Morgunblaðið - 07.11.2002, Síða 26

Morgunblaðið - 07.11.2002, Síða 26
LISTIR 26 FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ meistar inn. is GULL ER GJÖFIN Í Æ ríkari mæli miðla ljósmyndir til okkar ástandi umheimisins í tíma- ritum og dagblöðum. Ekki þarf ann- að en að fletta gömlum dagblöðum til að sjá hve vægi ritaðs máls í blöðum hefur rýrnað samanborið við frétta- ljósmyndirnar sem hafa aukist gífur- lega frá fyrri tíð, enda skila þær upp- lýsingum fyrirhafnarlaust og því hentugur upplýsingamiðill. En ljós- myndin hefur líka fest sig í sessi sem mikilvægur tjáningarmiðill í sam- tímalistum og hafa ljósmyndasýning- ar verið tíðar upp á síðkastið í listsýn- ingarsölum hérlendis. Í Gerðarsafni var nýlega opnuð sýning undir nafn- inu „Sjá-Myndalýsing“. Til sýnis eru verk eftir sex Íslenska myndlistar- menn sem allir nýta sér ljósmyndir til listsköpunar. Þeir eru Þorvaldur Þorsteinsson, Ívar Brynjólfsson, Hrafnkell Sigurðsson, Haraldur Jónsson, Daníel Magnússon og Spessi. Þorvaldur Þorsteinsson nýtir sér upplýsingargildi ljósmynda í verki sem hann nefnir „Íslandsmyndir“. Myndirnar eru tölvuprentaðar og sækir hann þær í netverslanir eins og E-bay og Pay pal. Þetta eru auglýs- ingamyndir frá íslenskum fyrirtækj- um og sölumönnum sem spegla þá mynd sem umheiminum er sýndur af Íslandi. Með verkinu er Þorvaldur með gamansömum hætti að benda okkur á þjóðlega sjálfsmynd okkar. Sjálfsmynd er einnig viðfangsefni Ívars Brynjólfssonar í einu verki af tveimur sem hann tekur fyrir á sýn- ingunni. Verkið nefnir hann „Þjóðar- gersemi“ og eru 15 svart-hvítar ljós- myndir af hlutum sem hafa safnast upp í bílskúrnum hans. Annað verk Ívars kveikir upp sígilda spurningu um raungildi eftirmyndarinnar. Ívar sýnir annars vegar afsagaða ösp, og hins vegar 10 myndir af öspinni sem er raðað saman þannig að hún sést í heild sinni, frá einu sjónarhorni. Verkið nefnir hann „Lík“ sem hefur tvímerkingu, annars vegar vegna þess að öspin er ekki lengur á lífi og hins vegar vegna þess að ljósmynd- irnar líkja eftir fyrirmyndinni. Ívar er þarna á kunnulegum slóðum hug- myndalistar (Conceptual art) á átt- unda áratugnum, ekki síst í útfærslu, en hann notast við svart-hvítar myndir eins og tíðkaðist í þá daga, þó að ætla mætti að hágæða litmyndir eins og eru í boði í dag myndu henta betur fyrir þessháttar viðfangsefni, nema þá að fagurfræðilegir eiginleik- ar ljóss og skugga séu Ívari meira í mun en raungildi eftirmyndarinnar. Verk Hrafnkels Sigurðssonar, „Nýbygging, úti-inni“, byggist líka á samspili tvívíddar og þrívíddar, en hefur þó ekkert með raungildi eftir- myndar að gera. Hrafnkell sýnir eina ljósmynd af nýlega reistu húsi sem enn vantar á þak og er skreytt að ut- an með vinnupöllum. Til móts við myndina þekur listamaðurinn vegg- inn með hvítu einangrunarfrauði og tekst honum þannig að skapa mjög sérstæða rýmiskennd sem minnir okkur á að hinn þrívíða heim sem við upplifum fyrir utan okkur skynjum við að innan og er hann þannig séð eitt og hið sama. Myndaröðin „Heimskautaávextir“ eftir Harald Jónsson vekur upp blendnar tilfinningar og jafnvel and- stæðar. Myndirnar, sem eru 5 tals- ins, voru teknar í húsagörðum á Ís- landi á milli jóla og nýárs. Einmanaleiki er í myrkum görðunum og ekki hjálpar hrollur vetrarkuldans til, en fátæklegar jólaseríurnar sem hanga á trjáhríslum hlýja manni um hjartarætur, enda hálfaumkunar- verðar tilraunir til að lýsa upp svart- asta skammdegið. Fimm ljósmyndir Daníels Magn- ússonar sýna portrett af jafnmörgum starfsmönnum IKEA. Auk myndlist- arsköpunnar hefur Daníel getið sér gott orð fyrir húsgagnasmíði og inn- réttingar. Í eldri verkum hefur hann m.a. blandað saman húsgagnasmíð og myndlistarsköpun. Kann svipað að vera upp á teningnum með portrettmyndirnar þar sem starfs- fólk IKEA birtist sem andlit fyrir- tækis sem fjöldaframleiðir eininga- húsgögn. „Tjaldstæði“ er sex mynda sería eftir Spessa. Myndirnar sýna tjald- stæði á Íslandi að haustlagi. Ferða- mannastraumnum er lokið og tjald- stæðin standa auð sem minning um það sem var. Hið sama má segja um ljósmyndir. Um leið og mynd er tekin þá er hún minning um það sem var. Ljósmyndir Spessa eru því skrásetn- ingar á umhverfinu um leið og þær fjalla um sjálfan miðilinn. Spessi tek- ur hlutlausa afstöðu til myndanna, þ.e. að hann reynir ekki að skreyta þær með fallegu sólarlagi, heldur skilar verkefninu á skýran og skyn- samlegan hátt. Athyglisvert þykir mér hve myndaraðir eru ráðandi á sýningunni og lítið er um sjónræn tilbrigði á milli mynda í hverri myndaröð. Aðeins 7 verk eru á allri sýningunni en þau eru útfærð í 66 ljósmyndum. Slíkar myndaraðir eru reyndar áberandi á Íslandi og vekur það upp spurningu hjá mér hvers vegna hugmyndarleg meðferð á miðlinum leiði svo oft til þess háttar útfærslu. Þykir mér það, og auðvitað aukin notkun á ljós- myndaforminu, vera tilefni til vold- ugrar úttektar á ljósmyndun í ís- lenskri samtímalist þar sem gerð væri ýtarleg könnun á ólíkum mögu- leikum ljósmyndaformsins. Ljós-mynd- list Á myndinni sjást verkin „Lík“ eftir Ívar Brynjólfsson og „Tjaldstæði“ eftir Spessa. MYNDLIST Gerðarsafn Safnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 11–17. Sýningunni lýkur 10. nóv- ember. LJÓSMYNDIR OG ÞRÍVÍÐ VERK DANÍEL MAGNÚSSON, HARALDUR JÓNS- SON, HRAFNKELL SIGURÐSSON, ÍVAR BRYNJÓLFSSON, SPESSI OG ÞORVALDUR ÞORSTEINSSON Jón B.K. Ransu STÆRSTA yfirlitssýning á íslensk- um ljósmyndum sem sett hefur verið upp var opnuð í gær í Ljósmynda- safni Moskvuborgar að viðstöddum um fjögur hundruð boðsgestum. Á sýningunni eru myndir sextán frum- herja frá Þjóðminjasafni Íslands, sem margar hverjar hafa aldrei ver- ið sýndar áður og um þrjátíu sam- tímaljósmyndara. Markmið sýning- arinnar er að draga upp mynd af því helsta í því elsta og yngsta sem gert hefur verið með ljósmyndatækninni á Íslandi. Úrval íslenskrar ljósmyndunar Á sýningunni, sem sett er upp í sex sölum, er brugðið upp fjöl- breytilegu úrvali íslenskrar ljós- myndunar. Í fyrstu þremur sölunum eru 120 ljósmyndir sem varðveittar eru í myndadeild Þjóðminjasafns Ís- lands, eftir frumherja á borð við Sig- fús Eymundsson, Magnús Ólafsson og Pétur Brynjólfsson. Margar þeirra hafa aldrei áður verið sýndar opinberlega en í þeim endurspeglast Ísland fyrir og eftir aldamótin 1900. Í seinni sölunum taka við myndir úr samtímanum og spanna afar vítt svið. Þar gefur að líta tísku- ljósmyndir Snorra Bros., landlags- myndir eftir Sigurgeir Sig- urjónsson, bensínstöðvar eftir Spessa og myndir af sjoppum eftir Guðmund Ingólfsson, ljósmyndir af mannlífi í Norður-Atlantshafi eftir Ragnar Axelsson og draumkenndu landslagi eftir Katrínu Elvarsdóttur. Þá gefur að líta verk myndlist- armanna sem unnið hafa með ljós- myndatæknina. Elstu fulltrúarnir eru Hreinn Friðfinnsson og Sig- urður Guðmundsson en meðal ann- arra má nefna Tuma Magnússon, Ólaf Elíasson og Gjörningaklúbbinn. Verkin eru úr eigu listamannanna sjálfra, Listasafns Reykjavíkur og Listasafns Íslands. Við opnun sýningarinnar fluttu ávörp Benedikt Jónsson, sendiherra Íslands í Rússlandi, Olga Sviblova, forstöðumaður safnsins, og Eiríkur Þorláksson, einn sýningarstjóranna og forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur. Júrí Resetof, fyrrver- andi sendiherra Rússlands á Íslandi, túlkaði ræðu hans fyrir gesti. Benedikt segir sýningu sem þessa merkan viðburð í menningar- samskiptum þjóðanna. „Menningar- samskipti Íslands og Rússlands hafa ekki verið mikil síðasta áratug, en með þessari sýningu, þeirri sem er í Tretyakof-safninu, og tónleikum söngsveitarinnar Fílharmóníu í Pét- ursborg fyrir skemmstu, má segja þessum samskiptum hafi verið lyft á nýtt og hærra stig. Það er margt að gerast á öllum sviðum þjóðlífsins í Rússlandi, og ekki síst í menningarstarfseminni. Ég held það hljóti að vera okkur Ís- lendingum til hróss að helstu menn- ingarstofnanir landsins sækist eftir framlagi frá okkur með þessum hætti.“ Ísland býr yfir leyndarmáli Ljósmyndasafn Moskvuborgar er sex ára gömul stofnun sem hefur náð að festa sig í sessi og nýtur mik- illar hylli. Á hverju ári er settur þar upp fjöldi sýninga og skipta gestir tugum og stundum hundruðum þús- unda. Stofnandinn og forstöðukonan Olga Sviblova hefur áður unnið með íslenskum listamönnum og sótt Ís- land heim. Hún fór þess á leit við sýningarstjórana, Eirík, Pétur Ara- son, Einar Fal Ingólfsson og Ívar Brynjólfsson frá Þjóðminjasafni Ís- lands, að þeir settu sýninguna sam- an. „Íslenskir samtímalistamenn eru mjög vel þekktir í dag; ég held að fólk í Evrópu þekki jafnmarga ís- lenska listamenn í fremstu röð og Rússneska, þrátt fyrir að Rússar séu svo margfalt fleiri,“ segir Olga. „Ís- land býr yfir einhverju leyndarmáli því miðað við höfðatölu held ég að ekkert land eigi jafnmarga góða listamenn. Það er merkilegt og hlýt- ur að vera mikilvægt fyrir Íslend- inga. En sem heild þá er íslensk sam- tímaljósmyndun, og svo ég tali ekki um gömlu myndirnar, nær óþekkt utan Íslands. Þetta er í senn al- þjóðleg list og þjóðleg, hún end- urspeglar sérstakt landslagið, sér- staka sögu og íbúana vel; ég finn vel að sýningin hefur mikil áhrif á gest- ina hér. En þótt sýnin í samtímahlut- anum sé alþjóðleg endurspeglar hún líka ákveðna rómantík sem hefur undirstöðu í goðsögum þjóðarinnar, sterk þjóðleg einkenni sem ég vona að hverfi ekki á þessari nýju öld. Það sést í verkunum að Ísland er algjörlega opið fyrir umheiminum. Það er styrkur að listamenn fari til annarra landa að mennta sig en snúa aftur eins og farfuglarnir, hlaðnir alþjóðlegri reynslu og hug- myndum. Nú er það sama að byrja hér í Rússlandi, sem betur fer. Ísland er lítið land en samt eru margar stefnur í gangi þar. Mér hef- ur þótt mínimalísk list hvað áhrifa- ríkust þar og það var hún sem fang- aði athygli mína fyrir fjórtán árum. Þá sá ég sýningu á verkum eftir Rögnu Róbertsdóttur og Kristján Guðmundsson og féll alveg fyrir þeim. Svo fann ég marga áhuga- verða listamenn í viðbót, eins og Sig- urð bróður Kristjáns og Hrein Frið- finnsson. Hér eru verk eftir tvo þá síðastnefndu en því miður bara tvö eftir Sigurð. Hann er frábærlega fjölhæfur listamaður, ég vildi geta gert sýningu með honum einum ein- hvern daginn.“ Íslensk ljósmyndun er mjög hlý Olga Sviblova segir formleg ein- kenni þessara íslensku ljósmynda mjög sterk og sér þyki þær um leið endurspegla ásýnd landsins og sam- félagið vel. „Nálægð ljósmyndarans en undarlega mikil, jafnvel þótt áhersla sé lögð á sterk form, þetta sést jafnvel líka í fótó-journalism- anum; ljósmyndarinn nær að gefa mikið af afstöðu sinni í verkin. Svo er þetta aldrei köld list og það finnst mér afar áhugavert. Mínimal list getur verið afar köld en íslensk list- in og íslensk ljósmyndun, eins og við höfum upplifað hana hér í dag, er mjög hlý list. Og þetta eru áhuga- verðar andstæður; mínimal og sterk myndbygging en á sama tíma hverf- ur aldrei tilfinningin fyrir einhverju afar persónulegu og mannlegu. Og þetta er ekki írónísk list og það er líka áhugavert því stór hluti sam- tímalistarinnar er mjög írónískur.“ Sýningin í Ljósmyndasafni Moskvuborgar stendur í fimm vikur en í janúar næstkomandi verður sett upp sýning á rússneskum ljós- myndum úr eigu safnsins í vestursal Kjarvalsstaða. Morgunblaðið/Einar Falur Benedikt Jónsson sendiherra og Olga Sviblova, forstöðumaður Ljósmyndasafns Moskvuborgar. Yfirlitssýning á íslenskum ljósmyndum opnuð í Moskvu Moskvu. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.