförnu þrátt fyrir sviptingarnar í heimsbúskapnum en Lundgren segir, að hagvöxtur hafi minnkað og Svíþjóð sé nú eftirbátur annarra Evrópuríkja. Hægrimenn vilja flytja inn erlent vinnuafl til að vega upp á móti ætl- uðum vinnuaflsskorti á næstu árum en jafnaðarmenn og verkalýðssam- böndin, sem þá styðja, eru því and- víg. Segjast jafnaðarmenn óttast, að það verði til að þrýsta niður laun- unum og benda á, að nær sé að draga úr atvinnuleysinu meðal þeirra inn- flytjenda, sem fyrir eru í landinu. Stóru flokkarnir í Svíþjóð leggja fram kosningastefnuskrár Greinir á um leiðir Stokkhólmi. AP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.