Morgunblaðið - 20.10.2002, Qupperneq 25
fólk hvar sem hann kom. Í ljósi alls
þessa er ekki að ófyrirsynju sem hann
hefur verið kallaður ævintýraprins ís-
lenskrar myndlistar.“
Elfar Logi bætir við að ytri um-
gjörð lífshlaupsins hafi ekki síður ver-
ið spennandi. „Muggur var af efna-
fólki, sonur Péturs Thorsteinsson
sem kallaður var Bíldudalskóngur-
inn, og hafði það því fram yfir marga
aðra unga listamenn að þurfa ekki að
hafa áhyggjur af fjármálum. Hann
fæddist á Bíldudal árið 1891 og bjó
þar fyrstu árin, fluttist svo til Dan-
merkur með fjölskyldu sinni þar sem
móðir hans vildi að börnin fengju
bestu menntun sem völ var á. Hún
sendi jafnvel dæturnar til mennta
sem þótti merkilegt á sínum tíma.
Konur koma í raun mikið við sögu
hans sem áhrifavaldar, án þess
reyndar að Muggur hafi nokkurn
tíma orðið alvarlega ástfanginn. Í
þessu samhengi ber helst að nefna
móður hans, Ásthildi, en einnig gamla
konu frá Bíldudal sem við látum
fylgja honum í gegnum allt leikverkið
eins og svip. Þessi kona var á launum
hjá Pétri Thorsteinsson við að segja
börnunum sögur og þangað má án efa
rekja áhuga Muggs á þjóðsögunum.
Svo var hann á sífelldu flakki, fór til
New York á stríðstímum og heillaðist
af lífinu þar, var í Noregi og á Ítalíu
og á hverjum stað drakk hann í sig
áhrif sem skiluðu sér inn í list hans.
Hann var að mínu viti dæmigerður
bóhem, lifði hratt og var dáður og
elskaður.“
Erindi við samtímann
Þegar hér er komið sögu eru leikari
og leikstjóri bæði orðin upptendruð
og kæmi síst á óvart þótt Elfar Logi
stykki á fætur og dytti inn í eitthvert
af samtölum Muggs. En hann heldur
ró sinni. Í staðinn er það Vigdís sem
rýkur á fætur og kemur að vörmu
spori til baka með bókina sem var að
sögn helsti stökkpallur handritsins.
„Þessi bók hans Björns Th. Björns-
sonar um ævi og feril Muggs hefur
verið okkar stóri brunnur við skrifin,“
segir hún og blaðar í gripnum. „En
þótt bókin hafi verið mikill vegvísir,
er verkið þó alls ekki leikgerð upp úr
henni. Markmiðið var alltaf að hefja
okkur til flugs frá heimildunum og
búa til okkar eigin Mugg – þetta leik-
rit sýnir hvað Muggur stendur fyrir í
okkar augum.“
Elfar Logi kinkar kolli og efast
ekki um að Bílddælingar eigi eftir að
taka vel á móti jafn kunnuglegum en
um leið nýstárlegum gesti. „Við höf-
um fundið fyrir miklum áhuga á verk-
efninu hvar sem við höfum farið og
margir hafa nú þegar lagt hönd á plóg
til að gera það að veruleika. Það er
mjög mikilvægt fyrir lítið draumóra-
leikhús og við þökkum þeim fjöl-
mörgu sem hafa rétt okkur hjálpar-
hönd.“
Muggur verður frumsýndur í fé-
lagsheimilinu Baldurshaga á Bíldudal
fimmtudaginn 24. október. Ennfrem-
ur verður sýnt 27. og 30. október í
tónleikasalnum Hömrum í Tónlistar-
skólanum á Ísafirði. Í nóvember er
svo áætlað að sýningin komi suður til
Reykjavíkur.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 2002 25
M
AÐUR er
kannski
svolítið
kreisí …“
byrjar Elfar Logi
Hannesson þegar
hann er fenginn til
þess að rekja í fáum
orðum draumsýn sína
um atvinnuleikhús á
Vestfjörðum „… en
málið er þannig vaxið
að ég stofnaði Kóm-
edíuleikhúsið ásamt
félaga mínum fyrir
nokkrum árum. Það
heitir þessu nafni án
þess að hafa færst
mikið í fang ennþá –
og án þess að eiga
annað þak yfir höf-
uðið en þakið á íbúð-
arhúsinu mínu. Félagi
minn flutti síðar aftur
til Danmerkur en
Kómedíuleikhúsið
varð eftir hjá mér og
er nú loks að setja
upp leikverkið Mugg.
Það er einleikur, fjár-
magnaður með styrkj-
um frá yfirvöldum og
fyrirtækjum, en sýn-
ingin sjálf er lítil og hreyfanleg og
í raun ágætis sýnidæmi í málinu.
Draumur minn er sem sagt að
koma á fót atvinnuleikhúsi á Ísa-
firði, sem mér þykir fullkomlega
raunhæft markmið. Ísafjörður hef-
ur áður sýnt aðdáunarvert þor í
menningarmálum, til dæmis með
því að hlusta á og virkja þá
atorkusömu og listhneigðu ung-
linga sem þar eru, og nú finnst
mér tímabært að skapaður verði
grundvöllur fyrir litlu atvinnuleik-
húsi. Ég er ekki að tala um neitt
risavaxið, þetta yrði ég sjálfur og
þeir sem leikstýra, ásamt þeim
sem tengjast hverri uppsetningu
en það getur verið á annan tug
fólks í hvert sinn.
Ég sé fyrir mér að þetta yrði
eins konar leikhús á hjólum. Það
hefði aðsetur á Ísafirði, sem er jú
mikill menningarbær og státar
ennfremur af sívaxandi aðsókn
ferðamanna. Starfsemi svona leik-
húss færi vel við það sem kallað
er menningartengd ferðaþjónusta
og við höfum þegar reynt með
góðum árangri. Ég hef að und-
anförnu stýrt unglingaleikhúsinu
Morranum, sem er rekið sem
deild í unglingavinnunni á sumrin,
og meðal annars höfum við lífgað
upp á Sjóminjasafnið með leiknum
atriðum. Á Vestfjörðum er einnig,
sem kunnugt er, kraumandi
sagnabrunnur sem er tilvalinn til
lifandi útfærslu – ég nefni bara
sem dæmi þjóðsögurnar, Jón for-
seta og Gísla Súrsson.
Skemmtiferðaskipin koma mikið
þarna á sumrin og eitthvað verð-
ur að bjóða fólki upp á svo það
njóti dvalarinnar sem best. Nú
þegar hefur verið afráðið að við
sýnum Mugg í Skíðavikunni á Ísa-
firði og jafnvel aftur yfir sum-
artímann – einmitt á þeim nótum
hef ég hugsað þetta. Svo gæti
leikhúsið ferðast til annarra staða
á landinu með sýningar og jafnvel
námskeiðshald.
Ég hef útfært þessa hugmynd
og sent inn sem styrkumsókn til
fjárlaganefndar og nú er bara að
bíða og sjá. Leikhús kostar pen-
inga en það skilar líka ýmsu til
baka til samfélagsins. Í öllum
könnunum um viðhorf fólks til bú-
setu kemur fram að þrennt virðist
skipta íbúana mestu máli; atvinna,
skóli og afþreying. Mikilvægi af-
þreyingar skyldi ekki vanmetið og
mér sýnist það sannast vel á Ísa-
firði þar sem fara saman öflugt
menningarlíf og blómlegt mannlíf.
Sjálfur tek ég fámennið fyrir vest-
an fram yfir borgarlífið og þess
vegna er ég nú að vonast til þess
að hugmyndin um atvinnuleikhús
úti á landi hljóti hljómgrunn á
réttum stöðum,“ segir Elfar Logi.
Dreymir um atvinnuleikhús á Ísafirði
Morgunblaðið/Golli
Elfar Logi Hannesson leikari og Vigdís Jak-
obsdóttir, leikstjóri Muggs. Hár leikarans er litað
grátt vegna hlutverksins, en Muggur eltist um
aldur fram sökum berkla.
Leikhús á hjólum
ENSKA ER OKKAR MÁL
Talnámskeið
7 vikur, tvisvar í viku, 30./31. okt. - 16./17. des.
Kennt á mismunandi stigum, frá grunni til framhaldsstigs
Sérmenntaðir enskukennarar
Námskeiðin metin hjá flestum stéttarfélögum
Þú finnur örugglega eitthvað við þitt hæfi
Julie Ingham Sandra Eaton John O’ Neill Graeme Sanderson John Boyce Susan Taverner
Hringdu í síma
588 0303
FAXAFENI 8
www.enskuskolinn.is
enskuskolinn@isholf.is
EINSTAKT TÆKIFÆRI Í GLÆSILEGRI JÓLA-
FERÐ TIL THAILANDS 11.-28. DES. ALLAR
FERÐIR UPPSELDAR - en við eigum 10 sæti!
Flug Flugleiða og British Airways beint til Bangkok. Nýtt hótel
HEIMSKLÚBBSINS - Radisson í Bangkok - óviðjafnanlega fallegt,
vandað hótel með frábærri fimm stjörnu þjónustu á áður óþekktum
kjörum 4 n. + 12 n. yndisleg dvöl
á Hótel Pálmaströnd, Jomtien,
alls 17 daga ferð á ótrúlegum
kjörum.
TRYGGIÐ SÆTI STRAX
Glæsilegt 5*
RADISSON
Bangkok
Yndisleg
stranddvöl
JOMITIEN
Pálmaströnd
Nýtt í Thailandi - JÓL!
Austurstræti 17, 4. hæð, 101 Reykjavík, sími 562 0400, fax 562 6564,
netfang: prima@heimsklubbur.is, heimasíða: http://www.heimsklubbur.isSími 56 20 400