Morgunblaðið - 20.10.2002, Blaðsíða 47
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 2002 47
Staður Nafn Sími 1 Sími 2
Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542
Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600
Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672
Bifröst Bára Rúnarsdóttir 435 0054
Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243
Blönduós Gerður Hallgrímsdóttir 452 4355 868 5024
Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965
Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474
Breiðdalsvík María Jane Duff 475 6662
Búðardalur Anna María Agnarsdóttir 434 1381
Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039
Djúpivogur Sara Dís Tumadóttir 478 8161
Egilsstaðir Páll Pétursson 471 1348 471 1350
Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123
Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315
Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370
Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885
Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 699 2989
Grenivík Ólína H. Friðbjarnardóttir 463 3131
Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608
Grímsey Ragnhildur Hjaltadóttir 467 3148
Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758
Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 892 1522
Hellissandur Sigurlaug G.Guðmundsdóttir 436 6752 855 2952
Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478
Hofsós Bylgja Finnsdóttir 453 7418 893 5478
Hólmavík Ingimundur Pálsson 451 3333 893 1140
Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823
Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 893 2683
Hvammstangi Gunnar Þorvaldsson 451 2482 892683
Hveragerði Imma ehf. 483 4421 862 7525
Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711
Höfn Ranveig Á. Gunnlaugsdóttir 478 2416 862 2416
Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 862 3281
Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478
Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 896 3463
Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024
Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8372 895 7818
Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112
Laugarás Jakop Antonsson 486 8983
Laugarvatn Berglind Pálmadóttir 486 1129 865 3679
Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 848 2173
Ólafsfjörður Árni Björnsson 466 2347 866 7958
Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305
Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230
Raufarhöfn Alda Guðmundsdóttir 465 1344
Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/892 0488/866 9574
Reykholt Bisk. Guðmundur Rúnar Arneson 486 8797
Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783
Reykjahlíð v/Mýv. Margrét Hróarsdóttir 464 4464
Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674
Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888/854 7488/865 5038
Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700
Seyðisfjörður Margrét Vera Knútsdóttir 472 1136 863 1136
Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067
Skagaströnd Þórey og Sigurbjörn 452 2879 868 2815
Stokkseyri Kristrún Kalmansdóttir 867 4089
Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141
Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864
Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244
Súðavík Ingibjörg Ólafsdóttir 456 4936
Tálknafjörður Sveinbjörg Erla Ólafsdóttir 456 2676
Varmahlíð Ragnar Helgason 453 8134 867 9649
Vestmannaeyjar Jakobína Guðlaugsdóttir 481 1518 897 1131
Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 869 7627
Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535 557 5750
Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135
Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 821 3475
Þingeyri Þór Lini Sævarsson 456 8353
Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627
Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249
Dreifing Morgunblaðsins
Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni
Afmælisþakkir
Ég sendi einlægar hjartans þakkir til allra
þeirra, sem minntust mín og glöddu mig með
ýmsum hætti á 80 ára afmæli mínu hinn
27. ágúst.
Guð og gæfa fylgi ykkur öllum.
Guðbjörg Einarsdóttir,
Hvassaleiti 58.
Nýbýlavegi 12, Kópavogi,
sími 554 4433.
Dragtadagar
20% afsláttur
frá mánudegi til laugardags
Aðeins þessa einu viku
Mikið úrval dragta í nr. 34-54
Verð frá kr. 6.480
HIN óhugnanlegu morðí Washington hafavakið ýmsar spurn-ingar meðal þar-lendra fræðimanna á
sviði glæparannsókna og annarra
sem um þetta hafa verið að fjalla.
Ein er sú hvort tölvuleikurinn Hit-
man (leigumorðinginn) geti átt ein-
hvern þátt í ódæðinu; hafi verið
einhver kveikja. Á þessari stundu
veit enginn hvort sú er raunin.
Hins vegar þykir leikurinn minna
töluvert á aðfarir leyniskyttunnar,
eins og kom fram á einni sjón-
varpsstöðinni hér í liðinni viku. Og
nýja útgáfan, Hitman 2, ber auk
þess undirtitilinn Silent Assassin
(þögla leyniskyttan).
Ef satt reynist er þetta dýr
áminning.
Margir hafa á undanförnum ár-
um bent á vafasamt uppeldisgildi
slíkra tölvuleikja, en erfitt hefur
verið að koma á þá böndum og fá
einhverjar úrbætur. Ástæðan er
sú, eins og oft áður, að hér eru
miklir fjármunir í húfi. Og þá
skiptir hitt litlu.
Ekki er til opinber listi yfir vin-
sælustu tölvuleiki hér á landi, en
unnið er að því að koma slíku á
laggirnar. En hinn 15. október
voru mest seldu tölvuleikirnir í
Bretlandi þessir: 1) Hitman 2: Sil-
ent Assassin; 2) Conflict: Desert
Storm; 3)Halo: Combat Evolved;
4) Quantum Redshift; 5) The
Thing; 6) WWE Raw; 7) Silent Hill
2, 8) Project Gotham Racing; 9)
Blade 2, og 10) Turok Evolution.
Leikirnir nr. 2, 3, 5, 7, 9 og 10
eru byssuleikir, eins og Hitman,
byggjast á færni í að drepa; nr. 4
og 8 eru kappakstursleikir, nr. 6 er
fjölbragðaglíma.
Til að gefa lesendum örlítið nán-
ari mynd af þessu, er á http://
www.xbox.is/ eftirfarandi lýsing á
tölvuleiknum, sem er í 2. sæti á
listanum, Conflict: Desert storm:
Hér er barist til síðasta blóðdropa. Desert
Storm kemur sterkur inn og stekkur beint
upp í annað sætið á breska listanum þessa
vikuna. Þú stjórnar einhverjum öflugustu
herdeildum Breta eða Bandaríkjamanna.
Slægð, útsjónarsemi og áræðni leiðir her-
deildina til sigurs. Undirbúðu átökin við
Saddam áður en Bush nær honum.
Hvað er eiginlega verið að
kenna börnum og ungmennum
heimsins, ómótuðum og lítt þrosk-
uðum sálum, með efni á borð við
þetta? Að boðorðin tíu séu orðin
hallærisleg og úrelt, eigi ekki leng-
ur við í samfélagi manna? Eða þá
gullna reglan? Eða ...?
Ef einhver heldur að þetta sé
einskorðað við útlönd bendi ég á
eftirfarandi orð drengs á heima-
síðu eins grunnskóla þessa lands,
en þar segir:
Mér finnst gaman að leika mér í tölvuleikjum
og ég er oftast í ýmsum byssuleikjum s.s.
Counter-Strike, Hitman o.fl. ...
Þetta er hryllilegt og ég veit að
þessi piltur er ekkert einsdæmi.
Svo er þjóðin hissa á auknu aga-
leysi og ofbeldi í skólum landsins
og á götum úti eða hraðakstri í um-
ferðinni. Það gleymist oft, að börn-
in litlu vaxa úr grasi og eru einn
daginn komin með bílpróf og hvað
er þá eðlilegra en að rifja það upp,
sem leikið var á skjánum forðum?
Of seint kann það að renna upp
fyrir þeim, að hér er ekki nóg að
ýta á: „Byrja upp á nýtt.“ Í raun-
veruleikanum er bara um eitt líf að
ræða á jörð.
Í breskri rannsókn frá 1997, þar
sem fjallað er um börn, mynd-
bandsspólur og tölvuleiki, kemur
fram, að efni sumra tölvuleikja ýti
undir kynþáttahatur og hefð-
bundin kynhlutverk. T.a.m. séu að-
alhetjurnar gjarnan hvítir karlar.
Auk þess geti tölvuleikir orðið svo
eftirsóknarverðir í augum barna,
að það komi niður á félagsskap
jafnaldra og geti þannig orðið til
þess að stuðla að félagslegri ein-
angrun þeirra, sem langtímum
saman dvelja við téða iðju.
En nú má ekki falla í þá gryfju
að hengja bakara fyrir smið, því
ýmis góð not má hafa af tölvum, ef
rétt er á málum haldið; og reyndar
er erfitt að hugsa sér lífið án
þeirra, svo mjög eru þær orðnar
samofnar daglegum veruleika okk-
ar í leik og starfi. Í því sambandi er
áhugavert að lesa úr nokkurra ára
gömlu fréttabréfi Selásskóla, þar
sem Hafsteinn Karlsson, skóla-
stjóri, flytur pistil sem nefnist:
Eiga börnin að leika sér í tölvum?
Þar segir m.a.:
Við lifum á upplýsingaöld, þar sem tölvurnar
skipa verulega mikinn sess ... Forritaiðn-
aðurinn veltir stjarnfræðilegum upphæðum
og auðugustu menn heims koma einmitt úr
þeim geira atvinnulífsins ... Margir tölvu-
leikir eru góðir, þjálfa bæði hug og hönd, en
því miður er einnig mikið til af rusli og vafa-
sömu efni svo ekki sé meira sagt. Rétt er að
vekja athygli foreldra á að margir tölvuleikir
eru bannaðir fyrir börn og margir aðrir eru
óæskilegir fyrir þau, bæði eru þeir for-
heimskandi og hafa slæm áhrif á barnssál-
irnar ...
Af og til spretta upp umræður um skugga-
hliðar internetsins og sannarlega eru þær til.
Vegna þeirra er full ástæða til að brýna fyrir
foreldrum að stjórna för barnanna út á netið.
Þau eiga ekki að vera eftirlitslaus á því. Til
eru forrit sem hjálpa foreldrum við að
stjórna hvert hægt er að fara og ættu þau að
vera í hverri heimilistölvu ...
Tölvan er gott tæki en það er mikilvægt að
foreldrar stjórni því hvernig og hversu mikið
það er notað. Þeir eiga að athuga hvaða leiki
börnin eru með í tölvunum og hvað þau eru
að gera á internetinu. Það er rangt að banna
börnunum að vera í tölvuleikjum eða á int-
ernetinu, fremur ætti að hvetja þau til að
nota þennan fjölhæfa miðil og hjálpa þeim
við að gera það á uppbyggilegan og góðan
hátt.
Til umhugsunar.
Í Guðs friði.
Leyniskyttan
sigurdur.aegisson@kirkjan.is
Um fátt er meira rætt
þessa dagana en
leyniskyttuna í höf-
uðborg Bandaríkj-
anna, sem 3. október
tók að myrða sak-
lausa vegfarendur og
er enn að. Sigurður
Ægisson gerir það
mál hér að umtals-
efni og einnig sam-
nefndan tölvuleik og
annað af þeim toga.
Meistarapróf í sjúkraþjálfun
Kristín Briem sjúkraþjálfari mun
flytja prófsfyrirlestur mánudaginn
21. október kl. 13, um meist-
araprófsverkefni sitt í sjúkraþjálf-
unarfræðum.
Rannsóknaverkefnið, sem unnið
var að hluta til hér á landi, er
hluti af vinnu hennar til að öðlast
meistaragráðu í heilsufræðum, en
námið stundar hún við St. August-
ine-háskólann í Flórída. Í rann-
sókninni voru skoðuð áhrif ákveð-
innar meðferðar á sjúklingahóp
með kvartanir um verki frá hálsi.
Meðferðin felst í að halda þrýst-
ingi á vöðvafestingar í hnakka og
virkur hreyfiferill í hálsi var
mældur fyrir og eftir inngrip.
Aðalleiðbeinandi Kristínar er dr.
Richard H. Jenssen, prófessor við
St. Augustine-háskólann, en með-
leiðbeinendur eru þau María Þor-
steinsdóttir dósent og dr. Þórarinn
Sveinsson dósent, bæði við sjúkra-
þjálfunarskor Háskóla Íslands.
Prófari verður dr. William Bois-
sonnault, aðstoðarprófessor við St.
Augustine-háskólann. Fyrirlest-
urinn fer fram á 3. hæð í Lækna-
garði við Vatnsmýrarveg á ensku
og er opinn öllum áhugasömum.
Fyrirlestur til meistaraprófs í
verkfræði Einar Sveinn Jónsson
heldur fyrirlestur um verkefni sitt
til meistaraprófs í véla- og iðn-
aðarverkfræði.
Verkefnið heitir „DNA Tetrad
varmahringrásarvél, eftirlit, lík-
angerð“. Fyrirlesturinn verður
haldinn mánudaginn 21. október
kl. 15 í stofu 248 í VR-II við
Hjarðarhaga 2–6 og eru allir vel-
komnir. Verkefnið er unnið í sam-
starfi við Íslenska erfðagreiningu.
Leiðbeinendur Einars Sveins eru:
Guðmundur R. Jónsson, prófessor
við Háskóla Íslands, Ólafur Pétur
Pálsson, dósent við Háskóla Ís-
lands, og dr. Valur Einarsson hjá
Íslenskri erfðagreiningu. Prófdóm-
ari er dr. Birgir Hrafnkelsson hjá
Íslenskri erfðagreiningu.
Verkefnið fjallar um eftirlit með
vélum sem framkvæma svokallað
PCR-ferli á DNA-sýnum í starf-
semi Íslenskrar erfðagreiningar.
PCR-ferlið er liður í greiningu
DNA-erfðaefnis. Það byggist á því
að hita og kæla sýnið á víxl eftir
ákveðinni forskrift sem veldur því
að DNA-þræðirnir afritast. Styrk-
ur DNA í sýnalausninni magnast
upp þannig að hægt er að skoða
uppbyggingu erfðaefnisins.
Gögnum er safnað af vélunum
þegar þær eru í notkun og gerð
eru líkön sem líkja eftir hegðun
þeirra. Sett er upp dæmi þar sem
líkt er eftir bilun í vél og skoðaðar
eru mismunandi aðferðir við eft-
irlit. Einnig er skoðaður möguleiki
á einföldum aðferðum sem nota
má við eftirlitið.
14–16 ára unglingum boðið á
námskeið í HÍ Háskóli Íslands
verður með opin námskeið fyrir
unglinga á vísindadögum. Til-
raunir með ljós, Markaðsfræði,
Stjórnun og stjórnunarkenningar
og Hvernig verður krabbamein til?
eru dæmi um þau fjölbreytilegu
námskeið sem í boði verða í Há-
skóla Íslands en námskeiðin eru
haldin í tilefni Vísindadaga, sem
standa yfir 1.–11. nóvember. Nám-
skeiðin eru opin öllum unglingum
á aldrinum 14–16 ára og eru þau
án endurgjalds, en fjöldi þátttak-
enda er takmarkaður. Námskeiðin
fara fram helgarnar 2.–3. og 9.–10.
nóvember.
Tilgangur námskeiðanna er að
kynna fyrir unglingum veröld vís-
indanna, hvernig þau snerta okkar
daglega líf og hvað býr að baki
þeim. Það eru kennarar og nem-
endur Háskóla Íslands sem vinna
námsefnið og kenna.
Skráning á námskeiðin fer fram
hjá Rannsóknaþjónustu Háskóla
Íslands í síma og á netfangi
rthj@hi.is og hefst 21. október en
síðasti skráningardagur er 25.
október.
Nánari upplýsingar eru birtar á
heimasíðu vísindadaga, www.vis-
indadagar.is. Einnig á heimasíðu
Háskóla Íslands, www.hi.is.
Á NÆSTUNNI
HUGVEKJA