Morgunblaðið - 07.11.2002, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 07.11.2002, Qupperneq 20
Morgunblaðið/Sverrir Jóhann G. Jóhannsson og Felix Bergsson skemmtu börnum á Barnaspítala Hringsins nýlega. BÖRNIN á Barnaspítala Hringsins réðu sér mörg hver ekki fyrir kæti í vikunni en þá fengu þau góða gesti, enga aðra en gamanleik- arana Jóhann G. Jóhannsson og Felix Bergsson. Þeir brugðu á leik með börnunum og sögðu þeim sög- ur. Að sögn Jóhanns voru við- brögðin afskaplega góð. Þeir Felix sungu, léku og spjölluðu við börn- in um danska rithöfundinn H.C. Andersen, en tilefnið var að hafn- ar eru sýningar á söngleiknum Honk! í Borgarleikhúsinu. „Söng- leikurinn er byggður á ævintýrinu um Ljóta andarungann og börnin könnuðust auðvitað vel við það æv- intýri,“ sagði Jóhann. „Þau kunnu líka fleiri eftir H.C. Andersen. Við sögðum þeim sögu skáldsins og lékum svo smábút úr leikritinu og sungum hvor sitt lagið. Þetta féll mjög vel í kramið hjá þeim, þau voru voðalega glöð, það var mjög gaman að sjá þau,“ sagði Jóhann. Þekktu þá undir eins Börnin á Barnaspítalanum voru heldur ekki í vafa um hverjir voru þarna á ferð og báru undir eins kennsl á Jóhann, en hann er annar stjórnenda Stundarinnar okkar í vetur þar sem hann bregður sér í líki Bárðs en besta vinkona hans, Birta er leikin af Þóru Sigurð- ardóttur. „Þetta getur stundum verið ruglingslegt hjá þeim, að ég leiki bæði kött [Í Honk!] og Bárð og sé svo líka í Morgunstundinni,“ segir Jóhann hlæjandi. „En þau eru fljót að átta sig og það er mjög gaman að fá svona við- brögð.“ Leitar í sarp Gunna og Felix Felix var einnig stjórnandi Stundarinnar okkar ásamt Gunn- ari Helgasyni á sínum tíma og börnin þekktu hann einnig sam- stundis. „Félagarnir Felix og Gunni hafa lifað vel áfram í huga barnanna, hafa gefið út diska og myndbönd og verið að skemmta út um allt.“ Jóhann segist m.a. hafa leitað í smiðju þeirra við undirbún- ing Stundarinnar í vetur. „Maður leitar örugglega í sarpinn þeirra áfram eftir alls kyns hugmyndum. Við erum allir góðir vinir.“ Í söngleiknum Honk! segir af Ljóta sem er auðvitað fæddur önd, en fyrr en varir kemur í ljós að hann er engin venjuleg önd; hann er öðruvísi, kann ekki að kvaka rétt, - segir honk þegar hann á að segja bra, og mætir fordómum og háði frá fjölskyldu sinni og ná- grönnum. Hann villist af vegi, og ofsóttur af sísvöngum ketti reynir hann að rata aftur heim. Í þeirri háskaför lendir hann í ótrúlegum ævintýrum. Frægir leikarar í heim- sókn á barnaspítalanum Austurbær HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 20 FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ILLA farið og ryðgað skip hefur leg- ið við festar í Arnarnesvogi í um tvær vikur án leyfis bæjaryfirvalda. Að sögn bæjarritara Garðabæjar hefur eigandinn upplýst að til standi að fara með skipið til Njarðvíkur til förgunar. Bæjarstjórn óskaði eftir því við bæjarstjóra á dögunum að málið yrði kannað og að sögn Guðjóns Friðriks- sonar bæjarritara var það gert. „Við vildum vita hvort báturinn væri sómasamlega festur og menn frá Björgun, sem eru að vinna þarna í voginum, töldu að festingarnar væru forsvaranlegar í sjálfu sér. Hvort hann þolir verstu óveður er hins veg- ar annað mál.“ Guðjón segir að eig- andi bátsins hafi farið með hann á núverandi stað þar sem höfninni í Garðabæ hafi verið lokað en þá hafi öllum skipseigendum verið gert að fara með skip sín í burtu. „Við höfum fellt úr gildi okkar hafnarreglugerð. Væntanlega eru menn að spara sér einhver hafnargjöld en manni finnst svolítið einkennilegt að þeir skuli geta gert þetta án þess að fá leyfi til þess.“ Ný lagasetning í bígerð Hann segir að samkvæmt upplýs- ingum frá eiganda skipsins eigi það að fara til Njarðvíkur innan skamms í eyðingu. „Þannig að þetta er bara spurning um tíma.“ Helgi Jóhannsson, lögfræðingur hjá Siglingastofnun, segir að ef bát- urinn sé inni á hafnarsvæði Garða- bæjarhafnar geti stjórn hafnarinnar gert kröfu um að skipið verði fjar- lægt. Sé ekki lengur höfn í bænum muni málið væntanlega heyra undir umhverfisráðuneytið. Í nýju lagafrumvarpi umhverfis- ráðherra sé ákvæði um siglingaleyfi og strönduð skip. Þar segir að hafi skip strandað þannig að því verði ekki komið á flot beri eiganda að fjarlægja það sem fyrst og eigi síðar en sex mánuðum eftir að skip strandi. Eiganda skips sem liggi í fjöru beri að fjarlægja það innan árs. Ekki náðist í eiganda skipsins vegna málsins. Morgunblaðið/Árni Sæberg Talið er að skipið sé forsvaranlega fest en bæjarritari segir annað mál hvort það þoli verstu óveður. Ryðgað skip við fest- ar í Arnarnesvogi Garðabær GERT er ráð fyrir 22 íbúðum á lóð Ölgerðarinnar við Frakkastíg en nánast öll mannvirki sem tilheyra gömlu verksmiðjunni verða rifin. Búist er við að deiliskipulag reitsins, sem lóðin tilheyrir, verði auglýst á næstu dögum eða vikum. Skipulags- og bygginganefnd Reykjavíkur lýsti sig í síðustu viku jákvæða gagnvart hugmyndum um uppbyggingu á Ölgerðarlóðinni en hún tilheyrir reit sem afmarkast af Klapparstíg, Njálsgötu, Grettisgötu og Frakkastíg. Að sögn Nikulásar Úlfars Mássonar, hverfisstjóra hjá skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, hefur legið fyrir deiliskipulag fyrir reitinn að undanskilinni umræddri lóð en nú verði hugmyndir um uppbyggingu á henni innfelldar í skipulagið. „Þarna eiga að vera 22 íbúðir og það er gert ráð fyrir að öll hús á lóð gömlu Ölgerðarinnar Egils Skalla- grímssonar verði fjarlægð að und- anskildu gamla skrifstofuhúsnæðinu við Frakkastíg 14B. Þetta þýðir að öll brugghús, suðuhús, átöppunar- hús og kassagerðarhús fara,“ segir Nikulás. Sömu hlutföll og áður Hann segir hugmyndina ganga út á að íbúðarhúsin, sem byggð verða í stað verksmiðjuhúsanna, verði í sömu hlutföllum og það sem fyrir var. „Þau voru bara orðin mjög léleg og óhentug sem íbúðarhúsnæði þannig að það er talið borga sig að rífa þau og byggja upp í nánast sömu stærðum aftur. Það verða svo- lítið margar tegundir af húsum og íbúðum þarna þannig að þetta verð- ur fjölbreytilegt.“ Nikulás Úlfar býst við því að skipulag reitsins verði auglýst á næstu dögum eða vikum. „Þannig að það væri hægt að hefja þarna fram- kvæmdir eftir 8–9 vikur.“ Íbúðir komi á Ölgerðarreitinn Morgunblaðið/Þorkell Líkan af fyrirhuguðu skipulagi lóðarinnar. Nýju húsin verða af svipaðri stærð og þau sem verða rifin. Húsin verða margskonar að útliti. Miðborg NESIÐ í nýju ljósi er yfirskrift íbúaþings sem haldið verður á Seltjarnarnesi næstkomandi laug- ardag, 9. nóvember. Í fréttatilkynningu frá ráðgjaf- arfyrirtækinu Alta, sem sér um framkvæmd íbúaþingsins, segir að Seltirningar séu nú að fara að skipuleggja það litla sem eftir er af óbyggðu landi í bæjarfélaginu. „Hér er því nánast verið að horfa á „endanlega“ mynd Sel- tjarnarness,“ segir í tilkynning- unni. Þingið verður haldið í Valhúsa- skóla á laugardag og stendur milli klukkan 10 og 18. Allir íbúar á Seltjarnarnesi og aðrir áhugasamir eru velkomnir á þingið. Nesið í nýju ljósi Seltjarnarnes NÝIR eigendur lands í Akrahverfi í Garðabæ hafa óskað eftir staðfest- ingu frá bæjaryfirvöldum um að þau séu tilbúin til samninga um uppbygg- ingu svæðisins á svipuðum forsend- um og viðræður við Jón Ólafsson, fyrrum eiganda landsins, gerðu ráð fyrir. Bæjarritari segir áhuga fyrir því hjá bænum þótt ekki hafi legið fyrir niðurstaða í viðræðunum við Jón. Keyptu lóðir af Jóni Ólafssyni Nes ehf. keypti á dögunum allar raðhúsa-, parhúsa- og fjölbýlishúsa- lóðir af Jóni Ólafssyni í Akrahverfi í Garðabæ en á þeim er ráðgert að reisa um 270 íbúðir. Að sögn Guðjóns Friðrikssonar bæjarritara lá niðurstaða ekki fyrir í viðræðum við Jón en bæjaryfirvöld hafi lýst yfir áhuga á að halda áfram viðræðum við nýja eigendur lands- ins. Alls er ráðgert að um 410 íbúðir verði í heildina í Akrahverfi en fyrir utan landið sem Nes ehf. keypti eru rúmlega 140 einbýlishúsalóðir sem enn eru í eigu Jóns. Guðjón segir að gert sé ráð fyrir að uppbygging hverfisins geti hafist strax á næsta ári en fyrir liggur deiliskipulag af svæðinu sem samþykkt var árið 1997. Viðræður snúast um kostnaðarskiptingu Guðjón segir viðræður við landeig- endur meðal annars snúast um kostnaðarskiptingu vegna gatna- framkvæmda í hverfinu en hún muni haldast í hendur við það hverjir taki að sér það verk. „Við höfum gatna- gerðargjöldin til að innheimta ef við tökum þetta að okkur, ef þeir taka þetta að sér verða einhverjar aðrar reglur.“ Nýir eigendur í Akrahverfi Vilja ræða við bæjaryfirvöld Garðabær

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.