Morgunblaðið - 20.10.2002, Page 16

Morgunblaðið - 20.10.2002, Page 16
16 SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ stýring sem leiðir af búnaðarlögunum og hið gríðarlega flókna og ógagn- sæja kerfi. Ég vil árétta að kjöt- og mjólkurvörur eru ábataminnsti þátt- ur verslunarinnar. Meðalálagning verslana á mjólkurvörum er almennt um 15%, sem vel að merkja er lægra en rekstrarkostnaður verslana. Sam- kvæmt könnun Eurostat er kjöt 53% yfir meðalverði ESB á Íslandi, hæst fer það 89% yfir þetta meðalverð í Sviss og 65% í Noregi. Í Danmörku er það 17% yfir meðalverði og 7% í Svíþjóð. Þessi munur sem sést á kjöt- verði finnst ekki í öðrum liðum könn- unarinnar. Ef litið er á liðinn mat- vörur, sem ekki er skilgreindur nánar, erum við 32% yfir meðalverði ESB, Danmörk 37% yfir, Svíþjóð 35% yfir meðalverði og Bretland 17%. Meðalálagning matvöruversl- ana Baugs er 21,09% og því tel ég verðugt rannsóknarefni hvernig það sem eftir stendur af þessum 48% verðmun er til komið. Hafið þið reiknað út hversu mikið verð á landbúnaðarvörum gæti lækk- að ef annars konar kerfi væri við lýði? JB Samkvæmt upplýsingum OECD fyrir 2001 um styrki til landbúnaðar á Íslandi og áhrif á neytendur kemur í ljós að árlegar greiðslur skattgreið- enda til landbúnaðarframleiðslu, það er hlutfall styrkja hins opinbera af tekjum bænda, er 59% á Íslandi, 31% í löndum OECD, 35% í löndum ESB og 21% í Bandaríkjunum. Þetta þýðir að það verð sem íslenskir bændur fengu fyrir vöru sína í fyrra var 59% hærra en markaðsverð. Um 39% af verði íslenskra landbúnaðarvara frá bændum skýrist af óbeinum sköttum vegna styrkja og það eru neytendur sem taka á sig kostnaðinn. Verð á grænmeti er 70% yfir með- alverði í könnun Eurostat, sem gerð er vorið 2001. Meðalverð á ýmsu grænmeti hefur reyndar lækkað hér- lendis um 35–67% frá því í febrúar er tollar voru að hluta til afnumdir, sam- kvæmt nýjustu verðkönnun Sam- keppnisstofnunar. Væri hægt að lækka það enn frekar? ÁPJ Við eigum að geta verið sam- keppnisfærir við erlendar verslanir í ávöxtum, að teknu tilliti til magns innkaupa, líftíma vörunnar og flutn- ingskostnaðar. Það myndar einhvern verðmun, en hann á að vera óveruleg- ur. Að mínu mati hefur þetta tekist og sýnt sig í verðkönnunum, nú síðast í sumar í verðkönnun ASÍ í Reykja- vík og London þar sem níu af 18 ávaxtategundum voru ódýrastar í Bónus. JB Spurningin er þessi, á maður að flytja inn vöru sem ljóst er að þarf að verðleggja þannig að mörgum neyt- endum ofbýður? Kannski kaupa ein- ungis fáeinir tugir manna viðkomandi vöru. Ef við hins vegar sleppum því að flytja hana inn, jafngildir það þá ekki neyslustýringu? Grænmeti og ávextir eiga sér mjög stuttan líftíma í verslununum og afföllin eru þannig að við hendum vöru fyrir rúmlega hundrað milljónir á ári, gæti ég trúað. Hvað verð á grænmeti varðar kom- um við aftur að hinum flókna veru- leika landbúnaðarkerfisins og ég spyr: Hvað segir manni að frá 1. 10. til 6. 10. eigi að vera 227 króna gjald á blaðlauk fyrir utan kostnaðarverð, aðflutningsgjöld og virðisaukaskatt, gjald sem þar að auki breytist með reglulegu millibili og jafnvel meðan varan er á leiðinni til landsins? Hvað eru margir framleiðendur að blað- lauk hérlendis, eða sveppum? Í báð- um tilvikum er verið að vernda einn aðila og hann getur ekki alltaf sinnt þörfum markaðarins. ÁPJ Ef við tökum blaðlaukinn aftur sem dæmi pantaði okkar fyrirtæki ekki alls fyrir löngu 60 kassa í gegn- um Ávaxtahúsið. Uppskeran hér reyndist eitthvað öðruvísi en menn höfðu áætlað og framleiðandinn gat því einungis afhent okkur 14 kassa. Þrátt fyrir það fengum við vernd- artollinn ekki felldan niður. Annað dæmi er hvítkál sem við höfum ítrekað beðið um að fá vernd- artolla niðurfellda af án þess að verða nokkuð ágengt. Síðan gerist það að framleiðendur á niðurskornu salati sem selt hefur verið í verslunum hér- lendis kvarta undan gæðunum á sum- arkálinu, fá fellda niður tolla og flytja inn sjálfir. Við komumst á snoðir um þetta og fluttum líka inn tollalaust hvítkál um tíma. Íslenskt hvítkál kostar 100–110 krónur, sumarkálið hefur kostað aðeins minna og verið selt á 99 krónur í Bónusi. Kálið sem við fluttum inn kostaði hingað komið með öllum gjöldum en án tolla 28 krónur kílóið! Annað sem hefur verið fróðlegt fyrir okkur að fylgjast með er að verndartollar eru að hækka, án sýni- legrar ástæðu. Þeir hækkuðu til að mynda um 30% hjá hinu opinbera milli 2000–2001, þá kom allt í einu ný reglugerð með nýju verði. JB Eitt dæmi er ostur, venjulegur ostur, sem þurfti að greiða 146 króna verndartoll af frá miðju ári 2000 til 1. júlí 2001. Frá miðju ári 2001 framyfir mitt ár 2002 þurftum við að borga 190 króna toll. Hið sama átti sér stað í fleiri vörutegundum. Skort á samkeppni ber mikið á góma. Hún virðist mikil milli lág- vöruverðsverslana, en er hún jafn virk milli dýrari verslananna? ÁPJ Mér finnst skrýtið að halda því fram að matvöruverð á Íslandi sé hátt B AUGUR Ísland rek- ur átta Hagkaups- verslanir, tuttugu 10–11 búðir, átján Bónusverslanir og dreifingarmiðstöð- ina Aðföng. Mark- aðshlutdeild Baugs í matvöruverslun er að meðaltali 45% og heildarvelta matvöru hjá fyrirtæk- inu 20–25 milljarðar, segja Jón Björnsson framkvæmdastjóri Baugs Íslands og Árni Pétur Jónsson fram- kvæmdastjóri rekstrarsviðs Baugs. Fram kom í Íslandi í bítið á Stöð 2 á miðvikudaginn var, þar sem vitnað var í upplýsingar frá Baugi og Nord- ica Inc., að lagt hefði verið tvisvar á vörur sem þið fluttuð inn gegnum fyrirtækið í Bandaríkjunum. Að Að- föng hefðu með öðrum orðum lagt á vöru frá Nordica að meðaltali 31%, 10-11 78%, Hagkaup 66% og Bónus 42%. Er þetta rétt? ÁPJ Þessar upplýsingar eru byggðar á stórkostlegum misskilningi því lagt er út frá innkaupsverði Nordica á vörunni í Bandaríkjunum og út- söluverði sömu vöru í verslunum okk- ar hér heima, í mörgum tilvikum al- gerlega án tillits til álagningar Nordica sjálfs, flutningskostnaðar, vörugjalda og tolla. Auk þess sem viðkomandi gefur sér gengi í útreikn- ingunum. Um er að ræða 170 vöruliði þar sem þessi mismunur er reiknaður út í prósentustigum með þessum hætti, í hverjum lið fyrir sig, þær pró- sentur lagðar saman og deilt með heildarfjölda vöruliða. Það sér hver maður að þetta gengur ekki upp. Út- reikningarnir voru gerðir af starfs- manni Nordica þremur dögum eftir að við sögðum upp samningum við fyrirtækið þar sem við sátum uppi með 60 milljóna króna lager frá því sem við gátum ekki selt. Fyrirtækið reiknar út að við höfum hagnast um 125 milljónir króna árlega á þessum viðskiptum. Ef það væri rétt, hvers vegna í ósköpunum ættum við þá að segja upp þessum samningi? Með- alálagning Aðfanga er 5% og með- alálagning Baugs ofan á vörur Nord- ica var að jafnaði í kringum 25,67%, eins og við getum sýnt fram á. Hið sanna er að við töpuðum á þessum viðskiptum ár eftir ár. Hver er meðalálagningin á matvörusviði Baugs á Íslandi? JB Samkvæmt útreikningum sem ég get fengið undirritaða af löggiltum endurskoðanda er meðaltalsálagning á matvöru í þremur matvöruversl- anakeðjum Baugs 21,09%. Bónus er aðeins fyrir neðan þetta meðaltal og Hagkaup og 10-11 fyrir ofan. Heild- arálagning Fríhafnarinnar sem ríkið rekur er 65% og heildarálagning Wal-Mart í sérvöru og matvöru er í kringum 30%, svo dæmi séu tekin. Í nýjustu könnun Eurostat á mat- vælaverði í ríkjum ESB, EFTA og löndum sem sótt hafa um aðild að ESB og greint var frá hér í blaðinu kemur í ljós að verð á matvöru er samkvæmt könnuninni 48% hærra hér á landi en meðalverð í ríkjum ESB. Verð á kjöti er 53% hærra og á mjólkurvörum 41% hærra. Verð á drykkjarvörum, matvörum og tóbaki er að meðaltali 54% hærra. JB Við viljum blómlegan landbúnað. Vandamálið er hins vegar sú neyslu- af því að við eigum líka dýrari búðir en Bónus. Eru menn búnir að gleyma því að álagning á Íslandi er frjáls? Mönnum er auðvitað í sjálfsvald sett að sækja þá verslun sem þeir vilja. Í Hagkaupum og 10–11 er keppt á öðr- um forsendum en verðlagningu, þótt hún sé vissulega hluti af samkeppn- inni. JB Samkeppni milli sérvöruverslana er líka mikil og í ljósi reynslu minnar af báðum mörkuðum myndi ég segja að samkeppnin væri miklu grimmari í matvörunni en almennt í smásölu. Engin grein fylgist jafn hratt með verði og bregst jafn skjótt við nýjum aðstæðum og matvöruverslanir. ÁPJ Það er sama hvort litið er á lág- vöruverðshlutann, klukkubúðir eða stórmarkaði, okkar keðjur eru í öllum tilvikum með hagstæðara verð en keðjur keppinautanna. Við eigum ódýrari lágvöruverðsverslanir en aðr- ir, hvort sem um er að ræða Nettó, Krónuna eða Europris, 10–11 er ódýrara en 11–11, Hagkaup er ódýr- ara en Nóatún og svo framvegis. Samt kemur þessi umræða alltaf beint í fangið á Baugi. Hvað vilja menn segja við hina aðilana á mat- vörumarkaðinum? JB Auk þess viljum við benda á að verð á matvöru á Íslandi hefur ekki hækkað umfram verð á annarri vöru frá 1996. Ýmis annar kostnaður í þjóðfélaginu hefur hins vegar hækk- að mun meira. Allar vísitölur voru settar á 100 árið 1996 og í ágúst 2002 var vísitala matvöruverðs 126,5. Vísi- tala neysluverðs var 127, vísitala ann- arra þátta en matvöru var 127,5, vísi- tala byggingarkostnaðar 135 og launavísitala 154. Þá má benda á að það er ekki fyrr en árið 2001 að Hag- stofan breytir vægi verslana í út- reikningi á vísitölu matvöru þannig að hún endurspegli verslun í Bónus. Þegar ESB-löndin eru skoðuð frá ágúst 2001 til ágúst 2002 lækkar mat- vöruverð á Íslandi, um 0,2%, og hækkar í flestum öðrum löndum. Á sama tíma hækkar menntun um 11%, húsnæðiskostnaður um 5–6%, læknisþjónusta um tugi prósenta og svo framvegis. Í umræðu um hátt matvöruverð bendið þið sífellt á Bónus og segið: Þarna er lægsta vöruverðið. Ekki vilja allir versla í lágvöruverðs- verslun einvörðungu. ÁPJ Það er einhver hugsanavilla að fólki líði illa með það að til séu dýrari búðir á Íslandi en Bónus. Í löndunum sem við berum okkur saman við í verðlagi eru lágvöruverðsverslanir í bland við dýrari búðir, sem oft og tíð- um eru á hendi sömu fyrirtækja. Að mínu mati er fólk ekki ósátt við að til séu matvöruverslanir í dýrari kantinum. Ég tel að það vilji að verð- munur milli þeirra og lágvöruverðs- verslananna sé minni. JB Við myndum gjarnan vilja sjá þetta gerast, en álagning í mat- vöruverslunum okkar er ekki nægj- anleg til þess að þetta sé kleift, það er í ljósi úrvals og þjónustu sem við telj- um nauðsynlegt að bjóða. Hvaða leiðir eru færar til þess að lækka matvöruverð hér á landi? JB Þekking á verslun á Íslandi er verulega takmörkuð en nauðsynleg til þess að við getum staðið okkur og lækkað kostnað í allri aðfangakeðj- unni, það er allt frá því að varan verð- ur til og neytandinn tekur hana upp í versluninni. Við urðum ekki góðir í fiskvinnslu á fáeinum misserum. Ekki eru nema örfá ár síðan burðug verslunarfyrirtæki í matvöru urðu til á Íslandi. Hvaða fyrirtæki er til í mat- vöru í dag sem búið er að vera burðugt um langt skeið? Þau eru bara tvö; Hagkaup og Nóatún, sem bæði hafa átt sína erfiðu daga. Inn- leiðing fagmennsku er mjög stór þáttur í því að eyða braskara- JÓN BJÖRNSSON Ég segi því minni sem samkeppnin er, því dýrari eru höfuðstöðvarnar. ÁRNI PÉTUR JÓNSSON Hvers vegna er það talið sjálfsagt að við ljóstrum upp viðskiptaleynd- armálum? Ætlum að lækka matvöruverð á Íslandi Útreikningar sýna 48–69% hærra matvöruverð á Íslandi en í löndum ESB. Helga Kristín Einarsdóttir ræddi verðmyndun á matvöru við tvo framkvæmdastjóra hjá Baugi, en fram hafa komið upplýsingar um margfalda álagningu á vöru hjá fyrirtækinu. Morgunblaðið/Golli                                         !"  #     $  # % $    &#' ()*!! '                                                Stærstu fyrirtæki í matvöruverslun í heiminum samkvæmt upplýsingum AC Nielsen. Miðað er við ársveltu í milljörðum evra, að lágmarki þrír milljarðar. Heildarvelta Baugs er hálfur milljarður evra á ári.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.