Morgunblaðið - 20.10.2002, Qupperneq 8
FRÉTTIR
8 SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Viðtölin eru í Austurstræti 8–10.
Tímapantanir í síma 563 0450.
Dagana 21.–25. október,
frá kl. 10:30 til 12:00.
Fastir vikulegir viðtalstímar eftir það
á föstudögum frá kl. 10:30 til 12:00
eða eftir samkomulagi.
Ásta Möller
19. þingmaður Reykvíkinga. Hún á sæti í heilbrigðis- og trygginganefnd,
allsherjarnefnd, umhverfisnefnd og fjárlaganefnd.
Ásta er til viðtals í kjördæmaviku þingmanna:
Kjördæmavika
þingmanna í Reykjavík
astam@althingi.is
Vegurinn 20 ára
Uppruninn í
Bandaríkjunum
UM ÞESSAR mund-ir er fríkirkjanVegurinn tuttugu
ára á Íslandi og telur for-
stöðumaður hennar Högni
Valsson hana vera að vaxa
og dafna í góðri grennd við
aðrar fríkirkjur og þjóð-
kirkjuna. Hann svaraði
nokkrum spurningum
Morgunblaðsins á þessum
tímamótum Vegarins.
Segðu okkur fyrst eitt-
hvað um tilurð Vegarins?
„Í 12. kafla Korintu-
bréfsins er talað um gáfur
andans, sem gefnar eru af
heilögum anda. Þetta varð
fyrst áberandi á sjötta og
sjöunda áratug síðustu
aldar og tengdist nokkuð
hippatímabilinu. Hefur
stundum verið kallað Jes-
úsvakningin, en margar stórar
kirkjur í Bandaríkjunum spruttu
upp úr þessum áherslum og
breiddust á fáum árum út um all-
an heim.
Hingað til lands barst hreyfing-
in uppúr 1970 og má segja að for-
sagan hafi verið mikið hvíta-
sunnufyllerí íslenskra ungmenna
eitt árið sem leiddi af sér að
stjórnvöld gengust fyrir miklu
tónleikahaldi í Laugardalshöll á
næstu hvítasunnu. Eitt númerið á
þeim tónleikum var hópur
sænskra tónlistarmanna sem var
á þessum nótum. Svíarnir hittu
síðan fólk og spjölluðu við það,
lýstu skoðunum sínum og
áherslum og uppúr því tók sig til
hópur fólks frá KFUM og K og
stofnaði hreyfinguna Ungt fólk
með hlutverk, sem hafði að fyr-
irmynd sambærilega hópa erlend-
is, t.d. Youth with a mission í
Bandaríkjunum. Ungt fólk með
hlutverk starfaði fyrst innan vé-
banda Þjóðkirkjunnar en okkur
þótti við ekki fá nægan hljóm-
grunn þar til að tjá okkur og boða
fagnaðarerindið á þann hátt sem
við töldum best henta. Því var það
í október 1982, að hópur af ungu
fólki úr þessum röðum stofnaði
kirkju sem í fyrstu hét Vegurinn –
kristið samfélag, en varð síðar
Fríkirkjan Vegurinn. Síðan hefur
Vegurinn starfað óslitið til þessa
dags, en löggildinguna sem lög-
legt trúfélag fengum við árið 1985
og gekk greiðlega að öllum skil-
yrðum uppfylltum.“
Hvað er það sem skilur á milli
ykkar og annarra kirkna og krist-
inna trúarhópa?
„Það er hvernig við komum
fagnaðarerindinu á framfæri. Við
ræktum vissulega venjulegt
kirkjustarf, en Jesú vill lækna og
heilmargir hafa hlotið lausnir í
gegnum okkar starf. Við reynum
á ýmsan hátt að mæta þörfum ein-
staklinga, en afar margir eiga erf-
itt og ganga með ýmis sár á sálinni
sem eiga jafnvel rætur að rekja til
barna- og unglingsáranna. Við er-
um með sálgæslu, lækningadaga
þar sem fyrirbænir eru m.a.
stundaðar og fólk úr okkar röðum
lýsir reynslu sinni af heilögum
anda. Þá má nefna að
við erum með Alfanám-
skeið og námskeið sem
hjálpa fólki að sættast
við fortíðina.“
Þú nefndir venjulegt
kirkjustarf, á það sama við t.d. um
fermingar?
„Við giftum og jörðum, en ferm-
ing er staðfesting á skírn og þar
sem við erum með niðurdýfingar í
stað þeirra skírna sem menn
þekkja, þá fermum við ekki á
sama hátt og menn þekkja. Við er-
um hins vegar með unglingabless-
un á fjórtánda árinu. Þar fer fram
fræðsla sem er mjög á svipuðum
nótum og fermingarfræðslan.“
Hvað eru Vegsfélagar margir?
„Það eru skráðir 730 félagar í
Veginum og eru þeir á aldrinum 0
til 83 ára, en stærsti hópurinn er
líklega 30 til 40 ára gamalt fjöl-
skyldufólk. Starfið er gróskumik-
ið og það eru alltaf 200 manns á
vikulegum samkomum hjá okkur.
Þegar vel er mætt þá er vel pakk-
að hjá okkur á Smiðjuveginum.“
Hvernig er svona kirkja rekin?
„Þar sem við erum skráð trú-
félag þá fáum við hluta af sókn-
argjöldum hvers meðlims og síðan
erum við með frjáls framlög. Þá
erum við með fjáraflanir, matar-
og skemmtikvöld og þess háttar.
Okkur tekst að ná endum saman.
Við erum tvö í fullu starfi, auk mín
er rekstrarstjóri og með okkur
starfar öldungaráð sem tekur með
okkur allar andlegar og veraldleg-
ar ákvarðanir.“
Hvað ætlið þið að gera í tilefni
afmælisins?
„Október er okkar opinberi af-
mælismánuður. Um síðustu helgi
vorum við með samverustund þar
sem barnastarfið var í hávegum
haft og þessa helgi verðum við
með afmælishátíð, matar- og
skemmtikvöld og á sunnudaginn
klukkan 4.30 verður afmælissam-
koma með tónlist og predikunum.
Auk þessa höfum við í tilefni af af-
mælinu gefið út tvöfaldan geisla-
disk með tónlist Vegarins frá ár-
unum 1991–95. Það er tónlist sem
er ýmist eftir okkar
fólk og/eða notuð af
okkur. Þessi tónlist
hefur verið eftirsótt en
nánast ófáanleg, en nú
er bætt úr því.“
Hvað er svo framundan hjá
Veginum?
„Við höldum áfram okkar boð-
unarstarfi. Það var ekki bara að
við segðum já við Honum og gerð-
um hann þar með að herra okkar
og leiðtoga, heldur sagði hann líka
já við okkur. Hann vildi verða leið-
togi okkar og það er það sem gef-
ur lífinu tilgang, enda er svörin öll
að finna í Biblíunni.“
Högni Valsson
Högni Valsson er fæddur 20.
september 1951. Eftir gagn-
fræðapróf menntaði hann sig í
símvirkjun og síðan raf-
eindavirkjun. Vann síðan sinn
starfsaldur hjá Símanum þar til
fyrir tveimur og hálfu ári að
hann réðst sem forstöðumaður
tilfríkirkjunnar Vegarins, en
hafði áður gegnt þar aðstoð-
arforstöðumannsstarfi. Hafði
numið í nokkra mánuði við The
Impact Bible School í Bandaríkj-
unum árið 1996. Eiginkona
Högna er Lilja Ástvaldsdóttir og
börnin þeirra þrjú eru Guðrún
Helga, Viðar Daði og Högni Val-
ur.
Okkur tekst
að ná endum
saman
FYRIR skemmstu heimsótti fjórði
flokkur drengja í knattspyrnufélag-
inu Þrótti félaga sína í knattspyrnu-
liðinu UMFB Geislum í A-Húna-
vatnssýslu og höfðu þeir meðferðis
20 knattspyrnubúninga sem þeir
færðu liðinu að gjöf.
Forsaga málsins er sú að sl. sum-
ar tóku Geislar þátt í í knatt-
spyrnumótinu VISA REY CUP og
hlutu að launum verðlaun fyrir að
vera háttvísasta og skemmtilegasta
liðið. Á mótinu tóku þátt hátt á
fimmtahundrað manns, m.a. ung-
lingalið ensku liðanna Bolton og
Stoke City.
Ekki er ástæða til að rekja gengi
liðsins hér en þess skal getið að það
mætti búningalaust og óæft til leiks.
Þróttarar og mótshaldarar
ákváðu fyrir skemmstu að launa lið-
inu úr A-Húnavatnssýslu leikgleð-
ina sem það sýndi á mótinu í sumar
og heimsækja liðsmenn og færa
þeim búninga að gjöf.
Að sögn Helga Gunnlaugssonar,
foreldris eins af Reykjavík-
urdrengjunum, var hópnum tekið
með kostum og kynjum af heima-
mönnum og ekki voru viðtökurnar
síðri þegar Reykjavíkurliðið dró
upp úr pússi sínu knattspyrnubún-
ingana, 20 treyjur, buxur og sokka-
pör.
Þróttarar og Geislar gistu svo í
Húnavallaskóla yfir helgina og
gerðu margt sér til gamans og fóru
m.a. í stóðréttir, á hestbak og skoð-
uðu Blönduvirkjun.
Að sögn Helga skemmtu bæði
borgarbörn og bændasynir sér kon-
unglega. Hann segir að Geislar hafi
haft á orði að nú komi þeir reglu-
lega saman til að æfa fótbolta. Það
verður því aldrei að vita nema
Geislar láti að sér kveða í knatt-
spyrnunni í framtíðinni, nú þegar
þeir hafa eignast búning.
Ljósmynd/Ingvi Sveinsson
Knattspyrnuliðið UMFB Geislar í búningunum sem Þróttarar komu með færandi hendi.
Þróttarar heimsóttu knattspyrnuliðið Geisla í A-Húnavatnssýslu
Færðu liðinu búninga
Á ÞINGI Lögfræðingafélags Ís-
lands sem haldið var í Svartsengi á
föstudag undir yfirskriftinni: För yf-
ir landamæri – mannréttindi eða for-
réttindi, flutti Jóhann R. Benedikts-
son, sýslumaður á Keflavíkurflug-
velli, m.a. erindi þar sem hann
fjallaði um að með nýjum lögum um
útlendinga væri verið að þrengja að
heimildum lögreglu til að vísa fólki
frá á landamærunum.
Að sögn Jóhanns er með lögunum
hert á sönnunarmati í tengslum við
að vísa fólki frá landi ef grunur leik-
ur á að það hyggist starfa ólöglega
hér á landi. Jóhann gagnrýndi að-
allega í erindi sínu að í ríkjum á borð
við Svíþjóð og Danmörku hefði lög-
regla leyfi til að halda fólki í 72
klukkustundir á landamærum með-
an mál viðkomandi einstaklinga
væru í rannsókn. Í nýju lögunum sé
ekki að finna heimild lögreglu til að
gera slíkar ráðstafanir hér á landi.
Hann segir það gagnrýnivert að um
leið og verið sé að leggja meiri vinnu
á lögreglu við að herða sönnunarmat
sé henni ekki veittur meiri tími til að
afla sönnunargagna.
Í lögunum er að finna ákvæði um
að fólk sem stöðvað sé á landamær-
um eigi skilyrðislausan rétt á að fá
túlk og lögmann.
Jóhann nefnir sem dæmi að ef 250
þýskum fótboltabullum sé vísað úr
landi eigi þær allar rétt á að fá túlk
og að ríkið greiði þann kostnað en
kostnað við lögmann verði viðkom-
andi að greiða sjálfur. Jóhann segir
að mannréttindavernd, sem sé mjög
af hinu góða, sé í þessu tilfelli teygð
full langt og bæði sé verið að gera
vinnu lögreglu flóknari og kostnaður
ríkisins geti aukist óþarflega við að-
gerðir af þessu tagi.
Reynt að koma til
móts við báða aðila
Stefán Eiríksson, skrifstofustjóri
dómsmála- og löggæsluskrifstofu
dómsmálaráðuneytisins, segir að
með nýju lögunum sé verið að skýra
til aukinna muna hverjar heimildir
lögreglu séu á landamærum. Á sama
tíma sé verið að takmarka að
ákveðnu marki þann rétt sem lög-
regla hefur haft til að taka ákvarð-
anir á landamærunum, frá því sem
nú er. Hann segir að mannréttinda-
samtök hafi gagnrýnt að ekki væri
gengið nægjanlega langt með nýju
lögunum en lögregluyfirvöld gagn-
rýndu að verið væri að þrengja um of
að heimildum þeirra. Hann segir
eðlilegt að vakin sé athygli á því hvað
breytingarnar feli í sér og vísar þar í
gagnrýni Jóhanns.
Stefán segir að niðurstaða Alþing-
is í málinu sé engu að síður sú að fara
hinn gullna meðalveg þar sem reynt
sé að koma til móts við báða aðila og
umfram allt tryggja hraða og örugga
málsmeðferð þeirra sem eiga í hlut.
Þrengt að heimildum til
að vísa fólki úr landi