Morgunblaðið - 20.10.2002, Page 43

Morgunblaðið - 20.10.2002, Page 43
ur stuðningsmaður var Hermann há- skólaútgáfum um íslensk fræði í Kan- ada, Bandaríkjunum og víðar. Hann var aðalstofnandi Alþjóðaþings um íslenskar fornsögur (The Inter- national Saga Conference). Fyrsta þingið var saman kallað í Edinborg árið 1971 og hefur síðan verið haldið þriðja hvert ár víða um lönd. Hefur sú stofnun skilað íslenskum fræðum drjúgum feng. Síðara atriðið veit að sagnaþýðingum Hermanns og félaga hans á enska tungu. Á sjötta áratug næstliðinnar aldar leituðu þeir Magnús Magnússon og Hermann Pálsson álits hjá for- stöðumönnum Penguin Classics- bókaforlagsins í Englandi um það hvort þeir vildu taka Njáls sögu til út- gáfu í nýrri þýðingu á ensku. Fljót- lega barst þeim svar þess efnis að þar sem Njáls saga væri ekki klassískt rit gæti Penguin Classics ekki gefið hana út á ensku. Þýddu þeir Magnús og Hermann þá nokkra kafla úr bókinni, sendu nefndu bókaforlagi og fengu í það sinn annað svar um að Njáls saga væri klassísk og sjálfsagt að forlagið gæfi hana út á ensku. Þýðingin birtist á prenti árið 1960 og var helguð prófessor Einari Ólafi Sveinssyni. Í þessum nýja búningi varð Njáls saga metsölubók í sínum flokki. Má með sanni segja að þeir fé- lagar hafi með útgáfu sinni stigið heilladrjúgt skref til kynningar á ís- lenskri menningu og bókmenntum meðal enskumælandi þjóða. Veikist sú staðhæfing síst við að í kjölfar Njálu fylgdu hjá Penguin Classics þýðingar þeirra félaga á allmörgum Íslendingasögum. Hrafnkels sögu þýddi Hermann einn, en auk Magn- úsar Magnússonar voru meðþýðend- ur hans á öðrum sögum Paul Ed- wards og Denton Fox (báðir látnir). Sagnaþýðingar Hermanns og fé- laga hans þriggja urðu um tuttugu talsins. Meðal þeirra er að finna Ís- lendingasögur, konungasögur og fornaldarsögur. Að hverri þýðingu skrifuðu þeir greinargóða formála. Þýðingastíllinn er nútíðarlegur, hlað- inn frásagnargleði og leikandi léttur. Hermann Pálsson var meistari orðs og stíls, hvort heldur sem um var að ræða móðurmál hans eða ensku. Er þar stuðst við álit þeirra sem dóm- bærir eru. Skylt er að geta þess að lokum að meiri hluta bóka sinna og ritgerða skrifaði Hermann á íslensku og þau verk þess vegna hluti af íslenskum þjóðararfi. Fyrir rúmum tveim árum kom út eftir hann um það bil þrjú hundruð síðna bók sem nefnist Háva- mál í ljósi íslenskrar menningar. Þar segir að Hávamál séu „eitt þeirra fornkvæða sem allir hugsandi Íslend- ingar ættu að kynnast sem best“. Svo einföld eru þau orð. Í sérstökum kafla ræðir Hermann um „andstæðuna milli dauða og orðstírs“ og enn má vísa til þáttar hans um „vináttu“. Allt þetta og miklu fleira leitar nú á huga vina hans og vandamanna. Minningar um hann varðveita þeir en taka þær þó að lokum smám saman með sér við hinstu brottför. Verk Hermanns munu hins vegar njóta lengri lífdaga og þar með orðstír höfundarins. Bók Hermanns um Suðureyjar, sem vitnað var til í byrjun þessarar greinar, ber með sér að reynslu af sorg og trega við dauða ættmenna og vina hafa eyjaskeggjar löngum deilt með Íslendingum. „Tregróf“ heitir gömul kveðskapargrein. Sæmundar- Edda og dróttkvæði geyma um hana fögur dæmi. „Söngvum frá Suðureyj- um“ lauk Hermann Pálsson með þýð- ingu sinni á írsku (gelísku) tregrófi. Upphafslínur þess hljóða svo: Við brottför þína brugðu fjöllin lit, og blámi himins varð að mistri gráu, … Ekki get ég gert manninum Her- manni Pálssyn viðhlítandi skil í stuttri minningargrein. Það bíður betri tíma. Við Margrét og börnin okkar öll kveðjum með söknuði mik- inn höfðingja og gagnmerkan samtíð- armann. Við þökkum honum órofa tryggð og vináttu og sendum Stellu, Steinvöru, Helenu og öðrum ætt- mennum innilegar samúðarkveðjur. Haraldur Bessason. Allt hefur sinn tíma, segir Prédik- arinn, og þá líka að lifa og að deyja. Það virðist samt ótímabært að Her- mann Pálsson farist í slysi í Búlgaríu, á ferð með ástvinum sínum, eigin- konu, dóttur og dótturdóttur. Að feigðin ráðist svona að honum: með klofinn hjálm og rofinn skjöld / brynju slitna, sundrað sverð og syndagjöld, eins og Bólu-Hjálmar komst að orði við mannslát. Hermann var hreint ekki búinn að ljúka lífsstarfi sínu. Hann var með tvær bækur í smíðum og engan bil- bug á honum að finna. Fyrr í sumar heyrði ég útvarpsviðtal við hann frá Ísafirði. Hann var þá eldhress á ferð umhverfis landið með lystiskipi og fræddi farþega um Íslendinga, menn- ingu þeirra og sögu. Fékkst hann ekki einmitt við það alla tíð með einum eða öðrum hætti? Hermann var hámenntaður og fjöl- menntaður maður. Hann lauk há- skólaprófum á Íslandi og Írlandi, var doktor frá þriðja háskólanum í Ed- inborg þar sem hann gegndi síðan prófessorsembætti. Hann var gisti- prófessor í Kanada og Bandaríkjun- um, flutti fyrirlestra vítt og breitt um heiminn, kenndi, fræddi, gladdi. Hann var hamhleypa við skriftir, ekki hef ég tölu á bókum hans, útgáfum, þýðingum, ritgerðum, greinum. Fræðafólk í nútíð og framtíð mun meta lífsstarf hans og aðrir bara njóta þess. Tvívegis sótti Hermann um stöðu við Háskóla Íslands en var hafnað. Hann var ekki maður henti- skoðana. Hann studdist við eigin verðleika, ekki hinar og þessar hækj- ur. Háskólinn gerði hann að heiðurs- doktor 1987. Það var gaman. Þegar við Hermann vorum í Menntaskólanum á Akureyri undir miðbik síðustu aldar urðu margir nemendur víðsvegar af landinu að leggja hart að sér til þess að geta sótt skólann. Ef síldin brást til dæmis komu ekki allir að hausti. Einu sinni kom Hermann ekki fyrr en eftir jól. Nemendur voru upp til hópa auralitl- ir og gerðu sér enga rellu út af því. Færi einhver að slá um sig og splæsa út og suður var horft á hann með vor- kunnsemi, hann þótti dálítið hallær- islegur. Nemendur þjáðust ekki af gullgirnd. Þeir sem skrifuðu bestu ritgerðirnar nutu virðingar. Þessi andi úr skólanum hefur sjálfsagt haft áhrif á verðmætamat nemenda, það viðhorf að þekking og menntun sé eini fjársjóðurinn sem maður eigi æv- inlega og enginn geti tekið frá manni. Og sýna peningum hæfilega virðingu, eða hæfilegt virðingarleysi eftir at- vikum. Hermann var afburða námsmaður, þroskaðri en mörg okkar hinna. Hann var logandi klár, rökfastur og hugmyndaríkur. Í minningunni lifir hann ekki síst sem sögumaður, húm- oristi með fágæta frásagnargáfu, einsog þjappast hefðu saman í honum þessir írsku og íslensku sagnaeigin- leikar. Á góðum stundum hallaði hann sér fram í sætinu, hallaði undir flatt og spann og spann og augun glóðu af gáska og prakkaraskap. Hermann var einn af þessum mönnum sem er bara svo gott að vita að séu til, séu þarna einhvers staðar, og maður geti hlakkað til að hitta aft- ur einhverntíma. Hermanni Pálssyni varð mikið úr lífinu. Hlutskipti hans varð að starfa erlendis, kannski hefur enginn setið á vængjum hans þar. Margrét Indriðadóttir. Þau sviplegu tíðindi bárust nýlega, að Hermann Pálsson prófessor hefði farizt af slysförum suðrí Búlgaríu. Við Hermann urðum stúdentar vorið 1943, hann að norðan og ég að sunnan, og settumst um haustið að námi í íslenzkum fræðum við Háskóla Íslands. Ég minnist þess, að við vorum um hríð eitt sumar saman í vegavinnu norður á Vatnsskarði, en hann hvarf þaðan fljótlega til annarrar vinnu syðra, er var betur launuð en vega- vinnan fyrir norðan. Hermann var mikill námsmaður, lauk cand. mag.-prófi frá Háskóla Ís- lands 1947 á mun skemmri tíma en við hinir, og hóf þá um haustið nám í keltneskum fræðum við University College í Dyflinni. Hann lauk þar B.A.-prófi 1950, sama ár og hann var settur lektor í íslenzku við Edinborg- arháskóla í Skotlandi. Þegar það réðst, að ég yrði nokkra mánuði í London fyrri hluta árs 1951, lagði ég leið mína þangað um Edin- borg og heimsótti vin minn Her- mann, fékk inni í sama húsi og hann og stanzaði þar seinustu vikuna í jan- úar. Hermann var að heiman kvöldið sem ég kom, en í dagbók sem ég á frá þessum tíma segi ég svo: ,,kl. 12 kom Hermann og lentum við þá á heilla- ngri kjaftatörn og urðum svo hálf- andvaka á eftir. Lá mjög vel á Her- manni, alls staðar sjáandi ný og girnileg verkefni, en jafnframt feginn að fá fréttir að heiman.“ Þarna var Hermann Pálsson lifandi kominn í brennandi áhuga sínum, er hann hélt til hinztu stundar, enda þau verk er hann samdi um dagana orðin mörg og fjölbreytileg. Fornsögurnar íslenzku urðu honum kærasta viðfangsefnið, enda helgaði hann mörgum þeirra einstök rit, svo sem Hrafnkels sögu, Laxdælu, Njálu o.fl., og glímdi við til- urð verkanna, og þann jarðveg, er þau væru vaxin úr. Margt í orðalagi, ekki sízt í málsháttum og spakmæl- um ýmsum, taldi hann tilkomið við þýðingar úr latneskum ritum, er menn hefðu þekkt og stuðzt við. Gekk hann þar stundum, að því er mér fannst, nokkuð langt. Lífsreynsla og lífsspeki þjóða speglast og kristallast í tungum þeirra og því eðlilegt, að þar megi sjá ýmis líkindi, þótt ekki sé um beint lán að ræða. Hermann vann merkilegt starf sem þýðandi fornsagnanna á enska tungu, oft með öðrum mönnum, svo sem Magnúsi Magnússyni, Paul Edwards o.fl., og eru þar kunnastar þýðingarnar er út komu í flokknum Penguin Classics. Hann dvaldist og stundum við erlenda háskóla sem gistiprófessor og beitti sér fyrir forn- sagnaþingum svo nefndum, er urðu mjög til eflingar fræðunum. Ég á margar góðar minningar um Hermann, var löngum í bréfasam- bandi við hann og kom oft til hans í Edinborg á hið fagra heimili hans og konu hans, Guðrúnar Þorvarðardótt- ur. Að henni og dóttur þeirra Stein- vöru og dóttur hennar er nú þungur harmur kveðinn við hið sorglega frá- fall Hermanns. Ég votta þeim hér með innilega samúð mína og Helgu Laufeyjar dóttur minnar. Finnbogi Guðmundsson. „Snúðu Grótta sólarsinnis, sólar- sinnis, mundu það“. Með þessum orðum kvaddi Her- mann mig í síðasta bréfi. Tímans kvörn malar án afláts. Við vorum MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 2002 43 Dr. Hermann Pálsson,prófessor í íslenskumfræðum við háskólann íEdinborg og einn af virtustu fræðimönnum sinnar kyn- slóðar, er látinn. Lést hann á sjúkrahúsi í Búlgaríu af völdum slyss, sem hann varð fyrir er hann var þar í sumarleyfi með fjölskyldu sinni. Hermann kenndi íslensk fræði við Edinborgarháskóla frá 1950 og þar til hann settist í helgan stein árið 1988. Hann var fæddur á Sauðanesi á Ásum, skammt frá Blönduósi, og var sjötta barn foreldra sinna af tólf börnum alls. Lærði hann að lesa þriggja ára gamall með því að fylgjast með lestrarkennslu eldri bræðra sinna og tók snemma miklu ástfóstri við bækur. Hermann var tíu ára er hann missti föður sinn. Tóku þá við erf- iðir tímar hjá fjölskyldunni en Hermann sýndi hvað í honum bjó í Menntaskólanum á Akureyri og ekki síður í því námi, sem við tók. Lauk hann námi í íslenskum fræð- um við Háskóla Íslands 1947 og lagði síðan stund á írsk fræði við ríkisháskólann í Dyflinni. Veitti það honum mikla innsýn í írsk áhrif í norrænum bókmenntum og kveðskap en á þessum tíma voru rannsóknir á því sviði að mestu óplægður akur. Hermann var skipaður fyrirles- ari í íslenskum fræðum við ensku- deild Edinborgarháskóla 1950 og barst hróður hans fljótlega langt út fyrir veggi skólans. Af þeim sökum sóttust nemendur eftir að komast til hans og segja má, að sjálfur hafi hann verið öfundarefni margra annarra menntastofnana. Auk kennslunnar hélt Hermann áfram rannsóknum sínum á keltn- eskum bókmenntaarfi og raunar voru fyrstu tvær bækurnar, sem hann lét frá sér fara, þýðingar á írskum sögum. Írskar fornsögur komu út 1953 og Söngvar frá Suð- ureyjum, skemmtilega skrifuð bók um hinn keltnesk-norska menning- ararf á Suðureyjum, kom út 1955. Þar er meðal annars að finna mörg keltnesk ljóð í þýðingu Hermanns. 1971 skipulagði Hermann fyrstu alþjóðlegu Sögu-ráðstefnuna, sem haldin var í Edinborgarháskóla og sótt af meira en 100 fræðimönnum víðs vegar að úr heimi. Meginstefið var „Íslendinga sögur og vestræn bókmenntahefð“ og tilgangurinn í raun sá að skilgreina og festa í sessi stöðu sagnanna sem rann- sóknarefnis við háskóla. Þótti ráð- stefnan takast með eindæmum vel og hún varð undanfari ráðstefna, sem haldnar hafa verið á þriggja ára fresti í ýmsum löndum, Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu og Ástralíu. Næsta ráðstefna verður haldin í Bonn að ári. Á langri starfsævi varði Her- mann mestum kröftum sínum í rannsóknir á íslenskum mið- aldabókmenntum og á tengslum þeirra við evrópska forn- menntastefnu. Hann gaf út nokkr- ar bækur þar sem hann sýndi fram á, að sögurnar væru ekki sjálf- sprottnar úr íslenskri mold, ekki bara einangraður afrakstur ís- lenskrar snilligáfu eins og margir fyrri fræðimenn höfðu haldið fram, heldur hefðu höfundar þeirra nært anda sinn við útlendar lindir. Þeir hefðu ekki aðeins orðið fyrir írsk- um áhrifum, heldur ekki síður frá þeim bókmenntastraumum, sem þá ríktu á meginlandinu. Hermann gaf út rannsóknir sín- ar á mörgum helstu sögunum og Eddukvæðunum auk mjög upplýs- andi bóka og greina um upphaf og eðli sagnaritunar (og sagnalesturs) á Íslandi á miðöldum. Setti hann saman og hafði um það orðið sagnaskemmtun. Sjálfur vil ég nefna hinn ómet- anlega þátt Hermanns í að kynna enskumælandi fólki Íslendinga sögurnar. Það gerði hann með sín- um óviðjafnanlegu þýðingum á „Hinum fimm stóru“: Njáls sögu, Egils sögu, Grettis sögu, Laxdæla sögu og Eyrbyggja sögu. Höfðum við samstarf um þýðingu tveggja þeirra fyrir Penguin Classics. Hann lét þó ekki staðar numið við það, heldur þýddi í samvinnu við aðra Orkneyinga sögu, Hrafnkels sögu Freysgoða, Gunnlaugs sögu ormstungu, Gísla sögu Súrssonar og margar aðrar. Af þeim má nefna Fornaldarsögur og Land- námabók, sem jafna má við Dóms- dagsbókina ensku, tólftu aldar samantekt um 440 landnámsmenn og afkomendur þeirra. Síðasta bók Hermanns, sem kom út í júní, var Sólarljóð, rann- sóknir hans á þessu 13. aldar helgi- eða leiðslukvæði eftir ókunnan munk. Er þar um að ræða mjög merkilegan kveðskap, sem hefur almennt ekki verið mjög aðgengi- legur hingað til. Þegar að kveðjustundinni kom hafði Hermann afhent handrit að öðru brautryðjandaverki, sem er Grettis saga og íslensk siðmenn- ing, rannsóknir á þeim erlendu áhrifum, sem áttu þátt í ritun sög- unnar. Kemur hún út í haust og óhætt er að segja, að hennar er beðið með eftirvæntingu. Hermann átti margt í fórum sín- um óútgefið er hann féll frá, eink- anlega ljóð. Hann var mikill orða- smiður og ágætt skáld þótt aldrei væri hann sjálfur nógu ánægður. Kaldhæðnin og gráglettnin í ljóð- um hans minnti mig að sumu leyti á Norman MacCaig og þá kann ég ekki að mæra neinn meira. Með fráfalli Hermanns hefur ís- lensk fræðaiðkun misst einn af máttarstólpunum. Nú eiga margir að sakna vinar í stað manns sem var ávallt reiðubúinn að leggja öðr- um lið, vera þeim skemmtilegur og uppörvandi félagi. Sjálfur met ég það mikils að hafa fengið tækifæri til að vinna með fræðimanni, sem aldrei miklaðist af sínum lærdóms- hróðri. Hávamál, spakmæli, sem eignuð eru Óðni, voru eftirlætiskvæði Hermanns. Í einu þeirra segir: Cattle die, kinsmen die, You yourself must one day die; But one thing never dies – Word-fame, if truly earned. (Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur.) Hermann gat sér góðan orðstír og hann á skilið þann óbrotgjarna bautastein, sem hann lætur eftir sig. Ástríkan eiginmann og föður kveðja nú kona hans, Stella (Guð- rún) Þorvarðardóttir, dóttir þeirra, Steinvör, og dótturdóttirin Helena. Magnús Magnússon. Hermann Pálsson prófessor

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.