Morgunblaðið - 25.10.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.10.2002, Blaðsíða 25
GÍSLATAKAN Í MOSKVU MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 2002 25 LISTIR MENN í sérsveitum rússneska inn- anríkisráðuneytisins nálgast leik- húsið í gær. Þær eru sérstaklega þjálfaðar í því að fást við hryðju- verkamenn. Sérsveitir lögregl- unnar taka einnig þátt í umsátrinu. AP Leikhúsið umkringt MARÍNU Shkolníkovu, einum gísl- anna, var sleppt í gær. Kom hún út úr leikhúsinu með farsíma í ann- arri hendi og bréf frá gíslunum í hinni. Í því skora þeir á yfirvöld að gera allt, sem unnt er, til að leysa mál með friðsamlegum hætti. Ástandið meðal gíslanna sjö- hundruð fór í gær versnandi með hverri stundu sem leið, enda fólkið svangt og þyrst auk þess að þurfa að afbera óttann um líf sitt og limi. Gísl sleppt með skilaboð AP HUNDRUÐ manna, ættingjar og aðrir ástvinir gíslanna í leikhúsinu í Moskvu, biðu í alla fyrrinótt milli vonar og ótta fyrir utan húsið. Sumir óttuðust um konuna sína, móður eða systkini, aðrir um unnustu sína, börn eða barnabörn. Allir biðu í þögn og vonleysi. Tveir menn, Míkhaíl og Sergei, yljuðu sér á koníaki í kuldanum. Konur þeirra höfðu farið að sjá söng- leikinn „Nord-Ost“ („Norð-Austur“), sem sýndur hefur verið fyrir fullu húsi í heilt ár. „Þær fóru einar vegna þess, að við vorum að vinna. Vonandi endar þetta vel,“ sögðu þeir en einn viðstaddra hafði ekki trú á því. „Þetta getur ekki endað vel,“ sagði hann. Ung kona, augljóslega mjög skelfd, Júlja að nafni, beið með unn- usta sínum eftir fréttum að móður sinni. „Hún er inni í húsinu. Hún hringdi til mín og sagði, að hún væri heil á húfi en ég er svo hrædd,“ sagði hún um leið og gömul kona brast í grát. Hún sagði, að barnabarnið sitt, starfsmaður leikhússins, væri gísl. „Ég fór í kirkjuna og baðst fyrir og kom svo hingað. Ég veit ekki hvað ég á að gera, þetta er svo hræðilegt.“ Óskiljanleg frétt Miðvikudagskvöldið var ósköp venjulegt hjá Nadezhdu Míkhaílova. Hún var að hafa til kvöldmatinn og gjóa um leið augunum á sjónvarpið þegar þar kom frétt, sem hún skildi ekki. Hún hringdi í vinkonu sína og spurði hvort hún hefði heyrt sömu fréttina. Það hafði hún gert. Dótt- urdætur Nadezhdu, Ksyusha og Nastja, og Anna, dóttir hennar, voru á valdi mannræningja. „Þær höfðu hlakkað til í marga mánuði að sjá söngleikinn,“ sagði Nadezhda. „Ég er svo hrædd.“ Þegar leið á nóttina fór kvíðinn að buga suma, sem biðu fyrir utan leik- húsið. Maður nokkur, sem átti son meðal gíslanna, hrópaði: „Hvernig liði ykkur ef sonur ykkar væri þarna?“ Hann sagðist ekki hafa neina trú á hugsanlegum björgunar- aðgerðum og Míkhaílova sagði, að það væri ekki hægt að verða við kröf- um mannræningjanna um brott- flutning rússneska hersins frá Tsjetsjníu nema á löngum tíma. „Á fólkið að vera þarna þar til það er hægt? Það getur tekið marga mán- uði.“ „Ráðist ekki á húsið“ Nokkrir gíslanna fengu að hringja úr farsímunum sínum og sumir vör- uðu við, að reynt yrði að ráðast til inngöngu. „Það er búið að koma fyrir sprengjum og það eru konur við hlið mér með sprengjur á sér. Menn með byssur. Ráðist ekki á húsið, skjótið ekki á þá,“ sagði kona að nafni Tatj- ana Solnyshkína. Ættingjar gíslanna birtu einnig yfirlýsingu þar sem þeir skora á Vladímír Pútín, forseta Rússlands, að skipa ekki fyrir um skyndiárás á leikhúsið. Ástvinir gíslanna biðu við leikhúsið í alla fyrrinótt „Þær höfðu hlakkað til í marga mánuði“ Moskvu. AP, AFP. AP Ónefnd kona úr hópi þeirra sem biðu fyrir utan leikhúsið í fyrrinótt sýnir mynd af stúlku, líklega barnabarni sínu, sem var á valdi mannræningjanna. Á TÓNLEIKUM Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands í gærkveldi voru flutt tvö tónverk, fyrst fjögurra þátta sinfónía eftir Pál P. Pálsson, er hann nefnir Norður- ljós, og fimmta sin- fónían eftir Gustav Mahler, undir stjórn Petris Sakaris. Tónleikarnir hófust á hressilegu verki eft- ir Pál P. Pálsson er hann nefnir Norður- ljós og vísa kaflaheit- in til margbreytileika ljóssins; Glitrandi, Glóandi, Lýsandi og Geislandi. Vandamálið við að lýsa einhverju í tónum má oft leysa með því herma eftir fyrirbærum eða reyna að búa til leikrænar stemmningar, sem oftar en ekkimisheppnast. Hér velur Páll að láta tónlistina tala og gerir ekki tilraun til að nota eftirherm- ublæbrigði. Það er hins vegar hinn innri eldur sem lýsir upp verkið. Oft ber fyrir eyru kyrrstæða mið- lægju tónhugmyndanna, er smátt og smátt brýtur sér braut, eins og ljósið. Þetta er einkum áberandi þar sem notast er við einn tón, sem fluttur er á milli hljóðfæra, en smám saman tekur Páll að vefja upp tónferli, er síðan hljómar óhamið og frjálst. Þetta er kraft- mikið verk, á köflum nokkuð „brassí“, sem á vel við, þar sem það er samið í tilefni heimsmeist- aramóts í skíðaíþróttum. Þetta hressilega og snjótæra verk var flutt á sannfærandi máta af Sin- fóníuhljómsveit Íslands, undir stjórn Petris Sakaris. Seinna verkið var sú fimmta eft- ir Mahler, stórt og viðamikið verk, sérlega erfitt í flutningi og því nokkur viðburður, þegar þess er gætt hve vel tókst til, undir vökulli stjórn Petris Sakaris. Þarna áttu einstaka hljóðfæraleikarar vel leiknar tónhendingar, eins og t.d. Ásgeir Steingrímsson er opn- aði verkið með hinu sérkennilega „sig- nali“, Hallfríður Ólafsdóttir er lék vel sérkennilega „flautu- kadensu“ og Joseph Ognibene er lét oft- lega klingja í fallegum einsleiks tónhending- um, en Mahler notaði hornin í verkum sín- um oft á glæsilegan máta. Strengirnir, undir forustu Sigrún- ar Eðvaldsdóttur, léku hinn undurfagra Adagietto-þátt einstaklega vel og svona mætti lengi telja. Það sem þó mætti finna að var fámenni strengjasveitarinnar, er dró ekki í gegn þegar allt var í gangi, þrátt fyrir að blásarasveitin öll léki hvergi um of í styrk. Flutn- ingur hljómsveitarinnar í heild var mjög góður í þessu erfiða verki og lék hún á köflum frábærlega vel undir stjórn Petris Sakaris. Þessir tónleikar eru töluverður sigur fyr- ir þennan aufúsugest þeirra, er hafa átt góðar stundir með honum og Sinfóníuhljómsveit Íslands, sem hann á töluvert í, eftir frábært starf sem þjálfari og stjórnandi um árabil. Frábær flutningur á erfiðu verki Jón Ásgeirsson Petri Sakari TÓNLIST Háskólabíó Flutt voru verk eftir Pál P. Pálsson og Gustav Mahler. Stjórnandi: Petri Sakari. Fimmtudagurinn 24. október. SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Í LISTASALNUM Man verður opn- uð á morgun kl. 15 sýning á áður óþekktum pastelmyndum Jóhann- esar Geirs, „endurminningamynd- ir“ hans frá árunum 1963–1970. Jóhannes Geir er áhrifamikill teiknari og málari um hálfrar ald- ar skeið. Það er mál margra að á árunum 1964 til 1970 hafi hann gert þær myndir sem halda munu orðstír hans lengst á lofti, „end- urminningamyndirnar“ svokölluðu. Í bók sem Aðalsteinn Ingólfsson tók saman um verk Jóhannesar Geirs er því haldið fram að þessar myndir, olíumálverk, pastelmyndir og teikningar, eigi sér enga hlið- stæðu í íslenskri myndlist, ,,svo þrungnar sem þær eru af nið- urbældum ofsa og tilfinningahita“. Myndirnar eru gerðar í Reykja- vík, þar sem Jóhannes Geir bjó við þröngan kost. Ein af hjálparhellum listamannsins á þessum tíma var Ólafur Maríusson, sem rak herra- fataverslun P & Ó, ásamt Pétri Sig- urðssyni. Jóhannes Geir gat leitað til þeirra Péturs og Ólafs þegar hann vantaði fatnað á sig og fjöl- skyldu sína og mátti greiða fyrir hann með pastelmyndum. Í tímans rás eignaðist Ólafur mikinn fjölda pastelmynda eftir listamanninn. Vegna búferlaflutn- inga vill hann nú selja þessar myndir, í fullri sátt við Jóhannes Geir. Sýningin er opin kl. 10–18 virka daga og 11–18 um helgar og stend- ur til 16. nóvember. Ein pastelmynda Jóhannesar Geirs. Óþekkt verk Jóhann- esar Geirs sýnd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.