Morgunblaðið - 25.10.2002, Blaðsíða 23
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 2002 23
Við bjóðum ódýrari gistingu
í miðri viku í júlí og ágúst
Verð:
Stúdíóíbúð kr. 5.000
2ja manna herbergi kr. 4.000
Eins manns herbergi kr. 3.000
Stúdíóíbúðir: 1 vika kr. 25.000
Morgunverður innifalinn.
Gistihús Regínu
Mjölnisholti 14, 3. hæð, sími 551 2050 gistih.regina@isl.is
ið bjóðum ódýra
gistingu í október
HÁTT settur foringi í ísraelska
hernum hefur verið handtekinn,
sakaður um að hafa njósnað fyr-
ir líbönsku skæruliðasamtökin
Hizbollah, sem eru svarinn óvin-
ur ísraelskra yfirvalda, að því er
ísraelski herinn greindi frá á
miðvikudaginn. Kom ennfremur
fram, að foringinn væri grunað-
ur um að hafa látið Hizbollah í té
leynilegar upplýsingar í skipt-
um fyrir peninga og fíkniefni.
Herinn gaf ekki upp nafn for-
ingjans og greindi ekki frá því
hvaða stöðu hann hefði í hern-
um, en ísraelska útvarpið sagði
hann vera undirofursta og hafa
verið handtekinn í norðurhluta
Ísraels, skammt frá líbönsku
landamærunum. Tíu aðrir,
þ.á m. nokkrir fyrrverandi her-
menn, hefðu einnig verið hand-
teknir, og átti að birta öllum
ákærur í gær.
Ráðherra-
skipti í
Bretlandi
TVENN ráðherraskipti urðu í
bresku stjórninni í gær. Paul
Murphy tók við ráðuneyti mál-
efna Norður-Írlands af John
Reid. Murphy er kaþólskur og
tók virkan þátt viðræðunum er
leiddu til samkomulagsins er
kennt var við föstudaginn langa,
undirritað í apríl 1998 og kvað á
um stofnun löggjafarsamkundu
á N-Írlandi og sameiginlega
heimastjórn kaþólskra og mót-
mælenda. Þá tók Charles
Clarke við embætti mennta-
málaráðherra af Estelle Morris,
en Morris hafði sagt af sér eftir
að hafa sætt þrýstingi í nokkrar
vikur vegna lélegra prófaniður-
staðna.
Becker
sleppur við
fangelsi
ÞÝSKA tennisstjarnan Boris
Becker var í gær dæmdur í
tveggja ára skilorðsbundið fang-
elsi fyrir skattsvik. Sagði Beck-
er, sem þrisvar hefur unnið
Wimbledon-mótið í tennis,
þennan úrskurð vera mikilvæg-
asta sigur sinn á ferlinum. Hann
var einnig dæmdur til að greiða
300 þúsund evrur í sekt, fyrir að
hafa ekki greitt rúmlega eina
milljón evra í skatta á árunum
1991 til 1993. Þá var honum
einnig gert að greiða 200 þúsund
evrur til viðbótar til góðgerðar-
mála. Becker hefur frá upphafi
málaferlanna viðurkennt að
hafa gert mistök í fjármálum, en
neitaði því staðfastlega að hafa
vísvitandi reynt að svindla á
kerfinu.
SÞ neita
ásökunum
SAMEINUÐU þjóðirnar (SÞ)
sögðu á þriðjudaginn að ásakan-
ir um að hjálparstarfsmenn
samtakanna í Vestur-Afríku
hefðu misþyrmt flóttafólki kyn-
ferðislega væru „afvegaleiðandi
og ósannar“. Ásakanirnar komu
fram í nóvember í fyrra eftir að
Flóttamannahjálp SÞ og hjálp-
arsjóðurinn Bjargið börnunum
fengu ráðgjafa til að rannsaka
hvort ofbeldi ætti sér stað í
flóttamannabúðum í Gíneu, Líb-
eríu og Sierra Leone.
STUTT
Hermaður
sakaður
um njósnir
BANDARÍSKIR rannsóknarlög-
reglumenn voru í gær önnum kafn-
ir við að kafa ofan í æviferil mann-
anna tveggja sem handteknir voru í
gær, grunaðir um að hafa framið
raðmorðin sem fyllt hafa fólk skelf-
ingu á bandaríska höfuðborg-
arsvæðinu undanfarnar vikur.
Sá eldri þeirra, John Allen Muh-
ammad, er 42 ára og bar þar til í
fyrra nafnið John Allen Williams.
Hann snerist til íslamskrar trúar
fyrir nokkrum árum. Með honum
var handtekinn 17 ára stjúpsonur
hans, John Lee Malvo að nafni, en
hann er ríkisborgari í Jamaíka.
Muhammad er fyrrverandi her-
maður Bandaríkjahers og tók þátt í
Persaflóastríðinu 1991. Hann er
sagður hafa lýst velþóknun sinni á
flugránsárásunum í New York og
Washington 11. september í fyrra,
en þó ekki átt í neinum samskiptum
við menn sem tengdust hryðju-
verkasamtök um á borð við al
Qaeda, eftir því sem dagblaðið The
Seattle Times hafði eftir ónafn-
greindum bandarískum alríkislög-
reglumönnum í gær.
Einn FBI-maður er sagður hafa
kallað stjúpfeðgana „skáps-öfga-
menn“ sem hefðu tekið það upp hjá
sjálfum sér að líta 11. september-
hryðjuverkin jákvæðum augum.
Á miðvikudag gerði lögreglan
mikið rót í garði við hús í bænum
Tacoma í Washington-ríki á vest-
urströnd Bandaríkjanna, þar sem
Muhammad kvað hafa búið er hann
starfaði í herstöð Bandaríkjahers í
Fort Lewis, um 30 km frá Tacoma.
Muhammad er tveir metrar á
hæð og kvað vera í mjög góðu lík-
amlegu formi. Þau ár sem hann
þjónaði í hernum hlaut hann þó
ekki sérþjálfun í leyniskyttu-
skotfimi. Fyrrverandi nágrannar
hans í Tacoma greindu Seattle Tim-
es hins vegar frá því, að hann hefði
stundað það að skjóta í mark í bak-
garðinum hjá sér. Meðal þess sem
lögreglan fjarlægði úr garðinum til
frekari rannsókna var trástofn sem
notaður hafði verið sem skotmark.
Leo Dudley, fyrrverandi úrvals-
sveitarmaður bandaríska flotans
sem bjó skammt frá Muhammad,
sagði Muhammad hafa aðstoðað við
að gæta öryggis Louis Farrakhans,
leiðtoga samtakanna Þjóð íslams
sem stóð fyrir „Milljón manna
marsinum“ í höfuðborginni Wash-
ington D.C. á árinu 1995. Að sögn
Dudleys var Muhammad í mjög
góðu líkamlegu formi og lagði
stund á karate. „Í hvert sinn sem
hann tók í hönd manns, fann maður
að hann gat kramið hana,“ sagði
Dudley.
Muhammad á fjögur börn úr
tveimur hjónaböndum, sem bæði
enduðu með skilnaði og ósætti.
Fyrrverandi eiginkonurnar segja
hann þó engan ofbeldismann.
Bakgrunnur mannanna sem grunaðir eru um raðmorðin í Bandaríkjunum
Fyrrverandi
hermaður sem
tók upp íslamstrú
AP
Stjúpfeðgarnir John Lee Malvo, t.v., og John Allen Muhammad.
LEIÐTOGAR Frakklands og Þýzka-
lands, Jacques Chirac forseti og Ger-
hard Schröder kanzlari, komust í gær
að málamiðlunarsamkomulagi um
fjármögnun landbúnaðarstyrkjakerf-
is ESB eftir stækkun þess til austurs,
en þar með koma inn í raðir þess fjöldi
fátækra fyrrverandi kommúnista-
ríkja í Mið- og Austur-Evrópu og þar
með milljónir efnalítilla bænda.
Djúpstæður ágreiningur innan
ESB – fyrst og fremst milli Þjóðverja
og Frakka – um það að hve miklu leyti
bændur í hinum tilvonandi nýju aðild-
arríkjum ættu að fá aðgang að núgild-
andi styrkjakerfi sambandsins og
hvernig tryggja ætti að kostnaður
vegna stækkunarinnar til austurs
færi ekki úr böndunum, hafði stefnt í
hættu áformunum um að ganga frá
aðildarsamningum við tíu ríki fyrir
lok þessa árs. Frakkar eru sú ESB-
aðildarþjóð sem nýtur stærsts hluta
styrkjanna úr sameiginlegu landbún-
aðarsjóðunum en Þjóðverjar greiða
langmest til þeirra.
Chirac og Schröder náðu þessari
málamiðlun á sérstökum tvíhliða við-
ræðufundi á hóteli í Brussel, áður en
þeir mættu á aukaleiðtogafund ESB
sem hófst í borginni í gær. Þar önd-
uðu menn léttar yfir þessum tíðind-
um, en ætlunin er á þessum aukafundi
leiðtoganna að ganga frá lausum end-
um varðandi fjármögnun stækkunar-
innar til austurs, svo að hægt verði að
ljúka aðildarsamningunum tímanlega
til að þeir geti gengið í gildi snemma
árs 2004.
Gengur samkomulag Frakka og
Þjóðverja út á, að þak verði sett á út-
gjöld til landbúnaðarmála frá árinu
2007, þegar við taka ný rammafjárlög
ESB fyrir tímabilið til 2013.
Frakkar og Þjóðverjar ná málamiðlun
Þak á útgjöldin
eftir árið 2007
Brussel. AFP.
VALERY Giscard d’Estaing, forseti
svokallaðrar framtíðarráðstefnu
Evrópusambandsins, sem er eins
konar stjórnlaga-
þing sambands-
ins og vinnur að
endurskoðun og
einföldun stofn-
laga þess, hyggst
leggja til að í
framtíðarskipan
ESB verði aðild-
arríkjum gefinn
kostur á því að
segja sig úr sam-
bandinu.
Brezka blaðið Financial Times
greindi frá því í gær að í drögum að
væntanlegri „stjórnarskrá“ ESB
sem Giscard hygðist leggja fram í
næstu viku á fundi framtíðarráð-
stefnunnar, sem 105 fulltrúar núver-
andi og tilvonandi aðildarríkja sitja,
væri að finna ákvæði að þessu lút-
andi. Ráðstefnan kom fyrst saman í
febrúar sl. og er þess vænzt að hún
skili af sér um mitt næsta ár.
Samkvæmt núgildandi reglum
sambandsins er ekki gert ráð fyrir
því að aðildarríki segi sig úr því; ósk
um slíkt myndi skapa mjög flókið
lagalegt vandamál. Sennilega yrði
ekki hægt að verða við slíkri ósk
nema með því að endursemja alla
sáttmála og afleidda löggjöf sem
ESB hefur sett sér undanfarna hálfa
öld.
Í viðtali við þýzka fréttatímaritið
Der Spiegel sagði Giscard að ekkert
aðildarríki yrði skyldugt til að „vera
með“ um alla framtíð. „Telji ríki það
svara hagsmunum sínum betur að
yfirgefa sambandið getur það sagt
sig úr því … Það verður enginn
skyldaður til þátttöku um alla fram-
tíð,“ hefur Spiegel eftir honum.
Opnað á úr-
sögn úr ESB?
Brussel. AFP.
Valery Giscard
d’Estaing