Morgunblaðið - 20.10.2002, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 20.10.2002, Qupperneq 1
EINVÍGI Vladimírs Kramník, heimsmeistara í skák, við Deep Fritz, öflugustu skáktölvu í heimi, lyktaði með jafntefli í úr- slitaskákinni, sem tefld var í Manama í Barein í gær. Þessari áttundu og síðustu viðureign í einvígi manns og vél- ar lauk eftir 21 leik, er Kramník bauð Fritz jafntefli, sem stjórn- endur tölvunnar þáðu. Þótt heimsmeistarinn, sem hafði hvítt, hefði byrjað skákina þokkalega virtist hann tauga- veiklaður og ekki í sínu bezta formi. Áhugasömum áhorfend- um til vonbrigða lauk úrslita- skákinni þannig á innan við tveimur tímum. Með þessum úrslitum, fjórum vinningum gegn fjórum, vann Kramník sér inn 800.000 Banda- ríkjadali, andvirði 71 milljónar króna. Með sigri í einvíginu hefði hann fengið eina milljón dala, tæplega 89 milljónir króna. AP HÉR sést hluti þeirra þúsunda manna sem lögðust á götur borg- arinnar Mouans Sartoux í Suð- vestur-Frakklandi í gær í því skyni að vekja athygli á því hve margt fólk léti lífið í umferðarslysum í landinu, en fjöldi þeirra sem lögð- ust í götuna samsvaraði fjöldanum sem ferst í umferðinni í Frakklandi á ári hverju. Athygli vakin á umferðaröryggi MORGUNBLAÐIÐ 20. OKTÓBER 2002 246. TBL. 90. ÁRG. SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 Morgunblaðið/Golli Úlfurinn bjó í Kreml Braggarnir í Hvalfirði eru hvítskúraðir og engu líkara en íbúarnir hafi rétt brugðið sér af bæ. Þarna hefur þó enginn hval- skurðarmaður verið í 13 ár, en starfsmenn Hvals hf. halda eignunum við og bíða. Nú hefur opnast sá möguleiki að Íslendingar hefji hvalveiðar í vísindaskyni, en veiðar í atvinnuskyni gætu ekki hafist fyrr en 2006. Ef af veiðum verður er líklegt að mikið kapphlaup hefjist í Hvalfirðinum að koma öllum tólum og tækjum í gang á ný. Ragnhildur Sverrisdóttir fór upp í Hvalfjörð og talaði m.a. við Halldór Blön- dal, sem á hvalskurðarárum sínum var kallaður Úlfurinn. Anna Gunnhildur Ólafsdóttir fór hins vegar um borð í hval- bátana í Reykjavíkurhöfn / 14 ferðalögKrydd og kossar bílarPorsche 911 börnDraugagangur bíóFiennes-fjölskyldan Sælkerar á sunnudegi Snætt í matarborginni París Sigurður Demetz Fransson fór af Scala í íslensku rigninguna Prentsmiðja Morgunblaðsins Sunnudagur 20. október 2002 B 10 Geri mjög miklar kröfur til sjálfrar mín Ætlum að lækka mat- vöruverð á Íslandi 16 Mogg- inn fer í lax 22 GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti hefur lagt blessun sína yfir áætl- un sem kveður á um að þjálfa skuli íraska stjórnarandstæðinga í her- mennsku. Gert er ráð fyrir því að þjálfunin hefjist í næsta mánuði og að um 5.000 manns taki þátt á fyrstu stigum hennar. Ónefndir bandarískir embættis- menn sögðu að samþykkt hefði verið 92 milljóna dala fjárveiting í þessu skyni en sú upphæð svarar til rúm- lega átta þúsund milljóna króna. Þjálfunin miðast að því að andstæð- ingar Saddams Husseins geti aðstoð- að bandarískt herlið fari svo að blásið verði til herfarar gegn valdhöfum í Írak. Munu mennirnir fá þjálfun í al- mennri hermennsku en einkum er þó horft til þess að þeir veiti Bandaríkja- mönnum ráðgjöf þegar til Íraks er komið, túlki og haldi uppi njósnum. Ágreiningi eytt um hlutverk íraskra stjórnarandstæðinga Í áætlunum þessum er gert ráð fyr- ir að alls hljóti um 10.000 íraskir stjórnarandstæðingar slíka þjálfun. Hluti liðsaflans verður nýttur til að merkja skotmörk í Írak sem síðan verður ráðist gegn með leysistýrðum sprengjum. Þá munu menn þessir gegna hlutverki herlögreglu í fanga- búðum sem ráðgert er að setja á stofn í Írak, verði af herförinni. Ákvörðun Bandaríkjaforseta er talin mikilvægur liður í þeim undir- búningi sem nú fer fram, telji George Bush nauðsynlegt að koma Saddam Hussein frá með hervaldi. Þá þykir hún til marks um að ágreiningi innan Bandaríkjastjórnar um hlut íraskra stjórnarandstæðinga í slíkri herför hafi verið eytt. Bandaríkjamenn treystu á aðstoð andstæðinga talibanastjórnarinnar í herförinni í Afganistan. Efasemdir hafa verið uppi um að slíkt muni reyn- ast gerlegt verði látið til skarar skríða gegn Saddam Hussein enda er íraska stjórnarandstaðan sundruð og leið- togar hennar allir landflótta. Nú þyk- ir ljóst að áætlanir Bandaríkjamanna geri ráð fyrir liðveislu þeirra afla. Íraksstefna Bandaríkjamanna Stjórnarand- stæðingar fá herþjálfun Washington. The Washington Post. ÞEGAR Jim Bristoe tjáði eig- inkonu sinni að hann hefði sett sér það markmið í lífinu að smíða byssu sem skotið gæti graskeri minnst 1.600 metra taldi hún full- sýnt að nú væri hann endanlega genginn af göflunum. En honum tókst að ljúka þessu ætlunarverki sínu og nú er hann stoltur eigandi níu metra langrar „fallbyssu“. Vopnið er knúið lofti og líkist einna helst færanlegri loftvarnabyssu. Jim Bristoe er 42 ára og verk- fræðingur að mennt. Og byssan er að sönnu öflug. Hún vegur um tvö tonn og með henni má skjóta graskeri, sem vegur 4,5 kíló, af ógnarkrafti meira en 1.600 metra. Graskerið þeytist út um hlaupið á rúmlega 1.400 kílómetra hraða á klukkustund og hefur Jim meðal annars afrekað að eyðileggja fólksbíl með vopninu. Almenningi gafst í gær, laug- ardag, tækifæri til að kynna sér þetta nýja öfluga vopn en þá tók Jim þátt í heldur óvenjulegri keppni sem efnt var til í bænum Noblesville í Indiana-ríki í Banda- ríkjunum. Þar var keppt í „gras- kers-vörpun“ og ýmsum hugvits- samlegum tækjum beitt í því skyni. AP Graskers-byssa HVORT Evrópusambandið getur staðið við að taka tíu ný ríki inn í sín- ar raðir á árinu 2004, eins og að er stefnt, var í gær í höndum írskra kjósenda, sem gengu að kjörborðinu til að segja öðru sinni hug sinn til svokallaðs Nizza-sáttmála, nýjustu uppfærslu stofnsáttmála ESB sem þegar hefur verið fullgiltur í öllum hinum aðildarríkjunum fjórtán. Var þess vænzt í gær að kjörsókn yrði að þessu sinni meiri en í fyrri at- kvæðagreiðslunni, sem fram fór í júní í fyrra. Þá mætti aðeins þriðj- ungur kjósenda á kjörstað, en meiri- hluti þeirra lýsti þá andstöðu sinni við að Írland fullgilti sáttmálann. Var reiknað með að eftir því sem kjörsókn yrði meiri, þeim mun meiri líkur yrðu á því að sáttmálinn yrði samþykktur. Síðustu skoðanakann- anir fyrir helgina sýndu að 42% Íra væru hlynnt staðfestingunni, 29% á móti og 19% óákveðin. Boðið upp á viðbótarskilyrði Auk þess að greiða atkvæði um samþykki eða synjun við sáttmálan- um öllum var kjósendum að þessu sinni gefinn kostur á því að segja hug sinn til viðbótarákvæða, sem eiga að tryggja að þátttaka Írlands í þeim áföngum í átt að frekari pólitískum samruna sem í sáttmálanum felst muni ekki skerða hefðbundið hlut- leysi landsins. „Úrslitin eru komin undir kjör- sókninni,“ sagði Ben Tonra, Evrópu- stjórnmálafræðingur við University College í Dyflinni. „Atriði eins og það hvort það rignir eða er sólskin gæti gert útslagið.“ Spáð var björtu en köldu veðri á Írlandi í gær. Írar greiða atkvæði um Nizza-sáttmála ESB Líkur taldar á samþykki Dyflinni. Associated Press. Jafntefli í Barein Manama í Barein. AP. AP Kramník þótti ekki sýna fullan baráttuvilja í lokaviðureign- inni við Deep Fritz í gær.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.