Morgunblaðið - 21.08.2002, Qupperneq 40
40 MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
ÉG VAR að lesa í Morgunblaðinu
grein um heiðursskot, þ.e. reglur
um hversu mörg heiðursskot þessi
og hinn fær, hjá sjóherjum þessa
heims, eftir tignarstöðum. Ég
verða að viðurkenna að mér finnst
þetta afskaplega skondið og … ja,
dálítið hallærislegt.
Fyrir utan að manneskjan er að
mínu áliti grimmasta og miskunn-
arlausasta dýrið í heiminum þá er-
um við líka afskaplega hégóma-
gjörn.
Á sama tíma og menn keppast
við að tala um að allir menn hafi
jafnan rétt, og þetta sé bundið í
stjórnarskrá í flestum vestrænum
ríkjum alla vega, þá kappkosta
menn að gera allt til að mismuna
hver öðrum. Það eru kóngar,
prinsar, lordar og lávarðar, forset-
ar og allskonar fyrirmenn. Þessir
menn eru svo klæddir upp í alls-
konar grínfatnað, eins og t.d. lög-
menn og dómarar í Bretlandi,
þessar hlægilegu hárkollur. Líf-
varðabúningar með fjaðraskúfum
sem myndu sóma sér vel í teikni-
myndakómedíu, svo ég tali nú ekki
um þann fáránlega gæsagang sem
hermenn eru látnir ganga á hátíð-
arstundum sem minnir oft á dýr
merkurinnar í árásarhug. Af
hverju þurfum við á öllu þessu yf-
irslekti og skrautsýningum að
halda? Veit það einhver, hefur ein-
hver t.d. spáð í af hverju við þurf-
um embætti eins og forseta? Eða
allt þetta prjál í kringum alla hluti,
t.d. í kringum heimsóknir annarra
valdhafa. Allt til að halda virðingu.
Þetta er einskonar gerviveröld,
sem venjulegt fólk hefur ekki
glóru um til hvers er eiginlega.
Það er bara af því að einu sinni
var.
Við erum sennilega svona
vanþróaður stofn að það er ekki
hægt að halda þjóðfélag nema hafa
þessa gerviglamour-veröld í kring-
um allt og alla. Og ég held svei
mér þá að þetta versni með hverju
ári. En svo er nú staðreyndin sú
og það ætti þetta glamour-fólk að
vita, að það öðlast engin virðingu
með því að klæðast einhverjum
flíkum, eða hafa einhvern titil. Ef
fólk stendur sig ekki í stykkinu, þá
hlýtur það ekki virðingu samborg-
ara sinna. Það fær auðvitað smjað-
ur og undirlægjuhátt sem nóg er
af í heiminum, og það er nú svo
með smjaðrið að það er einungis
viðhaft framan í viðkomandi, en
oft er stutt í rýtinginn í bakið.
Hin eina virðing annarra fæst
einungis með því að vera sannur
og trúr því sem maður gerir. Fólk
sem lifir í þessum gerviheimi fjar-
lægist mjög okkar venjulega heim,
uns það gleymir hvernig daglegt
líf borgarans er, og fer að líta á
sjálft sig sem æðri veru. Þetta
gerist líka á Íslandi. Þetta sama
fólk fer svo í kirkjur og samkomur
og talar í fallegum ræðum um að
allir séu jafnir fyrir Guði og mönn-
um. Enda hefur kirkjan staðið
dyggan vörð um þetta misrétti
gegnum tíðina með því að hafa
ósnertanlega embættismenn. Er
t.d. ekki skylda að ávarpa yfir-
mann kirkjunnar með „Herra
Biskup“? Páfinn er líka ágætt
dæmi um mann sem hefur verið
hafinn upp til skýjanna. Hann er
þó bara venjulegur maður getinn
af karli og konu, held ég, étur,
drekkur og gerir þarfir sínar rétt
eins og aðrir.
Ég er ekki að pirra mig á þessu
ef menn halda það, mér finnst
þetta einungis eins og áður sagði
hallærislegt og jafnvel fyndið. Ég
verð að viðurkenna að ég ber ekki
nokkra virðingu fyrir fólki sem ber
einhvern svona titil eða er upphaf-
ið af fólki ef sá hinn sami stendur
ekki undir þeirri virðingu með lífi
sínu og atferli.
Það er sennilega eitthvað í sál-
arvitund okkar sem gerir okkur að
því sem við erum, hjarðdýr sem
þurfa að hafa yfirvöld á öllum svið-
um til að segja til um hvernig á að
lifa í veröldinni. En svo eru alltaf
einhverjir sem ekki vilja dansa
með, og aðrir sem vilja líka ráða,
og þess vegna eru háð blóðug
stríð.
ÁSTHILDUR CESIL
ÞÓRÐARDÓTTIR,
Seljalandsvegi 100, 400 Ísafirði.
Og barnið sagði
mamma sjáðu!
Frá Ásthildi Cesil Þórðardóttur:
Brúðargjafir
Mörkinni 3, s: 588 0640
Opið mánudag-föstudags 11-18.
Lokað á laugardögum í sumar
Salsaskálar frá
Fullkomnaðu
verkið
með
þakrennukerfi
þakrennukerfi
BLIKKÁS EHF.
SKEMMUVEGUR 36
200 KÓPAVOGUR
SÍMI 557 2000 - FAX 557 4111
Fagm
enns
ka
í
fyrir
rúmi
Söluaðilar um land allt