Morgunblaðið - 25.10.2002, Blaðsíða 27
BANDARÍSKA gamanmyndinUndercover Brother varðóvænt sumarsmellur í
Bandaríkjunum og fékk yfirleitt góða
dóma frá gagnrýnendum þar í landi.
Í myndinni er gert grín að svertingja-
og glæpamyndum fyrri tíma og þykir
hún um margt minna á myndir eins
og Austin Powers og Naked Gun.
Spéfuglinn Eddie Griffin leikur
hinn afrískættaða Ameríkana Anton
Jackson, mjög eftirtektarverðan
náunga, sem virðist á yfirborðinu
vera sakleysið uppmálað og ólíklegur
til að vinna nokkrum mein. Hann er
fastur í áttunda áratugnum, gengur
aðeins í fötum frá þeim tíma og er
heltekinn af því að vinna góðverk fyr-
ir málstað svarta mannsins. Einn
daginn býðst honum að ganga í félag-
ið „B.R.O.T.H.E.R.H.O.O.D“, sem
sérhæfir sig í að vinna gegn kúgun
hvíta mannsins á svertingjum, en fé-
laginu er ekki síst ætlað að uppræta
áætlanir hvíta mannsins um að koma
aðskilnaðarstefnunni aftur á. Eitt
fyrsta verkefnið, sem Antoni er falið,
er að komast að því hvernig hvíti
maðurinn fékk svarta manninn
Warren Boutwell til þess að hætta
við forsetaframboð fyrir það eitt að fá
að opna skyndibitastað. Ýmis ill-
menni reyna að leggja stein í götu
hans og þarf hann til dæmis að berj-
ast við Mr. Feather og White She
Devil og síðast en ekki síst hinn
hættulega „The Man“.
Myndin er frá framleiðendunum
Bill Carraro og Brian Grazer, sem
stóðu m.a. að bíómyndunum The
Nutty Professor og Liar Liar. Hand-
ritshöfundur er John Ridley og leik-
stjórinn er hinn 32 ára gamli Mal-
colm Lee, sem leikstýrði The Best
Man árið 1999, en þess má að lokum
geta að Malcolm Lee er frændi Spike
Lee.
Sambíóin, Álfabakka og Kringlunni,
frumsýna Undercover Brother.
Leikarar:Eddie Griffin, Dave Chappelle,
Neil Patrick Harris, Chris Kattan og
Denise Richards. Leikstjóri: Malcolm
Lee.
Bræðrabandalag-
ið stendur saman
Myndin gerir grín að gömlu
svertingja- og glæpamyndum fyrri
tíma og þykir um margt minna á
myndir eins og Austin Powers og
Naked Gun.
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 2002 27
STEVEN Berkoff þekkja líklega
einhverjir hér á landi sem kvik-
myndaleikara, en hann hefur leikið í
ýmsum þekktum Hollywood-mynd-
um svo sem A Clockwork Orange,
Rambo og Beverly Hills Cops, svo
nokkrar séu nefndar. Í heimaland-
inu, Bretlandi, er Berkoff hins vegar
þekktari sem leikhúsmaður en hann
hefur skrifað fjölda leikrita, leikið og
leikstýrt um árabil og hefur orð á sér
fyrir að vera uppreisnarmaður og
hefðarbrjótur – bæði í eigin verkum
og ekki síður í uppfærslum sínum á
klassískum leikverkum, t.a.m. ýms-
um verkum Shakespeares.
Það er fagnaðarefni þegar spenn-
andi erlend samtímaleikskáld eru
kynnt á Íslandi og er, hvað það varð-
ar, nokkur gósentíð í íslensku leik-
húsi um þessar mundir. Það er ekki
oft sem gefst tækifæri til þess að sjá
nýleg erlend samtímaverk, ný ís-
lensk verk og klassísk verk leikbók-
mennta í einni og sömu vikunni, ef
maður kærir sig um, en það getur
maður núna. Og fyrir alla muni, ef
ykkur langar til að eiga skemmtilega
stund í leikhúsi, þar sem þið getið
velst um að hlátri, dáðst að tækni
leikara og um leið skynjað sterkan
brodd í því efni sem fyrir ykkur er
borið, skuluð þið ekki missa af þess-
ari leiksýningu í Vesturporti.
Kannski á titill þessa leikrits eftir
að vefjast fyrir þeim sem eru að
kynna sér framboðið á leiksýningum.
Orðið Kvetch er þannig útskýrt í
leikskrá að það sé tekið „úr mállýsku
amerískra gyðinga í New York og
þýðir kvíði, angist eða það sem
„kremur mann að innan““. Það er
ýmist skýrt sem nafnorð eða sem
sögn; að kvetsja er þá „að kvarta og/
eða kveina“, eða kannski frekar að
„nöldra“. Eftir að hafa séð sýninguna
og pælt í því hvernig orðið er notað í
henni, virðist mér sem orðið nái
kannski einna helst yfir þá „hnúta“
sem hvert og eitt okkur burðast með
hið innra; hnúta sem plaga okkur (og
orsaka nöldur) og við þráum að leysa
eða losa okkur undan.
Verkið lýsir hjónunum Donnu
(Edda Heiðrún Backman) og Frank
(Steinn Ármann Magnússon) sem
eru orðin langþreytt á hinni daglegu
rútínu, hjónabandinu og hvort öðru.
Frank, sem er sölumaður, og Donna,
sem er heimavinnandi húsmóðir, fá
vinnufélaga Franks, Hal (Ólafur
Darri Ólafsson) í heimsókn eitt
kvöldið og þar er einnig stödd móðir
Donnu (Margrét Ákadóttir) sem er
fastagestur á hverju föstudagskvöldi,
tengdasyninum til mikillar armæðu.
Við sjáum samskipti þessa fólks
þessu einu kvöldstund og afleiðingar
þess í náinni framtíð. Kjólaframleið-
andinn George (Felix Bergson) kem-
ur einnig við sögu í því ferli breytinga
og uppstokkunar sem líf persónanna
tekur í rás leiksins. En við sjáum
ekki aðeins samskipti þessara fimm
persóna, heldur fáum við einnig inn-
sýn í hugsanir þeirra í formi eintala
sem sífellt kljúfa fléttu leiksins og
samtöl persónanna. Og af andstæðu
hegðunar þeirra og hugsana sprettur
hinn óborganlegi og oft á tíðum mjög
svarti húmor sem er aðalsmerki
verksins.
Þessi sýning mun vera annað leik-
stjórnarverkefni Stefáns Jónssonar í
atvinnuleikhúsi, en áður hefur hann
leikstýrt uppfærslu á Birninum eftir
Anton Tsjekov hjá hinu sáluga Leik-
félagi Íslands. Líkt og hann gerði í
þeirri uppfærslu velur Stefán að ýkja
upp og skerpa kómíska þætti leikrits-
ins og árangurinn er frábær. Það er
greinilegt á öllu að verkinu hefur ver-
ið leikstýrt af snerpu og afar sterkri
kímnigáfu sem skilar sér í hverju
smáatriði leiksins. Kannski má segja
að áhersla Stefáns á kómík verksins
dragi nokkuð úr þeim sára undirtóni
sem vissulega er til staðar í textan-
um, en hins vegar ætti ekki að fara
fram hjá neinum að höfundur er
beinskeyttur í lýsingu sinni á hjóna-
bandinu og borgaralegu lífi sem felst
fyrst og fremst í að vinna, vinna,
vinna – éta og sofa.
Það eru engir aukvisar sem Stefán
vinnur með í þessari sýningu og leik-
ararnir njóta sín allir til fullnustu, svo
unun er á að horfa. Edda Heiðrún var
hreint frábær í hlutverki Donnu, hún
fór á kostum í hárfínum skopleik þar
sem hvert smáatriði kitlaði hlátur-
taugar áhorfenda. Einræða hennar
um matargerð og húsverk í upphafi
leiksins gaf tóninn fyrir það sem á
eftir fór og fékk salinn til þess að
veltast um af hlátri. Það sama má
segja um Stein Ármann sem túlkaði
innibyrgða „frústrasjón“ Franks af
mikilli innlifun og list. Steinn Ár-
mann hefur ekki verið áberandi í ís-
lensku leikhúsi undanfarið og segja
má að hann gangi þarna í endurnýjun
lífdaga. Samleikur þeirra Steins Ár-
manns og Eddu Heiðrúnar var með
afbrigðum góður og að öðru ólöstuðu
var hápunktur samleiksins atriðið
sem lýsir samskiptum þeirra hjóna í
rúminu.
Margrét Ákadóttir var óborganleg
í hlutverki mömmu gömlu sem nýtur
þess að gagnrýna matargerð dóttur
sinnar og gerir tengdasoninn æfan
með ropum sínum og viðrekstri.
Gervi Margrétar var með ólíkindum
sannfærandi og listileg túlkun
hennar gaf áhorfendum innsýn í
heim gamallar konu sem býr bæði
yfir mildi og meinfýsi. Ólafur Darri
átti ekki í vandræðum með að túlka
hnúta hins nýfráskilda og einmana
karlmanns sem þráir ekkert heitara
en að eignast vini – eða kannski helst
einn sérstakan vin. Felix Bergsson
skipti fagmannlega á milli hins
borubratta bísnessmanns og hins
ástleitna en þó angistarfulla sjarm-
örs sem óttast ekkert meira en að
standa sig ekki í rúminu.
Skemmtileg skil eru á milli þeirri
atriða sem lýsa samskiptum persóna
og hinna sem lýsa hugsunum þeirra;
samskiptin eru bókstaflega fryst (eða
kannski væri réttara að segja að tím-
inn sé frystur) og á meðan ein per-
sóna opinberar hugsanir sína, hnút-
ana í sálarlífinu og þann kvíða og
angist sem þeir valda henni, eru hinir
kyrrir í sínum stellingum með frosin
svipbrigði. Skilin eru einnig
skemmtilega skerpt með lýsingu sem
var í grundvallaratriðum einföld en
þjónaði sýningunni afar vel, líkt og
einföld en bráðsniðug leikmyndin.
Tónlist Jóns Halls Stefánssonar setti
punktinn yfir i-ið, lágvær í bakgrunni
og hvergi ágeng, en gaf sýningunni
skemmtilega fyllingu.
Þessi sýning er tvímælalaust með
þeim skemmtilegustu sem nú eru í
gangi og aðstandendum sínum til
mikils sóma. Orðspor Stevens Berk-
offs er greinilega á rökum reist og
vert væri að kynna fleiri af verkum
hans fyrir íslenskum áhorfendum.
LEIKLIST
Á senunni
Höfundur: Steven Berkoff. Íslensk þýð-
ing: Ólafur Haraldsson. Leikstjóri: Stefán
Jónsson. Leikarar: Edda Heiðrún Back-
man, Felix Bergsson, Margrét Ákadóttir,
Ólafur Darri Ólafsson og Steinn Ármann
Magnússon. Leikmynd: Snorri Freyr Hilm-
arsson. Leikgervi og búningar: Ásta Haf-
þórsdóttir. Lýsing: Sigurður Kaiser. Hljóð-
mynd: Jón Hallur Stefánsson.
Miðvikudagur 23. október
KVETCH
Veisla í
Vesturporti
Morgunblaðið/Jim Smart
„Þessi sýning er tvímælalaust með þeim skemmtilegustu sem nú eru í gangi og aðstandendum sínum til mikils
sóma. Orðspor Stevens Berkoffs er greinilega á rökum reist,“ segir m.a. í umsögn Soffíu Auðar Birgisdóttur.
Soffía Auður Birgisdóttir
ROAD to Perdition er glæpa-mynd í leikstjórn Ósk-arsverðlaunahafans Sam
Mendes, sem gerði American
Beauty, sem sló öll aðsóknarmet
árið 1999, og eru það stórleik-
ararnir Tom Hanks, Paul Newman
og Jude Law sem fara með aðal-
hlutverkin.
Myndin er byggð á skáldsögu
Max Allan Collins og Richard
Piers Rayner og segir sögu bófans
Michaels Sullivan, sem leikinn er
af Tom Hanks. Hann er hamingju-
samlega giftur og á tvo syni, en
fjölskyldan hefur ekki minnstu
hugmynd um hvað hann vinnur
við. Myndin gerist árið 1930 í
Chicago og er Michael Sullivan
leigumorðingi mafíunnar, nánar
tiltekið leigumorðingi Johns Roon-
eys, sem er leikinn af Paul New-
man. Sá gaur ræður öllu í Chicago
og kemur næst á eftir Al Capone í
„virðingarstiganum“, en hann hef-
ur gengið Michael Sullivan í föður
stað. Yngri sonur Michaels verður
vitni að morði og til að þagga nið-
ur í honum þarf Rooney nú að
ganga frá honum svo lítið beri á.
En þegar hinn sonurinn og eig-
inkonan falla óvart í valinn í stað-
inn, þarf Michael að hefna fyrir
fjölskyldu sína og snýst gegn
Rooney og mafíunni. Mafían
bregður á það ráð að ráða leigu-
morðingjann Harlen Mcguire, sem
leikinn er af Jude Law, til að
drepa Michael. Upphefst nú mikill
eltingarleikur og spenna á milli
Michaels og mafíunnar með
ófyrirséðum afleiðingum. Michael
reynir eftir fremsta megni, ásamt
syni sínum, að komast undan
harðsvíraðri mafíunni og brögðum
Rooneys til að hefna fyrir
eiginkonuna og yngri soninn.
Tom Hanks segir að út úr
myndinni megi lesa boðskap um
valfrelsi mannanna í lífinu. „Skila-
boðin frá föðurnum Michael til
sonarins Michaels eru þau að allir
geta valið sér sínar eigin leiðir í
lífinu, en forðast skaltu eins og
heitan eldinn að velja mína leið.“
Tyler Hoechlin, sem leikur soninn
Michael, var tiltölulega óþekktur
13 ára gamall leikari frá Corona í
Kaliforníu, þegar hann var valinn
úr hópi yfir tvö þúsund ungra
manna til að fara með hlutverkið.
Hann hóf leiklistarnám níu ára að
aldri og þykir auk þess efnilegur í
körfubolta. Hann hefur farið með
hlutverk í tveimur öðrum kvik-
myndum, í Family Tree, sem var
sýnd á Cannes-kvikmyndahátíð-
inni árið 1999, og Train Quest,
sem filmuð var í Rúmeníu í fyrra.
Smárabíó, Regnboginn og Borgarbíó
Akureyri frumsýna Road to Perdition.
Leikarar: Tom Hanks, Paul Newman,
Jude Law, Jennifer Jason Leigh, Stanley
Tucci, Daniel Craig og Tyler Hoechlin.
Leikstjóri: Sam Mendes.
Leigu-
morðingi
snýst
gegn
mafíunni
Myndin segir sögu bófans Michaels Sullivans sem leikinn er af Tom Hanks.