Morgunblaðið - 07.11.2002, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 07.11.2002, Qupperneq 21
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2002 21 GAMALT timburhús af Oddeyrinni á Akureyri, svokallað Wathnehús, var flutt á milli staða innanbæjar í gær. Húsið, sem er um 250 fermetr- ar að grunnfleti, hæð og ris, hafði verið tekið í sundur og var það flutt í tveimur ferðum gegnum bæinn á stórum flutningavagni, enda stærri einingin 20–25 tonn að þyngd. Eftir að komið var upp á Hjalteyrargötu þurfti að aka til norðurs í lög- reglufylgd, upp Tryggvabraut og suður Glerárgötu og Drottning- arbraut, að Krókeyri, þar sem hús- ið verður geymt fyrst um sinn. Ferðin gekk nokkuð vel en þó varð ökumaður fólksbíls fyrir því óláni að aka á annan helming hússins á leiðinni. Bíllinn skemmdist nokkuð en húsið ekki. Starfsmenn bæjarins þurftu að hnika til umferðarvitum, ljósastaurum og umferðarskiltum á þeirri leið sem ekin var, enda húsið fyrirferðarmikið. Húsið er enn í eigu Norðlenska en fyrirtækið hefur verið að taka til á lóð sinni og því þurfti húsið að víkja. Félagsskapurinn Vinir Wathnehúss sá um flutninginn og hefur fengið styrki til verksins. Sigurður Bergsteinsson, fulltrúi hópsins, sagði húsið fallegt og í þokkalegu standi. Hann sagði það geta nýst í framtíðinni undir safn eða eitthvað slíkt en að það kostaði töluverða vinnu að gera húsið upp. „Það verður líka alltaf dýrara að gera upp gömul hús en byggja ný. En húsið er merkilegt og við teljum það mikils virði fyrir sögu Ak- ureyrar og jafnvel landsins alls að það verði varðveitt.“ Húsið reisti Ottó Wathne árið 1895 á Oddeyrartanga og var það í upphafi notað fyrir síldarverkun. Akureyrarbær eignaðist húsið í kringum 1930 og það var komið í eigu Kaupfélags Eyfirðinga skömmu síðar. Þar var lengi rekin skipasmíðastöð KEA en síðast var þar rafvirkjafyrirtækið Bláþræðir. Morgunblaðið/Kristján Öðrum hluta Wathnehúss ekið eftir Glerárgötu. Starfsmenn bæjarins þurftu að hnika til umferðarvitum, ljósa- staurum og umferðarskiltum á þeirri leið sem farið var með húsið. Wathnehús flutt í tveimur hlutum Rússneskt bókmennta- og menn- ingarkvöld verður í Deiglunni, Kaupvangsstræti, í kvöld, fimmtu- dagskvöldið 7. nóvember, byltingardaginn. Vladimir Bouchl- er leikstjóri segir frá leikverkinu Venjulegt kraftaverk sem frum- sýnt verður hjá LA í desember og segir einnig frá höfundinum Évg- ení Schwartz. Þá verður lesið upp og borin fram ekta rússnesk rauð- rófusúpa og greint frá hvernig hún er búin til auk þess sem fjallað verður um matarmenningu Rússa. Loks mun Vladimir fræða gesti um það hvernig er að vera Rússi nú um stundir. Tónlist verð- ur einnig á dagskrá, m.a. munu Rússar og Eistar taka lagið sam- an. Í DAG Ný mið er yfirskrift ráðstefnu sem Stafnbúi, félag auðlindadeild- arnema við Háskólann á Akureyri og Hið íslenska sjávarútvegs- fræðafélag heldur í stofu L203 á Sólborg á morgun, föstudaginn 8. nóvember, frá kl. 13 til 17. Ráðstefnunni er ætlað að varpa ljósi á ný tækifæri sjávarútvegsins til sóknar, ný mið sjávarútvegsins í framtíðinni. Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra setur ráð- stefnuna og þá flytur Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra erindi um aukið virði sjávarafurða en að því loknu verða flutt nokkur erindi, m.a. um umhverfismál, eldi nýrra tegunda, aukningu afkasta með tækni, sóknarfæri íslenskra sjávarafurða, lífefnavinnslu úr rækjuskel og vannýtta stofna. Á MORGUN HÖFUNDARNIR tala er yf- irskrift opinnar málstofu sem verður í Háskólanum á Ak- ureyri í Glerárgötu 36, 2. hæð, í dag, fimmtudaginn 7. nóv- ember, frá kl. 15.15 til 17. Björn Ingólfsson, skólastjóri á Grenivík, og Jón Þ. Þór sagnfræðingur kynna nýút- komnar bækur sínar, Bein úr sjó og Sjávarútvegssögu Ís- lands, 1. bindi. Fyrrnefnda bókin greinir frá útgerðarsögu Grýtubakka- hrepps, en hann var um tíma eitt stærsta útgerðarpláss landsins og á vertíðinni 1833 setti Vilhjálmur Þorsteinsson í Nesi veiðimet á skipi sínu Ak- ureyrinni. Í síðarnefndu bókinni er greint frá sögu fiskveiða við Ísland frá upphafi byggðar til aldamóta 1900. Sókn útlendinga á Íslands- mið, harðræði árabátaútgerðar og tími seglskútna eru í brennidepli. Auðlindadeild Háskólans á Akureyri og Bókaútgáfan Hólar standa fyrir umræðun- um og er málstofan öllum op- in. Kynna bækur um sjáv- arútveg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.