Morgunblaðið - 20.10.2002, Page 34
SKOÐUN
34 SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
TVEIR meðlimir í Félaginu Ís-
land-Palestína reyna með greinar-
skrifum í Morgunblaðinu 27. ágúst
og 8. september sl. að draga úr
áreiðanleika frásagnar minnar, sem
birtist í Morgunblaðinu 11. ágúst sl.
undir nafninu „Baráttan um Ísrael“.
Það er ekki ætlun mín að taka upp
þrætur við fylgismenn Palestínu-
manna um hver er gerandi og hver
er þolandi í þessum erfiðu erjum.
Ég hefi lengi veitt því eftirtekt að
miðlimir félagsins eru afburðar
duglegir að vinna málstað sínum
fylgi og nota hvert tækifæri sem
gefst til að koma sínum sjónarmið-
um á framfæri. Hættir þeim stund-
um til, eins og sumum Palestínu-
mönnum sjálfum, að endurbæta
frásögnina af viðburðum sínum mál-
stað í vil. Má segja að haldið sé
áfram uppteknum hætti er fjallað
er um greinarskrif mín. Það er því
miður raunveruleikinn í þessu stríði
Ísraelsmanna og Palestínu-araba að
skynsemin hefur beðið ósigur fyrir
heljarafli tilfinninganna sem lýtur
engu nema eigin lögmálum og hefur
skipt fólki í hópa, með eða á móti
Ísrael.
Fjöldamorðin í Jenín
Látið er að því liggja að lítið sé
að marka frásögn mína af tölu lát-
inna í stríðinu sem hófst í sept-
ember árið 2000, af því að ég nefndi
máli mínu til stuðnings stofnunina
ICT, International Policy Institude
for Counter-Terrorism, en þar lét
ég þess m.a. getið að Palestínu-
menn hefðu sjálfir myrt án dóms og
laga u.þ.b. 200 Palestínu-araba úr
eigin röðum, íbúa á Vesturbakkan-
um og Gazasvæðinu sem höfðu sýnt
andúð á sjálfsmorðsárásum á sak-
lausa borgara í Ísrael. Þá gefa
greinarhöfundar ekki mikið fyrir
tilvitnun mína um fjölda fallinna í
innrásinni í Jenín á þessu ári. Sam-
hliða er fullyrt að Ísraelsmenn hafi
neitað SÞ um gera hlutlausa rann-
sókn á atburðunum í Jenín. Hér
virðist mér greinarhöfundur treysta
fullmikið á sinnuleysi og minnisleysi
lesenda Morgunblaðsins í mistúlkun
sinni á atvikum. Í síðasta mánuði,
þ.e. í ágúst 2002, kom út skýrsla
unnin af nefnd á vegum SÞ, með
vitund og í samstarfi við bæði Ísr-
aels- og Palestínumenn, um innrás-
ina í Jenín. Þar kemur fram að töl-
ur Palestínumanna um fjölda
fallinna voru mjög ýktar, en þeir
höfðu haldið því fram að u.þ.b. 5.000
saklausir borgarar hefðu látist í
innrásinni. Rannsóknarefnd SÞ seg-
ir að 52 Palestínumenn hafi fallið í
bardögunum í innrásinni og að
flestir þeirra hafi verið með vopn,
eða með öðrum orðum verið stríðs-
menn. Þetta er furðulegur óáreið-
anleiki í frásögn af atburðum, sem
vöktu alheimsathygli vikum saman.
Því miður er þetta ekki eina tilfellið
þar sem forystumenn Palestínu-
manna færa staðreyndir úr lagi.
Það er því óheppileg tilviljun fyrir
greinarhöfunda og félagsmenn í Fé-
laginu Ísland-Palestína að þeir skuli
reyna að gera frásögn mína frá 11.
ágúst ótrúverðuga á sama tíma og
skýrsla SÞ kemur út.
Friðartilboðið
frá árinu 2000
Greinarhöfundar telja George
Bush, forseta Bandaríkjanna, og
Dennis Ross, sendiherra og aðal
samningamann Bandaríkjanna í
deilum Palestínu- og Ísraelsmanna í
stjórnartíð tveggja fyrrverandi for-
seta Bandaríkjanna ekki hlutlausa í
ummælum sínum um formanninn
Arafat. Jafnframt að Arafat geti
ekki lengur haldið aftur af her-
skáum hópum og hryðjuverka-
mönnum, eins og hann gerði á ár-
unum 1996-2000, því nú sé búið að
grafa undan allri öryggis- og sam-
félagsþjónustu á sjálfstjórnarsvæð-
unum.
Höfuðatriðið í þessu efni er það
að árið 2000 stóð Palestínumönnum
til boða friðarsamningur, sem þeir
höfnuðu, þar sem þeir fengu sínar
kröfur að mestu fram. Samningur-
inn hefði tryggt þeim frið og frelsi
fyrir saklausa íbúa Palestínu og Ísr-
aels um langa framtíð. Hann hefði
fært Palestínumönnum 97% af
Vesturbakkanum, landspildur úr
landi Ísraels, allt Gazasvæðið, helm-
inginn af Jerúsalem og Musteris-
hæðirnar, brottflutning íbúa af
landnemabyggðum og sjálfstætt
ríki Palestínumanna. Með þessu
sáttatilboði fylgdi fyrirheit Banda-
ríkjanna, Evrópusambandsins, al-
þjóðasamfélagsins og Alþjóðabank-
ans um liðveislu og fjárhagslegan
stuðning við endurreisn og upp-
byggingu í landi Palestínumanna.
Hefðu Palestínumenn gengið að
þessu sáttaboði var þeim í lofa lagið
að taka síðar upp frekari viðræður
við Ísraelsmenn í ljósi reynslunnar.
Í þessu samningaferli var Dennis
Ross þátttakandi ásamt Bill Clint-
on, forseta Bandaríkjanna. Þeir
hafa báðir lýst vonbrigðum sínum
með sviksemi og undanbrögð Ara-
fats og annarra leiðtoga Palestínu-
manna á örlagastundu. Margir for-
ystumenn Arabaríkja hafa tekið
undir ummæli þeirra. Þeir segja að
Arafat hafi ekki einu sinni hirt um
að kynna fólkinu í Palestínu frið-
artilboðið. Þess í stað hófst mikill
innflutningur á vopnum og sprengi-
efni til Palestínu og hvatt var til
hryðjuverka af meiri hörku en
nokkru sinni fyrr. Þetta varð til-
efnið og er skýringin á hörðum við-
brögðum Ísraelsmanna við hryðju-
verkum Palestínumanna.
Allt tal um bandarískt fjármagn
og hágæða vopn er út í hött í þessu
samhengi. Bæði Ísraels- og Palest-
ínumenn njóta fjárstuðnings frá
Bandaríkjunum. Jafnframt þiggja
Palestínumenn mikinn fjárstuðn-
ings frá öðrum þjóðum þ. á m. frá
Evrópusambandinu. Margir halda
því fram að mikill hluti þess fari í
ýmiss konar spillingu meðal leiðtog-
anna. Það er fróðlegt í þessu sam-
hengi, af því að mörgum verður tíð-
rætt um fjárstuðning Banda-
ríkjamanna til Ísraels, að hann er
mun lægri en fjárstuðningur Dana
til Færeyinga á hvern íbúa. Ísr-
aelsmenn greiða kostnaðinn af
stríðsrekstrinum að mestu leyti
sjálfir með háum sköttum og álög-
um á þegna sína.
„Íslamistar“ eru
ekki í friðarhug
Á ráðstefnu sem Hjálparstarf
kirkjunnar stóð fyrir 4. september
sl. um málefni Ísraels og Palestínu
flutti Steinunn Jóhannesdóttir, rit-
höfundur, fróðlegt og gott erindi
sem hún nefndi „Íslam í pólitískum
ógöngum“. Þar sagði hún m.a:
„Það er mín skoðun að ástandið í
Palestínu, svikráðin við Palestínu-
menn við stofnun Ísraelsríkis, töpuð
stríðin, hernámið, landránið, niður-
lægingin, markviss eyðilegging
samfélags þeirra sem á sér stað í
skjóli Bandaríkjanna hafi alið af sér
uppreisnarhreyfingu sem leitt hefur
þessa litlu þjóð og þá sem finna til
frændsemi við hana í algjöra blind-
götu haturs og hefnda. Allt sem er
vestrænt er vont og spillt, öll hin
gyðing-kristna eining með Banda-
ríkin í broddi fylkingar. Þau eru því
fremsta skotmark hins hálf-palest-
ínska Osama bin Ladens. Hann hef-
ur lýst yfir heilögu stríði gegn þeim.
Og stríðsmenn hans eru margir og
dreifðir um víða veröld, en tengdir
saman í íslam. HAMAS tekur ekki
við fyrirmælum frá Arafat, miklu
frekar frá Osama bin Laden, hinum
vellauðuga og áhrifamikla lærisveini
Azzams frá Jenin. Íslamistar vilja
enga samninga við Ísrael, engar
ráðstefnur, engar viðræður.“
Hér kemst Steinunn að þeirri
niðurstöðu að baráttan í Ísrael
standi ekki aðeins um landið og
þjóðflokka heldur jafnframt og ekki
minnst um trú og trúarleg efni.
Eftir Ómar
Kristjánsson
„Það er
sannfæring
mín að flest-
ir Palestínu-
menn vilji
frið við Ísrael og það er
jafnframt sannfæring
mín að flestir Ísraels-
menn vilji frið við
Palestínumenn.“
RAUNVERULEIKINN
Í BARÁTTUNNI
UM ÍSRAEL
Bómullar-satín
og
silki-damask
rúmföt
Skólavörðustíg 21,
sími 551 4050
Á FLÚÐUM
Til sölu glæsilegt einbýlishús, 245 m², byggt 1988. 5 svefnher-
bergi, tvö baðherbergi, tvöfaldur bílskúr og 40 m² tómstundarými
á neðri hæð. Auðvelt að gera litla íbúð á neðri hæð. Fallegur full-
búinn garður. Áhv. 5,6 millj. Laust strax. 250 m í alla þjónustu,
íþróttahús og sundlaug. Á Flúðum er: Góður skóli og leikskóli.
Góð heilsugæsla. Stutt á golfvöll og í aðra útivist. Næg atvinna,
mikil uppbygging og gott mannlíf.
Uppl. í síma 486 6632 eða hjá fasteignasölunni
Árborgum, sími 482 4800.
Opið hús í dag, sunnudag, milli
kl. 14-16. Um er að ræða fallega 2ja
herbergja íbúð, 63,5 fm, á 3. hæð í
nýviðgerðu húsi. Nýlegt parket. Stór-
ar suðursvalir. Fallegt útsýni. Áhv.
3,5 millj. Verð. 8,5 millj.
Halla og Steingrímur bjóða ykkur velkomin.
OPIÐ HÚS
AUSTURBERG 12
Sími 568 5556
Opið hús í dag, sunnudag, milli 14-17.
Um er að ræða mjög fallega 2ja her-
bergja íbúð 53,5 fm í kjallara í þríbýli.
Sérinngangur. Nýjar innréttingar. Park-
et. Nýlegt þak. Hitalagnir og raflagnir
endurnýjaðar. Góð staðsetning. Verð
8,9 millj.
Agla tekur vel á móti ykkur.
OPIÐ HÚS
GRENIMELUR 15
Sími 568 5556
jöreign ehf
Sími 533 4040
www.kjoreign.is
Ármúla 21, Reykjavík
Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali,
Stórglæsileg algjörlega endurnýjuð 3ja-4ra herb. íbúð á 1. hæð. Nýtt
eldhús, tæki, gólfefni, hurðir og bað. Rafmagn og lagnir að húsi.
Rúmg. stofur og svefnh. Verð 12,9 millj. Áhv. 6,4 millj. húsbr. Nr. 3031
Skrifstofan opin í dag frá kl. 12-14
NÝJAR EIGNIR Á SKRÁ
HJÁ OKKUR
STIGAHLÍÐ
Vorum að fá í einkasölu góða 3ja-4ra herbergja íbúð um 80 fm á 2.
hæð ásamt sérbyggðum bílskúr. Gott skipulag, ný innrétt. í eldh. Verð
13,5 millj. Nr. 2359
HVASSALEITI - BÍLSKÚR
Nýlegt vandað einbýlish. Hæð og ris m. innb. bílskúr, ca 220 fm.
Sérlega gott fyrirkomulag, frábær staðsetning. Rúmgóðar stofur,
arinn. Vönduð eign en án gólfefna á neðri hæð. Nr. 2355
BOLLAGARÐAR - SELTJ.
Stórgóð sérhæð á 3ju hæð í góðu húsi. Mikið endurnýjað s.s. hiti,
rafmagn, gluggar að hluta, hús nýl. málað. Suðursvalir, 3 sv.herb.
2 stofur. Þvottahús í íbúð. Verð 15,0 millj. Nr. 2343
SKIPHOLT - BÍLSKÚR
Falleg 2ja herb. íbúð á 2. hæð um 53 fm í lyftuhúsi. Nýl. innréttingar,
parket, suðursvalir. Laus fljótlega. Verð 7,9 millj. Nr. 2346
ASPARFELL
Glæsileg ný endaíbúð á efstu hæð, sérinngangur frá svölum. Nýtt 3ja
hæða hús, íbúðin er í vesturenda á efstu hæðinni með gífurlegu út-
sýni. Stórar suðursvalir. ÍBÚÐIN ER TIL AFHENDINGAR STRAX.
VERÐ 14,9 MILLJ. STÆRÐ 113,5 FM. NR. 2339
KLAPPARHLÍÐ
Fallega innréttuð 3ja herb. íbúð á 6. hæð. Glæsilegt útsýni. Íbúðin
snýr í austur, norður og vestur. Þjónustumiðstöð í húsinu. Verð 16
millj. Stærð 88 fm. Nr. 2338
HRAUNBÆR - ELDRI BORGARAR
Mjög góð 2ja herb. jarðhæð í Bústaðahverfinu. Sérinngangur, sam.
garður, sam. þvottahús m. efri hæð. Rúmgóð og björt. Verð aðeins
8,5 millj. Nr. 2350
ÁSGARÐUR