Morgunblaðið - 25.10.2002, Side 43

Morgunblaðið - 25.10.2002, Side 43
kennurum. Þar kom saman hópur einbeittra og hæfileikaríkra nem- enda sem áttu síðar eftir að láta að sér kveða við að efla íslenskt tónlist- arlíf. Í þessum hópi var Kristinn nemandi í píanóleik hjá Árna Krist- jánssyni. Kristinn var frá Dalvík og hafði áður stundað nám hjá Margréti Ei- ríksdóttur við Tónlistarskólann á Akureyri. Eftirminnilegust eru árin um og eftir 1950 en á þessum árum var lagður grunnur að traustri og ein- lægri vináttu okkar Kristins. Við Kristinn áttum það sameig- inlegt að fara til London til fram- haldsnáms að loknu burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Þegar Kristinn hélt utan hafði ég verið í London en var staddur heima svo ég gat lánað honum herbergið mitt meðan hann var að koma sér fyrir. Það gat verið erfitt fyrir píanó- nemendur því oft var tekið fram í auglýsingum um húsnæði að ekki væri óskað eftir fólki með börn, hunda eða píanó. Kristinn innritað- ist í Royal College of Music og aðal- kennari hans þar var Kendall Taylor sem var mjög þekktur píanóleikari. Það var gott að stunda nám í London. Á sviði lista var framboðið hreint ótrúlega fjölbreytilegt og í tónlistinni kom fram hver stórvið- burðurinn eftir annan. Við Kristinn hittumst eins oft og kostur var og nutum lífsins og áttum trúnað hvor annars. Þegar Ásdís kom út til Kristins fékk ég tækifæri til að kynnast henni. Milli fjölskyldna okk- ar myndaðist traust og hlý vinátta. En námsárunum lauk og vinnan tók við. Kristinn og Ásdís stofnuðu heimili á Akureyri og hann hóf kennslu við tónlistarskólann þar. Ég starfaði hins vegar við Tónlistar- skólann í Reykjavík. Þar kom að Kristni var boðin staða fulltrúa við tónlistardeild Rík- isútvarpsins og þau Ásdís fluttu suð- ur og keyptu íbúð í Kópavogi. Það varð síðar mikið lán fyrir mig því ár- ið 1968 var eg ráðinn skólastjóri við Tónlistarskóla Kópavogs. Við Krist- inn vorum ekki alveg ókunnir skól- anum því við höfðum báðir kennt þar lítils háttar. Kristinn hafði löngun til að breyta um starfsvettvang og fara alfarið aftur í tónlistarkennslu. Hann hafði mjög mikinn áhuga á að koma til liðs við þennan unga tónlistarskóla í Kópavogi sem aðeins hafði verið starfræktur í fimm ár. Heimild fékkst fyrir fastráðningu hans sem yfirkennara við skólann frá ársbyrj- un 1969. Kristinn var einstaklega traustur maður sem átti auðvelt með að um- gangast samkennara sína og ávann sér trúnað og virðingu þeirra og því voru honum jafnframt falin ýmis trúnaðarstörf í þágu tónlistar- manna. Hann var ekki aðeins af- burðagóður píanókennari með mikla reynslu og víðtæka þekkingu sem hann m.a. aflaði sér með því að sækja námskeið píanókennara er- lendis, heldur var hann einnig fram- úrskarandi píanóleikari. Það var auðvitað óskabyrjun fyrir mig sem skólastjóra að fá Kristin til samstarfs og við höfðum ávallt sömu sýn á það hvernig skólastarfinu skyldi háttað. Tónlistarskóli Kópa- vogs átti eftir að verða einn af stærstu tónlistarskólum landsins í starfstíð okkar Kristins. Framan af bjó tónlistarskólinn við mjög erfiðar húsnæðisaðstæður en það var því ánægjulegra fyrir okkur Kristin að enda samstarfið í hinu glæsilega húsnæði skólans í Tónlistarhúsi Kópavogs. Kristinn var mín hægri hönd í mjög nánu og farsælu samstarfi sem aldrei bar skugga á og stóð yfir í 32 ár eða þar til ég lét af störfum sem skólastjóri fyrir tveimur árum. Fyr- ir það vil ég þakka að leiðarlokum. Við hjónin vottum fjölskyldu míns kæra vinar djúpa samhryggð okkar. Blessuð sé minning Kristins Gestssonar. Fjölnir Stefánsson. Fréttin um andlát Kristins Gests- sonar, vinar míns og starfsbróður, kom mjög óvænt. Nokkrum dögum MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 2002 43 SJÁ SÍÐU 45 Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður og afa, ERLENDAR GUÐMUNDSSONAR, Heiðmörk 62, Hveragerði, fer fram frá Skálholtskirkju laugardaginn 26. október kl. 14.00. Anna S. Egilsdóttir, Erla Erlendsdóttir, Stefán Erlendsson, Guðmundur Erlendsson, tengdabörn og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN S. HALLDÓRSSON, Skarðshlíð 27, Akureyri, verður jarðsunginn frá Glerárkirkju föstudaginn 25. október kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, heimahlynningu á Akureyri eða Krabba- meinsfélag Akureyrar og nágrennis. Thorfhildur Steingrímsdóttir, Halldór Jónsson, Þorgerður J. Guðlaugsdóttir, Jón Torfi Halldórsson, Lára Halldóra Eiríksdóttir, Guðlaugur Már Halldórsson, Elva Sigurðardóttir, Arna Rún, Halldór Yngvi og Elvar Örn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, uppeldisbróður, föður okkar, tengdaföður og afa, SIGURÞÓRS SIGURÐSSONAR vélstjóra, Bogahlíð 7, Reykjavík. Kristrún Stefánsdóttir, Sigrún Kristín Þorsteinsdóttir, Ragnheiður Sigurþórsdóttir, Gunnar Sigurþórsson, Sigurður Þorsteinn Sigurþórsson, Drífa Ármannsdóttir, Stefán Logi Sigurþórsson, Margrét Vala Gylfadóttir og barnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vináttu við útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, EIRÍKS J.B. EIRÍKSSONAR fyrrverandi prentara, Blöndubakka 1, Reykjavík. Sérstakar þakkir til Jóhanns Tómassonar læknis fyrir umhyggju og hlýju. Rósa Pálsdóttir, Eiríkur Páll Eiríksson, Guðrún Jónasdóttir, Hrafnkell Eiríksson, Sigríður Árnadóttir, Herdís Eiríksdóttir, Brynjar Eiríksson. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur og fjölskyldum okkar samúð og hlýhug við andlát og útför elsku eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, systur og frænku, SÓLVEIGAR BRYNJÓLFSDÓTTUR, Löngumýri 14, Garðabæ. Vigfús Ásgeirsson, Klara Íris Vigfúsdóttir, Ágústa Þuríður Vigfúsdóttir, Jóhannes Þorsteinsson, Viktor Jens Vigfússon, Erna Sverrisdóttir, Ragnheiður Brynjólfsdóttir, Sigríður Brynjólfsdóttir, Íris Dungal. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar elskulegu MARTINU ERNU SIGFRIEDSDÓTTUR, Hamrabergi 24. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 21A Landspítala við Hringbraut, Heimahlynningar og starfsfólks líknardeildar Landspítala Kópa- vogi. Jónína G.H. Daníelsdóttir, Jóhann Ingólfsson, Sigurður M. Daníelsson, Þórunn Björk Einarsdóttir, Þröstur S. Daníelsson, Helga Bára Magnúsdóttir, Hanna G. Daníelsdóttir, Ámundi Ingi Ámundason, Kristján G.H. Daníelsson, Daníel Daníelsson, Almut Kühl, Heidi Jedelsky og barnabörn. Ástkær bróðir minn, ÞÓRÐUR GUÐMUNDUR VALDIMARSSON, lést á Landspítala háskólasjúkrahúsi fimmtudaginn 24. október. Jarðarförin verður auglýst síðar. Sverrir Örn Valdimarsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.