Morgunblaðið - 20.10.2002, Síða 26
26 SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ENGINN mun geta borið ossá brýn að vér rekum þettamál af ósanngirni. Vérleggjum það til, er vér telj-um rétt, að íslenskt þjóð-
menningarsafn geymi og njóti hinna
íslensku þjóðminja, sem fyrir alveg
sérstakar ástæður höfnuðu í Dan-
mörku, en verða þó ekki danskari að
heldur, hversu lengi sem þær dveljast
þar,“ skrifar Kristján Eldjárn, þáver-
andi þjóðminjavörður, í Stúdenta-
blaðið hinn 1. desember árið 1951 þar
sem hann í hugvekju rekur sögu forn-
gripamálsins og rökstyður málstað
Íslendinga.
Síðan eða í ríflega hálfa öld hefur
að heita má ríkt þögn um forngripa-
málið þar til nýlega að Tómas Ingi Ol-
rich menntamálaráðherra reifaði þá
hugmynd við Dani að komið verði á
fót íslensk-danskri menningarstofn-
un með aðsetur á Íslandi þar sem m.a.
verði varðveittir allir íslenskir forn-
gripir, sem enn eru í vörslu Dana. Ís-
lenski menntamálaráðherrann lagði
fram hugmynd um þessa nýju stofn-
un eftir að Danir höfðu síðsumars al-
farið hafnað óskum Íslendinga um að
teknar yrðu upp viðræður um frekari
afhendingu íslenskra forngripa, sem
enn eru í Danmörku. Dönsk stjórn-
völd munu vera að íhuga málið, en að
mati ráðherra ber að skoða sáttmála,
sem gerður var milli ríkjanna árið
1965 vegna flutnings íslenskra hand-
rita hingað til lands, í ljósi breyttra
aðstæðna og viðhorfa. Í sjöttu grein
sáttmálans segir að þar með sé full-
komlega og endanlega útkljáð „um
allar óskir af íslenskri hálfu varðandi
afhendingu hvers konar íslenskra
þjóðlegra minja sem í Danmörku eru.
Samkvæmt því skal af hálfu íslenska
ríkisins eigi unnt í framtíðinni að
hefja né styðja kröfur eða óskir um
afhendingu slíkra minja úr dönskum
skjalasöfnum eða söfnum, opinberum
jafnt sem í einkaeign. „Það kom í hlut
Gunnars Thoroddsen, þáverandi
sendiherra Íslands í Danmörku, að
undirrita sáttmálann í forsætisráð-
herratíð Bjarna Benediktssonar af
Íslands hálfu. Fyrir hönd Dana skrif-
ar Per Hækkerup, þáverandi utanrík-
isráðherra Dana, undir sáttmálann.
Helmingnum skilað 1930
Í lok júnímánaðar árið 1930 minnt-
ust Íslendingar þess með hátíðahöld-
um á Þingvöllum að þúsund ár töldust
liðin frá stofnun Alþingis. Af þessu til-
efni afhenti Thorvald Stauning, for-
sætisráðherra Danmerkur, Tryggva
Þórhallssyni, hinum íslenska starfs-
bróður sínum, helming íslenskra
gripa úr Þjóðminjasafni Danmerkur.
Þar á meðal var sjálf Valþjófsstaðar-
hurðin, annar tveggja Grundarstóla
og hökull Jóns Arasonar, að sögn
Önnu Þorbjargar Þorgrímsdóttur,
sagnfræðings sem nú stundar MA-
nám í safnfræði við Gautaborgarhá-
skóla og rannsakar m.a. sögu ís-
lenskra forngripa í Kaupmannahöfn.
Hún segir að safnið í Kaupmanna-
höfn, sem stofnað var árið 1807, hafi
eignast flesta sína íslensku gripi á 19.
öld, oftast fyrir tilstilli einstaklinga.
Mikið munaði þó um að Den Konge-
lige Oldsagskommissionen eða Forn-
leifanefndin hóf skipulega söfnun á
forngripum á Íslandi árið 1817. Sams
konar söfnun fór einnig fram innan
Danmerkur og í Noregi og Færeyj-
um. Með stofnun Þjóðminjasafns Ís-
lands árið 1863 tók að mestu fyrir það
að gripir væru fluttir beint frá Íslandi
í söfn erlendis.
Forsaga þess að Danir gáfu Íslend-
ingum forngripina árið 1930 var að
fimm árum áður, 1925, hafði verið
samþykkt á Alþingi ályktun um að
skora á stjórnina að krefjast þess af
Dönum, að þeir skiluðu „öllum þeim
munum íslenskum úr söfnum sínum
er eigi verður sannað um, að þeir sjeu
þangað komnir með réttum eignar-
heimildum. Næstu ár fóru fram
samningaviðræður um málið í dansk-
íslenskri stjórnlaganefnd. Þrátt fyrir
miklar umræður innan nefndarinnar,
í undirnefndum hennar og á milli
safnstjóra Þjóðminjasafna beggja
landanna fannst engin lausn á mál-
inu,“ að sögn Önnu. „Deiluaðilar voru
sammála um að skil ættu að fara fram
en ekki náðist samkomulag um hvaða
gripum ætti að skila eða hversu
mörgum. Lausnin varð að lokum sú
að Danir gáfu Íslendingum helming
gripanna í tilefni Alþingishátíðarinn-
ar.
Með því að gefa gripina leystu Dan-
ir tvö vandamál. Þeir gátu sjálfir valið
hvaða gripir færu til Íslands og sköp-
uðu ekki fordæmi, sem auðveldaði
kröfur frá öðrum löndum. Ókosturinn
var hins vegar sá að Danir gátu ein-
ungis vonast til að málinu væri þar
með lokið. Sú von rættist ekki. Á Ís-
landi var eingöngu litið á gjöfina sem
fyrsta áfanga að því marki að fá heim
til Íslands alla gripi úr dönskum söfn-
um. Frá þeirri stefnu var ekki hnikað
fyrr en við lausn handritamálsins árið
1965,“ segir Anna Þorbjörg.
Íslendingar ítrekuðu við Dani eftir
lýðveldisstofnunina að krafan um
endurheimt íslenskra handrita og
forngripa stæði óhögguð. Setti þá
danska stjórnin á laggirnar nefnd
sérfræðinga til að vega og meta þessa
kröfu. Í áliti nefndarinnar, sem kunn-
gjört var í desember 1951, vildi meiri-
hluti nefndarmanna koma að ein-
hverju leyti til móts við óskirnar um
skil handritanna en einhuga var
nefndin um að hafna forngripakröf-
unni enda hafi það mál fengið end-
anlega niðurstöðu árið 1930. Eftir að
sérfræðinganefndin kvað upp dóm
sinn, bendir margt til þess að íslensk
stjórnvöld hafi, án formlegrar sam-
þykktar, ákveðið að halda forngripa-
málinu og handritamálinu aðskildum
og aðhafast ekkert í forngripamálinu
fyrr en handritamálið væri til lykta
leitt, en þess má geta að Íslendingar
fengu fyrstu skinnbækurnar, Flateyj-
arbók og Konungsbók Eddukvæða,
afhentar árið 1971.
Fágætir og einstakir gripir
Erfitt er að segja til um nákvæman
fjölda íslenskra forngripa, sem
geymdir eru á danska Þjóðminjasafn-
inu, bæði vegna þess að þar geta
leynst gripir, sem ekki hafa verið
greindir sem íslenskir og hins vegar
geta verið fleiri gripir á bak við eitt
safnnúmer. Því fer betur að tala í
þessu samhengi um fjölda safnnúm-
era. „Með þeim fyrirvara má gróflega
ætla að í danska Þjóðminjasafninu
séu nú um það bil eitt hundrað safn-
númer, flest í miðaldadeildinni. Þar
að auki á Þjóðminjasafn Dana gott
safn gripa frá 18. og 19. öld sem Ís-
lendingar hafa aldrei gert kröfu á að
Danir skili,“ segir Anna Þorbjörg.
„Á meðal þessara um það bil eitt
hundrað númera, eru nokkrir fágætir
gripir og sumir raunar einstakir í
sinni röð, en einnig eru margir
smærri hlutir og algengari, eins og til
dæmis beltisspennur, silfurhnappar
og lyklahringir. Meðal þekktari forn-
gripa má nefna biskupshúfu frá Skál-
holti, smelt bókarspjöld frá Grund í
Eyjafirði, helgiskrínið frá Keldum og
annan tveggja Grundarstóla auk um
það bil níu drykkjarhorna, brúðar-
skarts, kvensilfurs og ljósahjálma.
Einnig eru nælur úr nokkrum kuml-
um, elsta íslenska alabasturtaflan og
nokkurt magn textíla, m.a. höklar og
altarisklæði,“ segir Anna Þorbjörg og
bætir við að mikil þörf sé á að rann-
saka þessa gripi nánar, gera yfir þá
nákvæma skrá og skrifa sögu hvers
grips fyrir sig en einnig sameiginlega
sögu allra gripanna í Þjóðminjasafni
Dana. „Ég hef einmitt hugsað mér að
verja næstu árum í slíkar rannsókn-
ir,“ segir hún.
Stríðir gegn safnapólitík
Lilja Árnadóttir, deildarstjóri
munadeildar Þjóðminjasafnsins og
formaður Íslandsdeildar ICOM, segir
að í danska Þjóðminjasafninu í Kaup-
mannahöfn séu varðveittir margir
merkir íslenskir munir og munir af
erlendum uppruna sem á sinni tíð
voru í eigu Íslendinga. „Munir þessir
eru frá ýmsum skeiðum íslenskrar
menningarsögu. Þeir eru einhver
hundruð og eru til skrár yfir þá, bæði
hér og ytra. Meðal þeirra gripa sem
um ræðir má nefna ýmsa jarðfundna
hluti, textíla, kirkjugripi, fatnað og út-
skorna muni af ýmsu tagi. Ófaglegt er
að meta slíka hluti til fjár. Aftur á
móti skiptir það mestu máli að grip-
irnir séu vel varðveittir og að menn
geti bæði skoðað þá og rannsakað
þegar á þarf að halda. Það getum við
gert hvenær sem er,“ segir Lilja og
bætir við að í Þjóðminjasafni Íslands
séu fjölmargir munir sem líka spanni
alla íslensku menningarsöguna. Þeim
merkustu, sem jafnframt hafa mesta
þýðingu fyrir íslenska menningar-
sögu, verður komið fyrir og þeir
kynntir á nýjum grunnsýningum
safnsins sem opnaðar verða eftir að
endurbótum safnhússins lýkur.
Þegar Lilja er innt eftir áliti sínu á
óskum hérlendra stjórnvalda við
dönsk stjórnvöld varðandi flutning ís-
lenskra fornmuna til Íslands, segist
hún líta svo á að ráðherrann hafi farið
nokkuð geyst í málinu. „Ósk ráð-
herrans stríðir nokkuð gegn fagleg-
um sjónarmiðum í safnapólitík enda
myndu stærstu söfnin í Evrópu verða
mun fátæklegri ef óskir um endur-
heimt menningarverðmæta af söfn-
um úti í heimi yrðu uppfylltar,“ segir
Lilja.
„Gripir þeir, sem hér um ræðir,
voru flestir fluttir til varðveislu frá Ís-
landi til Danmerkur á 19. öldinni þeg-
ar engin söfn voru til á Íslandi. Stór
hluti þeirra íslensku safngripa sem
voru í Þjóðminjasafni Dana var af-
hentur Íslendingum á Alþingishátíð-
inni árið 1930 eftir að samningaferli
hafði staðið í nokkur ár. Þeir eru allir
varðveittir í Þjóðminjasafni Íslands
Skiptar skoðanir eru um réttmæti þess að Íslend-
ingar ásælist á ný þá fjölmörgu íslensku forngripi,
sem enn eru í vörslu Dana, en eins og alkunna er
hefur Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra tekið
málið upp við dönsk stjórnvöld. Jóhanna Ingv-
arsdóttir rýndi í söguna, ræddi við danska og ís-
lenska fræðimenn og komst að því að mikil þögn
hefur ríkt um íslensku forngripina í ríflega hálfa öld.
Altarisklæði úr Reykjahlíðarkirkju.
Ljósmynd/Danska Þjóðminjasafnið
Annar tveggja kirkjustóla frá
Grund í Eyjafirði sem varð-
veist hafa og sendir voru
danska Þjóðminjasafninu ár-
ið 1843. Íslendingar fengu
annan stólinn til baka árið
1930 ásamt mörgum öðrum
íslenskum fornminjum sem
hafnað höfðu í Danmörku.
Fjölmargir aðrir forngripir
eru enn í Danmörku og
skipta þeir líklega hundruð-
um, en á myndunum gefur
að líta smá sýnishorn.
Ljósmynd/Jóhanna Ólafsdóttir
Kaleikur og patína frá Eiðum.
Altaristafla frá Munkaþverá sem heitir Maríubrík.
Ljósmynd/Danska Þjóðminjasafnið
Skírnarfat frá Hofi í Álftafirði.
Ljósmynd/Danska Þjóðminjasafnið
Skálatjald frá Kirkjubæ í Hróars-
tungu.
Ljósmynd/Danska Þjóðminjasafnið
Helgiskrín frá Keldum á Rang-
árvöllum.
Silfurhringur úr Skagafirði.
Fjársjóður forngripanna