Morgunblaðið - 21.08.2002, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2002 43
DAGBÓK
Milljónaútdráttur
Þar sem einvörðungu er dregið úr seldum miðum þarf miðaeigendi bæði að
hafa rétt númer og bókstaf til að hljóta vinning í þessum útdrætti.
Birt með fyrirvara um prentvillur.
8. flokkur, 20. ágúst 2002
Kr. 1.000.000,-
1811G
6608H
8516F
10527B
26748E
33742G
35249B
39683F
43855B
56027B
Skógarhlíð 18, sími 595 1000.
www.heimsferdir.is
Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt tilboð á
síðustu sætunum til Mallorka, 29. ágúst, í 1 viku. Þú bókar 2 sæti, en
greiðir aðeins fyrir 1, og tryggir þér sæti til þessarar perlu
Miðjarðarhafsins á ótrúlegum
kjörum. Val um úrvalsgististaði á
Playa de Palma, og í hinum fagra
Paguera strandbæ.
Aðeins 27 sæti í boði
2 fyrir 1 til
Mallorca
29. ágúst
frá kr. 24.300
Verð kr. 24.300
Flugsæti á mann, m.v. 2 fyrir 1.
41.900/2 = 20.050 kr. Almennt verð.
Skattar fullorðinna kr. 3.350 og barna
kr. 2.575
Verðdæmi á gistingu:
Promenade - vika – 9.500 kr. á mann,
4 í íbúð
Ekki innifalið:
Ferðir til og frá flugvelli á Mallorka,
kr. 1.800
Forfallagjald kr. 1.800 valkvætt
Ragnar Bjarnason Dr. Med.
Sérgrein: Almennar barnalækningar, hormóna- og
efnaskifta sjúkdómar barna.
Hefur opnað stofu í Læknasetrinu,
Þönglabakka 1, 109 Reykjavík.
Tímapantanir í síma 535 7700 alla virka daga kl. 9-17.
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
LJÓN
Afmælisbörn dagsins:
Þú vinnur oft best í
einrúmi. Þú sækist ekki eftir
athygli en vekur
þó oft athygli.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Dagurinn í dag er heppilegur
til að reyna að skilja tilfinn-
ingar þínar og hvernig þær
hafa áhrif á samband þitt við
aðra. Þú getur bætt það sam-
band ef þú þekkir styrk til-
finninga þinna.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Vilji þinn til að aðstoða sam-
starfsmann getur breytt sam-
bandi þínu við þennan sam-
starfsmann. Í dag getur þú
gert óvildarmann þinn að vini
þínum.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Einhver ykkar kynnu að hefja
innilegt samband í dag, sam-
band sem örlögin hafa gert
óhjákvæmilegt.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Reyndu hvað þú getur að
bæta sambandið við fjöl-
skyldumeðlim í dag. Ákveðir
þú að gera þetta getur það
aukið verulega á traust milli
ykkar.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Jafnvel yfirborðskenndustu
samræður í dag gætu hugsan-
lega breytt lífi þínu. Þú skalt
því hlusta sérstaklega grannt
eftir því sem aðrir segja.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Peningum sem þú eyðir í dag
til að fegra heimilið er vel var-
ið. Gerðu við þar sem þarf eða
endurnýjaðu hluti sem eru að
verða ónýtir.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þú kannt að fá merkilegar
upplýsingar sem gætu á end-
anum haft breytingar í för
með sér. Hlustaðu á ráð og til-
lögur annarra þótt sumar
þeirra kunni að virðast an-
kannalegar í fyrstu.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Einhver vill lána þér fé eða
hjálpa þér á annan hátt. Þú
skalt alltaf þiggja boð um að-
stoð svo hinn aðilinn fái tæki-
færi til að sýna örlæti sitt.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Eitthvað gerist í dag sem ger-
ir það að verkum að þú metur
enn meir en áður vináttu við
einhvern.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Taktu þér tíma frá önnum
dagsins til að sýna þér eldri
manni virðingu, yfirmanni eða
foreldri. Þetta fólk á skilið að
þú sýnir þakklæti fyrir þá leið-
sögn sem það hefur veitt þér.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þú hefur þörf til að kafa í mál-
in í leit að sannleikanum í dag.
Þú sættir þig ekki við yfir-
borðskennd svör.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Ef þú ferð rétt að kannt þú að
komast að raun um að einhver
mikilvægur vill aðstoða þig.
Þessi greiði kann að hafa upp-
byggileg áhrif til langs tíma á
líf þitt.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
LJÓÐABROT
ALLT EINS OG BLÓMSTRIÐ EINA
Allt eins og blómstrið eina
upp vex á sléttri grund
fagurt með frjóvgun hreina
fyrst um dags morgunstund,
á snöggu augabragði
af skorið verður fljótt,
lit og blöð niður lagði,
líf mannlegt endar skjótt.
Svo hleypur æskan unga
óvissa dauðans leið
sem aldur og ellin þunga;
allt rennur sama skeið.
Innsigli öngvir fengu
upp á lífsstunda bið,
en þann kost undir gengu
allir að skilja við.
Dauðinn má svo með sanni
samlíkjast, þykir mér,
slyngum þeim sláttumanni,
er slær allt hvað fyrir er;
grösin og jurtir grænar,
glóandi blómstrið frítt,
reyr, stör sem rósir vænar
reiknar hann jafn-fánýtt.
Hallgrímur Pétursson
Árnað heilla
75 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 21.
ágúst, er sjötíu og fimm ára
Ingólfur Pálsson rafvirkja-
meistari, Heiðmörk 3,
Hveragerði. Eiginkona
hans er Steinunn Runólfs-
dóttir. Þau eru að heiman í
dag.
50 ÁRA afmæli. Í dagmiðvikudaginn 21.
ágúst er fimmtug Jóhanna
Sigríður Eyjólfsdóttir,
Maríubakka 28, Reykja-
vík, skrifstofustjóri Vél-
stjórafélags Íslands. Jó-
hanna tekur á móti gestum
í dag milli kl. 18 og 21 í sal
Flugvirkjafélagsins, Borg-
artúni 22, Reykjavík.
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4
4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. f3
e6 7. Be3 b5 8. g4 Rfd7 9.
Dd2 Bb7 10. 0-0-0 Rb6 11.
Rb3 R8d7 12. Ra5 Dc7 13.
Kb1 Be7 14. h4 0-0 15. Bg5
f6 16. Be3 Re5 17. Df2 Rbc4
18. Rxb7 Dxb7 19. Bd4
Hac8 20. Re2 Rc6
21. Be3 Rxe3 22.
Dxe3 Da7 23. Db3
d5 24. exd5 Ra5
25. Dd3 Rc4 26.
Rf4 Re3 27. Rxe6
Rxd1 28. Dxd1
Hfe8 29. Bd3 Df2
30. f4 Bd6 31. g5
Hxe6 32. dxe6
Dxf4 33. Hf1 De5
34. He1 Dc5 35.
gxf6 gxf6 36.
Dg4+ Kh8 37.
Hg1 Dc7
Staðan kom
upp í atskákein-
vígi Viswanathan
Anands (2.755) og Ruslans
Ponomarjovs (2.743) sem
lauk fyrir skömmu í Mainz í
Þýskalandi. Indverjinn
snöggi hafði hvítt og lauk
skákinni á snyrtilegan hátt.
38. e7! og svartur gafst upp
enda fátt til varnar. Indverj-
inn bar sigurorð af heims-
meistaranum 4½–3½ v. 2.
umferð Skákþing Íslands,
landsliðsflokki, hefst í dag
21. ágúst kl. 17.00 í íþrótta-
húsinu á Seltjarnanesi.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
LESANDINN er í suður og
opnar á 15–17 punkta
grandi. Makker yfirfærir í
hjarta og skömmu síðar spil-
ar vestur út lauftíu gegn
fjórum hjörtum:
Suður gefur; allir á hættu.
Norður
♠ ÁG
♥ D7653
♦ 97
♣Á654
Suður
♠ 754
♥ Á92
♦ ÁD53
♣KD2
Vestur Norður Austur Suður
– – – 1 grand
Pass 2 tíglar * Pass 2 hjörtu
Pass 3 grönd Pass 4 hjörtu
Pass Pass Pass
Hvernig er best að haga
úrspilinu?
Spilið er frá EM ung-
menna í síðasta mánuði og í
fréttablaði mótsins er rakið
hvernig Grikkinn Alexis
Dialynas bar sig að. Hann
tók fyrsta slaginn heima og
spilaði strax hjartaás og
meira hjarta á drottn-
inguna. Trompið lá 3–2, sem
var gott, en austur átti þrí-
litinn með kóngnum, sem
var vont:
Norður
♠ ÁG
♥ D7653
♦ 97
♣Á654
Vestur Austur
♠ K63 ♠ D10982
♥ 108 ♥ KG4
♦ 10864 ♦ KG2
♣10973 ♣G8
Suður
♠ 754
♥ Á92
♦ ÁD53
♣KD2
Austur tók þriðja hjarta-
slaginn og skipti yfir í tíg-
ultvist. Alexis sýndi nú góð
tilþrif. Hann lét lítinn tígul
heima og vestur fékk slag-
inn á tíuna. Og spilaði spaða.
Alexis tók með ás og spilaði
öllum trompunum. Vestur
gat ekki varið báða láglitina
og henti frá tíglinum. Eftir
vel heppnaða tígulsvíningu
varð tígulfimman tíundi
slagurinn.
Þetta var vel gert, þótt
fleiri leiðir hefðu leitt til
sömu niðurstöðu. En
kannski var einfaldast að
spila strax í upphafi litlu
hjarta að heiman frá ásnum
þriðja. Taka svo trompás-
inn, spila laufi og trompa
það fjórða heima.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson.
Dregið í fjórðu umferð
bikarkeppninnar
Dregið hefir verið í fjórðu umferð
bikarkeppninnar og spila eftirtaldar
sveitir saman:
Skeljungur – Guðmundur Sveinn
Hermannsson
Ragnheiður Nielsen – SUBARU
Sparisjóðurinn í Keflavík – Orku-
veita Reykjavíkur
Þórólfur Jónasson – Kristján Ö.
Kristjánsson
Síðasti spiladagur er 15. septem-
ber
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Félag eldri borgara
í Hafnarfirði
Eldri borgarar í Hafnarfirði spila
brids, tvímenning í Hraunseli Flata-
hrauni 3 tvisvar í viku á þriðjudögum
og föstudögum. Það vantar fleira
fólk í brids. Mæting kl. 13.30
Spilað var 13. ágúst. þá urðu úrslit
þessi:
Hera Guðjónsdóttir – Sófus Berthelsen 61
Jón Ó. Bjarnason – Jón R. Guðmundsson 53
Árni Bjarnason – Sigurlína Ágústsdóttir 52
Jón Pálmason – Ólafur Ingimundarson 52
16. ágúst
Sigurlína Ágústsd. – Guðm. Guðmundss. 88
Sófus Berthels. – Ólafur Kr. Guðmundss. 75
Sveinn Jensson – Jóna Kristinsdóttir 63
Árni Bjarnason – Þorvarður Guðmundss. 62
Félag eldri borgara
í Kópavogi
Það var fámennt en góðmennt í
Gjábakkanum sl. föstudag en vænt-
anlega undanfari meiri og betri þátt-
töku nú í sumarlok. Hæsta skor í
N/S:
Rafn Kristjánss. – Oliver Kristófss. 257
Ólafur Ingvarss. – Þórarinn Árnason 205
Hæsta skor í A/V:
Eysteinn Einarss. – Viggó Norðquist 202
Auðunn Guðmss. – Bragi Björnsson 197
Meðalskor 168. Keppnisstjóri
bridsdeildar FEBK er Ólafur Lár-
usson.
Þessar duglegu stúlkur söfnuðu 5.619 kr. til styrktar Rauða
krossi Íslands. Þær heita Júlía Grétarsdóttir og Klara Grét-
arsdóttir.
Hlutavelta
Ljósmynd/ Mynd Hafnarfirði
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 22. júní sl. í Dóm-
kirkjunni í Reykjavík af sr.
Valgarði Ástráðssyni þau
Ágústa Amalía Friðriks-
dóttir og Svanur Þór Eð-
valdsson. Þau eru til heim-
ilis í Reykjavík.