Morgunblaðið - 21.08.2002, Side 39
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2002 39
UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ hefur falið Ams-
um-vöktunarhópnum að útbúa rannsóknaráætlun
um orsakir og umfang kadmínmengunar í Arn-
arfirði. Að sögn Einars Sveinbjörnssonar, aðstoð-
armanns umhverfisráðherra, sýndi greining á
sýnum sem komu úr hörpudiski, veiddum í
Arnarfirði, að innihald þungmálmsins kadmíns
væri of hátt miðað við viðmiðanir í reglugerð um
aðskotaefni í matvælum. Í kjölfarið bannaði
Fiskistofa veiðar og vinnslu á hörpudiski í Arn-
arfirði.
Eftir að óskir bárust um frekari rannsóknir var
Amsum-hópnum falið að huga að rannsóknum á
þessari mengun í Arnarfirðinum. „Menn gera sér
ekki grein fyrir hver er ástæða hærra gildis í
hörpudiski úr Arnarfirði en á öðrum svæðum við
Ísland, því það voru líka tekin sýni úr Breiðafirði
og Hvalfirði og þau reyndust innan hættumarka,“
segir Einar og bendir á að ýjað hafi verið að því
að hugsanlegt sé að botn Arnarfjarðar sé söfn-
unarstaður fyrir lífræn efni og snefilefni en þung-
málmar eru snefilefni. Ástæða þess sé sú að Arn-
arfjörður er svokallaður þröskuldsfjörður, það er
þröskuldur við mynni fjarðarins.
Kostnaðurinn hleypur á milljónum
Helgi Jensson, formaður Amsum-hópsins og
forstöðumaður mengunarvarnasviðs hjá Holl-
ustuvernd ríkisins, segir að skipulagning rann-
sóknarinnar hefjist nú á haustdögum. Hann legg-
ur áherslu á að svona viðamikil rannsókn verði
ekki framkvæmd nema mikil skipulagning hafi
farið fram á undan. „Kostnaðurinn hleypur á
milljónum ef það á að gera þetta og þess vegna er
nauðsynlegt að menn setjist niður og skipuleggi
mjög vel hvar þeir ætla að mæla og hvar þeir ætla
að taka sýni áður en farið er af stað. Ég vil líka
taka það fram að það er ekki umhverfisráðuneyt-
isins að fylgjast með styrk þessara efna í mat-
vælum. Það er í raun skylda framleiðenda að upp-
lýsa neytendur um hvað er í framleiðslunni. Þótt
magnið sé hátt þarna og fari yfir einhver mörk þá
teljum við að þetta sé ekki mengun heldur nátt-
úrulegt ástand í firðinum,“ segir Helgi.
Hann undirstrikar því að það liggi fyrir að það
eigi að gera áætlun um það hvernig menn geta
rannsakað þetta og hvað rannsóknin kostar.
Hann bendir á að kostnaðurinn sé mikill og því
þurfi jafnvel að fá fjármögnunaraðila, til dæmis
þá sem hafa hagsmuna að gæta á þessum stað.
„Það verður reynt að sjá hverjir hafa áhuga á því
að standa að þessum rannsóknum og leggja þá í
púkk til að gera þær mögulegar,“ bætir hann við.
Að sögn Helga sitja í Amsum-hópnum fulltrúar
frá Hafrannsóknastofnun og Rannsóknarstofnun
fiskiðnaðarins. Hann á fastlega von á að einhverj-
ir þaðan komi að þessari skipulagningu. „Það er
velþekkt að kadmín í lífríki sjávar í umhverfi Ís-
lands er hærra en gerist á mörgum öðrum stöð-
um. Við teljum að það sé vegna þess að þetta er
tengt náttúru landsins en þetta gerir sjávarfang-
ið ekki eitrað eða hættulegt. Þótt það sé í þorsk-
holdi og ýmsu þá er það langt undir viðmiðunar-
mörkum,“ segir hann og bendir á að viðmiðunar-
mörk í vöru sem sett er á markað þurfi ekki
endilega að vera nákvæmlega þau sömu og út frá
heilbrigðissjónarmiði.
Ekki leyfilegt að veiða
hörpudisk í Arnarfirði
Halldór Zoëga, forstöðumaður gæðastjórnun-
arsviðs Fiskistofu, segir að kadmínmegnun í Arn-
arfirði hafi komið í ljós við reglubundið eftirlit
fyrir um ári en Fiskistofa bannaði hörpudisks-
veiðar í Arnarfirði í desember 2001. Hann segir
að reglubundin vöktun geri ráð fyrir rannsóknum
á tveggja ára fresti og telur að það sé nægjanlegt
þar sem magn þungmálms breytist afskaplega
hægt. „Veiðarnar voru bannaðar vegna þess að
þessi sýni sýndu kadmín hærra en var leyfilegt
samkvæmt reglugerð um aðskotaefni í matvælum
en hámarksstyrkur kadmíns í matvælum er 0,5
ppm,“ segir hann.
Hann bendir jafnframt á að á fiskveiðiárinu
2001–2002 hafi hvort sem er ekki verið leyfilegt
að veiða hörpudisk í Arnarfirði. „Samkvæmt ráð-
leggingum Hafrannsóknastofnunar á næsta fisk-
veiðiári sem er að hefjast núna 1. september er
heldur engin úthlutun þannig að það er ekkert að
gerast í þessum málum,“ leggur hann áherslu á.
Hörpudiskur í Arnarfirði inniheldur hátt hlutfall þungmálmsins kadmíns
Ekki mengun heldur
náttúrulegt ástand
KJÖRDÆMAFÉLAG Samfylking-
arinnar í Reykjavík efnir til stuttrar
gönguferðar laugardaginn 24. ágúst
nk. kl 14.00.
Gengið verður um svæði suður af
Hafnarfirði. Þátttakendur safnast
saman við Kaldársel (nálægt vatns-
bóli Hafnfirðinga) og þaðan verður
gengið á Helgafell. Um er að ræða
létta síðdegisgöngu sem áætlað er að
taki u.þ.b. 3 tíma með „kaffitíma“.
Leiðsögumenn verða Olga Lísa
Garðarsdóttir, íþróttakennari og fé-
lagsfræðingur, og Sjöfn Kristjáns-
dóttir bókasafnsfræðingur.
Laugardagsganga
Samfylkingarinn-
ar í Reykjavík
LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft-
ir vitnum að umferðaróhappi er varð
í Sóltúni, gegnt húsi nr. 3, mánudag-
inn 19. ágúst milli kl. 12.15 og 14.05.
Ekið var utan í Renault Laguna
fólksbifreið, vínrauða að lit, sem stóð
þar mannlaus í bifreiðastæði og fór
tjónvaldur af vettvangi. Talið er að
um hópbifreið sé að ræða og mun
vera nokkuð hátt undir bifreiðina.
Þeir sem upplýsingar geta veitt um
málið eru vinsamlega beðnir um að
hafa samband við lögregluna í
Reykjavík.
Lýst eftir vitnum
GOLFSAMTÖK fatlaðra á Íslandi
héldu hinn 7. ágúst námskeið ætlað
þeim sem eingöngu geta leikið golf
með annarri hendi. Kennari á þessu
námskeiði var John Garner.
Mjög góð aðsókn var að þessu
námskeiði og vegna fjölda áskorana
verður násmkeiðið endurtekið mið-
vikudaginn 21. ágúst kl. 18 á æfinga-
svæði Golfklúbbsins Odds fyrir
sunnan Vífilfell.
Allir fatlaðir og aðstandendur fatl-
aðra eru velkomnir og námskeiðið er
þeim að kostnaðarlausu.
Golfnámskeið
fyrir fatlaða
HÓTEL Flúðir halda sitt árlega
Hreppakvöld sem er söngur og mat-
arveisla að kvöldi föstudagsins 23.
ágúst í Félagsheimilinu á Flúðum.
Boðið verður upp á ítalskt hlaðborð
og tónleika. Örn Árnason, leikari og
skemmtikraftur, verður kynnir og
tekur lagið. Söngvararnir Páll Rósin-
krans og Jóhann Friðgeir Valdimars-
son syngja við undirleik Jónasar Þór-
is. Það er Stína Daníeló kokkur sem
sér um hlaðborðið. Meðal annars góð-
gætis má nefna ítalska osta sem nú
eru að koma á markaðinn hérlendis.
Húsið verður opnað kl. 19 en matur
hefst stundvíslega kl. 19.30. Miða-
pantanir eru á hótelinu. Eftir tón-
leikana spilar á píanó og syngur Lis
Gammon á Veitingahúsinu Útlagan-
um.
Hreppakvöld
á Flúðum
GÆSAVEIÐITÍMABILIÐ hófst í
gær, 20. ágúst. Sigmar B. Hauks-
son, formaður Skotveiðifélags Ís-
lands, segir að höfuðáherslan verði
lögð á veiðar á heiðagæs í fyrstu þar
sem veiðitími hennar er tiltölulega
stuttur. „Hún heldur sig á fjöllum
uppi og um leið og það verður kalt
og hálendið hulið snjó fer hún til
Bretlands þannig að menn þurfa að
grípa tækifærið á meðan það gefst
ef svo má segja. Það fer mjög eftir
tíðarfari en menn eru að stunda
veiðar á heiðagæs eitthvað fram í
septembermánuð,“ bætir hann við.
Sigmar leggur áherslu á að Skot-
veiðifélagið hafi beint þeim tilmæl-
um til manna að snúa sér frekar að
heiðagæsinni. Hann segir að veiði-
álagið á grágæsina sé líklegast of
mikið og þeim finnist að ungarnir
megi verða pattaralegri. Því sé
mælst til að grágæsaveiðar hefjist
ekki af alvöru fyrr en upp úr mán-
aðamótum.
Hann segir grágæsarstofninn
vera á niðurleið en að erfitt sé að
leita skýringa þess. „Við vitum ekki
hvort það er veiðiálag. Það gæti líka
verið að það stofnlíkan sem unnið er
eftir sé ekki rétt. Það er að segja
þegar grágæsir eru taldar í Bret-
landi þá sé ennþá eitthvað af gæsum
eftir hér á Íslandi eða í Orkneyjum
eða jafnvel á Írlandi eða í Noregi.
Þannig að við vitum ekki nákvæm-
lega ástæðuna fyrir því,“ leggur
hann áherslu á.
Um 3.000 gæsaveiðimenn
Aðspurður segir hann það fara al-
gerlega eftir veðri hversu lengi
veiðitímabilið stendur en menn
stundi veiðar á grágæs langt fram í
október. Hann segir um 3.000 gæsa-
veiðimenn hér á landi. Hann telur
að aðeins fáar konur stundi gæsa-
veiðar og segir þær fremur leggja
stund á rjúpnaveiðar og veiðar á
önd.
„Yfirleitt fara gæsaveiðar þannig
fram að menn liggja fyrir þeim á
flugleiðum þeirra og hafa oft tál-
fugla sem þær fljúga yfir og jafnvel
flautur til þess að tæla þær neðar.
Síðan eru þær skotnar á flugi með
haglabyssum. Á rjúpnaveiðum eru
menn á göngu allan daginn og reyna
að finna rjúpurnar og skjóta þær
þegar þær fljúga upp eða eru að
færa sig. Þar eru gerðar meiri kröf-
ur um atgervi og orku,“ lýsir Sig-
mar.
Hann segir helstu veiðistaðina
vera á hálendinu og nefnir sem
dæmi öræfin austanlands og Auð-
kúluheiði fyrir norðan. Sigmar
bendir á að ákveðinn hópur manna
fari af stað um leið og veiðitímabilið
hefst enda séu skotveiðimenn búnir
að bíða lengi. „Við höfum ekki getað
stundað neinar veiðar yfir sumarið
eins og gefur að skilja. En nú eru
góðir tímar framundan fyrir skot-
veiðimenn og gæsirnar virðast
koma vel undan sumri. Ungarnir
eru þroskaðir og í góðu ásigkomu-
lagi,“ segir hann að lokum.
Morgunblaðið/Ingó
Gæsaveiðimenn landsins flykkjast nú til fjalla til að skjóta heiðagæsina eða sitja fyrir grágæsum á túnum.
Gæsaveiðar máttu hefjast í gær
Menn snúi sér frek-
ar að heiðagæsinni
TAFLFÉLAGIÐ Hellir, Halló! og
ICC standa sameiginlega að 10 móta
röð á skákþjóninum ICC sem kallast
Bikarsyrpa Halló! á ICC. Sjötta mót-
ið fer fram 25. ágúst en það síðasta
verður haldið 24. nóvember en það
verður jafnframt Íslandsmótið í net-
skák.
Þeir sem hafa teflt í fimm fyrstu
mótunum þurfa ekki að skrá sig held-
ur er nægilegt að mæta fyrir 20:00.
Aðrir þurfa að skrá sig á www.hellir.is
Tefldar eru níu umferðir. Umhugsun-
artími er fjórar mínútur á skák auk
tveggja viðbótarsekúndna á leik. Fyr-
irhuguð dagskrá getur breyst, en hún
er sem hér segir: 25. ágúst, 15. sept-
ember, 13. október, 3. nóvember og
24. nóvember (Íslandsmótið).
Ávallt verður teflt í einum flokki
þar sem eingöngu íslenskir skákmenn
hafa keppnisrétt nema á sjálfu Ís-
landsmótinu, þar verður teflt í tveim-
ur flokkum, segir í fréttatilkynningu.
Bikarsyrpa
skákmanna
STÚDENTARÁÐ Háskóla Íslands,
Bóksala stúdenta og kassi.is hafa
skrifað undir samning um samstarf
um rekstur skiptibókamarkaðar á
Netinu. Stúdentum gefst kostur á
því að senda inn auglýsingar um
bækur til sölu og með aðgengileg-
um hætti nálgast þessar auglýs-
ingar á heimasíðunni.
Öll notkun skiptibókamarkaðar-
ins er gjaldfrjáls og í fréttatilkynn-
ingu hvetur Stúdentaráð stúdenta
til að nýta sér þessa þjónustu.
Þjónustuna má nálgast í gegn um
heimasíðu bóksölunar www.bok-
sala.is eða á heimasíðu kassa.is,
www.kassi.is
Stofna skipti-
bókamarkað
á Netinu
♦ ♦ ♦