Morgunblaðið - 21.08.2002, Page 49

Morgunblaðið - 21.08.2002, Page 49
Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10. Vit 415 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. Vit 422 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Bi. 12. Vit 420 Sýnd kl. 3.45. Ísl tal. Vit nr. 410. Sýnd kl. 10.10. Bi. 16. Vit 400  SK Radíó X DV MBL  SK Radíó X Sýnd kl. 4 og 6. Ísl. tal. Vit 418 27.000 kjarnorkusprengjur Einnar er saknað Sýnd kl 4 og 6. Vit 398 Sýnd kl. 6, 8 og 10.30. Vit 422 Sýnd kl. 8 og 10. Vit 422 Sýnd kl. 8 og 10. Vit 420 Sýnd kl. 10. Bi. 14. Sýnd kl. 8. Vit 417Sýnd kl. 6. Vit 415 Einnig sýnd í lúxussal VIP Sýnd í lúxus kl. 4, 6, 8 og 10.10.B. i. 16. Vit 423 Sýnd kl. 8. Vit 406 Sýnd kl. 8 og 10.10. Bi. 14. Vit 417 ÓHT Rás 2  Kvikmyndir.is  Kvikmyndir.com  SG. DV  SV Mbl  SK Radíó X DV MBL  SK Radíó X Kvikmyndir.is Kvikmyndir.is þegar hann fetar fyrst inn á þessa háska- legu braut. „Ég segi við son minn, komdu og reyktu hass með pabba! Ég vil ekki að hann fari að reykja ein- hvern óþverra sem hann kaupir á götunni,“ sagði uppeldisfrömuður- inn Busta Rhymes af þessu tilefni. RAPPARINN Busta Rhymes kemst trúlega seint á lista yfir góðar fyrirmyndir en hann lýsti því yfir á dögunum að hann hygð- ist reykja kannabisefni með níu ára gömlum syni sínum. Hans kenning er nefnilega sú að öll börn eigi eftir að kynnast kanna- bisefnum fyrr eða síðar og hann vill hafa umsjón með syninum Vill reykja með syninum Rapparinn Busta Rhymes tjáir sig Lantana (Lantana) Spennudrama Ástralía/Þýskaland, 2001. Myndform VHS. (120 mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leikstjórn: Ray Lawrence. Aðalhlutverk: Anthony LaPaglia, Kerry Armstrong, Geoffrey Rush og Barbara Hershey. ÞESSI ástralska spennumynd er að sönnu ein af þeim óvæntu perlum sem stöku sinnum birtast á mynd- bandamarkaðnum án þess að hafa átt viðdvöl í kvikmyndahúsi. Segir hér frá nokkrum persónum sem allar tengjast á einhvern hátt, enda þótt þær sjálfar séu í sumum tilfellum ómeðvitaðar um tengslin (og svipar myndinni að þessu leyti nokkuð til Alt- man-mynda á borð við Short Cuts). Það er hvarf miðaldra konu sem hrindir atburðarásinni af stað en í miðju hennar stendur lögreglumaðurinn Zak (LaPaglia) sem gengur í gegnum kreppu í eigin hjónabandi um sömu mundir og hann rannsakar hvarf og hugsanlegt morð konunnar. Þegar vísbending kemur fram um hver kann að hafa verið valdur að hvarfi kon- unnar snertast sögur hinna ólíku ein- staklinga á afar áhrifaríkan og minn- isstæðan hátt. Reyndar er ómögulegt að gera grein fyrir öllum hinum fjöl- mörgu og vandlega úthugsuðu þráð- um myndarinnar og skal látið nægja að segja að hér er á ferðinni meist- arastykki í handritssmíðum. Þá eru leikarar með eindæmum sterkir og Geoffrey Rush sannar enn einn gang- inn að ekki er til það hlutverk sem ekki er hæfileikum hans vaxið. Þessa mynd skyldi enginn áhugamaður um kvikmyndir láta fram hjá sér fara. Myndbönd Meistara- stykki Heiða Jóhannsdóttir MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2002 49 Einfarinn (Lone Hero) Spennumynd Bandaríkin, 2002. Skífan VHS. (91 mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leikstjórn: Ken Sanzel. Aðalhlutverk: Lou Diamond Phil- ips, Sean Patrick Flanery og Robert Forster. ÞEGAR vélhjólatöffarar fremja hrottalegan glæp í smábæ einum í Arizona-eyðimörkinni umturnast bæjarlífið. Glæpamennirnir telja sig örugga í skjóli ótta bæjarbúa við hefnd skyldi einhverjum detta í hug að ljóstra upp um þá, ályktun sem hefði verið hárrétt ef ekki væri fyrir John Gray (Flanery), ung- an leikara í vestra- sýningu bæjarins sem þrátt fyrir þá augljósu hættu sem honum stafar af vél- hljólaklíkunni kemur ofbeldismönnunum á bak við lás og slá. Þetta er þó aðeins byrjunin, því skömmu síðar kemur öll klíkan í bæinn til að frelsa félaga sína og hefna ófara þeirra. Hér er að mörgu leyti unnið haganlega með minnið úr hinum sígilda vestra, High Noon, um manninn sem freistar þess einn síns liðs að verja smábæ fullan af skræfum. Við þetta er síðan bætt þáttum úr vélhjólakvikmynd Mar- lons Brandos, The Wild One, sem einmitt fjallaði um smábæ sem má sín lítils gegn vélhjólaklíku, og und- arlega nokk reynist samblandan skemmtileg. Ræður þar miklu skemmtileg návist aðalleikaranna og sérstaklega Philips í hlutverki for- ingja vélhjólaklíkunnar. Hér er ekki á ferðinni úrvalsmynd en hún ber þó höfuð og herðar yfir þann aragrúa hasarmynda sem rata beint hingað á myndbandaleigurnar.  Heiða Jóhannsdóttir Einn gegn ofurefli MEÐLEIKARAR strandvarðadrottningarinnar Pamelu Anderson eru að sögn ævareiðir út í hana sem slær víst um sig með stælum kenndum við stjörnur. Nú stendur nefnilega til að koma öllu rauðklædda íturvaxna genginu saman í sérstakan hátíðarþátt. Launakröfur Pamelu eru þó svo háar að skerða verð- ur laun mótleikaranna til að koma til móts við hana. Þau Carmen Electra, Donna D’Errico og Jeremy Jackson eru afar ósátt við að laun þeirra verði skorin niður um rúma milljón íslenskra króna vegna þess að Pamela neitar að koma fram á sundbolnum fræga fyrir minna en rúma fjóra milljarða íslenskra króna og það einungis fyrir þriggja daga vinnu. Ekki nóg með að Pamela skuli krefjast hárra launa, heldur vill hún einnig verða sótt á einkaþotu og fá að hvílast í sérútbúinni svítu á meðan á dvölinni stendur. Framleiðandi þáttanna, David Hasselhoff, er þó staðráðinn í að fá Pamelu í þáttinn sama hvað það kostar. Hann segir hana ómissandi þar sem hún eigi hvað stærstan hlut í að gera þáttinn að því sem hann er. „Ef Pam mætir ekki í rauða sundbolnum verður enginn þáttur,“ sagði Hasselhoff. „Við borgum henni það sem þarf eða hættum við allt saman.“ Strandverðir aftur saman á skjáinn Pamela með stjörnustæla Það þarf mikið til að Pamela klæðist sundbolnum aftur. HLJÓMSVEITIN Ash komst í hann krappan á dögunum þegar rúta sveitarinnar lenti í hörðum árekstri á tónleikaferðalagi um Bandaríkin. Enginn liðsmanna sveitarinnar slasaðist þó alvarlega en tromm- arinn Rick McMurray braut þó rif- bein. Því er nú óvíst um áframhald tónleikaferðarinnar vegna slyssins. Umboðsmaður Ash, Stephen Taverner, sagði slysið hafa átt sér stað snemma um morgun er sveitin var á leið til Detroit til að halda tónleika. Rútan var að taka fram úr flutningabifreið er hjólbarði á veg- inum varð til þess að bílstjórinn missti stjórn á bifreiðinni með áð- urnefndum afleiðingum. Ash kom fyrst fram á sjón- arsviðið á miðjum tíunda áratugn- um með laginu Girl From Mars. Fjórmenningarnir, sem reyndar þá voru tríó, léku fyrir Íslendinga í Laugardalshöllinni árið 1995 en voru þá lítt þekktir. Ash í bílslysi Trommar- inn rifbeins- brotinn Borubrött þrátt fyrir bílslysið. ÞESSIR hressilegu sendlar á ónefndri bensínstöð í Bangkok hafa eins og sjá má klætt sig upp sem njósnarinn kynþokkafulli Austin Powers. Þetta uppátæki á rætur að rekja til þess að nýjasta myndin um Powers, Goldmember, verður frumsýnd í Taílandi á næstunni. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem starfsmenn stöðvarinnar klæða sig upp sem hetjur hvíta tjaldsins því nýverið þurftu þeir að leggja Köngulóarmanns-búningum sínum vegna hættu á lögsókn um brot á höfundarétti. Þá var ekkert annað í stöðunni en að finna sér nýja hetju og varð Austin Powers fyrir valinu, með þessum líka fína árangri. Powers í Taílandi Reuters Frumsýning Goldmember hefur áhrif um allt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.