Morgunblaðið - 21.08.2002, Page 25

Morgunblaðið - 21.08.2002, Page 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2002 25 Heimsferðir kynna nú glæsilega vetraráætlun sína með spennandi ferðatilboðum í vetur og allt að 10% verðlækkun á ferðum frá því í fyrra. Beint vikulegt flug alla fimmtudaga í allan vetur frá 19. desember. Þú getur valið um þá ferðalengd sem þér best hentar, 1, 2, 3, 4 vikur eða lengur, og nýtur þjónustu okkar reyndu fararstjóra meðan á dvölinni stendur. Heimsferðir bjóða nú meira úrval gististaða á Kanarí en nokkru sinni fyrr, hvort sem þú vilt íbúðir á Ensku ströndinni eða glæsihótel í Maspalomas. Beint flug með glæsilegum vélum Iberworld flugfélagsins án millilendingar. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verðtrygging Heimsferða Ef þú færð sömu ferð annars staðar á lægra verði, endurgreiðum við þér mismuninn* Kanarí- veisla Heimsferða í vetur frá kr. 45.365 Við tryggjum þér lægsta verðið Verð frá 45.365 7 nætur, 9. janúar, m.v. hjón með tvö börn . Verð kr. 49.765 14 nætur, 9. janúar, m.v. hjón með tvö börn Verð kr. 58.550 7 nætur, 2. janúar, Tanife, m.v. tvo í íbúð Brottfarardagar Vikuleg flug alla fimmtudaga Einn vinsælasti gististaðurinn Paraiso Maspalomas Verðtrygging Heimsferðir tryggja þér lægsta verðið á Íslandi til Kanaríeyja. Ef þú færð sömu ferð annars staðar, m.v. sömu dagsetningar, ferðalengd og gististaði, endurgreiðum við þér mismuninn. Gildir ekki um sértilboð. Mesta úrvalið af gistingu á Kanarí Í TENGSLUM við nútímadanshá- tíðina CODA, sem fram fer í Osló í fyrsta sinn í haust, mun hinn heimsfrægi dansari og danshöf- undur Merce Cunningham og dans- flokkur hans halda sýningu í Borg- arleikhúsinu þann 24. september næstkomandi. Cunningham fagnar um þessar mundir 50 ára starfs- afmæli sínu, en þetta er í fyrsta sinn sem hópur hans sækir Ísland heim. Cunningham er talinn einn stærsti áhrifavaldur í dansheimi nútímans. 50 ára starfsafmæli Susanne Svenseid er fram- kvæmdastjóri CODA og segir tæki- færið ómetanlegt. „Merce Cunn- ingham er 83 ára gamall í dag og lifandi goðsögn í nútímadansheim- inum,“ segir hún í samtali við Morgunblaðið. „Hann hefur haft áhrif á dansflokka alls staðar í heiminum, en í ár fagnar dans- flokkur hans sjálfs 50 ára starfs- afmæli. Hann hefur sjálfur dansað síðan hann var barn.“ Svenseid segir það mikla gæfu fyrir Norðmenn og Íslendinga að fá að upplifa sýningu Cunn- inghams. „Þetta er svona einu- sinni-á-ævinni atburður. Það er óhætt að segja að Cunningham sé mikill listamaður. Hann hefur unn- ið náið með ýmsum stórum lista- mönnum, til dæmis John Cage og Andy Warhol. Ég tel því að margir listunnendur úr ýmsum geirum öðrum en nútímadansi muni hafa gaman af sýningu hans,“ segir hún. Bandarísku sendiráðin á Ís- landi og í Noregi hafa stutt mikið við bakið á CODA-hátíðinni um að fá Cunningham til landanna. Lands- bankinn er einn stærsti stuðningsaðil- inn, ásamt fleiri fyr- irtækjum. „Við erum öllum þeim sem styrkja þetta afar þakklát,“ segir Sven- seid. Styrkir stöðu nútímadans Þetta er í fyrsta sinn sem CODA- hátíðin er haldin í Noregi, en hún fer fram dagana 24. sept- ember–4. október. Meginmarkmið hennar segir Sven- seid vera að styrkja stöðu nútíma- dans í Noregi og sýna þar hið besta úr dansheiminum á hverjum tíma, en hún segir hátíðina einnig hafa áhuga á norrænu samstarfi. „Þannig kom hugmyndin upp að láta Cunningham-dansflokkinn hafa viðkomu á Íslandi. Í tilefni af 50 ára starfsafmælinu er flokk- urinn í stórri sýningarferð um heiminn, og var laus einmitt á þess- um tíma í september. Við njótum því góðs af því,“ segir hún. Mörg önnur stærri nöfn innan dans- heimsins munu einnig sækja CODA heim. Má þar nefna Siobhan Davies Dance Company frá Bretlandi og Michèle Anne De Mey frá Belgíu. Lifandi goðsögn í dans- heiminum Merce Cunningham Susanne Svenseid Dansflokkur Merce Cunningham væntanlegur SÖNGHÁTÍÐIN ,,Blómlegt sönglíf í Borgarfirði“ var haldin í þriðja sinn dagana 1.–16. ágúst og lauk með lokatónleikum í Borgarneskirkju síðastliðinn föstudag. Hátíðin er á vegum Dagrúnar Hjartardóttur söngkennara og fékk hún til liðs við sig sem fyrr Clive Pollard píanóleik- ara og Maríu Teresu Uribe óperu- söngkonu. Í ár bættist Paul Farr- ington tenórsöngvari og raddþjálfari frá Bretlandi í hópinn en hann kenndi Masterklass-nemendunum, sem eru starfandi söngvarar. Frétta- ritari leit inn á æfingu þar sem Paul var að störfum og átti síðan tal við hann. Hver er Paul Farrington? ,,Ég er raddráðgjafi og söngkenn- ari. Ég kenni söng við Covent Gard- en, Royal Opera House, Welsh Nat- ional Opera og English National Opera og starfa að auki við sjúkra- hús í Birmingham við raddráðgjöf. Ég leiðbeini og þjálfa fólk sem er með skemmd raddbönd eða þarf tal- þjálfun svona eins og talmeinafræð- ingar gera. Ég lærði raddþjálfun í Bandaríkjunum.“ Hversvegna komstu til Íslands? ,,Ég kom fyrst fyrir þrem fjórum árum, þá boðið af Agli Ólafssyni, en þannig var að ég var með námskeið í London sem Egill og Tinna konan hans rákust inn á. Tæknin sem ég kenni heitir Estill Voice Craft og Eg- ill bað mig að koma til Íslands og kynna hana. Það má segja að tæknin snúist um listina að beita röddinni. En í sömu ferð fór ég til Siglufjarðar, þar sem kvennakórar landsins hitt- ust, og leiðbeindi ég þar á vegum Margrétar Bóasdóttur. Fyrir tveim- ur og hálfu ári kom Dagrún Hjart- ardóttir, sem stendur fyrir þessum söngskóla hér, út til Bretlands og lærði hjá mér, ári síðar kom ég og leiðbeindi í Söngskólanum í Reykja- vík. Þetta er í því í þriðja sinn sem ég er hér og nú til að kenna Master- klass-söngvurum.“ Hvað finnst þér um íslenska söngvara? ,,Þeir eru frábærir, hvergi í heiminum eru eins dásamlegar raddir eins og hér. Masterklass- nemendurnir hér eru yfirleitt ekki fólk sem syngur fyrir peninga en hefur raddir á heimsmælikvarða, eins og til dæmis einn bóndi héðan ofan úr sveit sem hefur tenór á heimsmælikvarða og ég er viss um að ef hann hefði snúið sér alfarið að söng en ekki búskap væri hann að syngja í stærstu óperuhúsum heims- ins. Árangurinn hér á námskeiðinu er einnig alveg stórkostlegur því þátttakendur hafa verið opnir og tilbúinir að læra og ná árangri.“ Ætlar þú að koma aftur til Ís- lands? ,,Ef mér verður boðið! Annars elska ég landið, ég fór á Langjökul í gær og það var einstök upplifun. Þegar við vorum að koma til baka var sólarlagið svo fallegt að ég mátti vart mæla, ég held við ferðafélagarn- ir höfum ábyggilega þagað í klukku- tíma. Hins vegar er Bláa lónið minn uppáhaldsstaður, en því miður kemst ég ekkert þangað í þessari ferð.“ Hvað tekur nú við hjá þér? ,,Ég er auðvitað mjög spenntur að heyra og sjá lokatónleikana í kirkj- unni, en svo flýg ég heim snemma á laugardaginn og til Verona á sunnu- daginn til að leiðbeina. Síðan þarf ég að fara til Norður-Írlands en ætla svo í frí til Tyrklands í tvær vikur. Ég vil koma því á framfæri að ég hef virkilega notið dvalarinnar hér og sönghátíðin í Borgarfirði er frábært framlag til menningar utan Reykja- víkur.“ Borgarnesi. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Guðrún Vala Erla Berglind Einarsdóttir nýt- ur leiðsagnar Pauls Farringtons á námskeiðinu í Borgarnesi. Stórkostlegur árangur á námskeiðinu STOPPLEIKHÓPURINN er nú að hefja æfingar á nýju íslensku leikriti. Það nefnist: „Í gegnum eld- inn“ og er eftir Valgeir Skagfjörð.Verkið er leik- gerð sem byggð er á bók eftir Ísak Harðarson og Thollý Rósmundsdóttur og fjallar um tvö ungmenni, strák og stelpu sem segja frá dvöl sinni og angist í heimi fíkniefna. Leikstjóri er Valgeir Skagfjörð.Tónlist er í hönd- um Tryggva Hübner. Leikarar eru Brynja Valdís Gísladóttir og Eggert Kaaber.Leikritið er ferðasýn- ing ætlað unglingum í efstu bekkjum grunnskólans. Þetta er 10. verkefni Stoppleikhópsins en frum- sýning er áætluð í lok september. Morgunblaðið/Þorkell Brynja Valdís Gísladóttir, Valgeir Skagfjörð og Eggert Kaaber. Í gegnum eldinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.