Morgunblaðið - 25.10.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 25.10.2002, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I ATVINNA ÓSKAST Húsasmiðir geta bætt við verkefnum Vönduð vinna. Föst verðtilboð. Upplýsingar í síma 695 6216. Matreiðslumaður Okkur vantar ferskan og hugmyndaríkan mat- reiðslumann sem getur hafið störf strax. Upplýsingar gefur Guðmundur í síma 661 1070 eða á staðnum. Cafe Bleu, Kringlunni, s. 568 0098. R A Ð A U G L Ý S I N G A R FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Kópavogsbúar Opið hús Sjálfstæðisfélag Kópa- vogs býður Kópavogs- búum í opið hús á laugar- dagsmorgnum milli kl. 10.00 og 12.00 í Hamra- borg 1, 3. hæð. Þar gefst Kópavogsbúum kostur á að hitta alþingis- menn, bæjarfulltrúa, nefndarfólk og aðra trúnaðarmenn flokksins, skiptast á skoðunum og koma málum á framfæri. Gunnsteinn Sigurðsson og Halla Halldórsdóttir bæjarfulltrúar verða í opnu húsi á morgun, laugardaginn 26. október. Allir velkomnir. Sjálfstæðisfélag Kópavogs. Félagsfundur Almennur félagsfundur Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni verður haldinn í Ás- garði í Glæsibæ fimmtudaginn 31. október 2002 kl. 17.00. Fundarefni: 1. Skattlagning ávöxtunarhluta lífeyris- greiðslna - íslenska ríkinu stefnt. 2. Önnur mál. Félagar fjölmennið. Allt áhugafólk um málefni aldraðra velkomið. Stjórnin. TILKYNNINGAR Auglýsing um deiliskipulag í Reykjavík Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar til kynningar tillögur að deiliskipulagi og breytingum á deiliskipulagsáætlunum fyrir eftirtalin svæði í Reykjavík: Teigagerðisreitur, Bakkagerði, Breiða- gerði, Teigagerði, Steinagerði, deiliskipu- lag. Tillagan tekur til húsa á svokölluðum Teiga- gerðisreit og nær til Bakkagerðis, Teiga- gerðis, Steinagerðis og húsa nr. 2, 4, 6, 8 og 10 við Breiðagerði. Í tillögunni eru m.a. skilgreindir viðbygg- ingarmöguleikar fyrir öll hús á umræddu svæði til framtíðar þar sem talið er mögu- legt að byggja við hús á annað borð. Miðað er við að heimilt verði að byggja við þau hús þar sem nýtingarhlutfall lóðar er undir 0,4 (ef ekki er kjallari í húsi) en 0,5 (ef kjallari er í húsi). Settir eru byggingarskilmálar um breytingar á húsunum s.s. um hækkun þaks, byggingu bílskúra og reglur um auka- íbúðir o.fl. Nánar um tillöguna vísast til hennar. Þórsgötureitur, Lokastígur, Baldursgata, Þórsgata, Týsgata, deiliskipulag. Um er að ræða tillögu að deiliskipulagi reits sem afmarkast af Lokastíg til norðausturs, Baldursgötu til suðausturs, Þórsgötu til suðvesturs og Týsgötu til norðvesturs. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að heimilt verði að byggja við og inndregna hæð ofan á húsið að Þórsgötu nr. 1, útbyggingar á suð- vestan við húsin nr. 2, 4, 6 og 8 við Lokastíg, bakbyggingu við húsið nr. 37 við Baldursgötu. Gerir tillagan ráð fyrir breyt- ingum á lóðum við Lokastíg auk lóðanna nr. 1 við Þórsgötu og Baldursgötu 37. Lóðin nr. 1 við Þórsgötu stækkar en hinar lóðirnar minnka u.þ.b. sem nemur gangstétt fyrir framan húsin. Þá gerir tillagan ráð fyrir við- byggingu norðvestan við húsið nr. 13 við Þórsgötu. Leiksvæði, milli lóðanna nr. 9 og 13 við Þórsgötu verður óbreytt. Á reitinn í heild er sett ávæði um verndun byggða- mynsturs. Nánar um tillöguna vísast til hennar. Reitur 1.171.2, Bankastræti, Skólavörðu- stígur, Bergstaðastræti, Hallveigarstígur og Ingólfsstræti, nýtt deiliskipulag. Um er að ræða tillögu að deiliskipulagi reits sem afmarkast af Bankastræti og Skóla- vörðustíg til norðurs, Bergstaðastræti til austurs, Hallveigarstíg til suðurs og Ingólfs- strætis austurs. Af reitnum er í gildi deili- skipulag frá 1989 m.s.br. og fellur það úr gildi verði hin auglýsta tillaga samþykkt. Tillagan gerir ekki ráð fyrir verulegum breytingum utan þess að gert er ráð fyrir að heimilt verði að byggja 3-4 hæða ný- byggingu aftan við Bankastræti 12 auk þess sem heimilt verði að rífa húsið nr. 7 við Hallveigarstíg og byggja á lóðinni hús á þremur hæðum með risi. Nánar um tillöguna vísast til hennar. Tillögurnar liggja frammi í sal skipulags- og byggingarsviðs í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10.00 – 16.00 frá 25. október til 6. desember 2002. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við þær skal skila skriflega til skipulags- fulltrúa, Borgartúni 3, 105 Reykjavík eigi síðar en 6. desember 2002. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 25. október 2002. Skipulagsfulltrúi. SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ Eldri Eskfirðingar í Reykja- vík og nágrenni Munið vetrarkaffið sunnudaginn 27. okt. kl. 15 í félagsheimili eldri borgara, Gullsmára 13, Kópavogi. Hittumst hress. Kaffikonurnar. Auglýsing um deiliskipulag í Reykjavík Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar til kynningar tillögur að breytingum á deili- skipulagsáætlunum fyrir eftirtalin svæði í Reykjavík: Reykjavíkurhöfn, Norðurgarður, Vestur- höfn, lóð Granda hf., breyting á deili- skipulagi. Tillagan tekur til Norðurgarðs í Vesturhöfn Reykjavíkurhafnar nánar tiltekið lóðar Granda hf. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir nýrri landfyllingu, í samræmi við Aðalskipulag Reykjavíkur, og stækkun lóðar Granda hf. úr u.þ.b. 8.371 m2 í u.þ.b. 30.800 m2. Þá gerir tillagan ráð fyrir nýrri götu, tveimur nýjum byggingarreitum, annars vegar til þess að mögulegt sé að stækka núverandi hús til norðausturs, og hins vegar reit fyrir nýtt hús suðaustan við gamla húsið. Nánar um tillöguna vísast til hennar. Borgartún 34-36, breyting á deiliskipu- lagi. Tillagan tekur til lóðanna nr. 34 og 36 við Borgartún og afmarkast af Sóltúni til vesturs, lóð Borgartúns 32 til norðurs, Kringlumýrarbraut til austurs og aðkomu- götu frá Kringlumýrarbraut að Sóltúni (milli lóðar nr. 30 við Sóltún og 34-36 við Borgar- tún) til suðurs. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir breytingu á lóðarmörkum. Tvær verkstæðisbyggingar, sem nú standa á lóðunum, ásamt opinni bíl- geymslu verði rifnar. Fallið verði frá bygg- ingu 6 hæða fjölbýlishúss, sem gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir að heimilt sé að byggja í suðvesturhorni lóðarinnar nr. 36. Í staðinn verði heimilt að byggja byggja fimm hæða fjölbýlishús, með inndreginni 6. hæð, vestast á reitnum, eina hæð ofan á núverandi gistiheimili og nýtt sex hæða hús, undir gistiheimili eða sambærilega starfsemi til suðurs frá eldra húsi, austast á reitnum. Þá gerir tillagan ráð fyrir um 109 bílastæðum á svæðinu, þar af um 54 í bíl- geymslum neðanjarðar. Nánar um tillöguna vísast til hennar. Tillögurnar liggja frammi í sal skipulags- og byggingarsviðs í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10.00 – 16.00 frá 25. október til 6. desember 2002. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við þær skal skila skriflega til skipulags- fulltrúa, Borgartúni 3, 105 Reykjavík eigi síðar en 6. desember 2002. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 25. október 2002. Skipulagsfulltrúi. SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIDÐ SMÁAUGLÝSINGAR EINKAMÁL 42 ára Spánverji, 165 cm á hæð og 75 kg, óskar eftir að kynnast íslenskri konu, 22— 30 ára, með alvöru og stofn- un fjölskyldu á Spáni í huga (helst barnlausa). Tala dálitla ensku. Mynd æskileg. Sendið bréf til: Section Post office, N 22 Briviesca, Burgos, Spain. FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 12  18310258½  9.I. I.O.O.F. 1  18310258  8½ O Í kvöld kl. 21 heldur Páll J. Ein- arsson erindi um nýútkomna bók sína, „The Little Scroll“, í húsi félagsins, Ingólfsstræti 22. Á laugardag kl. 15—17 er opið hús með fræðslu og umræðum, kl. 15.30 í umsjón Jóns E. Bene- diktssonar sem fjallar um „G.I. Gurdjieff og kenningar hans“. Á sunnudögum kl. 17—18 er hugleiðingarstund með leið- beiningum fyrir almenning. Á fimmtudögum kl. 16.30—18.30 er bókaþjónustan opin. Mikið úr- val andlegra bókmennta. Guðspekifélagið hvetur til sam- anburðar trúarbragða, heim- speki og náttúruvísinda. Félagar njóta algers skoðanafrelsis. www.gudspekifelagid.is SAFNARAR Bítlarnir, Stones, Elvis og fleiri, popp, rokk og þungarokk, breiðskífur, smáskífur og plaköt frá ca 1950—'70. Sérstaklega söfn. Gott verð í boði. Tölvup. leariderz@hotmail.com . FÉLAGSSTARF ATVINNA mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.