Morgunblaðið - 07.11.2002, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.11.2002, Blaðsíða 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2002 17 BILUN varð í hreyfli á Concorde- þotu Air France á leið yfir Atlants- hafið með þeim afleiðingum að þot- an lækkaði flugið um 23 þúsund fet, eða um sjö km, að því er flugfélagið greindi frá á þriðjudaginn. Engan sakaði og vélinni var flogið áfram á þremur hreyflum til Parísar, þang- að sem förinn var heitið, en vélin var að koma frá New York. Talsmaður Air France sagði að atvikið, sem varð sl. mánudag, mætti rekja til „klassískrar flug- vélahreyfilsbilunar sem ekki ætti einvörðungu við Concorde“. Kamb- ur sem takmarkar loftstreymi inn í hreyfilinn hefði brotnað af og olli þetta titringi er varð til þess að flugstjórinn drap á hreyflinum. „Konur grétu … “ Mikill ótti greip um sig meðal far- þeganna 67 um borð þegar vélin lækkaði flugið skyndilega. Amar Belgacem, frá Belgíu, sagði vélina hafa skekist mikið í um það bil stundarfjórðung. „Konur grétu, börn æptu, það varð alger ringul- reið … Svo sagði flugstjórinn okkur að það hefði bilað hreyfill.“ Vélin hægði hratt á sér úr 2.000 km á klst., í 900 km, sem er nær því að vera hraði hefðbundinna far- þegaþotna. En talsmaður Air France sagði að það hefði að lík- indum verið hin snögga lækkun sem hefði valdið farþegunum mestum óþægindum. Lögun vængja Con- corde gerði að verkum að vélin væri næmari fyrir ókyrrð en hefðbundn- ar þotur, einkum þegar flogið væri hægt. Christian Roger, sem er fyrrver- andi flugmaður á Boeing 747 hjá Air France, sagði að vélarbilanir leiddu yfirleitt ekki til neyðarástands, og bætti því við að Concorde gæti flog- ið á tveim hreyflum ef henni væri flogið undir hljóðhraða. „Klassísk bil- un“ í Concorde París. AFP. KASTHLUT var eytt á flugi með hreyfanlegum leysigeislabúnaði í til- raun sem gerð var í Nýju-Mexíkó. Mun þetta vera í fyrsta sinn í sögunni sem slíku skeyti er eytt á flugi með leysibúnaði. Kasthluturinn var um hálfs metra langur og búnaðurinn er notaður var til að eyða honum hefur verið þróaður af bandaríska hernum og ísraelska varnarmálaráðuneytinu. Yfirstjórn geim- og eldflaugavarna bandaríska hersins greindi frá því að þetta kerfi hefði áður verið notað með góðum árangri gegn Katyusha-eld- flaugum, en mun erfiðara hefði verið að hæfa kasthlutinn, sem hefði verið mun minni en eldflaugin og ekki gefið frá sér neinn hita. Kasthlut eytt með leysigeisla Washington. AFP. Ármúla 21, 108 Reykjavík Sími 533 2020 Fax 533 2022 www.vatnsvirkinn.is Hentugar t.d. fyrir framan bílskúra, í bílaplön, við vegi og á þeim stöðum þar sem vatnselgur getur myndast. GÖTURENNUR 40% a fslát tur af in nimá lning u! Allt a ð MÁLNINGARTILBOÐ í verslunum Hörpu Sjafnar 419kr. á lítrann Norðan tíu í 10 lítra dósum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.