Morgunblaðið - 20.10.2002, Page 30
LISTIR
30 SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ustu sónöturnar sem til eru fyrir
þessi hljóðfæri og frægar eftir
því.“
Steinunn Birna og Bryndís Halla
hafa um árabil verið í fremstu röð
íslenskra hljóðfæraleikara og
starfað mikið saman gegnum tíð-
ina, þótt þær komi sjaldan fram
tvær einar. „Við erum búnar að
vinna saman í tuttugu ár meira og
minna, síðan við vorum í námi í
Boston, haldið tónleika og gert
upptökur. Þannig að við þekkjust
orðið ágætlega. Það gefur augaleið
að það er ákveðið forskot að spila
með einhverjum sem maður þekkir
vel og hefur starfað með í langan
tíma. Annars er Bryndís ekkert
sérlega málgefin, þótt hún sé alveg
farin að ljúka setningum í seinni
tíð, svo það kemur sér vel að við
getum talað saman í gegnum tón-
listina. Við æfum mikið hvor í sínu
lagi og svo spilum við bara þangað
til verkin virka. Það eru ekki mörg
orð höfð um það hvernig við viljum
hafa hlutina og það hentar okkur
vel. Sarpurinn fer sífellt stækkandi
og þessir tónleikar eru sýnishorn
af því sem við erum að fást við í
augnablikinu,“ segir Steinunn
Birna. Þetta er í fyrsta sinn sem
þær flytja þessa efnisskrá.
Stöllurnar ljúka lofsorði á Sal-
inn, bæði fyrir Tíbrá, sem sé gott
framtak, og ekki síður húsið sem
slíkt. „Það er ómetanlegt að hafa
aðgang að húsi sem hannað er til
flutnings á tónlist. Það er alltaf
skemmtilegra fyrir fólk að sækja
tónleika í tónleikasal heldur en
listasafni eða kirkju. Salurinn hef-
ur breytt miklu fyrir tónlistarlíf á
Íslandi,“ segir Bryndís Halla.
Þar með er það upp talið. Og mál
að kveðja. Eitthvað að lokum?
„Viltu segja eitthvað að lokum,
Steinunn?“ spyr Bryndís Halla sem
er með símann. Og eitthvað leggur
píanistinn til málanna.
„Steinunn vill að það komi fram
hvað það sé ofboðslega gefandi og
gaman að vinna með mér. Annað
var það ekki,“ segir hún og hlát-
urinn dynur undir kveðjum. Og lík-
lega drjúgt lengur.
BRYNDIS Halla Gylfadóttir selló-
leikari og Steinunn Birna Ragn-
arsdóttir píanóleikari eru næstu
gestir í Tíbrá, tónleikaröð Sal-
arins. Verða tónleikar þeirra ann-
að kvöld, mánudag, kl. 20. Á efnis-
skrá eru Sónata op. 102 nr. 2 í
D-dúr eftir Beethoven, Sónata nr.
1 í d-moll eftir Debussy, Sónata op.
38 í e-moll eftir Brahms, Nocturna
í cís-moll eftir Chopin og Adios
Nonino eftir Piazzolla.
„Þetta eru allt verk sem við
höldum mikið upp á. Stórverk á
þessu sviði tónbókmenntanna,“
segir Steinunn Birna. „Þetta eru
allt mjög vinsæl verk. Þó var ég að
lesa mér til um það að Beethoven-
sónatan þótti lengi vel óhæf til
flutnings á tónleikum vegna þess
hvað tónskáldið tekur lítið mið af
tæknilegum takmörkunum hljóð-
færanna. Einnig er gert hálfgert
grín að honum vegna þess að hann
þótti ekki kunna að semja fúgur.“
En er þetta rétt? Er sónatan á
mörkum þess að vera leikhæf?
„Nei, nei. Það er nokkuð síðan
hún var dæmd hæf til flutnings,
þótt hún sé vissulega erfið. Hitt er
hins vegar rétt að Beethoven tekur
ekkert tillit til þess hvernig flytj-
endunum líður meðan á flutningi
stendur. Við finnum fyrir því,“ seg-
ir Steinunn Birna og hlær. „Þetta
gerir verkið aftur á móti að meiri
ögrun og það er virkilega gaman
að glíma við það. Þetta er mikið
verk og margt í það spunnið. Sama
má segja um hin verkin sem við
ætlum leika.“
Eins og að drekka vatn
„Nú skil ég ekki hvað hún er að
fara.“ Bryndís Halla tekur nú til
máls. „Þessi Beethoven-sónata er
afskaplega auðveld. Það er eins og
að drekka vatn að spila hana,“ seg-
ir hún og glottið sést í gegnum sím-
ann!
Síðan hlær hún dátt. Og Stein-
unn engu minna í bakgrunninum.
Kaldhæðnir, þessir sellistar!
„Nei, nei,“ heldur Bryndís Halla
áfram eftir stutt hlé. „Það er engu
við þetta að bæta. Þetta eru flott-
Morgunblaðið/Sverrir
Bryndís Halla Gylfadóttir og Steinunn Birna Ragnarsdóttir.
Böðullinn Beethoven
STARFSMENN myndadeildar Þjóð-
minjasafnsins unnu að því í vikunni
að ganga frá gömlum íslenskum
ljósmyndum til sendingar til Rúss-
lands, en myndirnar verða hluti af
sýningu sem opnuð verður í Ljós-
myndasafninu í Moskvu hinn 5. nóv-
ember næstkomandi. Um er að ræða
samvinnuverkefni tveggja íslenskra
stofnana, Þjóðminjasafns Íslands og
Listasafns Reykjavíkur, við Moskow
House of Photography, sem er þjóð-
arljósmyndasafn Rússlands.
Að sögn Eiríks Þorlákssonar, for-
stöðumanns Listasafns Reykjavík-
ur, er hér um viðamikið sýning-
arverkefni að ræða, þar sem ein
hæð í Ljósmyndasafninu í Moskvu
verður lögð undir sýningu á íslensk-
um ljósmyndum úr fortíð og samtíð.
„Sýningin, sem verður opnuð 5. nóv-
ember í Moskvu og gengur undir
vinnuheitinu „Seasons of Icelandic
Photography“, er tvíþætt. Annars
vegar verða sýnd frumprent ljós-
mynda eftir ljósmyndara sem voru
hér að störfum allt frá 1870 fram til
1920. Um 120 myndir er að ræða
sem fengnar eru úr safni mynda-
deildar Þjóðminjasafnsins. Hins
vegar verða á sýningunni á annað
hundrað verk eftir um 30 núlifandi
listamenn sem öll eru unnin á síðast-
liðnum áratug. Þar verða sýnd verk
eftir allt frá tískuljósmyndurum,
frétta- og landslagsljósmyndurum
til myndlistarmanna sem nota ljós-
myndina sem miðil,“ segir Eiríkur.
Að mótun sýningarinnar vinna Ívar
Brynjólfsson og Inga Lára Baldvins-
dóttir fyrir hönd Þjóðminjasafnsins
og Eiríkur Þorláksson, Einar Falur
Ingólfsson og Pétur Arason sem
velja verk í samtímahluta sýning-
arinnar.
Að sögn Ívars Brynjólfssonar hjá
myndadeild Þjóðminjasafnsins er
safnið með mikinn viðbúnað í kring-
um flutninginn á ljósmyndunum og
hefur íslenska sendiráðið í Moskvu
verið mjög hjálplegt við flutnings-
undirbúningsferlið. „Þetta eru allt
frumprentanir og gríðarlegur
menningararfur sem fólginn er í
þeim. Þær vitna bæði um upphaf
ljósmyndunar á Íslandi og eru heim-
ildir um ýmsa sögulega og hvers-
dagslega viðburði. Á sýningunni
verða myndir eftir Sigfús Eymunds-
son og er sú elsta af piltum Lærða
skólans, tekin 1868. Einnig verða
myndir eftir Láru Ólafsdóttur, Lár-
us Gíslason, Pétur Brynjólfsson og
Ólaf K. Magnússon svo dæmi séu
nefnd. Hér er um að ræða efni sem
aldrei hefur verið sýnt, nema í ör-
litlum hluta. Þetta er því mjög fá-
gæt vinna fyrir okkur, því sú
ástandsmats- og undirbúningsvinna
sem við erum að vinna núna mun
verða grunnur að opnunarsýningu
Þjóðminjasafnsins sem verður von-
andi innan tíðar,“ segir Ívar.
Í síðari hluta janúar verður síðan
opnuð sýning á Kjarvalsstöðum sem
fengin verður frá Ljósmyndasafn-
inu í Moskvu á eldri og nýrri ljós-
myndum eftir rússneska ljósmynd-
ara. Aðspurður um tildrög
verkefnisins segir Eríkur Þorláks-
son hugmyndina hafa orðið til fyrir
tveimur árum þegar forstöðukona
ljósmyndasafnsins í Moskvu, Olga
Sviblova, sótti kvennaráðstefnuna
hér á landi. „Við áttum fund og
ræddum þá hugmynd að sýning-
arskiptum, sem var fastmótuð síð-
asta haust, í tengslum við heimsókn
Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur,
borgarstjóra Reykjavíkur, til borg-
arstjórans í Moskvu. Það er mjög
skemmtileg tilviljun að um þessar
mundir eru tvö samstarfsverkefni
milli íslenskra og rússneskra lista-
stofnana að verða að veruleika. Sýn-
ingin á íslenskri samtímamyndlist
verður opnuð í Tretyakov-safninu á
næstu dögum, og er þar um að ræða
síðari hluta samstarfs þessa þjóð-
arlistasafns Rússa og Listasafns Ís-
lands. Skömmu síðar verður síðan
opnuð þessi glæsilega ljós-
myndasýning í þjóðarljósmynda-
safni Rússlands,“ segir Eiríkur Þor-
láksson.
Frumprent-
anir ís-
lenskra
ljósmynda
til Moskvu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ívar Brynjólfsson hjá myndadeild Þjóðminjasafns Íslands pakkar hér
gömlum ljósmyndum til farar á sýningu á íslenskri ljósmyndalist í Ljós-
myndasafninu í Moskvu. Á annað hundrað myndir, sem flestar eru frum-
prentanir, verða sendar á sýninguna.
NÁKVÆMAR, myndrænar lýs-
ingar og knappur stíll einkenna
skáldskap Stefáns Mána sem er tví-
mælalaust einn af athyglisverðustu
rithöfundum síðustu ára. Í bókum
sínum fjallar hann um unga menn
sem eru utanveltu í samfélaginu,
stundum svo að þeirra bíður ekkert
nema svartnættið sjálft. Í sögunni
Myrkravél, sem kom út 1999 og er
nær því að vera langt ljóð í óbundnu
máli en skáldsaga, er óhugnanlega
geðveikum manni og ofbeldisfullum
gerðum hans lýst á sláandi nákvæm-
an hátt en þrátt fyrir það fá lesendur
samúð með honum. Þar er að verki
undirliggjandi lífsangist og ábyrgð
sem lýst er á hendur samfélaginu.
Sjálf lífsangistin liggur einnig milli
línanna í Hótel Kaliforníu, skáldsögu
Stefáns frá síðasta ári. Þar er lýst
ósköp venjulegum unglingi í litlu
þorpi á áttunda áratugnum og er sag-
an ótrúlega nákvæm og sönn lýsing á
andrúmslofti tímabilsins; tómleika og
tilgangsleysi ungs fólks í hnignandi
samfélagi en jafnframt sterkum
tengslum við landsbyggð og náttúru
ásamt gagnrýni á samfélagið. Svip-
aða sögu má segja um nýju bókina
Ísrael en þó er þar stærri skáldsaga
og flóknari á ferð og
auðvitað splunkuný
persóna.
Farandverkamaður-
inn Jakob Jakobsson,
sem kallar sig Ísrael,
fer af einum stað á ann-
an, landshornanna á
milli. Hann dvelur á
hverjum stað í lengri
eða skemmri tíma,
eignast kunningja,
kærustur og stundum
vini og reynir að láta líf-
ið ganga upp, að
minnsta kosti til þess að
fá húsaskjól, mat, vín,
sígarettur og stundum
konur. Á yfirborðinu felst sjálfsvirð-
ing hans í því að vera snyrtilegur,
standa sig í vinnu og mæta á réttum
tíma. Hann er kaldhæðinn og vill sýn-
ast dularfullur. Undir niðri kraumar
gagnrýnin rannsókn á samfélaginu,
djúpstæð depurð, ótti við skuldbind-
ingar og þrá eftir kyrrð. Ár eftir ár
leggur hann sama kapalinn með
sömu spilunum og vonar að hann
gangi upp en býst ekki við því fremur
en því að lífið gangi upp því að kapall-
inn er táknrænn fyrir tilveruna sjálfa.
Heimur sögumannsins er harður
og óvæginn og Ísrael reynir að vera
aðeins til í núinu, í augnablikinu. Á
milli ofur nákvæmra lýsinga á um-
hverfi, á fólki af flestum gerðum og á
ótal mismunandi störfum glittir svo í
ótta, angist og löngun hans í kyrrð
náttúrunnar. Snemma er lýst skelfi-
legri og átakanlegri bernsku hans í
Reykjavík, með stuttum myndum
sem segja allt sem þarf: „… þögn í
húsinu, dregið fyrir alla glugga, eins
og venjulega, rauðgul birta í stofunni,
kámug glös á stofuborðinu, flöskur á
gólfinu og þung sígarettubrunaösku-
lykt í loftinu í bland við ramma vín-
stybbu og þungt ilmvatn.“ (47) Því
minna sem sagt er og því raunsæis-
legri sem lýsingarnar eru, því sannari
og meira lifandi verður líf og líðan
sögumannsins.
Stefán gerir athyglis-
verðar tilraunir með
vitundarflæði þar sem
ein setning getur verið
tvær síður eða meira og
fer einnig fram og aftur
í tíma og heppnast það
ágætlega. Hann á einn-
ig mjög góða spretti þar
sem heillandi ljóðræna
er á ferð: „… og breytti
þannig andlitslausum
spilunum … í ólgandi
og ókannað óminnishaf,
kraumandi suðupott
þar sem glóandi ísjakar
sigldu á loftsteina og
himinhá fjöll, svarthol gleyptu sólir,
tungl, epli og plánetur og spýttu út úr
sér fiskbeinum, götóttum gúmmístíg-
vélum, notuðum smokkum og tómum
vínflöskum, rauðum, gulum og
bláum, sem urðu að regnbogum, sem
urðu að olíupollum og marblettum,
sem urðu að blómum, berjum, fugl-
um, launaseðlum, innistæðulausum
ávísunum og andlitum, sem sum voru
týnd eða dáin, en önnur ekki…“ (13).
Aðeins á einum stað fatast höfundi
flugið en það er þar sem löngum kafla
er eytt í lýsingu á bræðrunum sem
stofnuðu fyrirtækið sem einn vinnu-
staða sögumanns hefur sprottið af.
Þar er ekki skýrt hvert verið er að
fara.
Með margskonar stílbrigðum og
ferðalagi í tíma og rúmi fær lesandi
heildarsýn á líf sögumannsins og
stendur ekki á sama um örlög hans
því að þrátt fyrir stutt stopp á hverj-
um stað er alltaf spurning um hvort
nú ætli Jakob Jakobsson að láta stað-
ar numið. Í bókarlok hefur margt
breyst þó að sumt hafi ekki breyst í
raun og lesandi er skilinn eftir með
depurð í hjarta en samt gleði yfir
dýpri skilningi en þegar lagt var upp í
ferðalagið.
Getur kapallinn gengið upp?
BÆKUR
Skáldsaga
Saga af manni.
Eftir Stefán Mána.
Forlagið, Reykjavík 2002, 300 bls.
ÍSRAEL
Hrund Ólafsdóttir
Stefán Máni