Morgunblaðið - 25.10.2002, Side 38

Morgunblaðið - 25.10.2002, Side 38
MINNINGAR 38 FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ leiktækið í hverfinu og laðaði til sín mörg börn, há sem lág. Tveggja ára syni mínum fannst ekkert skemmti- legra en að fara á trampólínið. Eitt sinn gætti Elín hans og ætlaði að gæta hans í klukkustund, en þegar hún var liðin og gott betur, bankaði Elín, skælbrosandi, kafrjóð og móð. ,,Úff, ég ætlaði aldrei að koma hon- um heim, hann var svo óþekkur.“ Breki hafði skemmt sér svo vel að hann vildi ekki fara heim. Minningarnar um ykkur systur eru óteljandi margar og hjálpa mikið í þessari miklu sorg. Elsku Anna, takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir Aldísi Eik. Þú varst ótrú- lega dugleg að flækjast með þær út um allt, aldrei var það tiltökumál að hafa aukabarn með í för. Nú eru þið allar komnar til Ellu frænku, eins og Aldís Eik sagði. Takk fyrir samveruna! Ég og fjöl- skylda mín biðjum góðan Guð að veita fjölskyldu, aðstandendum og vinum ykkar styrk í sárri sorg. Björg Ársælsdóttir. Það var fyrir rúmum tuttugu árum að leiðir okkar Þórdísar Önnu lágu fyrst saman er við unnum saman á skyndibitastað í Kópavogi. Ég fimm- tán og hún sautján. Við könnuðumst við hvor aðra frá því að við vorum saman einn vetur í Gagnfræðaskól- anum í Mosfellsbæ. Í nokkra mánuði leigðum við saman herbergi í Breið- holtinu. Það var skemmtilegur tími og um leið lærdómsríkur. Hún var ákveðin, dugleg og ósérhlífin. Þegar við bjuggum saman var líkamsrækt- aráhugi hennar að vakna. Hún dró mig út að skokka en ákafinn var svo mikill í henni að þetta var nú frekar spretthlaup heldur en skokk. Ég gleymi heldur aldrei hjólatúrnum okkar, en að honum hlógum við oft. Þessi litli hjólatúr okkar spannaði öll hverfi borgarinnar og hálfan Kópa- voginn. Þetta var Þórdís Anna, smáhjólatúr og borgin og næsta ná- grannasveitarfélag þrædd endanna á milli. Eftir að sambúð okkar lauk varð smáhlé á vinskap okkar. Hann endurnýjuðum við svo eftir nokkur ár og var eins og við hefðum aldrei skilist að. Svona var það alltaf hjá okkur. Við vorum ekki í daglegu sambandi en sama hversu langt leið á milli heim- sókna eða símtala þá var alltaf eins og við hefðum heyrst í gær. Þórdís Anna og stelpurnar fluttu svo heim frá Noregi fyrir ári. Við hittumst nokkuð oft síðustu vikurnar og þakka ég fyrir þær stundir núna. Síð- asta skiptið sem ég hitti Þórdísi var stuttu fyrir þetta hræðilega slys. Hún kom heim til mín kvöld eitt, rétt kíkti inn, gat því miður ekki stoppað, þetta var á virku kvöldi og stelpurn- ar þurftu að komast í háttinn. Þær mæðgur höfðu verið að vitja leiðis Ellu Rutar og annarra ástvina. Aldr- ei hvarflaði það að manni að þetta væri í síðasta skipti sem ég sæi þær á lífi. Skemmtileg fjölskylduferð vest- ur á land sem endaði með skelfilegu slysi. Maður skilur ekki tilganginn, fyllist reiði, reiði yfir því að ung móð- ir og ungar dætur hennar fá ekki að vera lengur hjá okkur. Ég votta fjölskyldu Þórdísar Önnu, Kristni og hans fjölskyldu og Ásgeiri mína dýpstu samúð. Megi Guð gefa ykkur styrk á þessum erf- iða tíma. Kristrún (Krissa). Elsku Elín. Við eigum svo bágt með að trúa því að þú komir ekki aft- ur í skólann, en við vitum að nú ert þú orðin engill hjá guði ásamt mömmu þinni og Mirru systur þinni. Það var alltaf mikið líf og fjör í kringum þig. Þú áttir mörg áhuga- mál, t.d. voru dýr í miklu uppáhaldi hjá þér. Þú tókst upp á því að mæta með tuskudýr í skólann vegna þess að þú máttir ekki taka hundana þína og hamstrana með þér og ekki leið á löngu þar til það var orðið aðalæðið í bekknum. Einnig varst þú mjög góð í fimleikum og áttir ekki erfitt með að semja og sýna heilu dansana. Elsku Elín okkar, um leið og við þökkum þér fyrir samleið og vináttu færum við fjölskyldu, aðstandendum og vinum ykkar okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum góðan guð að styrkja þau í þessari miklu sorg. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þín bekkjarsystkin í 3. og 4. HB í Salaskóla. Elsku Anna, Elín og Mirra. Guð geymi ykkur, umvefji allri sinni hlýju og gefi ykkur sinn frið. Enginn mannlegur máttur fékk við neitt ráðið og það er erfitt að horfast í augu við það hvað veruleik- inn getur verið kaldhæðinn. Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. Hnigin er sól í sjó. Sof þú í blíðri ró. Við höfum vakað nóg. Værðar þú njóta skalt. Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. (Jóhann Jónsson.) Elsku Kristinn Pétur, Hanna Maja, Birkir Már og Elsa Karen, Ás- geir, Iðunn og Sólveig, mínar inni- legustu samúðarkveðjur til ykkar og annarra aðstandenda. Guð styrki ykkur, blessi og varðveiti á þessari miklu sorgarstundu. Í skugga vængs þíns verði mitt skjól þar til áþján þessi er yfirgengin. (Ensk bænabók.) Ólöf Marín Úlfarsdóttir. Elsku Elín, Mirra og Anna. Takk fyrir allt sem þið hafið gert fyrir mig og ég þakka líka fyrir að hafa fengið að kynnast ykkur. Mér þótti svo mikið vænt um ykkur þó að ég hafi aldrei sagt það. Allar stund- irnar sem við áttum saman eru núna geymdar í huganum mínum. Ég man eftir því þegar við vorum á trampól- íninu í fyrsta sinn, mamma ykkar setti það upp og við urðum svo glað- ar. Svo kom hún með melónubita handa okkur og við réðumst á skál- ina, en síðan sáum við að það mundi ekki ganga svo að við skiptum mel- ónunni á milli okkar. Þetta var rosa- lega skemmtilegur dagur. Svo man ég eftir þegar þið fenguð Dínó og Nölu, hundana ykkar, loks- ins úr einangrun og voruð svo glaðar. Fyrir stuttu fenguð þið síðan tvo dverghamstra til viðbótar. Síðan gerðist það að frænka ykkar Ella Rut dó í bílslysi og þá söknuðuð þið hennar svo mikið, enda var hún uppáhaldsfrænkan ykkar og var oft að passa ykkur og líka að hoppa með okkur á trampólíninu. Við lékum okkur mikið saman enda vorum við vinkonur, frænkur og bekkjarsystur í Salaskóla og það eru bara nokkrir dagar síðan Elín var hjá mér og við lékum okkur saman og borðuðum saman. En allt í einu eruð þið ekki lengur hér og allt hefur breyst svo skyndilega og ég skil það ekki. Núna vona ég að ykkur líði vel með Ellu Rut og að þið séuð að hoppa á trampólíni allar saman á himnum. Guð geymi ykkur og passi ykkur. Ég trúi því að þið séuð núna orðnar fallegir englar á himninum. Núna finnið þið ekki til eftir það sem gerð- ist og eruð allar heilbrigðar. Ég sakna ykkar mikið og geymi minn- ingarnar um ykkur í hjartanu mínu alla ævi. Ástarkveðjur, ykkar Halldóra Birta. Elsku Mirra, manstu þegar við vorum úti á línuskautum með hundana þína Dínó og Nölu? Og þeg- ar að við vorum að labba með hundana og tína skeljar. Það var svo gaman að leika við þig. Þú varst besta, besta vinkona mín, við gerðum svo margt saman. Manstu þegar ég sagði við mömmu að þú værir að fara í réttar og þú fórst að hlæja og sagðir maður segir ekki réttar heldur réttir. Núna ertu örugglega að passa öll dýrin hjá Guði. Ég sakna þín. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. (Ásmundur Eiríksson.) Þessi bæn var uppáhaldsbænin þín, þú fórst alltaf með hana áður en þú fórst að sofa. Guð geymi þig, þín besta, besta vinkona Aldís Eik. Við kynntumst Elínu og Mirru nánast þegar þær fæddust en þá bjuggu þær í Svíþjóð, hittum við þær þá sjaldan. Þegar þær komu til landsins komu þær oft í heimsókn því mömmur okkar voru bestu vinkonur. Þær voru alltaf frekar feimnar fyrst en það lagaðist alltaf strax. Þegar Elín og Mirra fluttust til Ís- lands kynntumst við þeim betur og gerðum margt skemmtilegt saman, fórum í sund, reyndum að veiða kan- ínur, hoppuðum á trampólíninu sem þær áttu, fórum í keilu og margt margt fleira. Mirra var mikill dýravinur og átti hún heilan dýragarð, svo ekki sé tal- að um alla bangsana sem hún átti. Elín var meiri íþróttakona og var hún í fimleikum. Fórum við einmitt að sjá hana sýna með Gerplu síðast- liðið vor, hún ætlaði alltaf að byrja í dansi og var það aðallega út af fal- legu kjólunum. Síðast þegar við sáum stelpurnar var okkur boðið í mat til þeirra. Þeg- ar við vorum búin að borða horfðum við saman á sjónvarpið, var þá Mirra með hamsturinn sinn í höndunum á meðan og var að gæla við hann. Þetta er kvöld sem aldrei mun renna úr huga okkar. Þessar tvær ungu döm- ur voru alltaf kátar og munum við sakna þeirra mikið. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Þeirra vinir Ásgrímur Geir og Bjarki Þór Logasynir. Klukkan er 6.20 á mánudags- morgni og hópur kvenna að mæta á átaksnámskeið hjá Önnu Dís. En Anna Dís kom ekki og enginn svaraði í símann. Þetta vakti strax slæma til- finningu því að Anna Dís hafði alltaf verið áreiðanleg og það var mjög ólíkt henni að mæta ekki til kennslu. Einhverra hluta vegna fórum við strax að tengja það við hræðilegt slys sem orðið hafði á sunnudeginum en vonuðum sannarlega að grunurinn væri úr lausu lofti gripinn. Stuttu síðar fengum við upplýsingar um að grunur okkar átti sér stoð í raun- veruleikanum. Anna Dís hóf störf sem þolfimi- kennari hjá Hress í júní síðastliðn- um. Hún vildi kenna mikið og kenndi meira en nokkur annar kennari hér við stöðina. Hún sagðist ekki þreyt- ast þrátt fyrir mikla vinnu því það sem hún gerði væri ekki fyrir hana heldur fyrir alla hina í tímanum. Anna Dís var þannig mjög gefandi og ósérhlífin. Þannig fólk er gott að hafa nálægt sér. Það var þó ljóst frá upp- hafi að hún skipulagði alla vinnu sína út frá dætrum sínum tveimur sem hún vildi vera sem mest með. Anna Dís var kraftmikil og sam- viskusöm og sérlega vinsæll kennari. Það var mikið áfall fyrir starfsmenn og viðskiptavini Hress að fá þau sorglegu tíðindi að mæðgurnar hefðu lent í slysi. Við héldum í vonina og í lok hvers tíma kveiktum við á kert- um og sendum okkar sterkustu strauma til Önnu Dísar og dætra hennar meðan þær lágu á spítalan- um. Það er erfitt að hugsa sér að sterk og hraust manneskja eins og Anna Dís geislandi af heilbrigði og lífsþrótti geti svo skyndilega horfið af sjónarsviðinu. Það að ung kona í blóma lífsinns eins og hún og ungar dætur hennar geti verið horfnar úr þessum heimi svo skyndilega minnir mann óneitanlega á hversu dýrmæt- ur hver dagur er. Starfsmenn og viðskiptavinir Hress votta aðstandendum sína dýpstu samúð. Linda, Jón og starfsfólk Hress. Nýr skóli. Nýr bekkur. Nýr kenn- ari. Elín var ein af fáum í bekknum sem hafði reynslu af því að hafa verið í nýja skólanum. Hún byrjaði í Sala- skóla í fyrrahaust, ásamt systur sinni, þegar skólinn tók til starfa. Þá var hún nýflutt frá Noregi þar sem hún hafði verið í skóla áður. Haustið hefur gengið mjög vel, El- ín var eftirvæntingarfull að kynnast enn nýjum félögum og læra meira í dag en í gær. Hún var vandvirk og vildi skilja og fræðast, hún spurði nánari spurninga ef hún vildi vita betur. Hún vildi ávallt gera eins vel og hún gat og stundum meira en ætl- ast var til. Elín hafði sérstaklega liprar og fallegar hreyfingar. Hún var ákaf- lega hreyfisnjöll eins og við í Sala- skóla köllum það. Fim eins og köttur klifraði hún upp til að gera hæsta turn úr trékubbum sem sést hafði í bekknum. Hún átti líka auðvelt með að semja dansa og sýna ásamt bekkj- arsystrum sínum. Það er stór missir að góðri stúlku. „Við áttum eftir að leika okkur svo mikið saman“, sagði einn bekkjar- félagi Elínar í sorg sinni. Við vitum að góður Guð tekur opnum örmum á móti Elínu, Mirru systur hennar og mömmu þeirra. Þess biðjum við. Minning þeirra lifir. Margrét og Hulda kennarar. Það ríkti mikil sorg á meðal nem- enda og starfsfólks í Salaskóla föstu- daginn 11. október síðastliðinn. Mirra Blær, Elín Isabel og móðir þeirra höfðu látist deginum áður af völdum áverka sem þær hlutu í bíl- slysi. Leiðir okkar Mirru lágu saman fyrir rúmu ári. Mirra var þá nýflutt frá Noregi ásamt móður sinni og systur og var að hefja nám við Sala- skóla. Mirra var lengur en margir aðrir nemendur að aðlagast í nýjum skóla en aðlögunin var hæg og góð. Það vakti hjá mér sérstaka ánægju þegar hún var farin að valhoppa um ganga skólans með sitt fallega bros. Upp frá því fengum við að kynnast hinum mörgu kostum sem Mirra bjó yfir, þar á meðal hennar einstöku kímni- gáfu. Mirra hafði mikinn áhuga á dýrum og var hún mikill dýravinur. Hún sagði mér oft skemmtilegar sögur af hundunum sínum og Elínar. Mirra var góður námsmaður og metnaðar- gjörn og æfði hún sig að lesa m.a. með því að lesa fyrir dýrin sín. Hún var ljúfur og skemmtilegur nemandi sem á sinn sérstaka hátt öðlaðist stóran sess í huga og hjarta þeirra sem kynntust henni. Ég kveð Mirru Blæ með söknuði og megi góður Guð styrkja föður hennar og aðra ættingja og vini á erf- iðum tímum. Berglind Þyrí, kennari. Fyrir rúmu ári rann fyrsti skóla- dagurinn í Salaskóla upp. Sjötíu og fimm eftirvæntingarfullir og prúð- búnir nemendur voru mættir. Í þeim hópi voru systurnar Mirra Blær og Elín Isabel, nýfluttar til landsins. Á fyrstu vikunum voru krakkarnir að kynnast hver öðrum og okkur starfs- fólki skólans. Mirra og Elín voru ekki bara að kynnast nýjum skóla og nýj- um félögum, þær höfðu búið lengi er- lendis og voru á vissan hátt að kynn- ast nýju landi. Fljótlega varð til notalegt og gott samfélag í okkar litla skóla. Allir þekktu alla, allir gátu leikið sér saman. Vinatengsl mynd- uðust og góður kunningsskapur. Mirra og Elín buðu krökkum á trampólínið sitt, sem allir krakkarnir í hverfinu höfðu séð eða heyrt um. Þær voru líka oft úti að leika við snjó- hvítu hundana sína. Þær voru ljúfar og fallegar stelpur sem okkur öllum þótti vænt um. Móðir þeirra, Þórdís Anna, studdi þær af krafti og hún lagði sig fram um að tengjast skólanum með hag stelpnanna sinna fyrir brjósti. Hún vildi umfram allt leggja okkur lið við að gera skólann eins góðan og mögu- legt væri. Í einu vetfangi voru þær hrifnar frá okkur í hræðilegu slysi, Mirra Blær, Elín Isabel og móðir þeirra Þórdís Anna. Það ríkir mikil sorg í Salaskóla en við hugsum hlýlega til þeirra. Við þökkum fyrir þann góða tíma og skemmtilegu stundir sem þær voru með okkur. Þær eiga stað í hjörtum okkar allra. Við sendum föð- ur Mirru og Elínar og aðstandendum öllum okkar innilegustu samúðar- kveðjur og biðjum Guð að styrkja þá í þeirra miklu sorg. Starfsfólk Salaskóla. Anna Dís kvaddi ekki með kossi, hún valdi að fara með dætrum sínum sem voru augljóslega hennar mesti auður. Þær voru gullmolar okkar allra sem við nú sárt söknum. Anna Dís var einstök manneskja, góður kennari, vel gefin og dugleg. Hún var samviskusöm og sem rekstrarstjóri Planet Sport tókst hún á við daglegan rekstur af þeirri atorku sem fáum er gefin. Það sem einkenndi hana var fórnfýsi og mikil vinnugleði. Hún var nýflutt heim frá Noregi og tókst af dugnaði á við þau vandamál og það óöryggi sem fylgir því að flytjast búferlum og setjast aftur að á Íslandi. Hún fór á milli skóla til þess að finna dætrum sínum bara það besta og það var eingöngu fyrir þær og þeirra velferð sem hún stóð upp úr eins og hetja. Fallegar teikningar dætra hennar til mín sýndu að Anna Dís var ötul við að kenna þeim að gefa og varðveiti ég þessar myndir sem og tárin sem ég nú felli, líkt og bónina um að þetta sé ekki satt. Í ólýsanlegum vanmætti þeirra staðreynda að við fáum þær aldrei allar til baka biðjum við starfsfólk Planet Pulse þeim Guðs blessunar um alla eilífð. Síðast héldum við Anna Dís hvor utan um aðra við jarðarför bestu vin- konu hennar og frænku, Elínar, í sumar en Elín lést einnig í bílslysi. Þar sást best styrkur þessarar konu sem leiddi móður sína bugaða af sorg að kistu ástríkrar dótturdóttur. Móð- ur sem nú kveður á nýjan leik dóttur og tvö barnabörn. „Vér vitum ekki, hvers við eigum að biðja, en sjálfur andinn biður fyrir oss með and- vörpum, sem ekki verður orðum að komið.“ (26. vers.) Elín leit mikið upp til Önnu Dísar og vann sem kennari hjá henni í Nor- egi og hér heima. Þær voru tengdar órjúfanlegum böndum þeirra sem elska án skilyrða. Nú hafa þær báðar ratað veginn til Guðs og vaka yfir syrgjendum, unnusta, fjölskyldu og vinum. Þú kvaddir dætur þínar ekki með kossi, þú beiðst eftir að þær kæmust á leiðarenda og fórst svo strax af stað sjálf. Ekkert í þessum heimi getur lýst þér betur en þessi ákvörðun þín. Læknavísindin töldu að þú yrðir áfram hér, í þessum fjötrum holds- ins, en þú hélst nú ekki og eins og ávallt voru dætur þínar mikilvægari en allt annað. Þú fórst með. „Guð býður öllum – af sérhverri þjóð, kyn- kvísl, tungu og lýð – vist í eilífðarríki sínu.“ (Op. 14, 6–7.) Með þessum orðum Biblíunnar og samúð til handa öllum ástríkum að- standendum, vinum og kunningjum og með góðmennsku þína, Anna Dís, til eftirbreytni kveð ég þig; konu sem stóð allt af sér og ákvað sjálf sín ör- lög við feigðarósinn. Guðsríki væri fátækara án ykkar allra. Jónína Ben. ÞÓRDÍS ANNA PÉTURSDÓTTIR, ELÍN ÍSABELLA OG MIRRA BLÆR KRISTINSDÆTUR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.