Morgunblaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 11
ÚRSLIT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2002 B 11
Sjalla/Greifamótið
Hraðmót í karlaflokki, leikið á Akureyri
föstudag og laugardag:
KA – Þór................................................ 19:20
Afturelding – HK ................................. 17:17
Fram – Selfoss........................................ 20:7
KA – HK................................................ 16:16
Þór – Fram............................................ 16:19
Selfoss – Afturelding............................ 13:21
KA – Afturelding.................................. 15:15
Þór – Selfoss ......................................... 17:12
HK – Fram.............................................. 17:9
KA – Selfoss.......................................... 17:15
HK – Þór ............................................... 21:12
Fram – Afturelding.............................. 14:14
Selfoss – HK ......................................... 13:20
Þór – Afturelding ................................. 19:22
KA – Fram ............................................ 14:21
Lokastaðan:
HK 5 3 2 0 91:67 8
Fram 5 3 1 1 83:68 7
Afturelding 5 2 3 0 89:78 7
KA 5 1 2 2 81:87 4
Þór 5 2 0 3 84:93 4
Selfoss 5 0 0 5 60:95 9
KNATTSPYRNA
Efsta deild kvenna, Símadeild:
Hásteinsvöllur: ÍBV - KR..........................18
Hlíðarendi: Valur - Grindavík ...................18
Kaplakrikavöllur: FH - Breiðablik...........18
3. deild karla, úrslit, síðari leikir:
Helgafellsvöllur: KFS - Leiknir F............17
Eskifj.völlur: Fjarðabyggð - Fjölnir ...17.30
Í KVÖLD
Opna Hole in one mótið:
GKG, punktakeppni:
Karlar:
Ingi Hrafn Jónsson, GB.........................40
Jón Karl Björnsson, GK ........................39
Sigurður Olsen, GKG .............................38
Konur:
Kristín Hilmarsdóttir, GKG ..................39
Gullveig Sæmundsdóttir, GKG..............36
Birna J. Hannesdóttir, GKG .................33
Hótel Stykkishólmur mótið
Stykkishólmur, par 70:
Karlar án forgjafar:
Guðmundur Þ. Svanbergsson, GKj.......80
Hafsteinn E. Hafsteinsson, GMS..........82
Skarphéðinn Ómarsson, GO ..................84
Karlar með forgjöf:
Þorvaldur M. Sigurðsson, GVG.............67
Stefán Vagnsson, GKB ..........................71
Rafn J. Rafnsson, GMS .........................71
Konur án forgjafar:
María M. Guðnadóttir, GKG .................83
Hrafnhildur Sigurðardóttir, GL............89
Karín Herta Hafsteinsdóttir, GMS.......94
Konur með forgjöf:
Hrafnhildur Sigurðardóttir, GL............73
María M. Guðnadóttir, GKG .................74
Erna Thorstensen, GR...........................75
Úrvals-Útsýnar mótin:
Mistök voru gerð er úrslit úr Úrvals-
Útsýnar mótunum tveimur voru birt á
þriðjudaginn var. Rétt voru úrslitin
þannig:
Úrval-Útsýn 1
Öndverðarnes – Kiðjaberg, punkta-
keppni.
Karlar, 0–9,4 í forgjöf:
Guðmundur Ö. Guðmundsson, GÖ........39
Haraldur M. Stefánsson, GKB..............36
Kristvin Bjarnason, GL .........................36
Karlar frá 9,5 í forgjöf:
Róbert Sigurvaldason, GR.....................41
Árni Sveinbjörnsson, GKG ....................39
Jökull Kristjánsson, GR.........................39
Ingi J. Sigurvaldason, GR .....................39
Konur:
Hanna Lára Köhler, GR ........................36
Björk Ingvarsdóttir, GK........................35
María S. Magnúsdóttir, GR...................34
Úrval-Útsýn 2
Kiðjaberg – Öndverðarnes, punkta-
keppni:
Karlar, 0–9,4 í forgjöf:
Kim Magnús Nielsen, GK......................37
Brynjar Jóhannesson, GSE...................32
Sefán Örn Unnarsson, GR.....................31
Karlar frá 9,5 í forgjöf:
Vilhjálmur Bergs, GKG .........................41
Jón F. Magnússon, GK ..........................38
Vignir Þ. Hlöðversson, GKG .................36
Konur:
Kolbrún Stefánsdóttir, GR ....................36
Hafdís Ævarsdóttir, GS.........................33
Rósa P. Sigtryggsdóttir, GO .................33
ÍÞRÓTTIR
Schumacher var í algerum sér-flokki á uppáhaldsbraut sinni og
hélt forystu frá upp-
hafi til enda; af sínum
fyrsta ráspól sem
hann vinnur í Spa. Og
lengst af var forystan
allt að rúmlega 20 sek. en undir lokin
hægði hann ferðina til að spara mót-
orinn í bílnum; tók ekki sömu áhættu
og fjöldi annarra ökuþóra að þenja bíl
sinn óþarflega áfram en mótorar
margra sprungu vegna álags.
Sigurinn er sá sjötti sem Schumac-
her vinnur í Spa og hefur enginn
hrósað sigri þar oftar, en í brautinni
keppti hann í fyrsta sinn í Formúlu-1,
árið 1991, og árið eftir vann hann þar
sinn fyrsta mótssigur á ferlinum, en
þeir eru nú orðnir alls 63, sem er met.
Aldrei var spurning um efstu sætin
en lengst af spenna um hver hreppti
þriðja sætið. Kimi Räikkönen hjá
McLaren féll úr öðru sæti í það þriðja
í ræsingunni og missti fljótlega fram
úr sér Juan Pablo Montoya hjá
BMW.Williams, sem átti fyrirtaks
ræsingu. Stóð barátta milli þeirra
fram að fyrsta stoppi en þá skildi leið-
ir. David Coulthard, félagi Räikkön-
ens, vann sig upp í fjórða sætið eftir
sitt fyrra þjónustustopp og sótti undir
lokin að Montoya, sem stóðst atlögur
hans og tókst að verja stöðu sína og
þriðja sætið. Hafði hann gert nokkrar
breytingar á uppsetningu bílsins eftir
að komið var út á rásmarkið og þakk-
aði hann það að hafa unnið sig úr
fimmta sæti á rásmarki í það þriðja.
Jagúarliðið fékk uppreisn æru og
uppskar árangur af gífurlegum til-
raunum sínum undanfarið til að end-
urbæta keppnisbílinn er Eddie Irvine
kom sjötti á mark. Fagnaði hann
mjög í lokin en þetta er fyrsta stiga-
sæti hans frá því í upphafsmóti árs-
ins. Kemur árangurinn sér vel fyrir
Jagúar og mun eflaust létta brúnina á
yfirstjórnendum Ford-verksmiðj-
anna sem ákveðið hafa að hittast í vik-
unni í Detroit og ræða framtíð liðsins.
Ökuþórar Toyota stóðu sig vel í
Spa-brautinni þar sem þeir voru að
aka í fyrsta sinn en Mika Salo varð
sjöundi, aðeins 0,4 sekúndum frá síð-
asta stigasætinu, og Allan McNish ní-
undi. Japanski mótorsmiðurinn
Honda vill líklega gleyma kappakstr-
inum sem fyrst því hvorki fleiri né
færri en sjö mótorar sprungu í Spa
kappaksturshelgina, Jordan-þórarnir
Giancarlo Fisichella og Takuma Sato
fóru með fimm og Olivier Panis hjá
BAR tvo. Lokamótorinn sem brást
Fisichella sprakk með miklum eld-
blossa og kvaðst ökuþórinn hafa verið
logandi hræddur uns hanns hafði
stöðvað bílinn utan brautar og stokk-
ið upp úr honum.
Með sigrinum er Schumacher kom-
inn með 122 stig í keppni ökuþóra og
stefnir hraðbyri á nýtt stigamet því
enn eru þrjú mót eftir. Barrichello
(51) styrkti stöðu sína í öðru sætinu
en er þó ekki sloppinn frá Montoya
(44), Ralf Schumacher (42) og Coult-
hard (37). Þá hefur Ferrariliðið unnið
173 stig í keppni bílsmiða og vantar
aðeins 13 til að vera með hundraðinu
meira en BMW.Williams sem er með
29 stiga forskot á McLaren fyrir síð-
asta fimmtung vertíðarinnar.
MICHAEL Schumacher bætti
enn einu metinu í Formúlu-1 í
safnið er hann vann fyrirhafn-
arlausan sigur í belgíska kapp-
akstrinum í Spa-Francor-
champs í Ardennafjöllum á
sunnudag. Er það 10. mótssigur
hans á árinu, en fyrra metið, níu
mótssigra á sömu vertíð, átti
Bretinn Nigel Mansell frá 1992
en það jafnaði Schumacher í
þýska kappakstrinum í Hocken-
heim fyrir rúmum mánuði. Þá
var mótið í Spa og sögulegt fyrir
þær sakir að þar átti Ferrari
mann á verðlaunapalli 50. mót-
ið í röð, sem er einstakt, eða í
öllum mótum eftir Evrópukapp-
aksturinn í Nürburgring 1999.
Reuters
Michael Schumacher glaðbeittur eftir sigurinn í Belgíu-kappakstrinum á sunnudaginn.
Ágúst
Ásgeirsson
skrifar
Schumacher-
sýning
Þróttarar fengu óskabyrjun á 7.mínútu þegar Brynjar Sverris-
son skoraði framhjá Hajrudin Card-
aklija. Skot Brynjars
fór í varnarmann
Sindra og breytti að-
eins um stefnu sem
var nóg til þess að
Cardaklija reyndi ekki við boltann.
Eftir markið stjórnaði Þróttur leikn-
um en fátt marktækt gerðist þar til á
43. mínútu þegar Brynjar skoraði
annað mark sitt. Hann fékk þá góða
sendingu inn fyrir vörn gestanna frá
fyrirliðanum Páli Einarssyni og af-
greiddi boltann snyrtilega í markið.
Aðeins tveimur mínútum síðar var
komið að Páli Einarssyni að skora en
hann fékk boltann óvaldaður í teign-
um og vippaði knettinum yfir Card-
aklija. Í síðari hálfleik héldu Þrótt-
arar áfram að stjórna leiknum og
spurningin var aðeins með hve mörg-
um mörkum þeir myndu sigra. Á 66.
mínútu skoraði Halldór Hilmisson
fjórða markið eftir að Cardaklija
hafði ekki náð að halda boltanum. Á
83. mínútu varði Cardaklija glæsi-
lega skot Sigurðar Hallvarðssonar
sem hafði komið inn á sem varamað-
ur skömmu áður. Þremur mínútum
síðar kom fimmta markið þegar
Hans Sævarsson skoraði með föstu
skoti eftir góða sókn heimamanna.
Flestir leikmanna Þróttar komust
vel frá leiknum en ekki er hægt að
segja það sama um Sindramenn. Þeir
náðu sér engan vegin á strik og áttu
ekkert erindi í Þróttara. Hjá Þrótt-
urum var Páll Einarsson bestur
ásamt Brynjari Sverrissyni en eng-
inn stóð upp úr í liði gestanna.
Maður leiksins: Páll Einarsson,
Þrótti.
Vonbrigði hjá ÍR
og Aftureldingu
Úrslitin í leik ÍR-inga og Aftureld-ingar voru báðum liðum mikil
vonbrigði þegar þau áttust við í rign-
ingu og strekkings-
vindi á ÍR-vellinum í
Mjódd. Bæði lið
þurftu sárlega á öll-
um stigunum að
halda – ÍR-ingar til að safna stigum í
botnbaráttunni þar sem þeir eru í
fallsæti og Mosfellingar til að eygja
möguleika á að ná öðru sætinu og
komast þar með upp í úrvalsdeildina.
Stigið dugði þó ÍR-ingum til að
komast upp úr botnsætinu í fyrsta
sinn í langan tíma en þar sem Sindri
og Leiftur/Dalvík biðu bæði lægri
hlut í leikjum sínum eiga Breiðhylt-
ingar enn möguleika á að bjarga sér
frá falli. Nýliðar Aftureldingar töp-
uðu hins vegar dýrmætum stigum í
toppbaráttunni og möguleikar þeirra
á að fara upp verða að teljast frekar
litlir eftir jafntefli í tveimur síðustu
leikjum sínum.
Leikurinn einkenndist af baráttu
og færin sem liðin sköpuðu sér voru
af skornum skammti. Mosfellingar
voru sterkari framan af fyrri hálfleik
og þeir Boban Ristic og Þorvaldur
Már Guðmundsson áttu ágæt skot
sem fóru forgörðum. ÍR-ingar börð-
ust vel en þegar á síðasta þriðjung
vallarins kom runnu sóknir þeirra út
í sandinn. Baráttan var allsráðandi
áfram í síðari hálfleik en ÍR-ingar,
sem léku undan vindinum, voru
hættulegri í sínum sóknaraðgerðum
og í tvígang björguðu markstangirn-
ar Mosfellingum. Á 65. mínútu prjón-
aði Gunnar Hilmar Kristinsson sig í
gegnum vörn Aftureldingar og átti
fast skot sem small í stönginni. Fimm
mínútum fyrir leikslok sluppu Mos-
fellingar aftur með skrekkinn en þá
skaut varamaðurinn Einar Þór Sig-
urðsson í stöngina af stuttu færi.
Leikmönnum Aftureldingar tókst
ekki að ógna marki ÍR-inga að neinu
ráði en herslumuninn vantaði hjá
Mosfellingum að brjóta vörn ÍR-inga
á bak aftur.
Kristján Halldórsson og Höskuld-
ur Eiríksson voru sterkir fyrir í vörn
ÍR-inga og markvörðurinn Kristinn
Geir Guðmundsson var mjög örugg-
ur í sínum aðgerðum. Greinileg bata-
merki hafa verið á leik ÍR-inga með
tilkomu Ólafs Jóhannessonar í þjálf-
arastarfið en hvort það dugi til að ÍR-
ingar haldi sæti sínu í deildinni skal
ósagt látið.
Vörnin með Albert Ásvaldsson
sem besta mann var sterkasti hlutinn
í liði Aftureldingar sem án efa hefur
verið spútnikliðið í deildinni. Boban
Ristic gerði marga góða hluti en allan
brodd vantaði í sóknina og máttu
Mosfellingar í heildina séð teljast
lukkulegir að sleppa burt úr Breið-
holtinu með eitt stig.
Maður leiksins: Kristján Halldórs-
son, ÍR.
Stjarnan enn með
í baráttunni
Mikill baráttuleikur fór fram áDalvík á laugardag þar sem
Stjarnan lagði Leiftur/Dalvík. Fátt
var um fína drætti og
lítið um færi en
Stjarnan skoraði
eina markið skömmu
eftir að hafa misst
mann útaf með rautt spjald.
Fyrri hálfleikur einkenndist af
baráttu enda mikið í húfi fyrir bæði
lið.
Stjarnan var sterkari aðilinn en
miðjumoð var allsráðandi. Nokkur
harka var í leiknum og fór gula
spjaldið átta sinnum á loft. Fyrsta
færið kom eftir kortér en þá skaut
Ingólfur Ingólfsson framhjá marki
norðanliðsins. Stjarnan fékk þrjú
færi í viðbót, öll eftir hornspyrnu.
Það hættulegasta kom rétt fyrir hlé
en þá björguðu heimamenn skalla
Garðars Jóhannssonar á línu.
Nokkru áður hafði Þorleifur Árna-
son stungið sér gegnum Stjörnu-
vörnina en skot hans úr utanverðum
vítateignum fór í varnarmann.
Síðari hálfleikur var svipaður en
nú voru heimamenn betri. Þeir áttu í
erfiðleikum með að skapa sér færi
enda var Stjörnuvörnin firnasterk. Á
65. mínútu var Sveinn Magnússon
rekinn af velli og efldust Stjörnu-
menn við það.
Skömmu síðar skoruðu þeir úr
eina færi sínu í hálfleiknum. Ólafur
Páll Snorrason slapp einn í gegn og
renndi boltanum framhjá Sævari Ey-
steinssyni sem nýkominn var í mark
norðanliðsins. Í næstu sókn þess fékk
Jón Örvar Eiríksson gott færi en
Bjarki Freyr Guðmundsson Stjörnu-
markvörður varði hörkuskalla hans.
Ekkert gekk hjá heimamönnum og
Stjarnan fagnaði að leikslokum enda
liðið í hörkubaráttu um sæti í Síma-
deildinni og þrjú stig því nauðsynleg.
Maður leiksins: Valdimar Krist-
ófersson, Stjörnunni.
Þróttur og Stjarn-
an fylgjast að
ÞRÓTTUR úr Reykjavík sigraði Sindra, 5:0, á Valbjarnarvelli, síðast-
liðinn laugardag. Þróttarar gerðu út um leikinn undir lok fyrri hálf-
leiks þegar þeir skoruðu tvívegis. Þróttarar eru í öðru sæti 1.deildar
ásamt Stjörnunni og berjast liðin um að fylgja Valsmönnum upp í
efstu deild. Útlitið hjá Sindra er slæmt en liðið er í neðsta sæti þeg-
ar aðeins tvær umferðir eru eftir.
Atli
Sævarsson
skrifar
Guðmundur
Hilmarsson
skrifar
Einar
Sigtryggsson
skrifar