Morgunblaðið - 07.11.2002, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 261. TBL. 90. ÁRG. FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2002 mbl.is
Ísland býr yfir
leyndarmáli
Yfirlitssýning á íslenskum
ljósmyndum í Moskvu Listir
Spjallþáttur á skemmtilegum
og alvarlegum nótum Fólk
Boðberi
nýrra tíma
Róttæk breyting á réttindum
íranskra kvenna Erlent
SIGUR repúblikana í kosningunum
í Bandaríkjunum í fyrradag er tal-
inn auka líkurnar á að George W.
Bush forseta takist að hrinda í
framkvæmd hugmyndum um fyr-
irbyggjandi árás á Írak til að
stöðva tilraunir Saddams Husseins
með gereyðingarvopn. Repúblikan-
ar eru nú í meirihluta í báðum
deildum bandaríska þingsins. Bush
beitti sér ákaft í kosningabarátt-
unni og þykir hafa styrkt stöðu sína
með tilliti til endurkjörs árið 2004.
Enn er deilt um orðalag yfirlýs-
ingar gagnvart Írak í öryggisráði
Sameinuðu þjóðanna. Frakkar og
Rússar vilja sem fyrr að ekki sé
veitt heimild til árásar heldur verði
fyrst reynt að kanna hvort eftirlit
með vopnabúnaði Saddams beri ár-
angur.
Margir stjórnmálaleiðtogar eru á
því að með kosningasigrinum hafi
Bush í reynd fengið umboð frá
bandarískum kjósendum til aðgerða
gegn Saddam. „Einvörðungu al-
þjóðasamfélagið, það er Atlants-
hafsbandalagið, Rússland og helstu
ríki arabaheimsins, getur nú sett
Bush stólinn fyrir dyrnar í mál-
efnum Íraks,“ sagði Aleksei Arba-
tov, áhrifamikill þingmaður úr röð-
um hins frjálslynda Jabloko-flokks í
Rússlandi.
Sögulegur sigur repúblikana
Auknar líkur á
stríði gegn Írak
Washington, Moskvu. AFP, AP.
Fengu/18
Farþegavél Luxair fórst
í þoku við Findel-völl
AP
BJÖRGUNARMENN í Lúxemborg við stjórnklefa
Luxair-farþegavélar sem hrapaði skammt frá Findel-
flugvelli í stórhertogadæminu í gærmorgun. Tveir kom-
ust af, báðir slasaðir. Vélin var Fokker 50-skrúfuþota, af
sömu gerð og nokkrar vélar Flugfélags Íslands. Ekki er
vitað hvað olli slysinu en dimm þoka var á svæðinu.
Svörtu kassarnir með upplýsingum um flugið fundust
óskemmdir og verða nú rannsakaðir. /14
NÍUTÍU árum eftir Titanic-
slysið hefur loks tekist með
samanburði á DNA-erfðaefni
að bera kennsl á líkamsleifar
barns sem fannst drukknað í
björgunarvesti sex dögum eftir
slysið. Hinn látni var liðlega
ársgamall Finni, Eino Vijami
Panula. Móðir hans og fjórir
bræður fórust einnig með Tit-
anic.
Líkið var á sínum tíma jarð-
sett í Halifax í Kanada undir
nafnlausum legsteini. Vísinda-
menn ákváðu að grafa beinin
upp í fyrra og rannsaka DNA-
erfðaefni í mjólkurtönnum þess.
Magda Schleifer, 68 ára gömul
kona í Finnlandi, ættingi áður-
nefnds Einos, var síðan fengin
til að gefa blóðsýni svo að hægt
væri að bera erfðaefni hennar
saman við efnið úr tönnunum.
Ættingi
að handan
Montreal. AFP.
Fjármálaráðherra sagði einnig að
þær tölur sem settar væru fram í spá
Seðlabankans staðfestu í aðalatriðum
þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins.
Allt útlit væri fyrir að viðskiptahall-
inn í ár hyrfi og verðbólguspá bank-
ans væri einnig hagstæð. Þá væri það
rökrétt ákvörðun Seðlabankans að
lækka vexti. ,,Ég sé ekki annað en að
allir ættu að geta verið ánægðir með
þessa spá. Hún staðfestir það sem við
höfum haldið fram að væri framund-
an,“ sagði fjármálaráðherra.
Birgir Ísleifur Gunnarsson, banka-
stjóri Seðlabankans, sagði Íslendinga
geta horft björtum augum til framtíð-
arinnar. Verðbólgan hefði haldið
áfram að hjaðna og yrði framvindan
með svipuðum hætti og það sem af er
árinu myndi verðbólgumarkmið
Seðlabankans um 2,5% verðbólgu á
árinu nást fyrir næstu áramót.
Seðlabankinn reiknar með að á
seinni hluta næsta árs fari verðbólgan
aðeins yfir verðbólgumarkmiðið á ný,
en verði síðan við eða innan verð-
bólgumarkmiðsins til ársloka 2004. Í
þessum spám er ekki reiknað með að
ráðist verði í stórfelldar virkjunar- og
stóriðjuframkvæmdir á tímabilinu.
Gert er ráð fyrir því að stöðugleiki
ríki í gengismálum næstu tvö ár,
framleiðsluspenna verði óveruleg eða
lítils háttar slaki á tímabilinu.
Áætlað er að þjóðarútgjöld dragist
saman um rúmlega 3% í ár, en hag-
stæð utanríkisviðskipti komi í veg fyr-
ir samdrátt í landsframleiðslu. Á
næsta ári er reiknað með 1½% vexti
landsframleiðslu.
Að sögn Birgis Ísleifs hafa aðilar
atvinnulífsins, verkalýðshreyfingin
og samtök atvinnurekenda, mikið
hjálpað til við að ná verðbólgunni nið-
ur. Þessir aðilar eigi miklar þakkir
skildar.
Bjartsýni,
hagvöxtur,
stöðugleiki
HORFUR í efnahags- og peningamálum hér á landi eru góðar sam-
kvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans, sem lækkaði í gær stýri-
vexti í níunda sinn á árinu, nú um 0,5% frá og með 12. nóvember. Geir
H. Haarde fjármálaráðherra kvaðst í gærkvöldi ánægður með spá
Seðlabankans. „Hún staðfestir það sem hefur verið að koma í ljós að
undanförnu, að það hafa orðið mjög ör umskipti í hagkerfinu og sýnir
að okkar efnahagslíf er orðið miklu sveigjanlegra en það áður var,“
sagði hann.
!""! !""# !""$
%&
%!
%'
%'
%$
!&
'&
('
#)
Forsendur/C1
Gnarr í
Gnarrenburg
JEB Bush, sem var endurkjörinn ríkisstjóri í Flórída með miklum yfirburð-
um, þakkar hér skaparanum fyrir sigurinn. Demókratar voru fyrir kosn-
ingarnar farnir að gera sér vonir um að fella ríkisstjórann sem er bróðir
George W. Bush forseta.
Reuters
Guði sé lof!