Morgunblaðið - 25.10.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.10.2002, Blaðsíða 24
GÍSLATAKAN Í MOSKVU 24 FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ meistar inn. is ÁBYRGÐ ÁREIÐANLEIKI STEFNA Vladímírs Pútíns Rúss- landsforseta í málefnum Tsjetsjníu hefur orðið fyrir þungu höggi sök- um gíslatökunnar í Moskvu. Þetta er mat sérfræðinga sem AFP- fréttastofan ræddi við gær. Með því að færa sjálfan ófriðinn í Tsjetsjníu inn í miðborg Moskvu hafi aðskiln- aðarsinnum tekist að auka efann um réttmæti þeirrar ákvörðunar forsetans að neita að setjast að samningaborðinu í því augnamiði að binda enda á hryllinginn í Tsjetsj- níu. Loforð Pútíns Tsjetsjnía, sem er í Kákasusfjöll- um í suðurhluta Rússlands, lýsti yf- ir sjálfstæði frá Moskvuvaldinu árið 1991. Borís Jeltsín, þáverandi for- seti Rússlands, brást hins vegar ekki við fyrr en 1994 þegar hann sendi herlið til landins. Þeirri herför lauk með háðuglegum ósigri árið 1996. Rússar hófu hernað á ný í Tsjetsjníu í októbermánuði 1999 en áður höfðu verið framin hryðjuverk í nokkrum rússneskum borgum sem Tsjetsjenum var kennt um. Pútín ákvað að freista þess að brjóta á bak aftur vopnaða hreyf- ingu sjálfstæðissinna með hervaldi og koma síðan á viðræðum um framtíð svæðisins innan Rússlands. Þá var Vladímír Pútín forsætisráð- herra Rússlands. Klifur hans upp metorðastigann hefur allt frá því verið bundið því heiti hans að ná sem fyrst fram friðsamlegri lausn í Tsjetsjníu. Nú kann pólitísk framtíð hans að ráðast af því hvernig hann bregst við atburðunum í Moskvu. Pútín fordæmdi í gær gíslatök- una og sagði hana „hryðjuverk“ sem skipulagt hefði verið „í erlendu ríki“. Forsetinn hefur neyðst til að hætta við heimsóknir til Portúgals og Þýskalands þar sem hann hugð- ist koma við á leið sinni á fund leið- toga Samstarfsráðs Asíu- og Kyrra- hafsríkja sem fram fer í Mexíkó. „Gíslatakan í leikhúsinu í Moskvu er niðurlæging fyrir rússneska ríkið og Pútín forseta.“ Þetta er mat Lilíu Sjevtsova, sem starfar við Carneg- ie-stofnunina í Moskvu. „Eftir þriggja ára viðleitni til að hefta starfsemi hryðjuverkamanna frá Tsjetsjníu hlýtur niðurstaða okkar að vera sú að við höfum tapað stríð- inu. Nú þarf forsetinn að vinna frið- inn. En mjög erfitt verður að hefja samningaviðræður þegar staðið er frammi fyrir slíkri ógn af hálfu hryðjuverkamanna. Miklu mun skipta hvort Pútín býr yfir nægu hugrekki til að hugsa hvorki um eig- in vinsældir né kosningar og ein- beita sér að því að losna úr því kvik- syndi sem Tsjetsjnía er,“ bætir hún við. Þreifingar Gíslatakan ríður yfir aðeins viku eftir að mannréttindafulltrúi Moskvu-stjórnarinnar í Tsjetsjníu, Abdul Khakim Sultygov, átti fund með 14 þingmönnum sem kjörnir voru til setu á þingi Tsjetsjníu árið 1997. Voru þetta fyrstu opinberu samskipti stjórnvalda í Moskvu og Tsjetsjena frá því að friðarviðræður runnu út í sandinn í nóvember í fyrra. Fundurinn með þingmönnun- um kom hins vegar í kjölfar þess að rússneskur þingmaður skýrði frá því að hann hygðist á næstunni ræða við fulltrúa Aslans Maskha- dovs, forseta Tsjetsjníu, í Sviss. Talsmaður Pútíns forseta sagði hins vegar á mánudag að þessar þreifingar endurspegluðu ekki op- inbera stefnu stjórnvalda í Moskvu. Rússneskir ráðamenn krefðust þess enn að aðskilnaðarsinnar legðu nið- ur vopn áður en viðræður hæfust. Mannréttindafrömuðurinn Oleg Orlov kvaðst í gær telja að gíslatak- an væri „mikið áfall“ í ljósi þeirra þreifinga sem fram hefðu farið í því skyni að koma á viðræðum um frið og pólitíska lausn ágreiningsmála í Tsjetsjníu. Hann sagðist telja ólík- legt að Maskhadov Tsjetsjníufor- seti bæri ábyrgð á árásinni á leik- húsið. Raunar hefði hópur tengdur stríðsherranum Arbi Barajev, sem Rússar drápu í júní í fyrra, lýst yfir ábyrgð á gíslatökunni. Orlov minnti á að nokkrar vonir hefðu vaknað að undanförnu um að hreyfing væri að komast á viðræður um frið og fram- tíð Tsjetsjníu. Pútín hefði lagt ríka áherslu á að hann myndi binda enda á ófriðinn er hann var kjörinn for- seti í marsmánuði 2000. Margir hefðu orðið fyrir vonbrigðum sök- um þess að hann hefði ekki reynst þess megnugur að standa við stóru orðin. Bjartsýni hefði því á ný vikið fyrir vonleysi og örvæntingu. Friðarvilji Kannanir hafa sýnt að um 60% Rússa vilja að átökum verði hætt í Tsjetsjníu og deilan leyst með samningum. Undanfarin þrjú ár hafa fréttir af mannfalli borist á degi hverjum til alþýðu manna í Rússlandi. Rússar hafa verið vænd- ir um hroðalega glæpi og mannrétt- indabrot í Tsjetsjníu. Þing- og for- setakosningar fara fram eftir 18 mánuði og töldu viðmælendur AFP að ráðamenn hlytu að taka tillit til þess er þeir legðu á ráðin um hvern- ig leysa mætti gíslatökuna í Moskvu. Rússneskir stjórnmálamenn sem andvígir eru hvers kyns eftirgjöf í Tsjetsjníu-deilunni hafa hins vegar nú þegar reynt að nýta sér gíslatök- una í Moskvu. „Rússneska þjóðin má ekki láta kúga sig,“ sagði tals- maður Einingar, flokks er styður Pútín og stjórn hans. Þjóðernissinn- inn Vladímír Zhírínovskíj sagði gíslatökuna sönnun þess að rétt væri að fara með hernaði gegn þjóð- um á Kákasus-svæðinu. Aðrir vís- uðu til þess að atburðirnir í Moskvu sýndu að Maskhadov forseti hefði enga stjórn lengur á aðskilnaðar- sinnum í landinu. Menn gætu ekki talað fjálglega um mikilvægi friðar- viðræðna að morgni dags og tekið óbreytta borgara í gíslingu þegar kvölda tæki. Gíslatakan mikið áfall fyrir Pútín Reuters Vladímír Pútín Rússlandsforseti í hópi ungra föðurlandsvina. Hernaður í Tsjetsjníu hefur reynst Rússum hið mesta kviksyndi ’ Gíslatakan í leik-húsinu í Moskvu er niðurlæging fyrir rússneska ríkið og Pútín forseta. ‘ MAÐURINN, sem er sagður vera foringi gíslatökumannanna í Moskvu, er frændi Arbi Barajevs, eins illræmdasta og grimmasta stríðs- herrans í Tsjetsjníu. Var hann felldur í átökum við rúss- neska hermenn í júní í fyrra. Barajev var fræg- ur fyrir að taka gísla, jafnt vestræna menn sem Rússa, og líka fyrir miskunnarleysið, sem hann sýndi þeim og öðrum. Sem dæmi um það má nefna, að 1998 lét hann ræna fjórum mönnum, þrem- ur Bretum og einum Nýsjálendingi, sem unnu að fjarskiptamálum í Tsjetsjníu, og lét hálshöggva þá. Maður, sem einnig var fangi Bar- ajevs og manna hans um hríð, sagði síðar í viðtali við BBC, breska rík- isútvarpið, að Barajev hefði farið fram á 10 millj. dollara, 880 millj. ísl. kr., í lausnargjald frá British Telecom og Granger Telecom en þá hefðu „arabískir vinir“ hans boðið honum 20 millj. dollara, 1,76 millj- arða ísl. kr., að auki fyr- ir að drepa mennina. Að sögn Rússa voru þessir vinir hans hryðjuverka- samtökin al-Qaeda. Arbi Barajev féll í sex daga löngum bardaga við rússneska hermenn í heimabæ hans, Alkhan- Kala, á síðasta ári og þá tók frændi hans við veldinu. Þegar það var sem mest var um að ræða ábatasöm viðskipti með tsjetsjneska olíu, yfirráð yfir helstu þjóð- leiðinni um landið og síðast en ekki síst gíslatökur. Rússar gerðu harða hríð að frændanum, sem þá nefndist Movs- an Suleimanov, í ágúst í fyrra og töldu sig hafa fellt hann í Argun, annarri stærstu borginni í Tsjetsj- níu. Það er því ekki alveg ljóst hvort um er að ræða einn og sama frændann og þann, sem nú segist vera foringi gíslatökumannanna, en hann kallar sig Movsar Barajev. Kvaðst sjálfur hafa drepið 170 manns Tsjetsjneskir skæruliðar hafa áð- ur tekið gísla og sagst vera reiðu- búnir að deyja með þeim en síðan gert allt til að semja um að fá að fara óhultir til Tsjetsjníu með ein- hverja gíslana. Gíslatökumennirnir í Moskvu segjast einnig vera reiðu- búnir til að deyja og ástæða er til að óttast, að þeim sé full alvara. Bar- ajevarnir hafa sýnt, að þeir eru til alls vísir. Sagt er, að Arbi Barajev hafi hreykt sér af því að hafa með eigin hendi drepið 170 manns. Forsprakki gíslatökumannanna er af kunnri, tsjetsjneskri ætt Movsar Barajev Alræmdir fyrir grimmd og gíslatökur LJÓST er, að verulega er farið að þrengja að tsjetsjneskum skærulið- um í baráttunni gegn Rússum. Í Tsjetsjníu sjálfri hafa þeir hörfað úr einu víginu í annað og nýlega voru þeir hraktir burt úr einum helsta griðastað sínum, Pankisi-skarðinu í Georgíu. Þeir hafa ekki lengur efni á að missa marga menn í beinum átök- um og nú er veturinn að leggjast að. Ekki er ólíklegt, að þessi staða eigi sinn þátt í örvæntingarfullri gísla- töku þeirra í Moskvu. Átökin í Tsjetsjníu hafa staðið með hléum í átta ár en upphafið var, að Tsjetsjenar lýstu yfir sjálfstæði sínu 1991. Borís Jeltsín, þáverandi forseti Rússlands, lét þó ekki til skarar skríða gegn þeim fyrr en 1994 en þessu fyrra Tsjetsjníustríði lauk með auðmýkjandi ósigri Rússa 1996. Að unnum sigrinum kusu Tstetsj- enar sér sinn eigin forseta, Aslan Maskhadov, fyrrverandi stórskota- liðsforingja í sovéska hernum og einn helsta foringja sinn í stríðinu við Rússa. Náði hann friðarsamning- um við Moskvustjórnina en sam- kvæmt þeim átti að ákveða endan- lega stöðu Tsjetsjníu eftir fimm ár. Upplausn, morð og mannrán Maskhadov er sagður maður hóf- samur en sem forseti hafði hann enga stjórn á framferði stríðsherr- anna í landinu. Alger óöld tók við og sá illræmdasti af þeim öllum, Arbi Barajev, gerði landið frægt að en- demum fyrir mannrán og morð. Á árinu 1999 létu nokkur hundruð manns lífið er fjölbýlishús voru sprengd upp í Moskvu og öðrum borgum og voru Rússar ekki í nein- um vafa um, að tsjetsjneskir skæru- liðar hefur verið þar að verki. Það sama ár réðust þeir líka inn í grann- landið Dagestan til að koma þar á ísl- ömsku ríki. Þá sendi Vladímír Pútín, forseti Rússlands, herinn á vettvang. Reknir frá Pankisi-skarði Þótt tsjetsjnesku skæruliðarnir hafi gert Rússum marga skráveif- una, þá hafa þeir samt ekki staðist rússneska hernum snúninginn og hafa nú ekki lengur neina eiginlega bækistöð í Tsjetsjníu. Þeir hafa hins vegar í nokkurn tíma getað skýlt sér í Pankisi-skarði, handan landamær- anna í Georgíu. Þaðan hafa þeir gert árásir á rússneska hermenn í Tsjetsjníu. Rússar og raunar Bandaríkja- menn einnig lögðu mjög hart að Georgíustjórn að uppræta skærulið- ana í Pankisi-skarði og hótaði Moskvustjórnin jafnvel að ráðast inn í Georgíu dygði ekki annað til. Létu Georgíumenn loks undan þrýstingn- um og ráku skæruliðana burt. Voru 15 arabar og al-Qaeda-menn hand- teknir og framseldir til Bandaríkj- anna. Á stöðugum flótta Tveir hópar skæruliða fóru frá Pankisi-skarði í september sl. Fór annar inn í Íngúshetíu þar sem flest- ir skæruliðarnir féllu í átökum við rússneska hermenn og hinn hópur- inn fór inn í Norður-Ossetíu, allt að 150 menn, og þar var hann upprætt- ur. Skæruliðarnir eiga nú í fá hús að venda og veturinn fer í hönd. Hann hefur alltaf verið þeim erfiður. Þá er nístingskalt uppi í Kákasusfjöllum og snjóalög mikil. Það versta er þó, að þá geta þeir ekki leynst undir laufskrúði skógarins. Skæruliðarnir geta flúið en þeir geta ekki falið sig. Horfa fram á ósigur í Tsjetsjníustríðinu Gíslatakan hugs- anlega örþrifaráð í tapaðri stöðu Reuters Rússneskir hermenn á vettvangi átakanna í Tsjetsjníu, hér önnum kafnir við að hreinsa stórskotafallbyssu nálægt bænum Noovolakskoje.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.