Morgunblaðið - 25.10.2002, Blaðsíða 37
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 2002 37
ars staðar vera. Þar gátuð þið leikið
ykkur úti í guðsgrænni náttúrunni
undir Esjuhlíðum eða verið í stóra
húsinu þar sem þið sváfuð svo vært.
Og þegar þið fluttuð í Dynsalina vor-
uð þið ekki lengi að aðlagast nýja
skólanum og eignast góða vini og
amma ykkar var þar eins og klettur í
hafinu sem þið gátuð alltaf leitað til
þegar mamma ykkar var að vinna.
Ósjaldan voruð þið hjá henni þegar
ég leit í heimsókn og alltaf sögðuð þið
mér eitthvað spennandi sem hafði
gerst í skólanum eða af nýustu uppá-
tækjum hundanna ykkar, þeirra
Dinó og Nölu.
Elsku systurdætur mínar. Megi
Guð varðveita ykkur á himnum þar
sem þið fáið að vera með ykkar elsk-
andi móður ásamt hinum alltof
mörgu í fjölskyldunni sem fallnir eru
frá.
Bjarni frændi.
Það þarf ekki langan tíma til að
fullreyna sumt fólk, það skilar mann-
kostum sínum án fyrirvara og skil-
yrðislaust þegar á reynir. Þetta
sýndir þú Þórdís þegar hún Ella Rut
frænka þín lést síðastliðið vor.
Stuðningur þinn við Sigrúnu systur
þína var eins og þér einni var lagið,
án allra fyrirvara og af öllum kröft-
um. Þú varst svo áköf við að velta
fyrir þér tilganginum með slíku
brottkalli og oft var spurt, hvers
vegna, en engin svör fengust, en
áfram er spurt og enn eru engin svör.
Þau fást kannski um síðir, hver veit,
en eitt er víst að sá eldmóður sem þú
hafðir og veittir hlutdeild í hjálpaði
sorgmæddri móður þegar dalurinn
var hvað dimmastur og hin andlegu
skref stutt og hikandi. Allt sem þú
gerðir var framkvæmt af alefli.
Á Noregsárunum þínum var veru-
legt tilhlökkunarefni að fá frá þér
tölvupóst, því þá tókst þú oft flugið í
andanum og stíllinn var svo leiftr-
andi skemmtilegur og heillandi að
það var oft eins og reyndur spennu-
sagnahöfundur sæti við skriftir á
þínum enda. Stundum hélt ég uppi
smáþrefi bara til að fá svarbréf til
baka, en ég vissi að með þér leyndist
draumur um árangur í ritlistinni, al-
veg eins og þú hafðir náð í starfi þínu,
sem var eins og allt hitt kraftmikið
og markvisst. Þvílík orka, þvílíkt
flug. Þegar ég hitti þig síðast varstu
að koma úr Laufskálarétt og renndir
við í sveitinni hjá okkur Sigrúnu, þú
varst uppfull af áformum og hug-
myndum. Það átti að virkja ár og
læki, rækta hesta, ríða út, byggja hús
og girða lönd ásamt vinnu og móð-
urhlutverki. Ég hefði alveg treyst
þér til að gera þetta allt, því þú gast
allt. Kraftbirtingarhljómur guð-
dómsins felst ef til vill í því, meðal
annars, að fá að kynnast fólki eins og
þér, þótt aðeins sé um stutta stund.
Því það eru forréttindi.
Þannig mun ég minnast þín, óða-
mála af hamingju og geislandi af
krafti. Því hamingjusöm varstu.
Megi Guð styrkja þá sem eftir
standa og drúpa höfði í sorg og trega
eftir þér og dætrum þínum.
Far þú í friði.
Gunnar.
Fyrr á þessu ári fögnuðu frænkur
mínar með mér tímamótum. Falleg-
ar og glæsilegar og báðar fullar af
lífsþrótti að búa sér gott líf, önnur
með ungum dætrum sínum tveimur.
Nú hefur verið klippt á lífsþráð
þeirra allra. Elín Rut Kristinsdóttir
fórnarlamb umferðarslyss í Amer-
íku. Þá fóru tvær litlar systurdætur
hennar, sem hún hafði í tvö ár verið
með í Noregi, með bestu bangsana
sína á leiði hennar í Lágafellskirkju-
garði. Nú verða þær lagðar þar til
hinstu hvílu við hlið móður sinnar
Þórdísar Önnu, fórnarlömb umferð-
arslyss, nú á leið frá glöðum degi í
réttunum vestur á fjörðum. Er nokk-
ur leið að ná utan um slíkt, hvað þá
skilja?
Bróðurdóttir mín, Þórdís Anna
Pétursdóttir, var nýflutt heim frá
Noregi og miðaði af alúð allt við að
koma sér svo fyrir með dæturnar
tvær, að þær mættu ná sem bestum
þroska. Settist að í sama húsi og
móðir hennar, Elín Bjarnadóttir, í
öruggri nánd við nýjan skóla. Þar
hitti ég þær síðast hjá ömmu sinni að
sýna mér orku sína og færni í að
stökkva heljarstökk á „trampólíni“.
Elín Ísabella komin í leikfimi hjá
Gerplu, ætlaði að verða fimleika-
kona, og Mirra Blær að helga sig
umönnun dýranna. Móðir þeirra full
af bjartsýnum framtíðarvonum, orku
og dugnaði. Erlendis hafði hún óvílin
komið upp líkamsræktarstöð og óaf-
látanlega aflað sér viðbótarmenntun-
ar.
Við slíku á maður aðeins lánsorð
frá Jónasi Hallgrímssyni:
Vonarstjarna
vandamanna
hvarf í dauðadjúp,
en drottinn ræður.
Elín Pálmadóttir.
Ég veit ekki hvernig ég á að fara
að því að kveðja þig, elsku Dísa mín,
þið voruð teknar frá okkur svo
snöggt. Þú varst litla systir hennar
mömmu en varst mér alltaf líka svo
góð vinkona, komst alltaf fram við
mig eins og þú værir jafnaldri minn
og hafði ég ætlað mér að koma fram
við Elínu og Mirru á sama hátt og þú
gerðir. Við fjölskyldan komum til
Svíþjóðar eitt sumar til ykkar og
ferðuðumst út um allt en svo fékk ég
að koma til þín ein tvö önnur sumur.
Fyrst var það til að hjálpa þér þegar
þú varst ólétt að Elínu og svo kom ég
og passaði Elínu og Mirru eitt sum-
ar. Við gerðum svo margt með stelp-
unum ég og þú, klöngruðumst út um
allt með þær, fórum í ferðalag og svo
fórum við öll saman til Grikklands.
Það voru yndislegir tímar og mun ég
aldrei gleyma þeim. Þið fluttust svo
til Noregs en komuð alltaf reglulega
til Íslands í heimsókn og vá hvað
maður hlakkaði til, vildi helst vera
með ykkur allan sólarhringinn. Þú
varst alltaf svo hvetjandi og drífandi
að það var engu líkt. Tilfinningin
þegar þið voruð að fara að flytja heim
til Íslands var ólýsanleg gleði, að
geta bara heimsótt ykkur án þess að
fara í langferðalag var æðislegt. Þið
voruð reyndar nýkomnar heim þegar
ég var á leiðinni út til Englands en þú
varst svo ánægð með að ég hafði
ákveðið að gera þetta því þú hafðir
gert svipaða hluti þegar þú varst
yngri. Það var erfitt að fara út þegar
þið voruð að koma heim en það hugg-
aði mig að hugsa um hvað ég átti eftir
að eiga margar stundir með ykkur
þegar ég kæmi heim. Þú varst svo
yndisleg móðir, vildir allt fyrir Elínu
og Mirru gera svo þeim myndi líða
vel, þú lifðir svo sannarlega fyrir
þær. Og þú varst orðin svo ham-
ingjusöm með honum Ásgeiri að það
geislaði af þér. Ég veit ekki hvernig
ég á að komast í gegnum þetta en
minningarnar mun ég geyma í hjart-
anu og þær leiða mig áfram í gegn
um lífið.
„Ég er upprisan og lífið, sá sem
trúir á mig mun lifa þótt hann deyi.“
Þín litla frænka og vinkona,
Halla Björk.
Elsku besta Elín mín, það er svo
erfitt að kveðja þig, snúllan mín. Við
áttum svo margar minningar saman
alveg síðan þú fæddist. Ég fylltist
svo mikilli gleði þegar ég fékk að sjá
þig sama dag og þú fæddist, pínulitla
dúllu. Fékk að skipta á þér, knúsa og
kyssa. Ég kom svo aftur til Svíþjóðar
þegar þú varst orðin aðeins eldri og
þá var Mirra líka komin í heiminn.
Ég passaði ykkur allan daginn og
Svíarnir héldu að ég ætti ykkur og
grunaði ekki að ég væri bara 13 ára.
Það var líka svo yndislegt að fá ykk-
ur alltaf reglulega í heimsókn til Ís-
lands en ennþá betra þegar þið flutt-
uð heim við hliðina á ömmu og þú
varst svo dugleg að hjálpa henni. Þú
varst líka orðin svo góð í fimleikum
og ætlaðir að ná langt í þeim. Þú
varst yndislegur persónuleiki,
ákveðin, reglusöm, passaðir og
stóðst með systur þinni hvað sem á
reyndi. Þú varst svo skipulögð að áð-
ur en þú fórst í ferðalagið hafðirðu
töskuna tilbúna svo þú þyrftir ekki
að fara að pakka niður þegar þú
kæmir heim aftur. Þú sendir mér svo
margar teiknaðar myndir og bréf um
hvað þú varst að gera á Íslandi þegar
ég var í Englandi. Þú og Mirra
hringduð líka í mig úti og varst það
þú sem talaðir og varst búin að æfa
hvað þú áttir að segja á ensku og
stóðst þig alveg eins og hetja. Þú
hafðir frá svo mörgu að segja og allt-
af kom „ertu ekki að fara að koma
heim?“ Ég held að það hafi verið erf-
iðast að vera svona langt í burtu frá
ykkur. Þó að það sé lengra núna veit
ég að þú ert á góðum stað með Ellu,
Mirru og mömmu þinni og ég hugsa
til ykkar með bros í hjarta. Ég veit að
þú munt vaka yfir mér og ég fer með
bænina þína hverju kvöldi. Guð
geymi þig, engillinn minn.
Þín besta frænka,
Halla Björk.
Þetta eru búnir að vera erfiðustu
fjórir mánuðir í lífi mínu og þurfa að
kveðja þig líka, Mirra mín, fá aldrei
að sjá þig stökkva til mín og segja
mér eitthvað ótrúlega spennandi. Þú
varst lítil í þér og það náðu ekki allir
til þín innst inni. En þegar þú varst
með mér varstu alveg þú sjálf og gast
talað og talað. Og hvað mér leið illa
þegar þú fórst næstum að gráta þeg-
ar ég var á leiðinni til Englands.
Spurðir mig af hverju ég gæti ekki
bara lært ensku á Íslandi og lést mig
fá einn af böngsunum þínum til að
passa mig. Þú varst svo mikill dýra-
vinur að það snerist allt um þau og
fannst svo gaman að fá einn af hund-
unum okkar í heimsókn og láta hann
gista. Þegar ég kom til Íslands til að
koma í ferminguna gat ég ekki beðið
með að fá að hitta ykkur og keyrði
beint frá flugvellinum til ykkar, þú
opnaðir dyrnar og sjá svipinn á þér
þegar þú sást mig var yndislegt. Þú
ljómaðir öll og hoppaðir í fangið á
mér og mamma þín vissi ekki hvað
gengi eiginlega á frammi á gangi.
Tilhugsunin um að geta ekki trúað
því að ég eigi aldrei eftir að fá að taka
ykkur með mér út um allan bæ og
dekra við ykkur, því mamma ykkar
þurfti aldrei að biðja mig um að
passa, það var nú alltaf ég sem kom
bara og spurði hana. Það vissu líka
allir sem ég kynntist hverjar þið vor-
uð eftir fimm mínútur og hafði ég
alltaf endalaust að segja um ykkur.
Þér var líka farið að líka svo vel í
skólanum, búin að eignast yndislega
vinkonu hana Aldísi og fullt af öðrum
góðum líka. Ég fer með bænina þína
á hverju kvöldi og veit að nú ert það
þú sem passar mig. Það verður ótrú-
lega erfitt að kyngja þessu en hugs-
unin um að þú ert komin á góðan stað
er ljós í mínu hjarta. Guð geymi þig,
engillinn minn.
Þín besta frænka,
Halla Björk.
Elsku frænkur mínar, það er ótrú-
legt að þið skuluð vera farnar, við
sem vorum svo mikið saman. Ég
passaði ykkur svo oft og fannst það
mjög gaman. Oftast þegar ég kom til
ykkar vorum við að hoppa á stóra
trampolíninu ykkar. Ykkur fannst
svo gaman að gefa hestunum okkar
brauð uppi í sveitinni og fara í elt-
ingaleik og feluleik þegar þið voruð
litlar, þið voruð alltaf svo hressar og
skemmtilegar. Ég á svo margar góð-
ar minningar um þig Dísa mín,
manstu þegar ég kom í heimsókn til
Svíþjóðar þegar ég var fjögurra ára
og þú kenndir mér að búa til íssósu
og eftir það gerðum við það í hvert
skipti sem þú komst til Íslands. Og
þegar við fórum öll saman ég, þú,
mamma, Elín og Mirra út í Nauthóls-
vík á línuskauta í sumar. Þetta og
margar aðrar minningar um ykkur
eru ógleymanlegar. Guð geymi ykk-
ur.
Ykkar frændi
Jón (Nonni).
Á vináttu okkar Þórdísar Önnu
hefur aldrei fallið skuggi og var það
ekki síst henni að þakka.
Æskustöðvar Þórdísar voru á
Kjalarnesi, við rætur Esju. Þangað
var hún bundin sterkum taugum og
þangað leitaði hugurinn gjarnan.
Síðastliðna páska fórum við Þórdís
þangað, með börnin okkar og
hundana hennar, gengum upp að
fossinum Míganda og áttum þar góða
stund. Stund sem verður í huganum
lítil mynd minninga, smámynd sem
rifjast upp þegar minnst varir, hluti
smámynda sem verða einskonar
gluggar inn í liðna tíð. Ég á marga
svona litla glugga til að líta gegnum,
láta hugann reika og rifja upp góðar
minningar um einstaka vinkonu.
Þórdís var mjög jákvæð, þolinmóð,
glaðlynd og hjálpsöm. Það var aldrei
neitt mál í hennar augum.
Þórdís flutti með manni sínum
Kristni, til Svíþjóðar. Þar eignuðust
þau litlu gullmolana sína, Elínu Ísa-
bellu og Mirru Blæ.
Þórdís hafði lengi haft mikinn
áhuga á líkamsrækt og sífellt reyndi
hún að koma mér af stað og láta mig
taka á. Hún gafst ekki upp á því að
láta mig mæta í tíma þótt áhugi minn
væri ekki alltaf eins og hún taldi að
hann ætti að vera. Hún tók einka-
þjálfarapróf úti í Svíþjóð og opnaði
sína eigin líkamsræktarstöð er þau
Kristinn og telpurnar fluttu til Nor-
egs. Alltaf kom hún heim um jól og
aftur annaðhvort um páska eða sum-
arið og áttum við þá margar góðar
stundir saman.
Þórdís og litlu dætur hennar fluttu
heim sumarið 2001, nokkru eftir að
þau Kristinn slitu samvistum. Hún
keypti íbúð í Kópavogi og móðir
hennar keypti íbúð í næsta húsi. Það
var gott til þess að vita að amma væri
í næsta húsi, stelpurnar hlupu oft yf-
ir til að fá sér kex og gos eða bara til
að heilsa upp á ömmu. Þar höfðu þær
sitt herbergi sem þær kölluðu skrif-
stofuna sína og þar gátu þær teiknað
og litað fallegar myndir.
Alltaf var gott að koma heim til
Þórdísar og litlu dúllanna hennar.
Eftir að þær fluttu heim var oft setið
tímunum saman, spjallað um allt
milli himins og jarðar og borðaður
góður matur. Þórdís hafði gaman af
því að elda góðan mat og bjóða til sín
fólki, hún var meistarakokkur og var
alltaf verið að malla eitthvað. Það var
um miðjan september sem þær
mæðgur buðu mér og drengjunum
mínum í mat, Elín og Mirra höfðu
farið með Höllu frænku í bíó og voru
nýkomnar heim, Þórdís var að elda,
horfa á sjónvarpið og senda sms
skilaboð, allt á sama tíma. Þegar við
löbbum inn hafði einmitt sósan
brunnið við en það var ekkert mál
hún gerði bara nýja.
Hún hafði kynnst góðum manni,
honum Ásgeiri. Lífið blasti við þeim,
þær voru hamingjusamar.
Vinátta og ást eru af sama meiði.
Eitthvað sem þróast innra með
manni. Og sé maður heppinn, verður
samband vina eins og hjá okkur Þór-
dísi. Vinátta okkar stóð á styrkum
grunni.
Við fráfall þeirra myndast tóma-
rúm, tómarúm sem erfitt er að fylla.
Ég lít út um einn glugga minning-
anna. Minningin lifir og með tíman-
um dofnar sársaukinn. Eftir stendur
falleg minning um góða vinkonu og
litlu fallegu telpurnar hennar.
Guð styrki og blessi alla þeirra
ástvini.
Lára Ásgrímsdóttir.
,,Mirra! Nei, mamma.“ Oft hefur
hún Aldís Eik dóttir mín ruglast og
kallað mig Mirru. Mirra var besta
vinkona hennar. En slysin gera ekki
boð á undan sér og Mirra, besta vin-
konan, er farin til Guðs og Elín og
Anna líka.
Mirra og Aldís Eik voru ótrúlega
góðar vinkonur þrátt fyrir að vera
aðeins átta ára. Þær voru óaðskilj-
anlegar. Ef Aldís Eik var heima þá
var Mirra hjá henni og ef hún var
ekki heima var hún hjá Mirru.
Mikið er ég glöð yfir að hafa boðið
Mirru í mat til okkar fimmtudaginn
3. október að sjá þær bestu, vinkon-
urnar, baka pítsu og skemmta sér
konunglega við það. ,,Nei! Mirra,
setjum ostinn hér og kannski smá
skinku er það ekki?“ Síðan tímdu
þær ekki að klára alla pítsuna til þess
að geta haft eins nesti í skólann dag-
inn eftir.
Ósjaldan gistu þær stöllur saman
og voru þá yfirleitt hamstrarnir með
í för. Þá kom Mirra með hamsturinn
sinn í tösku eða kassa, oh! Alveg frá-
bært. En stundum hélt Anna pylsu-
eða pítsupartý fyrir þær. Þá voru
þær oft allar þrjár saman, Mirra, El-
ín og Aldís Eik, leigðu spólu og höfðu
það huggulegt. Oft sagði ég við
Önnu: ,,Jæja, þú ert bara komin með
fósturdóttur.“ „Já, svaraði Anna,
þær eru svo frábærar saman, þetta
er ekkert mál.“
Trampólínið ykkar var vinsælasta
Í dag eru bornar til grafar
bróðurdætur mínar tvær, Elín
Ísabel og Mirra Blær, og móðir
þeirra, Þórdís Anna. Á einu
augnabliki breyttist öll tilveran
á þann hátt sem engan óraði
fyrir og við sem eftir sitjum
skiljum ekki tilganginn. Sorgin
og söknuðurinn er meiri en
nokkur orð fá lýst. Við huggum
okkur við að Önnu, Elínu og
Mirru er ætlað æðra hlutverk á
betri stað. Elsku bróðir minn,
Kristinn Pétur, megi Guð
styrkja þig á þessari sorg-
arstundu. Hanna María, Birkir
Már, Elsa Karen og Sandra,
sorg ykkar er mikil en minn-
ingin um þær lifir í hjörtum
okkar allra. Móður Önnu, El-
ínu, systkinum og fjölskyldum
þeirra vottum við okkar dýpstu
samúð.
Ásta Kristín, Ægir
Rúnar og synir.
Elsku Elín, þú varst besta
fimleikastjarnan í heiminum.
Þú kunnir að fara flikk og varst
svo flink á trampolíninu. Ég á
margar góðar minningar um
þig.
Ég kveð þig með bæninni
sem þú fórst alltaf með áður en
þú fórst að sofa,
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Takk fyrir þær sam-
verustundir sem við áttum.
Þín vinkona
Aldís Eik.
Elsku Elín Ísabel. Við kynnt-
umst í fimleikunum í fyrra en í
sumar urðum við vinkonur þeg-
ar ég flutti í hverfið þitt og nú í
haust urðum við bekkjarsystur.
Það var gaman að koma til þín
og leika og hitta dýrin þín eða
hoppa á trampólíninu þínu. Það
var gott að vera samferða þér í
Gerplu og þú varst svo fín í nýja
fimleikabolnum þínum að ég
fékk mér eins. Ég sakna þín,
það er erfitt að fara í fimleikana
án þín. Takk fyrir allar sam-
verustundirnar.
Þín vinkona
Guðlaug Edda.
Elsku Elín, ég sakna þín svo
mikið. Það er svo erfitt að trúa
því að þú sért dáin og systir þín
og mamma líka. Það er svo
stutt síðan við vorum allar sam-
an.
Ég spyr endalaust af hverju
þurftu þær að deyja?
Mig dreymir þig oft.
Ég veit að þið eruð núna hjá
guði.
Ég gleymi þér aldrei.
Þín vinkona
Elísabet.
Elsku Mirra. Ég á fullt af fal-
legum minningum um allt sem
við gerðum saman og ég mun
aldrei gleyma þér.
Ég sendi þér hér „litla
kveðju“ og bið guð að passa þig
og fjölskyldu þína, elsku Mirra
mín.
Þeir segja þig látna, þú lifir samt
og í ljósinu færð þú að dafna.
Því ljósi var úthlutað öllum jafnt
og engum bar þar að hafna.
Frá litlu hjarta berst lítil rós,
því lífið þú þurftir að kveðja.
Í sorg og í gleði þú senda munt ljós,
sem að mun okkur gleðja.
(Guðmundur Ingi Guðmundsson.)
Þín vinkona
Steinunn María.
HINSTA KVEÐJA
SJÁ SÍÐU 38