Morgunblaðið - 20.10.2002, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 20.10.2002, Qupperneq 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 2002 41 Okkar ástkæri eiginmaður og faðir, SIGURGEIR GUÐJÓNSSON rafvirkjameistari, Hraunbæ 102H, Reykjavík, lést af slysförum sunnudaginn 13. október sl. Jarðarför fer fram frá Árbæjarkirkju miðviku- daginn 23. október kl. 13.30. Arna Sæmundsdóttir, Jóhanna Margrét Sigurgeirsdóttir, Sigurgeir Örn Sigurgeirsson og aðrir aðstandendur. Útför elskulegs eiginmanns míns, pabba okkar, sonar, bróður, tengdasonar og frænda, PÁLMA KARLSSONAR sendibílstjóra, Garðhúsum 37, Reykjavík, sem andaðist á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut föstudaginn 11. október, fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 21. október kl. 15.00. H. Jóhanna Hrafnkelsdóttir, Hrafnkell Pálmi Pálmason, Atli Karl Pálmason, Íris Svava Pálmadóttir, Selma S. Gunnarsdóttir, R. Hrönn Harðardóttir, Sævar Björnsson, Guðný J. Karlsdóttir, Eyjólfur Ólafsson, Gígja Karlsdóttir, Anton Sigurðsson, Gylfi Karlsson, Hilmar Karlsson Mem Karlsson, Hrafnkell Guðjónsson, Svava Björnsdóttir og aðrir aðstandendur. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ARNDÍS PÉTURSDÓTTIR, Háaleitisbraut 49, Reykjavík, sem andaðist á Landspítalanum í Fossvogi að morgni fimmtudagsins 10. október, verður jarðsungin frá Grensáskirkju mánudaginn 21. október kl. 13.30. Kristrún Ólafsdóttir, Árni Hróbjartsson, Lilja Ólafsdóttir, Þorkell Jónsson, Pétur Ólafsson, Valgerður Jónsdóttir, Ólafur Ólafsson, Matthildur Laustsen, barnabörn og barnabarnabörn. Minningarathöfn um eiginmann minn, föður og afa, HERMANN PÁLSSON prófessor emeritus, Edinborg, fer fram í Háteigskirkju mánudaginn 21. október kl. 13.30. Guðrún Þorvarðardóttir, Steinvör Pálsson, Helena Pálsson. Elskulegi maðurinn minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, LÁRUS SUMARLIÐASON, Garðvangi, Garði, áður Aðalgötu 5, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju mið- vikudaginn 23. október kl. 14.00. Guðný Ólafía Einarsdóttir, Lárus Ólafur Lárusson, Ingibjörg Magnúsdóttir, Guðrún Ágústa Lárusdóttir, Marinus Schmitz, Steinunn M. Lárusdóttir, Haukur S. Jónsson, barnabörn og langafabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur og fjölskyldu okkar samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓHÖNNU JÓHANNESDÓTTUR, Vesturbergi 30, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á LHS deild 5 Borgarspítala og á LHS líknardeild Landakots. Guð blessi ykkur öll. Helga Benediktsdóttir, Jónas Sigurðsson, Jóhannes Á. Benediktsson, Sigrún D. Sigurðardóttir, Benedikt Jónasson, Ingveldur Ingvarsdóttir, Jóhanna Jónasdóttir, Óli J. Kristjánsson, Örvar Jóhannesson, Belinda Jóhannesson, Lísa Jóhannesdóttir, Teitur Jóhannesson, Júlía Jóhannesdóttir og langömmubörn. Hjartans þakkir færum við öllum, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát okkar ást- kæra eiginmanns, föður okkar, tengdaföður, afa, tengdasonar og bróður, PÁLS KJARTANSSONAR frá Haukatungu, Skúlagötu 9, Borgarnesi. Sérstakar þakkir færum við Friðbirni Sigurðssyni, lækni á krabbameins- deild Landspítalans, fyrir góða umönnun og hlýhug í veikindum Páls. Einnig frændfólki okkar frá Haukatungu og Vatnsholti 10 fyrir ómetanlega aðstoð. Hafið þökk fyrir allt og allt. Fyrir hönd aðstandenda, Ragnheiður Oddsdóttir, Einar Oddur Pálsson, Ragnheiður Guðmundsdóttir, Ásta Guðrún Pálsdóttir, Halldór Kristmundsson, Arnór Orri, Birna Karen, Ólafur Páll, Soffía Ingveldur Eiríksdóttir, Jóhann Kjartansson. Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞÓRHILDAR S. STEINGRÍMSDÓTTUR fyrrverandi íþróttakennara, Akureyri. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki dvalar- heimilisins Hlíðar á Akureyri fyrir einstaka umönnun og elskusemi. Stefán Hermannsson, Sigríður Jónsdóttir, Birgir Hermannsson, Elva Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KRISTJÁNS J. JÓNSSONAR frá Hnífsdal. Sæmundur Kristjánsson, Svanur Kristjánsson, Auður Styrkársdóttir, María Kristjánsdóttir, Ragnar Kjaran Elísson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför móður okkar og tengdamóður, HELGU ÞÓRODDSDÓTTUR frá Alviðru, í Dýrafirði, síðast til heimilis á Ási í Hveragerði. Þorvaldur Veigar Guðmundsson, Birna Friðriksdóttir, Ragnheiður Ósk Guðmundsdóttir. með okkur. Ef við eigum þessa trú auðveldar hún okkur að sætta okk- ur við orðinn hlut. Pálmi tengdasonur okkar er lát- inn, hann lést á hjartadeild Lands- spítalans föstudaginn 11. október sl. eftir aðeins sex daga sjúkdómslegu. Hann hafði alla tíð verið hraustur þar til hann veiktist skyndilega þar sem hann var með nokkrum fé- lögum sínum uppi við Hafravatn í torfæruakstri á mótorhjólum og þegar hann kom heim var hann orð- inn fárveikur. Pálmi var heimakær og traustur heimilisfaðir fjölskylda hans og heimili var honum fyrir öllu, hann var mjög natinn við allt er laut að heimilinu. Pálmi var vinmargur og skemmtilegur heim að sækja og hann hafið alltaf nægan tíma fyrir gestina. Hann var sérstaklega lag- inn við allar vélar og það var gott fyrir vini hans og vandamenn að leita til hans ef eitthvað var að bíln- um. Það var líka gott að fá Pálma í heimsókn í sumarbústaðinn okkar, þar var hann einnig vel liðtækur. Pálmi var reglusamur og prúður í framkomu og bauð af sér góðan þokka, maður bar traust til hans. Hann var einstakt snyrtimenni. Í bílskúrnum hans Pálma er „staður fyrir hvern hlut og hver hlutur á sínum stað“. Pálmi var stór, þrekinn og myndarlegur, ljóshærður víking- ur. Hann átti ekki langt að sækja kraftinn, móðurafi hans var Gunnar Salómonsson, þekktur aflraunamað- ur á sinni tíð. Pálmi vann ýmis störf á lífsleiðinni, m.a. um tíma sem gæslumaður á Kleppsspítalanum, skapgerð hans, róleg og traust, nýttist honum vel í því starfi enda vel látinn þar. Jóhanna mín, við mamma þín biðjum guð að blessa þig og börnin ykkar þrjú, Hrafnkel Pálma, Atla Karl og Írisi Svövu, á erfiðri stundu. Við stöndum öll saman. Tengdaforeldrar.  Fleiri minningargreinar um Pálma Karlsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Við skyndilegt fráfall Arndísar frænku minnar er sterkasta til- finningin söknuður eftir einstaka manneskju, nána vinkonu sem var mér eins og systir. Kynni okkar hófust fyrir meira en hálfri öld og urðu æ því nánari sem lengra leið á ævina en nú slitnaði þráðurinn óvænt, var afskorinn fljótt. Tryggð hennar og vináttu fæ ég ekki fullþakkað né heldur sam- verustundir fyrr og síðar. Allt er það geymt en ekki gleymt. Börn- um hennar og allri fjölskyldu færi ég einlægar samúðarkveðjur. Ásta Páls. HINSTA KVEÐJA fyrir borð. Vinátta okkar krafðist þess ekki að við værum sammála um alla hluti og var ég og er þakklát fyr- ir það. Lengi vel hélt ég að við hefð- um báðar gaman af því að spila á spil. Alltaf varstu til þegar ég kom sem krakki og leyfðir mér auðvitað að vinna, vitandi hvað ég var tapsár. Löngu seinna sagðirðu mér að þér þætti reglulega leiðinlegt að spila og hefði alltaf þótt, engu að síður end- urtókstu leikinn og spilaðir olsen og lönguvitleysu við Heru, Heklu og Völu, stakkst jafnvel upp á því sjálf, á meðan spjölluðum við tvær um heima og geima. Langbest þótti mér samt að heimsækja þig ein, þá gat ég haft þig útaf fyrir mig og haldið at- hygli þinni óskiptri, ef það voru hjá þér gestir stoppaði ég stutt, ég gerði mér grein fyrir eigingirninni en réði ekki við mig. Það var líka svo nota- legt að þegja með þér, sitja bara og fletta blöðunum, leggja okkur svo sitt hvorum megin í hornsófanum, smitast af ró þinni, dotta. Ljúft. Já það var ljúft að eiga þig að og verður ljúft að eiga þig að á öðrum stað, í öðrum heimi. Ég sendi þér mínar hlýjustu hugsanir með innilegustu þökkum fyrir allt og allt. Guð veri með þér, ávallt, amma mín. Þín son- ardóttir, Arndís Pétursdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.