Morgunblaðið - 20.10.2002, Side 29
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 2002 29
Barnadjasstónleikar verða í Há-
sölum í Hafnarfirði kl. 16. Þar
flytja Anna Pálína og félagar henn-
ar lög af geislaplötunum Berrössuð
á tánum og Bullutröll en und-
anfarin tvö ár hafa þau heimsótt
leikskóla og grunnskóla víðsvegar
um landið.
Flytjendur ásamt Önnu Pálínu eru
þeir Gunnar Gunnarsson píanóleik-
ari, Gunnar Hrafnsson sem leikur á
bassa og Pétur Grétarsson slag-
verksleikari.
Aðgangseyrir er 800 kr. en frítt
fyrir fullorðna.
Tómas R. Einarsson kontrabassa-
leikari kynnir nýjan geisladisk sinn,
Kúbanska, í sal FÍH, Rauðagerði
27 kl. 20.30. Með honum leika Ey-
þór Gunnarsson píanó, slagverk,
Hilmar Jensson gítar, Matthías
M.D. Hemstock trommur, slagverk,
Pétur Grétarsson slagverk, Samúel
J. Samúelsson básúna og Kjartan
Hákonarson trompet.
Félag íslenskra hljómlistarmanna
styrkti þessa tónleika í tilefni af 70.
afmælisári sínu. Aðgangur er
ókeypis.
Hjallakirkja Sigrún Magna Þór-
steinsdóttir, organisti Breiðholts-
kirkju, leikur í orgelandaktinni kl.
17. Flutt eru verk eftir tvö barokk-
tónskáld. Eftir Francois Couperin
(1668–1733) leikur Sigrún 5 þætti,
nr. 6–10, úr „Messu fyrir söfnuðinn
eða Messe pour Les Paroisses.
Þrjú verk eftir J.S. Bach: Tvo sálm-
forleiki úr safni 6 orgelkórala sem
kallast Schübler kóralar. Sá fyrri er
yfir sálmalagið Gleð þig, Guðs son-
ar brúð og síðari yfir Vakna, Síons
verðir kalla og loks leikur Sigrún
Toccötu, adagio og fúgu í C dúr.
Bíósalur MÍR, Vatnsstíg 10
Rússneska kvikmyndin Bernska
Gorkís „Detsvo Gorkogo“ verður
sýnd kl. 15. Myndin var gerð árið
1938 og byggð á fyrsta bindi sjálfs-
ævisögu Gorkís og er fyrsta mynd-
in af þremur. Bókin kom út í ís-
lenskri þýðingu Kjartans
Ólafssonar um miðja síðustu öld.
Leikstjóri er Mark Donskoj einn af
kunnustu kvikmyndagerð-
armönnum Sovétríkjanna á sínum
tíma.
Enskur texti er með myndinni en
aðgangur er ókeypis.
Í DAG
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
Þórey Tómasdóttir frá Akureyri
opnar sýningu í Eden í Hvera-
gerði.
Þar sýnir hún portret- og vatns-
litamyndir og eru þær allar til sölu.
Þetta er önnur einkasýning Þór-
eyjar, sem er sjálfmenntuð. Sýn-
ingunni lýkur 3. nóvember.
Kaffileikhúsið Sænsk pólifónísk
þjóðlagatónlist, verður flutt kl.
20.30. Það eru sænsku söngkon-
urnar Susanne Rosenberg, Eva
Åstrsöm-Rune og Sofia Sandén
sem flytja hjarðsöngva, ballöður og
glaðleg danskvæði. Þær syngja ým-
ist einar og sér, eða allar saman.
Þær eru allar kunnar söngkonur í
heimalandi sínu.
Verð á tónleikana er 1.000 kr.
Keðjusöngur í hádeginu verður í
sal Tónskóla Sigursveins D. Krist-
inssonar, Engjateigi 1, kl. 12.30.
Sungið verður lag eftir Henry
Purcell, Under this stone. Í lagi
sínu syrgir Purcell látinn vin sinn,
Gabriel John. Nótur er hægt að
nálgast á skrifstofu skólans.
Stjórnandi er Símon H. Ívarsson.
Á MORGUN
ÞORSTEINN Pálsson sendiherra
opnar höggmyndasýningu Svanhild-
ar Sigurðardóttur í Coningsby gall-
ery í miðri London (Tottenham
street við Tottenham Court Road) á
mánudag. Svanhildur sýnir 30 bronz-
verk og tvö verk í stein, annað í
marmara og hitt í alabastur. Marm-
araverkið er 300 kg að þyngd og
kallast Engill hafsins.
Svanhildur rekur vinnustofu í Ás-
garði í Forest Row í East Sussex í
Englandi þar sem hún hefur búið
undanfarin 10 ár.
Að undangengnu námi í Myndlista-
og handíðaskóla Íslands, textíldeild,
og Myndlistaskóla Reykjavíkur út-
skrifaðist Svanhildur eftir fjögurra
ára nám frá höggmyndadeild Emer-
son-listaháskólanum í East Sussex á
Englandi árið 1995. Hún hefur að-
allega unnið með bronz og stein í
verkum sínum, innblásin af landslagi
Íslands.
Hún hefur haldið einka- og vinnu-
stofusýningar í Bretlandi og tekið
þátt í samsýningum. Verk eftir hana
eru til í opinberri eigu hér á landi,
m.a. hjá Eimskipafélagi Íslands, Ís-
landsbanka og Flugleiðum.
Sýningunni lýkur 1. nóvember.
Frekari upplýsingar um sýninguna
má fá á heimasíðu Svanhildar á slóð-
inni: www.swanhildur.btinternet.co-
.uk og www.coningsbygallery.com.Ein höggmynda Svanhildar Sigurðardóttur.
Íslendingur
sýnir högg-
myndir í London
ÞJÓÐMINJASAFN Íslands, Nes-
stofusafn og Félag áhugamanna um
sögu læknisfræðinnar vilja heiðra
minningu dr. Jóns Steffensen með
því að veita styrk að upphæð kr.
200.000 til háskólanema sem hyggst
vinna lokaverkefni tengt sögu heil-
brigðismála. Styrknum verður út-
hlutað í annað sinn. Þriggja manna
nefnd skipuð af styrkveitendum sér
um úthlutun. Umsóknir um styrk
þennan skulu berast Þjóðminjasafni
Íslands, Lyngási 7, 210 Garðabæ fyr-
ir 4. nóvember í umslagi merktu
„styrkumsókn“. Umsókninni skal
fylgja greinargerð um verkefni og
umsögn umsjónarkennara.
Styrkur til
rannsókna á
sögu heilbrigð-
ismála
Í SAFNAHÚSINU á Sauðárkróki
stendur nú yfir sýning Önnu Hrefnu-
dóttur myndlistarkonu. Þar eru til
sýnis akrílverk og ljóð. Verkin hefur
Anna málað á sl. ári og tengjast
mörg þeirra efnislega bernskustöðv-
um Önnu á Berufjarðarströnd. Sum-
um myndanna fylgja ljóð sem mynd-
irnar hafa kallað fram. Einnig eru á
sýningunni ljóð án mynda.
Anna er með heimasíðu á slóðinni:
http://www.ismennt.is/not/annahref.
Sýningunni lýkur í dag og er opin
frá kl. 12 til 17.
Myndir og ljóð
í Safnahúsinu
NÚ stendur yfir sýning á myndum Sigrúnar Huldar
Hrafnsdóttur í sal Félagsþjónustunnar á Vesturgötu 7.
Þetta er önnur einkasýning Sigrúnar en hún hefur tekið
þátt í nokkrum samsýningum heima og erlendis und-
anfarin ár. Sýningin stendur til 8. nóvember og er opin
virka daga kl. 9–16.30.
Myndlistarsýning á Vesturgötu 7
♦ ♦ ♦
betri innheimtuárangur
!
"
#
$ %
&%
'
( %
#
!#
!
#)*+
&
!#
,#
)
#
- $
#)*+
.%
!
!#
./
#
!
) /
$ %
0 #
/ #
-+
)/
#*#
!!%
#)*+
)/
.%
.$ +#
#
#
/#
.!