Morgunblaðið - 20.10.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.10.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ FIMM starfsmenn Hafrann- sóknastofnunar hafa að und- anförnu verið um borð í jafn- mörgum japönskum túnfisk- veiðiskipum sem hafa verið á tilraunaveiðum á túnfiski innan landhelginnar suður af landinu í samvinnu við stofnunina. Tvö skipanna eru komin í land og á öðru þeirra var Agnes Eydal, líf- fræðingur og rannsóknamaður hjá Hafrannsóknastofnun. Agnes sagði við Morgunblaðið að ferðin, sem tók tæpar fjórar vikur, hefði verið einkar fróðleg en jafnframt erfið. Starfsmenn Hafró hafa verið um borð í túnfiskskipunum á hverju hausti frá því að sam- starfsverkefnið hófst árið 1996. Tilgangurinn er að fylgjast með veiðunum, afla upplýsinga um veiðanleika túnfisksins og taka margs konar sýni úr honum, m.a. til að kanna úr hvaða hrygning- arstofni hann kemur. Agnes sagð- ist ekki áður hafa farið í svona rannsóknaferð en í ár hefði veið- in verið mun betri en undanfarin tvö ár. Endanlegar niðurstöður væru þó ekki komnar þar sem þrjú skip ættu eftir að koma til hafnar í Reykjavík. Tilraunir hafa verið gerðar í túnfiskveiðum á einu skipi frá Vestmannaeyjum en Agnes segir þær ekki hafa gengið sem skyldi, enda sé ákveðin kúnst að veiða túnfisk. Hún hafi sannfærst um það í ferðinni með því að verða vitni að veiðunum. „Veiðiskapurinn er mjög sér- stakur. Veitt er á um 130 kíló- metra langa línu og á mínu skipi voru önglar um þrjú þúsund tals- ins á hverri línu. Einkum er beitt með smokkfiski og að meðaltali var verið að veiða fjóra eða fimm fiska á hverri lögn,“ sagði Agnes en stærstu fiskarnir voru allt að tveir og hálfur metri á lengd og þyngdin eftir því. Hún sagði mikið ganga á þegar línan væri dregin inn, skutlum væri beitt á fiskana þegar þeir væru komnir að skipssíðu og síð- an tæki við sérstök aðgerð á dekki. Kviðurinn væri skorinn upp endilangur en innyflin dregin út um tálknaopin. Síðan tæki langan tíma að ganga frá veið- arfærunum fyrir næstu lögn. Um 25 manns eru í áhöfn hvers skips. Yfirmenn eru oftast jap- anskir, að sögn Agnesar, en há- setar frá Indónesíu. Hún sagði þá vera mjög flinka verkmenn og færa í veiðiskapnum. Aflinn er frystur um borð og öðru hverju koma birgðaskip með kost og til að flytja fiskinn á markaði í Jap- an. Að sögn Agnesar eru þau skip sem starfsmenn Hafró fóru á með bækistöðvar á Kanaríeyjum, útgerðin japönsk en skipin kæmu sjaldnast til síns heimalands. Helstu túnfiskmiðin væru á N-Atlantshafi. Stykkjum slengt beint á heita hellu Aðspurð hvort hún hefði ekki fengið að kynnast mismunandi matseld á túnfiski sagði Agnes svo vera. Athyglisverðastur hefði henni þótt morgunverðurinn. Oftast hefði það verið hrár túnfiskur, snæddur með majónesi og fersk- um sítrónusafa. Hún sagði áhöfn- ina gjarnan hafa boðið sér steikt- an túnfisk á meðan staðið var í aðgerð á dekki. Fiskstykkjum hefði þá verið slengt á heita hellu sem hásetarnir höfðu sér við hlið, aðallega þó til að kveikja í sígar- ettum sem þeir reyktu mikið af við dagleg störf. „Þetta var vissulega ákveðin upplifun. Ég var að sjálfsögðu eina konan um borð og það var í raun visst vandamál. Aðbúnaður- inn um borð var þannig. Þeir eru vanir öðrum aðstæðum en við og gera aðrar kröfur. Maturinn, hreinlætið og aðstæður voru öðruvísi en maður á að venjast. Tungumálaerfiðleikar voru einn- ig töluverðir en áhöfnin talaði nánast enga ensku. Mér fannst það athyglisvert í ljósi þess að nú sigla skipin um alþjóðleg haf- svæði,“ sagði Agnes. Agnes Eydal, líffræðingur hjá Hafró, var í tæpar fjórar vikur um borð í japönsku túnfiskveiðiskipi Hrár túnfiskur með majónesi flesta morgna Morgunblaðið/Kristinn „Þetta var vissulega ákveðin upplifun. Ég var að sjálfsögðu eina konan um borð og það var í raun visst vandamál,“ segir Agnes Eydal m.a. um ferð sína með japönsku túnfiskveiðiskipi langt suður af landinu í haust. DROPLAUG Ólafsdóttir, sér- fræðingur á nytjastofnasviði Hafrannsóknastofnunar, hefur haft umsjón með samstarfinu við japönsku útgerðirnar und- anfarin ár. Hún segir túnfisk- veiðarnar jafnt og þétt hafa minnkað, þannig hafi veiðin í fyrra verið sú minnsta frá því að samstarfið hófst fyrir sex ár- um. Frumniðurstöður úr veiði- ferðunum þetta haustið bendi þó til betri veiði en allra síðustu ár. Veiðin innan landhelginnar í fyrra var að meðaltali 1,5 fiskar á hverri lögn og meðalaflinn á dag um 162 kíló. Til saman- burðar var veiðin mest haustið 1997 þegar 9,5 fiskar voru að meðaltali á hverri lögn og aflinn vó að jafnaði rúmt tonn á dag. Túnfiskurinn, sem jafnan veiðist hér innan landhelginn- ar, hrygnir í Miðjarðarhafinu á vorin og gengur út í Atlantshaf á sumrin og fram á haust. Dæmi eru um að nokkrir fiskar þvælist alla leið til Norður- Noregs. Meðalafli á dag frá 162 kg að einu tonni GAMLA varðskipið Þór, sem flestir muna eftir í hefð- bundnum gráum lit, hefur heldur betur tekið stakka- skiptum. Búið er að mála skipið í gylltum lit og er það á leið til Bretlands þar sem það mun m.a. verða notað undir skemmtistað. Eigendaskipti urðu á því fyrir nokkru en undanfarin ár hefur verið starfræktur veitingastaður í skipinu auk þess sem sett var upp sögusýning um Landhelgisgæsl- una og þorskastríðin um borð í því fyrir nokkrum ár- um. Varðskipið Þór þjónaði Landhelgisgæslunni til margra ára og var í sviðsljósinu í tengslum við útfærslu landhelginnar á sínum tíma. Þá var skipið einnig um tíma notað af Björgunarskóla sjómanna og hét þá Sæ- björg. Morgunblaðið/Árni Sæberg Gylltur Þór á leið til útlanda VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í prófkjöri flokksins vegna alþingis- kosninganna í vor. Vilhjálmur staðfesti þetta í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Kvaðst hann hafa tekið þessa ákvörðun eftir vandlega íhugun. Prófkjör D-lista í Reykjavík Gefur ekki kost á sér FRAMSÓKNARMENN í Norðaust- urkjördæmi halda kjördæmisþing á Egilsstöðum um þessa helgi. Á þinginu tilkynntu tveir ráðherrar flokksins, þau Jón Kristjánsson og Valgerður Sverrisdóttir, að þau hygð- ust bjóða sig fram í þingkosningunum næsta vor. Þá tilkynnti Þórarinn E. Sveinsson á Akureyri að hann byði sig fram í 3. sæti lista flokksins. Loks tilkynnti Birkir Jónsson frá Siglufirði, aðstoðarmaður félagsmálaráðherra, að hann byði sig fram í 4. sæti. Á þinginu verður ákveðið hvort stillt verði upp á lista flokksins eða kosið milli frambjóðenda á kjördæm- isþingi, sem haldið verður á Akureyri í janúar nk. Framsókn í Norðausturkjördæmi Fjórir tilkynna framboð sitt HÁLKA er nú víða á fjallvegum fyrir norðan og austan og að sögn lögreglu ástæða til að aka þar var- lega um. Í Morgunblaðinu í gær var haft eftir lögreglunni á Blönduósi að ekki hefði náðst í vegagerða- menn til að uppfæra heimasíðu Vegagerðarinnar en þar voru vegir í Húnaþingi sagðir greiðfærir í gær. Að sögn Þorvalds Böðvarssonar, rekstrarstjóra Vegagagerðarinnar á Hvammstanga, hefjast kvöld- og helgarvaktir hjá Vegagerðinni á Norðurlandi ekki fyrr en 1. desem- ber nk. Starfsmenn Vegagerðarinn- ar eru hins vegar á bakvakt og hægt að ná í þá í farsíma utan hefð- bundins skrifstofutíma. Að sögn Þorvalds er vefur Vegagerðarinnar uppfærður á virkum dögum frá við- komandi starfsstöð en um helgar frá umdæmisskrifstofunni á Ísafirði og í Reykjavík. Þorvaldur segir að sú hætta sé ávallt fyrir hendi að ekki sé hægt að ná í vaktmenn und- ireins þegar ekki sé um hefðbundn- ar vaktir að ræða. Vegagerðin á Norðurlandi Kvöld- og helgarvakt- ir frá 1. desember BILUN varð í öryggiskerfi verslun- armiðstöðvarinnar Smáralindar laust fyrir klukkan 13 í gær. Að sögn konu sem stödd var í Hagkaupum vissu viðskiptavinir ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar rödd byrjaði að endurtaka í sífellu: „Það er engin hætta á ferðum, það er engin hætta lengur á ferðum.“ Skilaboðin voru spiluð af bandi og voru endurtekin á ensku. Að sögn öryggisvarðar í Smára- lind voru hér á ferðinni „smá tækni- legir örðugleikar“ en hann vildi ekki greina frá því hvað olli biluninni. Smáralind Bilun í ör- yggiskerfi ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.