Morgunblaðið - 07.11.2002, Síða 6

Morgunblaðið - 07.11.2002, Síða 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ BERGUR G. Gíslason, fyrrum for- stjóri Garðars Gíslasonar hf., varð 95 ára í gær. Bergur var einn af forystumönnum Árvakurs hf., út- gáfufélags Morgunblaðsins, í hart- nær hálfa öld og átti ýmist sæti í stjórn eða varastjórn félagsins. Á þessum árum tók Bergur virkan þátt í uppbyggingu Morgunblaðs- ins. Bergur G. Gíslason hefur einnig verið einn af frumkvöðlunum í flug- sögu Íslands og sat áratugum sam- an í stjórnum Flugfélags Íslands og síðar Flugleiða hf. Morgunblaðið sendir Bergi G. Gíslasyni, eiginkonu hans og fjöl- skyldu árnaðaróskir á þessum merku tímamótum. Á myndinni, sem tekin var í 95 ára afmæli Bergs G. Gíslasonar í gær eru fremst hjónin Ingibjörg og Bergur en að baki þeim standa dæt- ur þeirra, frá vinstri, Ragnheiður, Þóra, Ása og Bergljót. Morgunblaðið/Þorkell Bergur G. Gíslason 95 ára LISTAVERK í eigu Landsbankans og Búnaðarbankans eru hátt í 1.200 talsins, þar af um 300 hundruð í Landsbankanum og á níunda hundr- að í Búnaðarbankanum. Ekki liggur fyrir beint verðmat á þessum eign- um bankanna en þeir hafa ekki látið meta verkin. Við breytingu ríkisbankanna í hlutafélög tóku hlutafélögin yfir all- ar eignir og skuldir bankanna tveggja og þar með talin listaverk í þeirra eigu. Hefði ríkið viljað tryggja sér og þar með almenningi eignar- hald á listaverkasafni bankanna hefði þurft að undanskilja verkin þegar bönkunum var breytt í hluta- félög fyrir nokkrum árum. Dæmi eru um að eignir hafi verið undanskildar þegar ríkisfyrirtækjum hefur verið breytt í hlutafélög. Það var t.d. gert með frímerkjasafn Pósts og síma, en það fylgdi ekki með þegar þeirri stofnun var breytt í hlutafélag. Enda þótt ríkið sé, að minnsta kosti enn sem komið er, stór hluthafi í Búnaðarbanka og Landsbanka eru hluthafar bankanna fjölmargir og því þyrfti ríkið, ef vilji stæði til slíks, væntanlega að kaupa verkin af Landsbanka Íslands hf. og Búnaðar- banka Íslands hf. Núverandi sölu- áform á hlut ríkisins í bönkunum breyta engu um þetta. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir að bæði Landsbankinn og Búnaðarbankinn séu skráðir í Kauphöll og séu í eigu tuga þúsunda landsmanna og svo ríkisins. Spurð hvort sú staða kunni ekki að koma upp að t.d. Samson ehf. kynni að beita sér fyrir sölu lista- verka í eigu Landsbankans, jafnvel úr landi, segist Valgerður ekki hafa trú á því. Bankinn eigi hagsmuna að gæta meðal almennings og hún hafi því ekki trú á að eigendur hans tækju slíka ákvörðun. Valgerður segist hafa fulla trú á að listaverkin verði áfram í eigu bankanna þrátt fyrir að ríkið selji ráðandi hlut; þau séu sýnileg í bönkunum sjálfum og hún hafi ekki trú á öðru en að svo verði áfram. Bankarnir hlutafélög í eigu margra Ólafur Davíðsson, formaður fram- kvæmdanefndar um einkavæðingu, segir að það séu Landsbankinn og Búnaðarbankinn sem eigi listaverk- in. „Þetta eru hlutafélög í eigu fjöl- margra. Það er verið að selja þessi fyrirtæki með öllu sem þau eiga, og réttilega. Okkar sjónarmið er að þetta séu eignir sem ríkið er síðan að selja sinn hlut í.“ Sólon Sigurðsson, bankastjóri í Búnaðarbankanum, segir að lista- verk sem Búnaðarbankinn eigi slagi nú væntanlega á níunda hundraðið. „Þessi verk eru eign Búnaðarbank- ans hf. og ég tel að ef ríkið hefði ætl- að að halda þeim eftir hefði það þurft að gerast miklu fyrr. En auðvitað getur ríkið samið við eigendur bank- ans en ég hef enga trú á að það sé eðlilegt eða gerlegt að taka þessar eignir frá.“ Aðspurður segir Sólon að bankinn hafi ekki látið meta listaverkin til fjár og verðmat liggi því ekki fyrir. „Við höfum tvisvar sinnum haldið sýningar og erum alltaf með sýningu í glugganum í Austurstræti og nán- ast öll verkin hanga uppi á veggjum Búnaðarbankans um allt land, í af- greiðslusölum og á skrifstofum og fundarsölum þannig að almenningur getur vissulega séð verkin.“ Um sex hundruð verk eru á skrá hjá Landsbanka Íslands en þar af eru um 300 sem flokka má sem lista- verk, segir Haukur Þór Haraldsson, yfirmaður rekstrarsviðs Landsbank- ans. „Við skráum öll verk, jafnvel eft- irprentanir eða ljósrit en raunveru- leg listaverk í eigu bankans eru mun færri eða kannski um þrjú hundruð. Nær öll þessi verk hanga uppi á veggjum víðs vegar í Landsbankan- um en lunginn þó í Austurstræti og að Laugavegi 77.“ Aðspurður segir Haukur að verð- mæti þessara verki liggi ekki fyrir og svar við þeirri spurningu myndi velta nokkuð á því hvern menn spyrðu. „En það er alveg ljóst að það liggja mikil verðmæti í verkum eins og til að mynda eftir gömlu meist- arana.“ Haukur segir að á sínum tíma þeg- ar breyting varð á eignarformi Landsbankans hafi menn ekki séð ástæðu til þess að undanskilja til- teknar eignir. „Verkin eru því ekki lengur í eigu ríkisins nú þegar meiri- hlutinn í bankanum er í eigu annarra og ef ríkið hefur áhuga á einhverjum eignum bankans verður það vænt- anlega að kaupa þær af honum því þótt ríkið sé stór hluthafi eiga aðrir hluthafar helming á móti ríkinu. Það verða engar eignir afhentar úr Landsbankanum og að þessu leyti hefur staðan ekki breyst á síðustu mánuðum.“ Listaverk bankanna komin úr eigu ríkisins „ÞETTA eru örugglega dýrmæt- ustu einkasöfn íslenskri myndlist síðustu aldar sem til eru. Þau eru því algerlega ómetanleg,“ segir Hannes Sigurðsson, forstöðumaður Listasafns Akureyrar, um lista- verkasöfn í eigu Landsbanka Ís- lands og Búnaðarbanka Íslands. Hann segir að í söfnunum séu verk sem séu gullmolar og verðmæti slíkra verka hlaupi á milljónum króna. „Það er alveg ljóst að þótt það séu misjöfn gæði á listaverkasöfnum í Búnaðarbankanum og Landsbank- anum þá vitum við það í listageir- anum að það eru gullmolar innan um sem spanna alla síðustu öld sem þýðir í raun að þarna er saga ís- lenskrar myndlistar frá því hún hefst með formlegum hætti í byrjun síðustu aldar,“ segir Hannes. Hannes segir að bankarnir hafi sem ríkisstofnun eignast með kaup- um og eins með því að taka verk listamanna sem greiðslu upp í skuldir þeirra ótrúlega sterkt lista- safn þó það kunni að vera gloppótt. „Bankarnir höfðu þá stefnu og fylgdu henni vissulega að styrkja listina í landinu þó þeir hafi mjög dregið úr því á síðari árum. Ef verkin eru komin úr höndum ríkisins og ekkert verður við því gert finnst mér eðlilegt að höfða til þeirra manna sem ætla að kaupa ráðandi hlut í bönkunum, þ.e. Sam- son og S-hópsins og spyrja þá hvort þeir vilji ekki halda í þá hefð bank- anna að styrkja listina og hvort ekki sé nú lag í upphafi nýrrar aldar að afhenda þjóðinni og halda áfram að styðja við bakið á núlifandi lista- mönnum. Þarna er lag fyrir þá að sýna stórmennsku og afhenda þjóð- inni listasöfnin að gjöf. Öll söfnin í Reykjavík hafa fengið að gjöf og búa yfir safneign sem er svipuð. Lista- safnið á Akureyri er eina safn sinn- ar tegundar á landsbyggðinni og þar væri hægt að koma þessari gjöf á framfæri við þjóðina þannig að al- menningur geti notið þessara lista- verka,“ sagði Hannes. Hannes Sigurðsson, forstöðumaður Listasafns Akureyrar Verðmætustu einkasöfn sem til eru hér á landi SAMKOMULAG um skiptingu elli- lífeyrisréttinda milli hjóna tryggir stöðu þess sem er með lélegan ellilíf- eyri ef hann missir maka sinn. Ef hins vegar makinn er með léleg líf- eyrisréttindi og deyr á undan þeim sem er með góð lífeyrisréttindi tapar sá sem eftir lifir áunnum ellilífeyr- isréttindum sem hann hafði áður af- salað sér til makans. Eins og kom fram í Morgun- blaðinu á þriðjudag hefur frá árinu 1997 verið ákvæði í lögum sem heim- ilar hjónum að skipta ellilífeyrisrétt- indum jafnt á milli sín. Fáir hafa nýtt sér þessa heimild enn sem kom- ið er, en hún nær bæði til áunninna og framtíðarréttinda. Einnig er heimilt að skipta lífeyrisgreiðslum eftir að taka lífeyris er hafin. Skipt- ingin er því aðeins heimil ef hjón skipta réttindunum jafnt á milli sín. Með skiptingu ellilífeyrisréttinda er tryggt að áunnin ellilífeyrisrétt- indi koma til skipta ef hjón skilja. Við dauðsfall erfir eftirlifandi maki helming lífeyrisréttinda maka síns auk þess sem hann fær greiddan makalífeyri í samræmi við reglur viðkomandi lífeyrissjóðs. Ávinningur ef sá sem er með mikil réttindi deyr á undan Hrafn Magnússon, framkvæmda- stjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, sagði að ávinningur gæti verið af því fyrir hjón að gera samkomulag um skiptingu ellilífeyrisréttinda. „Það ber hins vegar að hugleiða þetta vel vegna þess að það geta komið upp tilvik þar sem sjóðsfélag- ar tapa á þessu. Það er hægt að taka sem dæmi hjón sem ákveða að skipta áunnum réttindum. Konan er með mjög slakan lífeyrisrétt, en karlinn góðan. Þau skipta réttindum til helminga. Síðan fellur konan frá, en þá fær karlinn helming af hennar ellilífeyrisrétti, sem er mjög slakur, og hann heldur einungis helmingi af sínum rétti. Þar að auki er líklegt að hennar makalífeyrisréttur sé slakur. Það er líka hægt að hugsa sér að karlinn hefði fallið frá á undan. Þá er konan með mun betri ellilífeyrisrétt- indi því að hún erfir helming af rétt- indum hans og hún fær líka full makalífeyrisréttindi,“ sagði Hrafn. Hrafn sagði aðspurður að þetta samkomulag um skiptingu lífeyris- réttinda ætti ekki að þurfa að leiða til aukinna útgjalda fyrir lífeyris- sjóðina jafnvel þó að fólk færi að not- færa sér þetta ákvæði í talsverðum mæli. Skipting ellilífeyris- réttinda milli hjóna Hjón geta hagnast eða tapað á skiptingu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.