Morgunblaðið - 21.08.2002, Qupperneq 31
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2002 31
ÞRÁTT fyrir leng-
ingu fæðingarorlofs
og aukið framboð leik-
skólarýma er áfram
þörf fyrir daggæslu
barna í heimahúsum.
Daggæslan brúar
fyrst og fremst bilið
frá því fæðingarorlofi
lýkur þar til barn fer
á leikskóla. Auk þess
getur dvöl hjá dag-
móður komið til móts
við sérstakar þarfir
barna og fjölskyldna
þeirra.
Greið og skýr sam-
skipti foreldra og dag-
móður eru ein af for-
sendum þess að daggæsla barns í
heimahúsi verði farsæl. Ýmislegt
annað skiptir máli en hér verður
sérstakur gaumur gefinn að sam-
skiptum foreldra og dagmæðra.
Virkasta eftirlitið með aðbúnaði
barna hjá dagmæðrum er í hönd-
um foreldranna sjálfra, en ákvörð-
un um vistun barns hjá dagmóður
er ætíð á ábyrgð foreldra.
Um sl. áramót voru 2.350 börn í
daggæslu í heimahúsum hér á
landi, sem er ríflega 10% allra 0-5
ára barna. Hlutfallslega eru flest
börn í gæslu á höfuðborgarsvæðinu
og er meginþorri þeirra á aldrinum
eins til tveggja ára. Dagmæðurnar
eru alls 460 og starfar ríflega
fimmtungur þeirra tvær saman. Í
þessari stuttu grein er hugtakið
dagmóðir notað enda
eru 99% þeirra sem
annast daggæslu
barna í heimahúsum
konur.
Reglugerð um dag-
gæslu barna í heima-
húsum myndar hina
formlegu umgjörð um
starfsemi dagmæðra.
Fjórir aðilar koma
einkum að þessari
starfsemi: foreldrarn-
ir, dagmæðurnar,
sveitarfélögin og fé-
lagsmálaráðuneytið,
auk barnanna sem
skipta að sjálfsögðu
mestu máli. Í afar
grófum dráttum má lýsa þessu
þannig að foreldrar/foreldri gera
samning við dagmóður um að taka
barn þeirra í gæslu, en sveitarfé-
lagið veitir dagmæðrum leyfi til
starfseminnar að uppfylltum fjöl-
mörgum skilyrðum, sem kveðið er
á um í reglugerð. Félagsmálaráðu-
neytið setur reglugerð um starf-
semina og leggur til námsgögn og
samræmda námsskrá fyrir dag-
mæðranámskeið, en eftirlit með
starfseminni er í höndum sveitarfé-
lagsins.
Flestar dagmæður vinna einar á
heimilum sínum, en nokkrar vinna
tvær saman eða um 22% þeirra
eins og áður er getið. Einkaheim-
ilin eru því starfsvettvangur dag-
mæðra, en það setur starfsemina í
nokkra sérstöðu. Þessi sérstaða má
ekki leiða til þess að dregið sé úr
eftirliti með starfseminni, en taka
þarf sérstakt tillit til hennar. Í
reglugerð er lögð áhersla á að eft-
irlitið sé einkum í formi stuðnings,
fræðslu og ráðgjafar. Felst það
m.a. í heimsóknum, fræðslufundum
og fundum með foreldrum og dag-
móður. Dagmæður eru áhugasam-
ar um fræðslu og vilja margar
þiggja aukinn stuðning, fræðslu og
ráðgjöf.
Það er hins vegar ljóst að þrátt
fyrir reglubundið og vel skipulagt
eftirlit sveitarfélagsins og áhuga
dagmæðra fyrir ráðgjöf og fræðslu
geta samskipti foreldra og dag-
mæðra ráðið úrslitum um að dag-
gæslan gangi vel. Til að svo megi
verða þurfa samskiptin að vera
hreinskilin, óþvinguð og virk. Börn
dvelja að meðaltali sex klukku-
stundir á dag hjá dagmæðrum og
um helmingur þeirra er í gæslu all-
an daginn. Umönnun og uppeldi
dagmóðurinnar skiptir því miklu
máli varðandi velferð barns á
þessu viðkvæma þroskaskeiði sem
fyrstu árin óneitanlega eru. Þess
vegna er nauðsynlegt að foreldrar
og dagmóðir ræði reglulega saman
um barnið, þarfir þess og þroska.
Við upphaf gæslu er nauðsynlegt
að dagmóðir viti af öllu sem máli
skiptir í daglegu lífi barns, svo sem
um sérþarfir þess ef einhverjar
eru, ef barn á við veikindi að stríða
og um svefnvenjur. Foreldrar
verða að gefa sér góðan tíma með
barni í aðlögun hjá dagmóður.
Þetta gefur dagmóður tækifæri til
að kynnast barni í rólegheitum og
foreldrum tækifæri til að kynnast
dagmóður og aðstæðum á heimili
hennar. Það er t.d. eðlilegt að for-
eldrar sjái hvar barnið leggur sig á
daginn o.s.frv.
Fjölmörg atriði þurfa að liggja
ljós fyrir þegar ákvörðun um dag-
gæslu barns í heimahúsi er tekin.
Eitt er dvalartími barnsins í dag-
gæslu, annað hvernig dagmóðir
skipuleggur daginn í grófum drátt-
um og þriðja hvernig matseðillinn
er í meginatriðum. Þá er mikilvægt
að foreldrum sé kunnugt um ef til
stendur að barnið fari á gæsluvöll
meðan það er í umsjá dagmóður.
Sjálfsagt og eðlilegt er að foreldrar
viti hve mörg börn eru alls í dag-
gæslunni, aldur þeirra og á hvaða
tímum þau eru hjá dagmóður hvert
um sig. Einfaldast er að foreldrar
fái nafnalista yfir hin börnin og
foreldra þeirra.
Um þessi atriði og ýmis fleiri
þurfa foreldrar og dagmóðir að
ræða eftir því sem við á hverju
sinni.
Samskipti foreldra
og dagmæðra
Ingibjörg
Broddadóttir
Daggæsla
Virkasta eftirlitið
með aðbúnaði barna hjá
dagmæðrum, segir
Ingibjörg Brodda-
dóttir, er í höndum
foreldranna sjálfra.
Höfundur er deildarstjóri í
félagsmálaráðuneytinu.
áætla framleiðslukostnað forgangs-
orku hennar 34–45 mill/kWh eða 2,9-
3,9 kr/kWh, háð nýtingu virkjunar-
innar. Samkeppnihæfnina má auka
mjög með því að selja einnig
ótryggða orku frá virkjuninni á verði,
sem spannar einvörðungu rekstrar-
kostnaðinn, þ.e.a.s. talsvert innan við
10 mill/kWh eða 80 aur/kWh. Ef jafn-
framt er markaður fyrir allt heitt
vatn, sem gufuvirkjunin getur í té lát-
ið, er unnt að fimmfalda orkunýtni
hennar. Dugir þá að verðleggja heita
vatnið á 55 kr/t (krónur á tonnið) til
að unnt sé að helminga raforkuverðið
frá henni án þess að skerða arðsem-
ina hið minnsta.
Vatnsaflsvirkjanir
Engir tæknilegir örðugleikar eru á
að reisa vatnsaflsvirkjun í einum
áfanga, og slíkt ásamt fullri nýtingu
frá upphafi og allan sólarhringinn ár-
ið um kring er forsenda hámarks arð-
semi hennar. Þennan kost getur álver
boðið upp á, ef stærð þess og áfanga-
skipting er sniðin að stærð viðkom-
andi virkjunar. Í miðlungsvirkjunum,
100–200 MW, er ekki fjarri lagi, að
heildarstofnkostnaður nemi 1,9
MUSD/MW, og fæst þá kostnaðar-
verð forgangsorku frá nýrri meðal-
stórri vatnsaflsvirkjun til stóriðju 21
mill/kWh eða 1,8 kr/kWh.
Samantekt
Eðli háhitasvæða og fallvatna
gagnvart orkubeizlun er ólíkt, en með
réttri samþættingu fæst umhverfis-
vænsta og hagkvæmasta raforku-
kerfi, sem völ er á.
Jarðgufuvirkjanir geta af tækni-
legum ástæðum ekki keppt við vatns-
aflsvirkjanir um stórsölu forgang-
sorku til iðnaðar, nema iðnaðurinn
hagi uppbyggingu sinni með tiltekn-
um hætti eða virkjað verði víða í einu.
Öll rök hníga til þess, að íslenzkar
orkulindir séu hagkvæmur fjárfest-
ingarkostur til langs tíma litið, en rétt
sé að haga verkaskiptingu á milli
jarðvarma- og vatnsaflsvirkjana eftir
eðli orkueftirspurnarinnar.
Höfundur er rafmagnsverkfræð-
ingur.
heimtustjóra sem sækir þetta mál
af persónulegri heift, enda bréfa-
skriftir hans í okkar garð varla
hægt að hafa eftir, slíkur er ósóm-
inn og mannfyrirlitningin.
Þó þetta hafi allt byrjað á Bach
og Beethoven af því ég var að spara
pening, þá er þetta komið miklu
lengra, af því það hefur komið í ljós
að grundvöllur STEFS til gjaldtöku
á ljósvakamiðla er byggður á
hreinni óskhyggju, hótunum og
blekkingum. Hvað varðar tónlistar-
flutning á sjónvarpsstöðinni Stöð 1
boða ég hér með tónlistarfólk til
beinna samninga um flutningsrétt á
verkum sínum. Það hlýtur að vera
skárri kostur en að bíða eftir þeim
11 krónum sem sumir af okkar vin-
sælustu tónlistarmönnum fengu
greidd í stefgjöld á síðasta ári. Ég
býð alla vega beina samninga, og
lofa betri kjörum en 11 krónum í
hlut tónlistarfólks. Það þarf því
varla að taka fram að efni sem nýt-
ur verndar/samningsréttar á þeirra
vegum mun ekki leikið opinberlega
á okkar miðlum.
Opinber flutningur er samnings-
atriði milli höfundar og þess sem
flytur verkið opinberlega. Sé í gildi
samningur um slíkt sem tekur af
allan vafa um réttmæti opinbers
flutnings, eru gjaldtökur og kröfur
STEFS marklausar, enda óraun-
hæft að greiða mörgum aðilum fyrir
sama flutningsréttinn. Vegna þessa
hef ég ákveðið að kæra STEF fyrir
úrskurðarnefnd menntamálaráðu-
neytisins og hef jafnframt beðið lög-
mann félagsins að leita réttar okkar
fyrir dómstólum og senda erindi til
Samkeppnisstofnunar vegna þessa.
Fyrir áhugamenn um lögbanns-
aðgerðir STEFS gegn Stöð 1 fyrir
tónflutning Bachs og Beethoven get
ég upplýst áhugasama um að fyr-
irtöku var frestað fram á haust,
STEFI varla til mikillar gleði, enda
tapa þeir nú hverju málinu á fætur
öðru fyrir dómstólum.
Höfundur er stjórnarformaður
Stöðvar 1.
Í ÞÆTTINUM „Ís-
land í bítið“ á Stöð 2
15. ágúst sl. var viðtal
við Pétur Blöndal al-
þingismann þar sem
hann lét sér um munn
fara ótrúleg ummæli
um ferðaþjónustuna
sem sýna vel bæði van-
þekkingu og fordóma
alþingismannsins.
Hann sagði m.a. fólk
hafa mikla oftrú á
ferðaþjónustunni, hún
væri mjög mengandi
atvinnugrein, byði ein-
göngu upp á láglauna-
störf, hún hefði aldrei
gefið neitt af sér, þetta héngi allt á
horriminni með endalausum gjald-
þrotum. – Svo mörg voru þau orð al-
þingismannsins, sem ásamt öðrum
alþingismönnum ber ábyrgð á því að
þessi unga atvinnugrein býr að
mörgu leyti við lakari starfsskilyrði
en margar aðrar atvinnugreinar.
Lifibrauð þjóðar
Það er mikilvægasta mál hverrar
þjóðar á hverju þegnarnir ætla að
lifa og eru trúlega allir sammála um
að eggin megi ekki öll vera í sömu
körfunni, þ.e. það þarf að hlúa að
mörgum ólíkum atvinnugreinum svo
ekki fari illa í þjóðarbúskapnum.
Ferðaþjónusta er stærsti atvinnu-
vegur í heimi og leggja allar þjóðir
mikla áherslu á að efla hana. Fyrir
því eru margar ástæður. Hún er
gríðarlega mannaflafrek, hún hefur
mikil margföldunaráhrif, hún er
byggðavæn þar sem víða er hægt að
reka ferðaþjónustu í fámennum
sveitum, hún stóreykur þjónustu við
heimamenn, t.d. eru veitingahús
fleiri og tíðni samganga, t.d. flugs,
er mikil vegna erlendra ferðamanna
og á það sérstaklega við hér á Ís-
landi. Án erlendra ferðamanna væru
mun færri flugferðir til Íslands og
frá. Til viðbótar hafa margar grein-
ar innan ferðaþjónustunnar hátt
hlutfall innlendrar
verðmætasköpunar, en
það er þáttur sem
sjaldan er rætt um.
Þá má nefna að
ferðaþjónustan er ein
af þeim greinum sem
hafa lagt hvað mest til
þess hagvaxtarskeiðs
sem verið hefur hér á
landi síðustu 5–6 árin
þar sem vöxtur hennar
var 8% á meðan hag-
kerfið í heild óx um
innan við 5%. Hlutfall
ferðaþjónustu í vergri
landsframleiðslu var
árið 1999 (síðustu til-
tækar tölur) 4,5% á meðan hlutfall
fiskveiða var 7,5% og ál- og kísil-
járnframleiðsla um 1,5%.
Verðmætasköpun
Ýmislegt er tiltekið þegar rök-
ræður eiga sér stað um hagrænt
gildi ýmissa atvinnugreina. Þrátt
fyrir þörfina fyrir fjölbreyttar at-
vinnugreinar, ekki síst útflutnings-
greinar, er nauðsynlegt að menn
geri sér grein fyrir kostum og göll-
um hverrar greinar og hvernig megi
bæta úr. Þá er gjarnan rætt um
gjaldeyristekjur sem greinarnar
skapa en ferðaþjónustan aflar tæp-
lega 40 milljarða króna í erlendum
gjaldeyri, sem er u.þ.b. 13% gjald-
eyristekna landsmanna, en það er
ekki nægilegt að líta á þær tölur ein-
ar og sér. Það sem skiptir máli er sá
virðisauki sem skapast í landinu,
þ.e. hreinar gjaldeyristekjur, en þá
er búið að draga frá gjaldeyris-
tekjum kostnað vegna innfluttra að-
fanga. Hlutfall innlendrar verð-
mætasköpunar í framleiðsluvirði
helstu útflutningsgreina er mjög
mishátt. Hlutfall hótela er 50, flug-
rekstrar 47, veitingahúsa 41 en hlut-
fallið í ál- og kísiljárnframleiðslu er
27.
Hvað halda menn að rúmlega 300
þúsund ferðamenn borði mikið af
innlendri landbúnaðarframleiðslu?
Hafa menn velt því fyrir sér að er-
lendir ferðamenn greiða með gjald-
eyri einhvern hæsta virðisaukaskatt
í heimi af vörum og þjónustu á með-
an útflutningurinn er allur frjáls af
þeim skatti? Vita menn að atvinnu-
tæki í ferðaþjónustu, s.s. jeppar og
vélsleðar, bera sömu vörugjöld og
væru þau í eigu almennings? Vita
menn að á Íslandi greiðum við vel á
fimmta hundrað krónur í áfengis-
skatt af hverri vínflösku en sam-
keppnislönd niðri í Evrópu greiða
engan slíkan skatt? Vita menn að al-
þjóðlegir skyndibitastaðir á Íslandi
greiða tvisvar til þrisvar sinnum
hærra verð fyrir hráefnið, t.d.
nautahakk og ost, vegna ofurtolla og
aðflutningshindrana? Ef til vill ætti
þingmaðurinn að skoða þetta þegar
honum gefst tími og aðstoða okkur
við að fá betra rekstrarumhverfi en
koma ekki fyrir sjónir almennings
eins og hann gerði með fordómum
og vanþekkingu af verstu tegund.
Atvinnusköpun
Sem fyrr segir er ferðaþjónustan
mannaflafrek atvinnugrein og skap-
ar störf um land allt. Síðustu tölur
Þjóðhagsstofnunar eru frá árinu
1998 en þá starfaði 761 starfsmaður
í ál- og orkuverum en í flugrekstri,
hótelrekstri og á ferðaskrifstofum
voru á sama ári 2.848 starfsmenn.
Samkvæmt skilgreiningu Þjóðhags-
stofnunar á ferðaþjónustu er gert
ráð fyrir u.þ.b. 5.300 ársstörfum en
leiða má líkur að því að a.m.k. 12–13
þúsund manns hafi af henni tekjur.
Pétur Blöndal sagði að það væru
einungis láglaunastörf í ferðaþjón-
ustu og tiltók að hvergi í heiminum
væru borguð há laun fyrir að elda
mat og búa um rúm. Heldur lítur
þingmaðurinn nú þröngt á sviðið.
Það eru víða láglaunastörf í ferða-
þjónustu eins og í mörgum öðrum
greinum en langt frá öllum sanni að
eingöngu sé um láglaunastörf að
ræða. Flugrekstur, sem telur 22% af
ársverkum í ferðaþjónustu, greiðir
t.d. tvöfalt hærri laun en ál- og kís-
iljárnframleiðsla. Þetta eiga þing-
menn að vita!
Þróun ferðaþjónustunnar hefur
verið mjög hröð á síðustu 20 árum,
meðalfjölgun erlendra ferðamanna
hefur verið rúmlega 8% á þeim tíma,
tvöfalt hærri en meðalaukning í
ferðaþjónustu í heiminum. Árið 1980
komu hingað til lands 65 þúsund er-
lendir ferðamenn. Árið 2000 voru
þeir orðnir 303 þúsund. Svo ör þró-
un skapar vaxtarverki sem atvinnu-
greinin sjálf og stjórnvöld þurfa að
mæta. Rótgrónari atvinnugreinar
hafa tekið miklar sveiflur í gegnum
tíðina og fengið mikinn stuðning rík-
isins – og fá enn. Ferðaþjónustan
hefur aftur á móti sprottið upp án
umtalsverðra styrkja og án viðun-
andi lánakjara. Ónóg arðsemi, sem
því miður er víða, á sér margar
skýringar. Á landsbyggðinni eru
árssveiflur of miklar en á Reykja-
víkursvæðinu hefur náðst viðunandi
nýting fjárfestinga mestallan vetur-
inn og má þakka það m.a. auknu
funda- og ráðstefnuhaldi og góðri
markaðssetningu ýmiss konar borg-
arferða yfir veturinn. Ljóst er að
stjórnendur í svo ungri atvinnugrein
þurfa margir að taka til hendinni
varðandi fagleg vinnubrögð en Sam-
tök ferðaþjónustunnar hafa margoft
krafist þess að ferðaþjónustunni séu
sköpuð samkeppnishæf starfsskil-
yrði á alþjóðamarkaði og tryggt sé
að atvinnugreinin njóti jafnræðis við
aðrar atvinnugreinar. Í tilefni af
þessum ómaklegu ummælum þing-
mannsins er rétt að benda honum á
að hann, sem og aðrir þingmenn, er
ætíð velkominn til Samtaka ferða-
þjónustunnar til þess að afla sér
réttra upplýsinga um greinina þann-
ig að þeir geti skapað henni betra
starfsumhverfi en raun ber vitni.
Hvers virði er
ferðaþjónustan?
Erna Hauksdóttir
Viðskipti
Það sem skiptir máli,
segir Erna Hauksdóttir,
er sá virðisauki sem
skapast í landinu.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Samtaka ferðaþjónustunnar.