Morgunblaðið - 21.08.2002, Síða 44
FÓLK Í FRÉTTUM
44 MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
5%
"2 "
%
2 8
%
! "
!%
6 8
5
%
/4
) 9
'2
/ / 8 :
& 5 &
%
8 "
'
/)
4
) 9
'2
; 0 (
2
6 8
%
%
+ " 8
Eva³
%
! "
!%
6 "
1 %
" "
!" !#
Vesturgötu 2 sími 551 8900
Hádegisverðartilboð
Kvöldverðarhlaðborð
kr. 990
frá kl. 11.30-14.30
kr. 1.990
frá kl. 18-22
RÚSSNESKA geimferðastofnunin
hefur gefið poppsöngvaranum
Lance Bass fimm sólarhringa til að
greiða farmiðann fyrir væntanlega
ferð til alþjóðlegu geimstöðv-
arinnar, ella fái hann ekki að fara.
Konstantin Kreidenko, tals-
maður rússnesku geimferðastofn-
unarinnar, sagði að ef greiðslan
hefði ekki borist fyrir föstudag
fengi Bass, sem er söngvari Ń Sync,
ekki að fara með í ferðina sem fara
á 22. október. Verðið fyrir farmið-
ann er um 20 milljónir dala eða um
1,7 milljarðar króna.
Bass, sem vonast til að verða
þriðji ferðamaðurinn sem fær að
fara til geimstöðvarinnar, hefur
verið við þjálfun undanfarnar vikur
í þjálfunarstöð utan við Moskvu.
Bass, sem er 23 ára, yrði jafnframt
sá yngsti sem farið hefur út í geim-
inn.
Stuðningsmenn Bass kenna skrif-
finnsku um að greiðsla hefur ekki
borist. David Krieff, bandarískur
sjónvarpsþáttaframleiðandi sem
ætlar að gera sjónvarpsþætti um
ferð Bass, segist hafa fengið þrjá
aðila sem vilji greiða 5–15 milljónir
dala hver.
Ekkert bólar á greiðslu
fyrir geimfarmiða
Lance Bass.
GAUKUR Á
STÖNG: Stefnu-
mót. Örkuml, Vý-
nill og AmPop. Hús
opnað 21 og er að-
gangseyrir 500 kr.
STÚDENTA-
KJALLARINN:
Hljómsveitin
Wumblmbid leikur
djass í Stúd-
entakjallaranum við Hringbraut. Á
efnisskránni eru lög eftir t.d. Bill
Frisell og Kenny Wheeler auk
frumsamina verka.
Hljómsveitina
skipa Sigurður
Rögnvaldsson og
Ragnar Emilsson á
gítara, Eiríkur
Ólafsson á tromp-
et, Jóhann Ás-
mundsson á bassa
og Helgi Sv.
Helgason á tromm-
ur. Tónleikar hefjast kl. 21.30.
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
Í DAG
Örkuml leikur á Stefnu-
móti í kvöld.
The Curse of Singapore Sling er
fyrsta plata hljómsveitarinnar
Singapore Sling og er verulega
fersk frumraun sem drífur mann
með sér á 100 km hraða. Þetta er
ofursvalt vegarokk með grípandi
laglínum og góðum skammti af feit-
um gítarstefjum, fídbakki og raf-
mögnuðu væli. Ekki er hægt að
horfa framhjá skyldleikanum við
Jesus and Mary Chain, tónlist
þeirra var oft líkt við blöndu af
Beach boys-laglínum drekkt í Vel-
vet Underground-bjögun og demp-
uðum trommum og að vissu leyti
fara Singapore Sling þennan sama
þjóðveg. Þeir eru þó heldur mein-
lausari í hávaðanum og teygja ekki
eins á lögunum. Tónbilið er þröngt
og laglínurnar einfaldar, þær fara
ekki í neinar beygjur og króka held-
ur þenjast út og magnast upp og
eru hrærðar út í lokin með bjögun
og margföldum gítarvegg. Hristur
eru óspart notaðar og röddin syng-
ur yfir, fáleg og töffaraleg og laum-
ar út um annað munnvikið svölum
frösum á borð við „the road is my
home“ eða „pretty baby, drive me
wild“ – ekki beinlínis lagt á djúpið
þar en hæfir fullkomlega veðraðri
leðuráferðinni. Eins og J&MC eru
Singapore-menn mikið í því að
„krúsa“ eftir veginum í krómuðu
farartæki – eitthvað virðist vera
óendanlega svalt – og amerískt –
við það að aka án takmarks eftir
veginum, helst svartklæddur í leður
og sama um allt. Myndin á umslag-
inu enduspeglar þennan anda, veg-
urinn sem hverfur í fjarlægðina er
tónlistin sjálf filmuklædd. En virkar
líka svolítið eins og varúðarauglýs-
ing frá Umferðarráði.
Diskurinn hefst á „Overdriver“,
þéttu og grípandi rokki með öfl-
ugum gítarstefjum og dásamlegu
gítarvæli í lokin, en úr allt annarri
átt er „Summer garden“, tyggjó-
popp með hristum og gamaldags
skemmtarahljómi í orgeli og vantar
bara bakraddasöngkonur með tú-
berað hár til að fullkomna myndina
– og lagið fær maður á heilann um
leið. Transkenndum áhrifum er náð
með bergmáli og endurtekningum á
sömu gítarstefjunum í „Nuthin’
ain’t bad“ og ekki er „Roadkill“
síðra, ekkert sungið þar heldur
keyrslan rekin áfram jafnt og þétt
með ákveðinni gítarlínu sem flúrað
er í kringum með væli og ýlfri.
Snilldin nær hámarki í „Listen“ og
hef ég ekki heyrt töffaralegra lag
lengi, magnaður taktur og óstöðv-
andi keyrsla og röddin læðir út úr
sér „Listen“ og „come on“ með
bergmálseffektum á réttum augna-
blikum – frábært lag.
Diskurinn dalar nokkuð undir
lokin, þá taka við hægari og mildari
lög sem fá ekki stuðning af gít-
armögnun og hafa ekki heldur nógu
sterkar laglínur, og falla í skuggann
af heildarkeyrslunni. En það er
bara ein lítil hraðahindrun á ferða-
laginu, þetta er þétt og mögnuð
plata sem, þrátt fyrir augljósa skuld
við fyrri ökumenn rokksins, kemur
fersk og ný inn í íslenskt tónlistarlíf
og gerir sveitina að einni þeirra
áhugaverðustu um þessar mundir.
Þetta er nákvæmlega rétta tónlistin
til að hafa á þegar „krúsað“ er um
hringveginn en menn ættu að hafa
varann á – þetta er svo svalt að það
er örugglega ísing á veginum.
Tónlist
Áfram veginn
Singapore Sling
The Curse of Singapore Sling
Hitt Records
Singapore Sling eru Henrik Björnsson,
gítarleikari og söngvari og einnig höf-
undur laga og texta, Einar Þór Krist-
jánsson á gítar, Helgi Örn Pétursson gít-
ar, Þorgeir Guðmundsson bassi og Bjarni
Friðrik Jóhannsson, trommur. Upptökur:
Orri. Hljóðblöndun Birgir Örn Thoroddsen
og Henrik Björnsson.
Steinunn Haraldsdóttir
Singapore Sling.
LEIKARINN Robert De
Niro býður sko ekki hverjum
sem er í afmælið sitt, allavega
ekki ljósmyndurum. Hann
hefur nú höfðað mál gegn
Celebrity Vibe fyrir birtingu
á mynd af honum og vini sín-
um Sean Penn vera að blása á kertin á
afmælisköku sinni í fyrra.
Leikararnir tveir eiga afmæli sam-
dægurs, hinn 17. ágúst, og var blásið
til heljarinnar veislu á þaki íbúðar De
Niros í Manhattan þar sem Penn
fagnaði 41. afmælisdegi sínum en De
Niro þeim 58.
Mynd náðist af
þeim félögum
blása á kerti af-
mælistertu sinnar
eins og afmælis-
barna er siður og
myndin barst í al-
menna dreifingu
við dræmar undir-
tektir eldra afmæl-
isbarnsins. Hann
hefur nú farið fram
á tæpar 90 milljón-
ir íslenskra króna í
miskabætur.
Talsmenn Celebrity Vibe eru þó
hreint ekki á sama máli og segja ljós-
myndara sínum hafa verið boðið til
veislunnar og því hafi umrædd mynd
ekki verið tekin í óþökk afmælis-
barnsins.
„Þú þarna, ljósmynd-
ari, þér er sko ekki
boðið í afmælið mitt!“
De Niro höfðar mál gegn bandarísku tímariti
Æfur yfir
afmælis-
myndum
LEIKARAHJÓNIN Uma Thurman
og Ethan Hawke hafa fest kaup á
eyju út af ströndum Nova Scotia í
Kanada. Eyjan er 3,6 hektarar að
stærð og kostaði hún litlar 110
milljónir króna. Tvö hús eru á
eyjunni, sem er tengd við meg-
inlandið með 60 metra langri brú.
Þau hefur dreymt um að kaupa
þessa fallegu eyju síðustu fjögur
ár og voru því að vonum ánægð
þegar eigandinn, Marie Kelly,
féllst loks á að selja þeim landið
fyrr á þessu ári.
Fjárfestu
í eyju
Stoltir eigendur kanad-
ísku eyjunnar, Ethan
Hawke og Uma Thurman.
Leikarahjónin Ethan Hawke og Uma Thurman