Morgunblaðið - 07.11.2002, Side 18
ERLENT
18 FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Auglýsendur!
Jó l i n 2002
30. nóvember
Pantið fyrir kl. 12
föstudaginn 15. nóvember!
Pantið tímanlega þar sem uppselt
hefur verið í jólablaðauka fyrri ára.
Allir nánari upplýsingar veita sölu- og
þjónustufulltrúar á auglýsingadeild
í síma 569 1111 eða augl@mbl.is
Jólablaðaukinn
fylgir Morgunblaðinu
laugardaginn 30. nóvember.
REPÚBLIKANAR náðu
meirihluta í öldungadeild
Bandaríkjaþings, samkvæmt
spám bandarískra fjölmiðla,
og juku meirihluta sinn í full-
trúadeildinni í kosningunum í
fyrradag. Úrslitin styrkja
mjög stöðu George W. Bush
forseta og auka líkurnar á því
að honum takist að ná helstu
markmiðum sínum, meðal
annars miklum skattalækkun-
um, á síðari helmingi kjör-
tímabilsins.
Repúblikanar fengu að
minnsta kosti 22 þingsæti af
34 sem barist var um í kosn-
ingunum til öldungadeildar-
innar. Samtals verða þeir með
að minnsta kosti 51 af 100
þingsætum, samkvæmt spám
bandarískra fjölmiðla.
Demókratar fengu að minnsta
kosti tíu þingsætanna sem kosið var
um og verða með minnst 46 sæti.
Einn óháður þingmaður var kjörinn
en úrslit lágu ekki fyrir í einu ríki,
Suður-Dakóta, og í Louisiana þarf
að kjósa aftur þar sem demókratinn
Mary Landrieu fékk ekki meirihluta
atkvæða og náði því ekki endurkjöri.
Lög Louisiana-ríkis kveða á um að
kosið verði aftur á milli tveggja efstu
frambjóðendanna fái enginn meiri-
hluta atkvæðanna. Repúblikaninn
Suzanne Terrell varð í öðru sæti og
etur því kappi við Landrieu 7. des-
ember.
Ljóst var að repúblikanar höfðu
tryggt sér völdin í öldungadeildinni
þegar einn af þingmönnum demó-
krata, Jean Carnahan, beið ósigur
fyrir repúblikananum Jim Talent í
Missouri. Jean Carnahan fékk sæti í
öldungadeildinni eftir að eiginmaður
hennar, Mel Carnahan, var kjörinn á
þingið í kosningunum árið 2000, þótt
hann hefði farist í flugslysi þremur
vikum áður. Búist er við að Talent
fái sæti Carnahans áður en þingið
kemur saman í næstu viku, þannig
að repúblikanar nái þá strax völd-
unum í deildinni.
Mondale beið ósigur
Repúblikaninn Norm Coleman
vann nauman sigur á Walter Mon-
dale, fyrrverandi varaforseta, sem
varð þingmannsefni demókrata í
Minnesota viku fyrir kosningarnar
eftir að þingmaðurinn Paul Well-
stone fórst í flugslysi.
Á meðal nýrra þingmanna repú-
blikana í öldungadeildinni eru tveir
stjórnmálamenn sem buðu sig fram
gegn Bush í forkosningum repúblik-
ana fyrir forsetakosningarnar árið
2000, Lamar Alexander í Tennessee
og Elizabeth Dole í Norður-Karól-
ínu en hún er eiginkona Roberts
Dole, sem bauð sig fram til forseta
1996. Repúblikaninn John Sununu
fór með sigur af hólmi í New
Hampshire, en faðir hans, John, var
ríkisstjóri þar og skrifstofustjóri í
Hvíta húsinu í forsetatíð George
Bush eldri.
Demókratar voru með 50 þingsæti
og repúblikanar 49 í öldungadeild-
inni eftir að óháði þingmaðurinn
James Jeffords sagði sig úr flokki
repúblikana í júní í fyrra. Einn
demókratanna, Paul Wellstone,
þingmaður Minnesota, fórst í flug-
slysi í síðasta mánuði og óháður
stjórnmálamaður, Dean Barkley,
fékk sæti hans.
Kosið var um öll 435 þingsæti full-
trúadeildarinnar og repúblikanar
bættu við sig að minnsta kosti tveim-
ur og var spáð 227 sætum. Þeir
þurftu að fá 218 þingmenn til að
halda völdunum í deildinni.
Fimm þingmenn demókrata í full-
trúadeildinni misstu þingsæti sín og
tveir repúblikanar.
36 ríkisstjórar voru kjörnir í kosn-
ingunum í fyrradag og að minnsta
kosti 20 þeirra eru repúblik-
anar.
Jeb Bush nær endurkjöri
en Townsend tapaði
Jeb Bush, bróðir forsetans,
var endurkjörinn ríkisstjóri
Flórída með yfirburðum þótt
forystumenn Demókrata-
flokksins hefðu lagt mesta
áherslu á að fella hann.
Það eina sem demókratar
gátu huggað sig við í kosning-
unum var að þeir náðu ríkis-
stjóraembættum af repúblik-
önum í stórum ríkjum eins og
Pennsylvaníu, Illinois og
Michigan af alls 36 ríkjum þar
sem ríkisstjórar voru kosnir.
Demókratar báru einnig sig-
urorð af repúblikönum eða óháðum í
ríkisstjórakosningum í Kansas,
Maine, Nýju-Mexíkó, Oklahoma,
Tennessee, Wisconsin og Wyoming.
Kathleen Kennedy Townsend,
dóttir Roberts F. Kennedys, beið
ósigur í ríkisstjórakosningum í
Maryland, en hún var með mikið for-
skot í upphafi kosningabaráttunnar
og flest benti þá til þess að hún yrði
fyrsti ríkisstjórinn í Kennedy-fjöl-
skyldunni. Robert Ehrlich sigraði
hana og er fyrsti repúblikaninn sem
kjörinn hefur verið ríkisstjóri Mary-
land í rúma tvo áratugi.
Repúblikani kjörinn ríkisstjóri
í Georgíu í fyrsta sinn frá 1872
Demókratinn Gray Davis náði
endurkjöri í ríkisstjórakosningunum
í Kaliforníu þótt hann hefði sætt
harðri gagnrýni vegna orkukrepp-
unnar í ríkinu. Repúblikaninn Sonny
Perdue sigraði í Georgíu og verður
fyrsti repúblikaninn til að gegna
embætti ríkisstjóra þar frá 1872.
Hugsanlegt er að úrslit þingkosn-
inganna verði til þess að stokkað
verði upp í forystuliði demókrata.
Dick Gephardt, þingmaður frá Miss-
ouri, hyggst ákveða innan tveggja
daga hvort hann sækist eftir því að
vera áfram leiðtogi demókrata í full-
trúadeildinni. Talið er líklegt að
hann ákveði að víkja fyrir öðrum.
Samkvæmt síðustu kjörtölum var
kjörsóknin einu eða tveimur pró-
sentustigum meiri en í kosningunum
1998, þegar hún var 35,3%.
Fengu meirihluta
í báðum þingdeildum
Repúblikanar báru sigurorð af demókrötum
Washington. AP, AFP.
Elizabeth Dole er hún
fagnaði sigri í Norður-
Karólínu.
Jeb Bush var endur-
kjörinn ríkisstjóri í
Flórída.
„VIÐ höfum unnið frábæran sigur í
kvöld,“ hrópar repúblikaninn
George Pataki til stuðningsfólks síns
þegar hann birtist loks á sviði hátíð-
arsals Hilton-hótelsins í New York,
skömmu eftir að hann hefur verið
lýstur sigurvegari í ríkisstjórakosn-
ingunum í New York í fyrradag.
Klukkan er tíu mínútur gengin í tólf
og þá þegar bendir margt til að Pat-
aki hafi hitt naglann á höfuðið og
Repúblikanaflokkurinn hafi unnið
góðan sigur í þing- og ríkisstjóra-
kosningunum í Bandaríkjunum.
Hvorugur öldungadeildarþing-
manna New York-ríkis þurfti að
verja sæti sitt að þessu sinni og því
beindust augu allra í borginni sem
aldrei sefur að ríkisstjórakosning-
unum, auk kosninga til full-
trúadeildar Bandaríkjaþings. Jafn-
vel þó að skoðanakannanir hafi lengi
bent til að Pataki myndi vinna
öruggan sigur á demókratanum
Carl McCall er um stórviðburð að
ræða, m.a. vegna þess að hugsanlegt
er að Pataki noti næstu fjögur ár til
að undirbúa jarðveginn fyrir for-
setaframboð á vegum repúblikana
haustið 2008.
Klukkan er um 25 mínútur gengin
í ellefu þegar gestir á kosn-
ingakvöldi Patakis í New York geta
lesið af tveimur risaskjám, sem
prýða hátíðarsal Hilton-hótelsins og
eru báðum megin við risavaxinn
þjóðfána Bandaríkjanna, að CNN-
sjónvarpsstöðin telji sig nú geta lýst
Pataki sigurvegara í kosningunum.
Mikil fagnaðaróp kveða við meðal
viðstaddra, sem eru fjölmargir, þó
að ekki sé salurinn fullur. Gestir eru
af ýmsum uppruna; hvítt fólk og
svart, strangtrúaðir gyðingar (í sín-
um hefðbundna klæðnaði) og fólk
sem augljóslega er af austurlensku
bergi brotið. Karlar eru þó mun
fleiri en konur og flestir eru þeir í
dökkleitum jakkafötum, býsna eins-
leitir. Minna ber á ölvun en á slíkum
samkomum heima á Íslandi.
Í anddyrinu sést til Michaels
Bloombergs, borgarstjóra í New
York, en Rudy Giuliani, forveri hans
í starfi, er hvergi sjáanlegur. Kann
það að stafa af því að þeim Pataki ku
víst ekki vera sérstaklega vel til
vina. Blaðamaður Morgunblaðsins
þarf eins og aðrir að fara í örygg-
isleit við innganginn. Það reynist
vandkvæðalaust en útilokað er að
komast inn á samkomuna nema með
því að samþykkja að hengdur sé á
mann límmiði með nafni Patakis.
Um klukkan hálfellefu fer spenn-
an að magnast enda ljóst að Pataki
mun senn koma í salinn til að ávarpa
sitt fólk. Hann lætur þó bíða eftir
sér. Fyrst streyma fram á sviðið allir
frambjóðendur Repúblikanaflokks-
ins til hinna ýmsu embætta í New
York-ríki. Eru þeir áreiðanlega
meira en eitt hundrað. „Við viljum
George,“ heyrist skyndilega af svið-
inu og salurinn tekur undir. „Fjögur
ár enn,“ kalla menn líka. Einhver á
sviðinu ávarpar fólkið á spænsku;
„Lifi Pataki,“ segir hann.
Carl McCall góður maður
Pataki lætur það verða sitt fyrsta
verk að þakka góðar viðtökur þegar
hann birtist á sviðinu. „Ég er svo
stoltur af því að hafa verið ríkisstjóri
í New York undanfarin átta ár,“
segir hann síðan. „Og við munum
halda áfram á sömu braut og fyrr.“
Næst lýsir ríkisstjórinn endur-
kjörni náttúrufegurð ríkisins, sem
hann þjónar. „En það sem gerir New
York að jafn frábæru ríki og raun
ber vitni er fólkið sem þar býr.“ Þá
koma þakkirnar og óhætt er að
segja að sú upptalning tekur dágóð-
an tíma. Allir fá sitt, eiginkonan,
dóttirin, mamma gamla og auðvitað
samstarfsfólkið, að ekki sé talað um
mótherjann, frambjóðanda Demó-
krataflokksins. „Carl McCall er góð-
ur maður. Hann hefur um langa hríð
og með ýmsum hætti þjónað íbúum
New York með sóma og hann barð-
ist drengilega í þessari kosningabar-
áttu,“ segir Pataki og hefur víst efni
á því að vera stórmannlegur í fram-
komu; hann vann jú öruggan sigur.
Er Pataki hefur talað fara margir
gestir að sýna á sér fararsnið. Varla
eru þó margir á leiðinni í háttinn
strax því auðvitað verður að fylgjast
með hvort George W. Bush Banda-
ríkjaforseti fær þá ósk uppfyllta að
sjá repúblikana í meirihluta í báðum
deildum Bandaríkjaþings.
AP
Pataki ræðir við fréttamenn. Með honum eru kona hans og dóttir.
„Fjögur ár enn“
George Pataki var endurkjörinn
ríkisstjóri New York og fylgdist Davíð
Logi Sigurðsson með sigurhátíð hans.