Morgunblaðið - 20.10.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.10.2002, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Á STHILDUR lauk prófi í byggingaverkfræði, með áherslu á burðarþol, um síð- ustu áramót. „Það sem ég hef mestan áhuga á er að hanna úr stáli og steypu.“ Hún starfar hjá verk- fræðistofunni Línuhönnun: „Ég er í línudeildinni sem fæst við að setja upp möstur fyrir háspennulínur en hef reyndar lít- ið fengist við það. Hef aðallega verið að vinna að gerð knattspyrnuvalla.“ Er þar sannarlega á réttri hillu. Og henni finnst gaman að starfa sem verkfræðingur. „Já, mjög gaman. Næstum því jafngaman og ég bjóst við! Þessi vinnustaður er skemmti- legur, hér er góður andi og mikið lagt upp úr því að öllum líði vel.“ Hún er meira að segja farin að syngja í kór Línuhönnunar; segir það hafa vakið mikla kátínu meðal félaganna í landsliðinu vegna þess að hún sé þekkt fyrir flest annað en fagra söngrödd! Ásthildur Helgadóttir er mjög góður knatt- spyrnumaður og segist örugglega verða góð- ur verkfræðingur. Um það sé að vísu of snemmt að dæma, en hún er mjög metn- aðargjörn og samviskuseminni viðbrugðið. Það segir meira en mörg orð að hún kveðst varla hafa misst úr æfingu síðan knatt- spyrnuferillinn hófst formlega hjá Breiðabliki í Kópavogi. Þá var Ásthildur 10 ára, er nú orðin 26 og fyrirliði landsliðs kvenna sem féll út úr undankeppni heimsmeistaramótsins í haust eftir jafna og skemmtilega rimmu við lið Englands. Foreldrar Ásthildar hófu nám í Lundi í Sví- þjóð þegar stúlkan var eins árs og voru ytra þar til hún var orðin fimm ára. Þar smitaðist Ásthildur af knattspyrnubakteríunni. „Pabbi æfði þá fótbolta og ég fór alltaf með honum á æfingu. Ég held að áhuginn hafi kviknað þar. Svo lék ég mér mikið í fótbolta eftir að ég flutti heim; var alltaf með strákunum í frímínútum í skólanum og líka eftir skóla.“ Og alltaf eina stelpan, segir hún. „Ég fékk að heyra það þegar ég var að byrja í fótbolta að ég væri hálfgerð strákastelpa! Að ég fengi stór læri af því að vera í fótbolta!“ segir Ásthildur við blaðamann og brosir að vitleysunni. Hún er grönn, hávaxin og tign- arleg. Svo byrjaði hún að æfa 10 ára. Breiðablik er einmitt þekkt fyrir að hlúa vel að knattspyrnu kvenna og á svipuðum tíma voru sumar þeirra stúlkna sem nú eru með Ásthildi í landsliðinu líka að stíga fyrstu skrefin. Átta Íslandsmeistaratitlar Ásthildur hefur leikið í efstu deild hér á landi í rúman áratug og átta sinnum orðið Ís- landsmeistari, með liðum Breiðabliks og KR. Segir vissulega gaman að hafa orðið meistari nú í haust, en því sé ekki að neita að áhrifin séu önnur en fyrstu árin. Nú var hún valin besti leikmaður Íslands- mótsins í annað skipti, og telur hollt fyrir sig að breyta til; reyna fyrir sér í sterkari deild í því skyni að þroskast enn frekar sem knatt- spyrnumaður. Það yrði þá samhliða fram- haldsnámi í verkfræðinni. Hún veltir nú fyrir sér að fara utan um áramót til þess að „læra meira í burðarþoli og þess háttar“ og líklega verður eitthvert hinna Norðurlandanna fyrir valinu, Svíþjóð, Noregur eða Danmörk. Þar kemur knattspyrnan líka við sögu. „Það er mjög mikill áhugi í Svíþjóð, og í Noregi auðvit- að. Kvennadeildin í Danmörku er líka ágæt en þar er ekki mikill áhugi fyrir kvennafótbolta.“ Ásthildur varð fyrst Íslandsmeistari 1991 með Breiðabliki. „Þá var ég 16 ára og á fyrsta ári í meistaraflokki. Sigur okkar var mjög óvæntur; við unnum KR í síðasta leiknum á KR-velli og komumst við það í efsta sæti deild- arinnar, í eina skiptið allt sumarið.“ Ásthildur endurtók leikinn með Breiðabliki 1992 en sumarið 1993 hafði hún skipt yfir í KR. Vesturbæjarfélagið varð Íslandsmeistari strax það ár, í fyrsta skipti, og „það var ólýsanlegt að vera með í því.“ Getumunur er talsverður á liðunum í efstu deild kvenna og hún segir hið sama upp á ten- ingnum í öðrum löndum. „Umræða fer af stað annað slagið um hversu slæmt sé að allar bestu knatt- spyrnukonurnar safnist í sömu liðin, en ég held fólk skilji ekki hvers vegna þetta er svona. Leikir á Íslandsmótinu eru ekki nema 14 og því þurfa æfingar að nýtast vel til að við tökum framförum. Við æfum fimm til sex sinn- um í viku og þar verður að vera mikill hraði og mikil keyrsla; gæði æfinganna skipta miklu máli. Við höfum fengið mikla gagnrýni fyrir þetta, sérstaklega KR í sumar, en við verðum að hugsa um landsliðið og það nýtur góðs af þessu.“ Foreldrar Ásthildar eru Helgi H. Viborg sálfræðingur og Hildur Sveinsdóttir fé- lagsráðgjafi. „Mamma og pabbi hafa stutt mig alveg ótrúlega frá því ég byrjaði; hafa alltaf komið á leiki og verið rosalega fylgjandi því að ég sé í fótbolta. Það skiptir ótrúlegu máli, og kannski þess vegna byrjaði Þóra líka.“ Þóra er yngri systir Ásthildar og markvörð- ur landsliðsins. Hún stundar nú nám í stærð- fræði við Duke-háskóla í Bandaríkjunum og fer að eins og Ásthildur; fær fullan skólastyrk fyrir að leika knattspyrnu fyrir hönd skólans. Elsta systirin, Eva, er lögmaður og hefur ekki verið í íþróttum. „Ég veit ekki hvers vegna en ég var alltaf ákveðin í því að læra eitthvað allt annað en mamma og pabbi. Síðan kom eiginlega af sjálfu sér að velja verkfræði eftir MR vegna þess að ég hafði svo gaman af stærðfræði. Hún var að vísu frekar þung til að byrja með, og framan af námi var ég ákveðin í að fara í ís- lensku í háskólanum. Ragnheiður Briem heitin kenndi mér íslensku í 3. bekk og ég heillaðist af setningafræðinni, stafsetningunni og öllu þessu.“ Núverandi rektor MR, Yngvi Pétursson, kenndi Ásthildi svo stærðfræði á öðru ári í skólanum, í 4. bekk. „Hann var frábær kennari og það hafði mikið að segja. Mér gekk reyndar illa í stærðfræði í 4. bekk, féll á prófinu og þurfti að taka það upp. Ég var alltaf í ein- hverjum fótboltaferðum og sinnti ekki náminu. En ég lærði svo í tvær vikur eins og skepna, komst að því hvað námsefnið var skemmtilegt og held ég hafi fengið 9,5 á prófinu!“ Metnaðargirnin kom þarna vel í ljós. Það sem Ásthildur gerir vill hún gera vel. Hún segist hafa verið mjög dugleg í grunn- skóla og meðan á verkfræðináminu stóð, en ekki í MR. „Í menntaskóla á maður að leika sér! Það var meiriháttar gaman í MR; algjör draumur. En ég var ekkert að stressa mig.“ Landsliðið Hún segir þróunina hjá landsliðinu ótrúlega. „Þegar ég byrjaði í liðinu, 18 ára, vissi nánast enginn af leikjunum. Það var lítið meira en fjölskyldurnar okkar sem komu að horfa á. Í mesta lagi 500 manns. Síðast voru 3.000 manns á leiknum og öll þjóðin vissi að það var kvenna- landsleikur. Það er ótrúlega gaman að taka þátt í þessu. Sigurtilfinningin er auðvitað frábær eins og flestir vita sem hafa kynnst henni. Leikirnir undanfarið með landsliðinu er örugglega eitt það skemmtilegasta sem ég hef upplifað.“ Ásthildur telur styttra þar til kvennalands- lið Íslands vinnur sér þátttökurétt á stórmóti en landslið karla. „Það vantar bara herslumun. Ef einhverjir hjálpa okkur að ná því markmiði mun það takast. Og það yrði saga til næsta bæjar, ef Ísland yrði á HM eða EM.“ Það sem vantar eru fleiri æfingaleikir og með hjálp á hún við fjárstuðning til þess að svo geti orðið. „Það gæti skipt sköpum.“ Hún hælir þjálfaranum, Jörundi Áka Sveinssyni, á hvert reipi; segir hann hafa stað- ið sig einstaklega vel. „Í fyrsta skipti erum við með þjálfara sem er í þessu algjörlega af heil- um hug; sem notar það ekki sem aukastarf eða stökkpall. Hann hefur verið frábær. Það skipt- ir svo miklu máli þegar þjálfari er að segja manni eitthvað að leikmenn trúi honum og skynji að hann meini það sem hann segir.“ Hún telur það raunhæft að komast í úr- slitakeppni stórmóts. „En það gerist ekkert af sjálfu sér. Við þurfum að æfa vel og bæta okk- ur sjálfar, til þess að það geti gerst, en það sem við þurfum fyrst og fremst núna eru fleiri æf- ingaleikir. Það var mjög svekkjandi að detta út úr heimsmeistarakeppninni um daginn; þetta enska lið var ekkert betra en við og það var leiðinlegt þegar ævintýrinu lauk. Munurinn á liðunum var sá að þegar að fyrri Geri mjög miklar kröfur til sjálfrar mín Ásthildur Helgadóttir greiddi fyrir verkfræðinám sitt við Vand- erbilt-háskóla í Bandaríkjunum með því að leika knattspyrnu með skólaliðinu. Skapti Hallgrímsson komst að því að þessi besta knattspyrnukona landsins heillaðist af íslensku í mennta- skóla og hugðist leggja hana fyrir sig en mikill áhugi á stærð- fræði, sem kviknaði í 4. bekk MR, breytti þeirri áætlun. Morgunblaðið/Þorkell Ásthildur Helgadóttir „Ég er náttúrlega frekja! Sumum finnst voðalega neikvætt að nota það orð; ég ætti sennilega frekar að segja ákveðin! En ég er frekja á jákvæðan hátt, þótt fjölskyldan sé reyndar ekki alltaf sammála því!“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.