Morgunblaðið - 21.08.2002, Page 34
MINNINGAR
34 MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Ragnar GísliGuðmundsson
var fæddur á
Brekku á Ingjalds-
sandi 25. septem-
ber 1920. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans í
Landakoti 13.
ágúst síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Guðrún
Magnúsdóttir, f.
2.7. 1877 á Eyri í
Flókadal, d. 9.5.
1967, og Guð-
mundur Einarsson,
bóndi og refa-
skytta, f. 19.7. 1873 á Heggsstöð-
um í Andakíl, d. 22.7. 1964. Þau
bjuggu lengstan sinn búskap á
Brekku á Ingjaldssandi í Önund-
arfirði. Ragnar átti fjögur hálf-
systkini. Móðir þeirra var Katrín
Gunnarsdóttir, f. 20.5. 1865, d.
8.8. 1944. Þau voru: Einar, f. 30.9.
1892, d. 16.7. 1966, Sigríður, f.
1.7. 1894, d. 17.9. 1992, Gunnar, f.
30.5. 1898, d. 24.10. 1987, og Her-
dís, f. 30.5. 1898, d. 8.1. 1990. Al-
systkini Ragnars eru sextán:
Helgi, f. 22.10. 1899, d. 16.3.1986,
Halldóra, f. 20.11. 1900, d. 18.3.
1991, Þóra, f. 18.8. 1903, d.
6.7.1991, Magnúsína, f. 2.5. 1905,
d. 14.2. 1916, Guðmundur Óskar,
f. 30.7. 1906, d. 13.7. 1986, Sigríð-
ur, f. 17.1. 1909, d. 22.2. 1909,
Guðrún, f. 16.5. 1910, d. 2.10.
1999, Guðríður, f. 31.7. 1911, d.
11.8. 1911, Helga, f. 31.7. 1911, d.
7.8. 1911, Guðríður, f. 12.8. 1912,
Jón Halldór, f. 3.12. 1913, d. 20.6.
1991, Sigríður, f. 16.6. 1915, d.
12.9. 1917, Magnúsína, f. 20.9.
1916, Kristján, f. 27.9. 1918, d.
28.3. 1988, Guðdís Jóna, f. 1.1.
1924, og Guðmunda Jónína, f.
10.6. 1926.
Hinn 21.4. 1949 kvæntist Ragn-
ar Áróru Bryndísi Oddsdóttur frá
Álfadal, f. 23.10. 1927 á Flateyri.
Þau slitu samvistir. Hún var dótt-
ir hjónanna Vilhelmínu Jónsdótt-
ur, f. 28.5. 1902 á Auðkúlu í Arn-
arfirði, d. 5.7. 1979, og Odds
Valgeirs Guðmundssonar, vél-
stjóra, f. 9.1. 1902 í Stapadal í
Jóhanni Bridde, framkv.stj. f.
10.9. 1973. Börn þeirra eru: Alex-
andra Ýr, f. 21.9. 1996, Eysteinn
Aron, f. 14.3. 1999, og Álfheiður
Björk, f. 27.1. 2001. b) Elfa Björk,
framkv.stj., f. 16.4. 1978. c) Íris
Dröfn, háskólanemi, f. 23.5. 1979,
sambýlism. Haukur Hilmar Þór-
arinsson, hönnuður, f. 26.10.
1975. Synir þeirra eru; Kristján
Ari, f. 23.4. 1999 og Júlíus Hrafn,
f. 23.12. 2001. 4) Vilhjálmur, vél-
virkjameistari, búsettur í Reykja-
vík, f. 28.8. 1956, kvæntur Stef-
aníu Örnu Marinósdóttur,
húsmóður, f. 19.6. 1958 og eiga
þau þrjú börn. Þau eru: a) Ragn-
ar, rafeindavirki, f. 21.5. 1978,
sambýlisk. Bjarnrún Jónsdóttir, f.
21.2. 1981. b) Inga Rós, förðun-
arfr., f. 22.7. 1980, hennar barn
Arnar, f. 11.2. 1999, faðir Jóhann
Magnússon, f. 8.3. 1981. c) Mar-
inó, nemi, f. 30.10. 1986.
Ragnar ólst upp á Brekku í
fjölmennum systkinahópi, var þar
í farskóla og stundaði síðan nám
við Núpsskóla í Dýrafirði. Hóf bú-
skap á Brekku í félagi við Krist-
ján bróður sinn frá 1947 til 1954,
bjó í Lambadal í Dýrafirði og síð-
ast í Valþjófsdal í Önundarfirði.
Til Flateyrar flytur fjölskyldan
1957 og býr þar til ársins 1965 er
þau flytja til Reykjavikur. Á bú-
skaparárunum sinnti hann ýms-
um félagsstörfum í sinni sveit
eins og almennt var meðal bænda
þar. Við smíðar vann hann á
mörgum bæjum bæði í Dýrafirði
og Önundarfirði. Á Flateyri starf-
aði hann hjá trésmíðafélaginu
Hefli bæði á Flateyri og víðar um
Vestfirði. Hjá Flateyrarkirkju
sinnti hann trúnaðarstörfum um
árabil. Einnig vann hann við lög-
gæslustörf. Síðast starfaði hann
vestra sem verkstjóri hjá Kaup-
félagi Önfirðinga. Í Reykjavík
starfaði hann um árabil hjá Fast-
eignamati ríkisins auk ýmissa
starfa. Hjá Áhaldahúsi Reykjavík-
urborgar starfaði hann lengst af
syðra við trésmíðar og sá m.a. um
viðhald í skólum, leikskólum og
öðrum byggingum borgarinnar.
Á sjötugsaldri aflaði hann sér
réttinda sem trésmiður.
Kveðjuathöfn um Ragnar verð-
ur í Fossvogskirkju í dag og hefst
klukkan 15. Útför hans verður
gerð frá Sæbólskirkju á Ingjalds-
sandi laugardaginn 24. ágúst og
hefst athöfnin klukkan 14.
Tálknafirði, d. 7. 3.
1964. Ragnar og
Áróra hófu búskap á
Brekku 1947 og
bjuggu fyrir vestan
til 1965, lengst af á
Flateyri við Önund-
arfjörð og síðan í
Reykjavík. Þau eign-
uðust fjögur börn.
Þau eru:
1) Sveinfríður,
skrifstofum., búsett í
Reykjavík, f. 17.1.
1949, sambýlism. Ás-
geir Guðnason, raf-
eindavirkjameistari,
f. 6.6. 1940. Fyrri
maður, Guðjón Guðmundsson, f.
8.8. 1949. Dætur Sveinfríðar eru
Kristín (kjördóttir Guðjóns),
skrifstofum. búsett í Kópavogi, f.
19.4. 1965, gift Gísla Stefáni
Sveinssyni, vélstjóra, f. 19.5.
1955, og Hildur, nemi, f. 27.9.
1982, búsett á Hólmavík, sam-
býlism. Arnar Snæberg Jónsson,
skristofum. f. 5.8. 1977. 2) Ásgeir
Guðmundur, eftirlitsm., búsettur
á Selfossi, f. 19.9. 1950, kvæntur
Halldóru Þórisdóttur, starfsm. v/
umönnun aldraðra, f. 28.8. 1952,
og eiga þau fjögur börn: a) Mar-
grét Lilja Björnsdóttir, sjúkraliði,
f. 17. 9. 1969, faðir Björn Gríms-
son, f. 27.7. 1950, stjúpdóttir Ás-
geirs, hennar barn Helga Dóra
Kristjánsdóttir, f. 31.12. 1996,
faðir Kristján Ástvaldsson, sjó-
maður, f. 13.7. 1967. b) Áróra
Bryndís, stúdent, f. 1.12. 1972,
sambýlism. Benedikt Karlsson, f.
4.12. 1962, hennar barn Ásgeir
Karl, f. 19.11. 1996, faðir Valdi-
mar Árnason, trésmíðameistari, f.
28.3. 1969. c) Áslaug, rekstrarfr.,
f. 29.7. 1974, sambýlism. Jósteinn
Þorgrímsson, rekstrarfr. f. 17.2.
1963, hennar barn Helga Guðrún,
f. 6.7. 1996, faðir Guðmundur
Jónsson, trésmiður, f. 30.12. 1968.
d) Guðmundur, nemi, f. 14.12.
1981. 3) Borghildur, hjúkrunarfr.,
búsett í Mosfellsbæ, f. 15.11 1952,
gift Kristjáni Helga Greipssyni,
véltæknifr., f. 17. 2. 1948. Þau
eiga þrjár dætur: a) Agla Þyri, f.
16.12. 1973, gjaldkeri, gift Karli
Það var alveg nýtt fyrir okkur
systkinin að hann pabbi legðist í
rúmið vegna lasleika. En það gerð-
ist nú í vor. Þá greindist hann með
ólæknandi sjúkdóm sem dró hann
til dauða á skömmum tíma. Eflaust
hefur hann fengið umrenning um
tíðina eins og annað fólk, en að
leggjast í rúmið út af slíku var ekki
hans máti. Ekki beitti hann aðra
eða okkur systkinin slíkri hörku,
öðru nær. Hann pabbi var alla tíð
heilsuhraustur og bindindismaður
var hann bæði á vín og tóbak. Ef
honum var boðið slíkt sagði hann
gjarnan: „Ekki núna en kannski
seinna.“ Að predika yfir öðrum var
honum fjarri skapi.
Þau voru ófá dagsverkin sem
hann lagði til okkar systkinanna við
byggingar og fleira í okkar búskap.
Fyrir það erum við honum ákaflega
þakklát. Það var viðkvæðið hjá
honum, þegar einhver var þreyttur
eða slappur eftir dagsverk: „Farðu
nú að hvíla þig, þetta er eiginlega
að klárast.“ Síðan vann hann
áfram, gekk frá og undirbjó næsta
dag. Næsta morgun kom hann
minnst hálftíma fyrir umtalaðan
tíma og fór að undirbúa verkin.
Sagðist ekkert byrjaður að vinna,
heldur að athuga hvort að allt væri
klárt og að ekkert vantaði. Þetta
þekkjum við systkinin og eflaust
fleiri sem hann þekktu.
Vinnulag hans var ákveðið, fum-
laust og undirbúningur allur góður.
Vinnuhraði jafn og sígandi, pásur
engar og neyslutímar stuttir. Úr-
ræðagóður og ósérhlífinn og voru
vandamál leyst á staðnum og taldi
óþarfa að leita annað nema þegar
allt um þraut. Verkfæri öll á sínum
stað og voru ávallt tiltæk. Yrði
manni á að grípa til verkfæra hans,
þá kom hann með annað samskonar
og færði manni og sagði: „Þetta
hentar þér betur.“ Þetta gilti sér-
staklega um hamarinn.
Ekki var ónotunum fyrir að fara.
Þrjóskur og sérvitur gat hann
stundum verið en enginn leið fyrir
það. Illt umtal og um ófarir ann-
arra hafði hann ekki hátt, heldur
dró úr og benti á málsbætur. Hann
komst oft skemmtilega að orði og
gat séð spaugilegar hliðar á mönn-
um og málefnum. Pabbi hafði ekki
hátt um sín verk, hvorki fyrr né
síðar, þó oft hafi verið ærin ástæða
til þess.
Undir það síðasta var hann að
því spurður hvar hann vildi hvíla að
leiðarlokum. Eftir góða umhugsun
svaraði hann: „Á Ingjaldssandi“.
En spurði hvort ekki væri fullmikið
fyrir því haft. Þetta svar hans kom
okkur systkinunum og eflaust fleir-
um sem hann þekktu ekki á óvart.
Hann bar tilfinningar sínar ekki
á torg. Við systkinin höfum alla tíð
fundið að í brjósti hans bærðist við-
kvæmt og umhyggjusamt föður-
hjarta sem sumum okkar fannst
erfitt að nálgast. Fjölskyldum okk-
ar systkinanna var hann bæði kær
og umhyggjusamur. Þegar verið
var að útskýra það fyrir langafa-
börnunum að nú kæmi afi ekki oft-
ar í heimsókn, þá sagði ein lítil
hnáta: „Nú er afi orðinn engill.“
Alltaf er nú barnstrúin hrein og
tær.
Þær hafa sagt okkur það systur
hans, að hann hafi verið hændur að
móður sinni í æsku og var með pela
til fimm ára aldurs og setti þá
gjarnan á hann sjálfur fyrir hátt-
inn. Oft hefur verið líf og fjör á
Brekkuheimilinu á hans uppvaxt-
arárum í þessum stóra systkina-
hópi og barnmargt var einnig á
öðrum bæjum á Sandi í þá daga.
Þegar hann var ungur maður á
Brekku var hann oft fenginn til að
sækja meðul, lækni eða ljósmóður
þegar svo bar undir. Torfarin og
hættuleg er leiðin um Fjörur frá
Sandi í kaupstað til Flateyrar sér-
staklega um vetur. Núpsprestum
fylgdi hann oft yfir Sandsheiði þeg-
ar þeir messuðu í Sæbólskirkju.
Var hann viljugur til farar í slíkar
ferðir bæði fyrir sitt fólk og aðra.
Þegar hann var átján ára var hann
aleinn hálfan vetur á útmánuðum
sem fjármaður á Skaga og voru
vistir fluttar til hans hálfsmánaðar-
lega. Allt þetta þekkti samtímafólk
hans fyrir vestan.
Meðan fjölskylda okkar bjó á
Flateyri og raunar síðar, fórum við
systkinin í sveit á sumrin til
skemmri eða lengri dvalar til
frændfólks okkar eða vinafólks for-
eldra okkar bæði á Sandi og í Daln-
um. Allar þessar verðir voru hinar
ánægjulegustu og bætandi.
Á efri árum hafði hann gaman af
að ferðast um landið og fór þá
gjarnan einn á bílnum sínum með
tjald. Ekki rak hann tjaldhælana
niður á tjaldsvæðum eða á stöðum
sem vænta mætti ónæðis eða mik-
illa mannaferða, heldur í kyrrð
náttúrunnar hjá búsmalanum og
með sýn yfir sveit og til fjalla. Mik-
ið safn mynda á hann úr þessum
ferðum. Til dæmis á hann myndir
af allflestum kirkjum landsins og
ber það vott um trúfestu hans.
Aldrei vann hann á helgustu dögum
kirkjunnar. En um trúmál ræddi
hann lítið, hafði þau fyrir sig.
Vandlátur var hann á presta, það
fundum við systkinin. Pabbi tók
mikið af myndum af fjölskyldunni
við ýmis tækifæri og færði okkur
og munu þær skilja eftir mikið af
góðum minningum.
Í veikindunum var pabbi afskap-
lega þakklátur fyrir þá góðu
umönnun og hjartahlýju sem hann
fékk. Fyrir hönd fjölskyldunnar
þökkum við systkinin starfsfólki
taugalækningadeildar Grensáss og
líknardeildar Landspítala Landa-
koti fyrir sérstaklega góða umönn-
un og hlýhug.
Með þessum orðum viljum við
systkinin minnast pabba. Hvíli
hann í friði.
Börnin.
Alparós, alparós
árgeislar blóm þitt lauga,
hrein og skær, hvít sem snær hlærðu
sindrandi auga.
Blómið mitt blítt, ó, þú blómgist frítt,
blómgist alla daga.
Alparós, alparós
aldrei ljúkist þín saga.
(Baldur Pálmason.)
Þegar ég hugsa til hans Ragnars
afa þá kemur þessi texti oft upp í
kollinn á mér. Þegar ég var lítil
þótti mér mjög spennandi og gam-
an að fá að gista ásamt Gumma
frænda mínum hjá honum Ragnari
afa og þá spilaði hann þetta lag oft
fyrir okkur á hljómborðið sitt.
Ef ég loka augunum og hugsa til
baka sé ég afa fyrir mér í dökk-
bláum vinnugalla, gráum skóm með
stáltá, með gleraugun á nefinu og
svona afahatt, keyrandi um á
rauðri Lödu með stiga á toppnum.
Ladan hans afa var alltaf full af
verkfærum: Hamar, hallamál, sög,
fullt af nöglum og alls kyns
skrúfum sem hann geymdi í barna-
pelum. Hann Ragnar afi var alltaf
tilbúinn með réttu verkfærin til
þess að laga hvað sem var og ef
hann vissi af einhverju hálfkláruðu
eða í ólagi, þá gat hann sko ekki
setið kyrr. Gjarnan renndi hann
fingrunum eftir hurðum, gluggum
og húsgögnum og bankaði í veggina
til þess að ganga úr skugga um
hvort hann gæti nú ekki lagað eitt-
hvað fyrir okkur og ég held svei
mér þá að hann hafi hjálpað allri
fjölskyldu sinni, öllum kunningjum,
vinum og ættingjum fjölskyldumeð-
limanna, já og bara öllum sem hann
gat hjálpað við eitthvað.
Afi virtist vera dálítill einfari, en
hann var duglegur að heimsækja
okkur heim á Hofteig og virtist
vera tryggur vinur vina sinna. Ég
fann alltaf hlýju og öryggi nálægt
afa og mér þótti ólýsanlega vænt
um hann. Það var ótrúlega erfitt að
fá að gera eitthvað fyrir hann
Ragnar afa, hann vildi nánast aldr-
ei þiggja neitt og það mátti aldrei
hafa neitt fyrir honum, en ég vona
svo heitt og innilega að honum hafi
samt liðið vel.
Það var alltaf gaman að kynna
afa fyrir vinum og vinkonum, líka
öllu nýju fólki því hann sýndi því
alltaf mikinn áhuga, enda virtist
hann þekkja alls konar fólk úti um
allt land. Hann var duglegur að
ferðast á Lödunni sinni og það var
gaman hvað hann hélt mikilli
tryggð við Vestfirðina.
Mér þykir erfitt að kveðja afa og
kem til með að sakna hans mikið en
ég veit að honum líður vel núna og
ég er mjög þakklát fyrir þann tíma
sem ég hef átt með honum og að
hann hafi ekki þurft kveljast mikið
og vera lengi rúmliggjandi því það
var mjög ólíkt honum að liggja að-
gerðarlaus.
Sofðu rótt, elsku afi minn, ég
mun aldrei gleyma þér.
Hildur Guðjónsdóttir.
Elsku afi, nú er komið að kveðju-
stund. Ég tel mig mjög heppna að
hafa fengið að búa með mömmu hjá
þér fyrstu æviár mín. Margar ferð-
irnar voru farnar á Þingvöll, Laug-
arvatn, Gullfoss og Geysi. Þú sýnd-
ir mér herminjarnar í Hvalfirði og
Öskjuhlíð, einnig Þjóðminja- og
Sædýrasafnið. Ósjaldan enduðu
þessar ferðir í ísbúðinni, því ég
spurði: „Afi, eigum við kannski að
kaupa ís?“ Fyrir ein jólin gerðir þú
nokkur dúkkuhús fyrir okkur
frænkurnar, tvær hæðir og ris,
með heimasmíðuðum húsgögnum.
Húsin voru máluð og veggfóðruð og
amma saumaði gardínur. Ég var al-
sæl með húsið og lék mér að því í
mörg ár. Ein vinkona mín var mjög
hrifin af því og fékk þig til að
smíða eitt fyrir dætur sínar. Þú
varst mikill hagleikssmiður og ófá
handtök þín liggja víða.
Fyrir fjórum árum keyptum við
Gísli íbúð sem þurfti að gera ým-
islegt fyrir. Þar nutum við leið-
sagnar og hjálpar þinnar sem er
okkur ómetanleg, hvort sem var
verið að færa veggi, leggja og laga
parket, skipta um gler eða þak-
rennur. Ekkert virtist þér ófært í
þessum efnum og alltaf varstu
mættur fyrstur á staðinn. Stundum
hafði ég miklar áhyggjur af þér
uppi á þaki eða í háum stiga, því þú
varst þá nærri áttræður en ald-
urinn virtist ekki há þér. Þú varst
mikið á ferðinni á Lödunni þinni,
oft með stiga á toppnum, og alltaf
voru verkfærin við höndina. Þótt
ekki færir þú hratt yfir komst þú
þó allt sem þú ætlaðir þér um land-
ið.
Eitt af áhugamálunum var lestur
góðra bóka og ljósmyndun. Áttir þú
meðal annars myndir af nær öllum
kirkjum landsins.
Í vetur var ákveðið að skoða
skipið hans Gísla á sjómannadag-
inn. Síðan komu veikindi þín upp
en þú ætlaðir þér um borð og gerð-
ir það þó við þyrftum að styðja þig
og hafðir þú mikið gaman af. Það
átti ekki við þigað liggja svona í
rúminu því alltaf hafðir þú verið
heilsuhraustur. Ef þú varst með
klút um hálsinn varstu kannski
kvefaður eða með pest en lengra
náði það ekki. Í mínum vinahópi
kölluðu margir þig „Ragnar afa“ og
er þín sárt saknað en nú ert þú á
leið í sveitina þína með hamarinn
þinn.
Meðan veðrið er stætt
berðu höfuðið hátt
og hræðstu eigi skugga á leið.
Bak við dimmasta él
glitrar lævirkjans ljóð
upp við ljóshvolfin björt og heið
þó steypist í gegn
þér stormur og regn
og þó byrðin sé þung sem þú berð
þá stattu fast og vit fyrir víst
þú ert aldrei einn á ferð.
(Þorsteinn Vald.)
Kannski tökum við upp þráðinn
einhvern tímann aftur og ég fæ að
njóta samvista þinna og þíns hlýja
og góða hjartalags aftur, en á með-
an, sofðu rótt.
Þín
Kristín.
RAGNAR GÍSLI
GUÐMUNDSSON
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar
endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í
Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1,
Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569
1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer
höfundar/sendanda fylgi.
Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af
hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200
slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak-
markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein-
ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir
ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Birting afmælis-
og minningargreina