Morgunblaðið - 20.10.2002, Blaðsíða 31
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 2002 31
MEÐ frumsýningu á Skýfalli kynnir
Nemendaleikhúsið til sögunnar hér á
Íslandi áður óþekktan höfund sem
getið hefur sér gott orð í Evrópu á
undanförnum áratug og er talinn
fremstur í hópi spænskra leikskálda
sem hafið hefur leikritun á Spáni til
vegs að nýju. Áhrif Belbels á yngri
kynslóð spænskra leikskálda eru
umtalsverð en við hann er kennd
„Belbel-aðgerðin“ sem fólst í því að í
byrjun 10. áratugarins var gert sér-
stakt átak á Spáni til að kynna ung
leikskáld frá ýmsum héruðum fyrir
atvinnuleikhúsum víðsvegar um
Spán. Þetta skilaði góðum árangri og
hefur Belbel sjálfur gegnt lykilhlut-
verki í þessari þróun.
Fyrsta frumsýning
eftir leikstjórnarnám
Það fer vel á því að leikstjóri sýn-
ingarinnar skuli jafnframt vera að
stíga sín fyrstu spor í leikstjórn á Ís-
landi eftir framhaldsnám í leikstjórn
við Konunglega leiklistarskólann í
Kaupmannahöfn en Egill Heiðar
Anton Pálsson lauk þar námi í vor en
áður hafði hann útskrifast úr Leik-
listarskóla Íslands vorið 1999. Egill
sýndi þó strax í fyrra hvað í honum
býr með sýningunni Diskópakk sem
var fyrsta uppfærsla Vesturports í
fyrrahaust.
Egill Heiðar segir það vissulega
ánægjulegt að hafa fengið þetta tæki-
færi til að vinna með Nemendaleik-
húsinu. Hann kveðst gera sér fulla
grein fyrir þeirri sérstöðu sem Nem-
endaleikhúsið hefur í íslensku leik-
húslífi. „Nemendaleikhúsið var í upp-
hafi hugsað sem tenging á milli náms
og atvinnulífs. Það hlutverk hefur
ekki breyst. Þetta er því hvorki skóli
né atvinnuleikhús en er samt hvoru-
tveggja um leið. Það leggur leik-
stjórum sem hér vinna sérstakar
skyldur á herðar gagnvart leik-
urunum sem eru að stíga sín fyrstu
skref og kynnast starfinu í leikhús-
inu. Hér gera þau reyndar miklu
meira en ætlast er til af þeim í hefð-
bundnu atvinnuleikhúsi en gerir þau
jafnframt sjálfstæðari og öruggari
þegar út í óvissuna er komið. Það er
jafnframt rétt að hafa í huga að leik-
arar þroskast mishratt og hér geta
því staðið hlið við hlið mjög misþrosk-
aðir listamenn sem eru þó gæddir al-
veg jafnmiklum hæfileikum. Að öllu
þessu verður að gæta,“ segir Egill
Heiðar.
Leikritið Skýfall sem Sergei Belbel
er einna þekktastur fyrir utan síns
heimalands var frumsýnt í Barcelona
árið 1992 og hefur farið víða síðan.
„Þetta hentar þeim hópi sem nú er í
Nemendaleikhúsinu ágætlega því í
verkinu eru 5 kvenhlutverk og 3 karl-
hlutverk. Sama kynjaskipting og er í
leikhópnum. Verkið gerist uppi á þaki
skrifstofuháhýsis og segir frá starfs-
mönnum sem stelast reglulega þang-
að upp til að reykja. Þau berjast fyrir
tilveru sinni í hörðum heimi nafn-
spjalda, dragta og fjandsamlegra yf-
irtaka þar sem ekki hefur fallið dropi
úr lofti í tvö ár. Í verkinu gerist það
að meðan hópurinn er staddur upp á
þaki flýgur flugvél inn í skýjakljúfinn
andspænis. Það er rétt að hafa í huga
að þetta er tíu ára gamalt verk en
ekki skrifað eftir 11. september í
fyrra.“
„Þetta er leikrit sem fjallar um nú-
tímann sem stendur handan við húm-
anisma og módernisma. Póst þetta
allt saman. Hér er óttinn við að tengj-
ast annarri manneskju öllu öðru yf-
irsterkari en um leið er óttinn við að
vera einn yfirþyrmandi. Hvað gerir
fólk í slíkum heimi? Við getum ekki
verið saman og við getum ekki verið
ein. Guð er dauður og hvað kemur í
staðinn? Þetta er svartur heimur þar
sem fólk drepur hvert annað en ein-
hverjir verða samt að lifa því ef allir
eru dauðir fyrir hvern á ég þá að
halda ímyndinni. Þetta snýst allt um
ímynd, um ytri gæði, efnahag, völd og
útlit. Allt snýst um að vera ofaná en
ekki undir og tvö vopn eru beittust;
peningar og kynferðislegt aðdrátt-
arafl. Útlit og völd með öðrum orðum.
Ef þú hefur þetta ertu ofan á, annars
undir,“ segir Egill Heiðar og við-
urkennir að þetta hljómi ekki beinlín-
is sem uppskrift að gamanleikriti.
„Þetta er svartur gamanleikur en
Bebel pakkar þessu öllu saman inn í
absúrdkómískt umhverfi þannig að
þrátt fyrir grimmdina sem hann lýsir
er hægt að hlæja. Hann fæst líka við
að lýsa því sem kalla má skort á per-
sónuleika einstaklingsins sem lýsir sér
í því að þrátt fyrir frelsið og ein-
staklingshyggjuna er ekkert pláss fyr-
ir einstaklinginn í samfélagi okkar.
Enginn þorir að skera sig úr hópnum
af ótta við að verða útskúfað.“
Það eru nemendur í raftónlist-
ardeild Listaháskólans sem semja og
flytja tónlistina við sýninguna og seg-
ir Egill Heiðar það mikilvægt fyrir
upprennandi tónlistarmenn að kynn-
ast starfinu í leikhúsinu. „Leikhúsið
er mikilvægur atvinnumarkaður fyrir
tónlistarfólk og það þarf að læra að
vinna í leikhúsinu, vita hvað er hægt
að gera og hvaða hlutverki tónlistin
gegnir í leiksýningum. Þá er nauð-
synlegt fyrir þau að kynnast vinnu-
ferlinu og átta sig á því hvernig og
hvenær tónlistin kemur til sögunnar.
Það eru nemendur í raftónlistardeild
skólans sem vinna í þessari sýningu
með okkur og það hefur verið sérlega
ánægjulegt samstarf.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Starað til himins í skelfingu. Verk eftir Belbel er nú sýnt hér í fyrsta sinn.
Óttast aðra og
að vera einn
Nemendaleikhús
Listaháskóla Íslands
frumsýnir í Smiðjunni í
kvöld kl. 20 Skýfall eftir
spænska leikskáldið
Sergei Belbel í leik-
stjórn Egils Heiðars
Antons Pálssonar.
Egill Heiðar Anton Pálsson, leikstjóri sýningarinnar í Nemendaleikhúsinu.
havar@mbl.is
eftir Sergei Belbel
í þýðingu Ingibjargar
Haraldsdóttur.
Leikarar: Þorleifur Örn Arn-
arson, Björn Thors, María
Heba Þorkelsdóttir, Bryndís
Ásmundsdóttir, Ilmur Krist-
jánsdóttir, Esther Talia Casey,
Davíð Guðbrandsson og Mar-
íanna Clara Lúthersdóttir.
Leikstjóri: Egill Heiðar Anton
Pálsson.
Leikmynd og búningar: Ólaf-
ur Jónsson.
Lýsing: Egill Ingibergsson.
Dramatúrg: Magnús Þór Þor-
bergsson.
Tónlist: Nemendur í tónlist-
ardeild LÍH.
Skýfall
OKKUR er tamt að talameð stolti um sjálf-stæði þjóðarinnar.Lofa það og prísa.Enda fer það vart milli
mála að tilvera okkar sem þjóðar er
háð því að við höfum tilfinningar og
skyldur gagnvart landi og þjóð. Ætt
og uppruni, dalurinn heima, ræt-
urnar og þú hrimhvíta móðir og við
hrópum húrra fyrir íslenskum lands-
liðum og fögnuðum handritunum
heim og ekki var minni fögnuðurinn
þegar lýðveldið var endurreist eða
þegar landhelgisbaráttunni lauk
með fullum sigri.
Sjálfstæð þjóð. Þannig erum við
alin upp, þannig blunda í okkur for-
dómar gagnvart erlendu fólki og tor-
tryggni gagnvart útlenskri ásælni.
Engin Evrópu-
aðild. Íslandi allt.
Íslenskt, já takk.
Borðum SS-pylsur
og syngjum: nú er
kominn sautjándi
júní.
Þetta er
stemmningin. Þannig er ég. Í það
minnsta fram að þessu.
En svo eldist maður og þjóðfélag-
ið fer á ská og skjön og allt í einu sit-
ur maður uppi með það að eiga hálf-
ítölsk afabörn eða taílenska
tengdadóttur og fólkið í næsta húsi
dregur útlenskan fána að húni og
heldur upp á sinn sautjánda júní,
kannske í maí eða september, og til
eru þeir rammgerðu máttarstólpar
úr íslensku atvinnulífi sem hafa forð-
að sér til suðlægra landa þegar þeir
komast á eftirlaunaaldurinn og gera
ekkert með gamla Frón.
Og nú er það ekki lengur bevís
upp á ættjarðarást að kaupa íslenskt
í matinn. Eða lesa Íslendingasög-
urnar. Eða eiga yfirleitt nokkuð
undir sér á Íslandi. Þeir eru mestir
og bestir sem fjárfesta erlendis og
gera garðinn frægan á erlendri
grund. Koma helst ekki heim.
Og Íslendingar hafa eignast nýja
trú og nýja sýn, sem ekki er bundin
við fósturjörðina og Íslandi allt. Sú
trú snýst um markaðinn. Markaður-
inn, maður, það er fyrirheitna land-
ið. Frelsið er ekki fólgið í frjálsu
landi og frjálsri þjóð heldur í því
frelsi sem birtist okkur í þeim boð-
skap að markaðurinn færi okkur vel-
ferð og velsæld, með því að opna
hann og víkka, afnema hömlur og
höft og þann afdankaða hugs-
unarhátt að Ísland sé bara fyrir Ís-
lendinga.
Sem er í sjálfu sér alveg rétt, ekki
satt, og ég er sammála síðasta ræðu-
manni, sem segir að frelsi markaðar-
ins hafi fært okkur aukinn hagvöxt
og betri lífskjör. Heimurinn er orð-
inn eitt atvinnusvæði, samfélag þjóð-
anna er að afnema landamæri, Ís-
lendingar flytja út til Kanarí, Pól-
verjar flytjast í Garðinn, Baugur
opnar stórverslun í Stokkhólmi, Al-
coa endureisir byggðina fyrir aust-
an. Góðir og gegnir menn haldast
ekki lengur við í Seðlabankanum
vegna þess að markaðurinn er orð-
inn svo spennandi og Björgólfur vin-
ur minn verður bráðum búinn að
eignast Landsbankann og drottinn
minn dýri, hvað selja þeir næst? Nú
síðast seldi HB-fjölskyldan sitt
gamla útgerðarfyrirtæki í þágu hag-
ræðingarinnar og markaðs-
lögmálanna og kvótinn fór með og
Skagamenn eru orðnir leiguliðar í
léninu. Og allir syngja Íslands þús-
und ár, þegar það á við, og Ísfirð-
ingar halda fjölþjóðahátíð til að
kynnast nágrönnum sínum og næsta
vor ganga landsmenn að kjörborð-
inu til að kjósa nýtt Alþingi Íslend-
inga til að afgreiða frumvörp og
reglugerðir samkvæmt pöntun frá
Brussel. Til að standa vörð um léns-
herra markaðarins. Þær heilögu
kýr.
Ég verð stundum hálfringlaður í
mínum gamla þjóðernisrembingi,
sem rekst stundum á við lögmál
markaðarins, sem ég trúi líka á, og
veit ekkert hvar ég stend í þessu
Evrópusambandsmáli, nema það að
mér er sagt og raunar þjóðinni allri,
að aðild að Evrópusambandinu komi
ekki til greina meðan þjóðin fái ekki
að stjórna fiskveiðunum. Til hvers
börðumst við fyrir landhelginni?
spurði alþingismaðurinn og vill ekk-
ert með Evrópu.
Bíddu nú við, hugsa ég! Til hvers
börðumst við? Er ekki búið að af-
henda fiskinn í landhelginni þeim út-
gerðaraðilum sem selja hann og
kaupa sem sína prívateign? Hvað
varðar okkur um landhelgina þegar
við eigum ekki lengur neitt í þessum
fiski sem þar syndir? Nú syndir
hann og veiðist samkvæmt mark-
aðnum og hagsmunum Eimskips,
Granda og Samherja, sem eru hags-
munir fjárfesta, sem eru hagsmunir
þeirra Íslendinga, sem skilja að
markaðurinn verður að vera án
hafta og afdankaðs hugsunarháttar
um landamæri og landhelgi. Þjóð-
areign. Hún er úrelt fyrirbæri á
torgi þeirrar nýtrúnaðarstefnu að
allt er falt, allt er forgengilegt, allt
er afstætt á þessum umbrotatímum
skjótfengins gróða og sérhagsmuna
í atvinnulífi.
Halldór Laxness segir á einum
stað í bókum sínum: „Hvað vitnar
um hnignun þjóðernis, ef ekki það að
leita einkenna sinna mörg hundruð
ár aftur í tímann, að skreyta sig með
nátthúfum langafanna?“
Nóbelsskáldið ætlaði ekki að
skreyta sig með þessum nátthúfum.
Það ætla markaðurinn og postular
hans ekki að gera. Það er helst ég,
sem verð bráðum langafi sjálfur,
sem skolast til í borði flóðs og fjöru,
sem veit ekki mitt rjúkandi ráð, með
sjálfstæði þjóðarinnar andspænis
lögmálum markaðarins; annars veg-
ar draumkennda sýn um sameign
þjóðarinnar, fjöreggið og nátthúfuna
og hins vegar afkomu fjárfestanna.
Nema þetta leysist að sjálfu sér
þegar fjárfestarnir verða endanlega
búnir að eignast landið og miðin og
fiskinn og fólkið. Þá getum við aftur
sungið Ísland ögrum skorið og tekið
ofan fyrir þjóðfánanum (og tekið of-
an nátthúfuna) þegar kjölfestufjár-
festarnir og litla lénið Ísland er eitt
og það sama og rekstrarafgangur
(og afkomubati) allra er í höfn.
Nátthúfur langafanna
HUGSAÐ
UPPHÁTT
Eftir Ellert B.
Schram
ebs@isholf.is