Morgunblaðið - 25.10.2002, Side 55

Morgunblaðið - 25.10.2002, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 2002 55 www.regnboginn.is Hverfisgötu  551 9000 Sýnd kl. 5.40. Sýnd kl. 6, 8 og 10. B. i. 16. 1/2HL MBL SG DV ÓHT Rás2 Sýnd kl. 5 og 10.30. Sýnd kl. 5.20, 7.40 og 10. Gott popp styrkir gott málefni Frá leikstjóra American Beauty. Eitt mesta meistaraverk sem þú munt nokkurn tíman sjá. Frábær spennutryllir með Heather Graham úr Boogie Nights og Joseph Fiennes úr Enemy at the Gates. „ARFTAKI BOND ER FUNDINN!“  HK DV Sannsöguleg stórmynd um mögnuð stríðsátök. Missið ekki af þessari! Sýnd kl. 8. B.i. 14.Sýnd kl. 7 og 10. B.i. 16. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B. i. 16. . www.laugarasbio.is Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 6 með ísl. tali. SK. RADIO-X SV Mbl FYRSTI OG SKELFILEGASTI KAFLINN Í SÖGU HANNIBAL LECTER FRUMSÝNING anthony HOPKINS edward NORTON ralph FIENNES harvey KEITEL emily WATSON mary-louise PARKER philip seymour HOFFMAN BEINT Á TOP PINN Á ÍSL ANDI 1/2 Kvikmyndir.is  Kvikmyndir.com  HK DV  SK RadíóX  SV Mbl 25 ára afmælishátíð Félags harmonikuunnenda í Reykjavík fer fram í Glæsibæ í kvöld Borðhald og tónleikar hefjast kl. 20.30 og dansleikur kl. 22.30. Hljómsveit Vilhelms Guðmundssonar sér til þess að dansgólfið kólni ekki. F.H.U.R. Félag harmonikuunnenda í Reykjavík GLEÐI, sem gengur undir því dul- arfulla nafni Lovebox, verður hald- in á skemmtistaðnum Broadway í kvöld. Draumaheimur Lovebox er skýrður nánar í tilkynningu frá fyr- irtækinu Dreamworld, sem hefur umsjón með kvöldinu. „Staðnum er breytt í ástareyju í tilefni gleðskap- arins en þar má finna Rómeó- þorpið, Kengúruþorpið, Havana- þorpið, Harley-þorpið, Casanova- ströndina, Don Juan-barinn og eins konar pósthús sem ber heitið Skila- boð frá himnum,“ segir í tilkynning- unni. Þegar gestir koma að landi á Ást- areyjunni fá þeir númer en á eyj- unni er Lovebox-hótelið. Hvert númer hefur sitt sérstaka hólf og í þau geta vongóðir gestir komið skilaboðum til einstaklinga, sem þá langar til að hitta, með skilaboðum um stað og stund stefnumótsins. Þetta er í annað sinn sem ást af þessu tagi tekur völdin á Broadway. Fyrsta kvöldið var haldið í ágúst og mættu 1.800 manns á staðinn og hefur verið ákveðið að bjóða upp á Lovebox með reglulegu millibili. DJ Sergey Pimenov frá Rússlandi þeytir skífum í teitinu í kvöld, sem hefst klukkan 23 og stendur fram á nótt. Konur fá frítt inn til mið- nættis. Ástarenglar flögra milli staða á eyjunni, með skilaboð frá gestunum. Ástareyja á Broadway ALLIR hlutir eru fagrir. Það þarf bara einhvern til að elska þá. Það er svo flott því það geturðu ekki feikað,“ eru lokaorð nýrrar heimildamyndar um listamanninn Sigurð Guðmunds- son, sem tekin verður til almennra sýninga í dag. Leikstjóri Möhögu- leika er Ari Alexander Ergis Magn- ússon. Hann hefur unnið að mynd- inni í rúm tvö ár og ferðast víða með Sigurði. Þeir heimsóttu Kína, Hol- land, Svíþjóð, Finnland, Þýskaland auk þess að taka upp á Íslandi. Þetta ætti ekki að koma á óvart í ljósi þess að Sigurður á heimili í Amsterdam, Svíþjóð, Kína og á Djúpavogi. Frum- skilyrði Sigurðar varðandi gerð myndarinnar var einmitt það að Ari Alexander fylgdi honum um heiminn. Að sögn Ara Alexanders þvertók Sig- urður fyrir það að gerð yrði heim- ildamynd þar sem einungis yrði rætt við góða vini hans og haldnar stuttar lofræður um hann sjálfan. „Enda stóð það aldrei til,“ segir hann. Fékk hugmyndina í draumi Hugmyndin að myndinni kom til Ara Alexanders í draumi. Hann hafði nýlokið við mynd um Erró og var staddur í sumarfríi á Caprí þegar hann dreymdi stórbrotinn draum þar sem hann lýsti því yfir á skrifstofu Ís- lensku kvikmyndasamsteypunnar að hann ætlaði að gera mynd um Sigurð Guðmundsson. Draumurinn endaði reyndar á því að ókunnur maður með skammbyssu skaut hann í báðar hné- skeljarnar og Ari Alexander vaknaði upp í svitakófi. „Ég skellti mér beint í sundlaugina með stóra margarítu og sagði konunni minni frá þessu. Þá sagði hún: Sigurður hver?“ Hann lét þetta ekki stöðva sig og hóf að vinna við myndina í ágúst árið 2000. Hann tók upp 90 klukkustundir af efni en myndin er 52 mínútna löng. „Það er ekki einn rammi í henni, sem liggur ekki heil hugsun á bak við,“ segir hann. Ari Alexander er starfandi mynd- listamaður, auk þess að hafa gert nokkrar heimildamyndir. Hann út- skrifaðist frá Parsons School of De- sign í París árið 1996. Á meðan á náminu stóð gerði hann nokkur verkefni þar sem hann sökkti sér ofan í verk Sigurðar Guðmunds- sonar. Sigurður er fjölhæfur listamaður og skemmtileg- ur og skilar þar sér í myndinni, sem er á köflum mjög fyndin. Hún gefur góða innsýn í starf íslensks listamanns, sem starf- ar á alþjóðavettvangi, enda segir Ari Alexander að Sigurður hafi haft mikil áhrif á sína kynslóð listamanna, ekki aðeins á Íslandi heldur líka í Hollandi og Frakklandi. Seld til sjö landa auk Íslands Myndin kostaði 15 milljónir króna í framleiðslu og er styrkt af Kvik- myndasjóði Íslands og Reykjavíkur- borg. Vel hefur gengið að selja myndina. „Við höfum fengið vilyrði fyrir sjö löndum um kaup á mynd- inni,“ segir Ari Alexander. Til viðbót- ar hefur Sjónvarpið keypt myndina og verður hún að öllum líkindum á dagskrá um páskana eða næsta haust. Ari Alexander segir að gott fólk hafi unnið með sér að gerð myndar- innar. Þór Eldon sér um tónlistina, Jón Yngvi Gylfason klippir myndina og Friðrik Þór Friðriksson og Anna María Karlsdóttir eru meðframleiðendur. Samstarfi Sigurðar og Ara Alexander er þó ekki lokið því þeir eru að vinna saman að kvikmynda- handriti eftir Ósýnilegu konunni eftir Sigurð. Möhöguleikar verður sýnd á vegum Film-Und- urs í Háskólabíói á einni daglegri sýningu, klukkan 19, frá og með deg- inum í dag og næstu viku. Ennfrem- ur verður myndin frumsýnd á Akur- eyri á laugardaginn í samvinnu við Gilsfélagið og menningarmálanefnd Akureyrar. Fagrir hlutir til að elska Morgunblaðið/Þorkell Ari Alexander vann að heimildamyndinni um Sigurð í rúm tvö ár. ingarun@mbl.is Heimildamynd um Sigurð Guðmundsson tekin til sýninga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.