Morgunblaðið - 20.10.2002, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 20.10.2002, Qupperneq 48
48 SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ                                         BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. MENNINGARNÓTTIN svonefnda er fyrir nokkru liðin – skyldi nóttin sú hafa yfir sér haft mikinn menn- ingarbrag? Hvað finnst ykkur? Mér hefur skilist af tali margra sem þá nótt lifðu niðri í miðborg að þeir hafi á einu máli verið um það, að framan við orðið menningarnótt hefði mátt setja stafinn „Ó“. Slíkar voru lýsingarnar. Hvað sögðu t.d. blöðin, lögreglan? Ég ætla hér eigi að tíunda þær lýsingar. Hvað skyldi svo hafa valdið þessari „ómenningu“, enginn annar en hinn „gamli Bakk- us“, sem í sífellu virðist ganga í end- urnýjun lífdaganna með öllu því sem honum fylgir, eiturlyfjum, ávana- og fíkniefnum, árásum, ofbeldi og nauðgunum svo eitthvað sé upp talið. Í frétt sem á öldum ljósvakans barst til vor frá frændum vorum Dönum, var hermt frá miklum áhyggjum þarlendra heilbrigðisyfir- valda vegna aukningar á sölu áfengra gosdrykkja, er í almennum verzlunum væru seldir við hliðina á öðrum gosdrykkjum, enda danskir verið allra þjóða eftirlátssamastir í áfengismálum. Því kom í raun frétt þessi eigi svo mjög á óvart, því auknu aðgengi að áfengi fylgir jafnan aukin neyzla. En það sem alvarlegast var í frétt þessari var, að mestan þátt eða a.m.k. allverulegan í þessari aukn- ingu áttu börn á aldrinum 11 – 12 ára. Skyldi þetta nú hafa aukið áhyggj- ur seljenda þessara drykkja? Ekki var það að heyra. Hvað skyldu þeir nú hafa sagt – og takið nú eftir: „Ekki eigum við að sjá um neyzlu- mynstur barnanna“. Raunar var það nú vitað fyrirfram að hjá þeim skiptir aðeins eitt máli, þ.e.a.s. gróðinn. Um allt annað er þeim nákvæmlega sama. Nú er að vita hvort þeir muni nokkuð hika sem leyfa vilja – í frjáls- ræðis nafni – aukið aðgengi að áfengi með því að stilla því upp við hliðina á hollustuvörum í almennum verzlun- um þessa lands og selja þar, hafandi í huga reynslu danskra í þessum efn- um. Afleiðingar aukins aðgengis að áfengi sýnast koma skýrt fram í áð- urnefndri fregn – og ættu því ekki að vefjast fyrir neinum sem opin hefir og árvökul augu. Nú er að vita, hvort þeim sem endilega vilja leyfa enn aukna sölu á þessari göróttu vöru, þykir ekki ástæða til að staldra ögn við og íhuga sitt mál með hliðsjón af fenginni reynslu þeirra Dana. Vilja menn sjá 11 ára börn hér þamba slíkar veigar með þeim afleið- ingum sem nú íþyngja dönskum heil- brigðisyfirvöldum? Eða yrðu menn bara stoltir af „frjálsræðinu“? Væri ekki tilvalið að foreldrar skæru upp herör gegn frjálsri sölu áfengis í al- mennum verzlunum, hafandi þessa óhugnanlegu fregn úr Danaveldi í huga. Minnug skulum við þess að næsta skref eftir að leyft hefði verið að selja áfengi í almennum verzlunum væri að áfengir gosdrykkir yrðu þar einnig til sölu, því gróðinn af þeim yrði svo miklu meiri og er ekki allt leyfilegt í gróðans nafni í dag eða hvað? Gagnlegt er í þessu sambandi þess að minnast að allt frá því að bjórinn var leyfður, hefir áfengisneyzla farið stigvaxandi hérlendis þvert ofan í það sem áður hafði ætíð verið haldið fram. Gaumgæfa skyldi fyrst afleiðingar sérhverrar breytingar á áfengislög- gjöfinni áður en gjörð væri. Þess krefst þjóðarheill. BJÖRN G. EIRÍKSSON, í fjölmiðlanefnd IOGT. Skyldu menn vilja læra af ann- arra reynslu? Frá Birni G. Eiríkssyni: Kauptu eina flík, hún endist á við þrjár www.bergis.is Moggabúðin Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.