Morgunblaðið - 07.11.2002, Side 28
LISTIR
28 FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Régis Boyer heldur fyrirlestur í
húsakynnum Alliance française (Hring-
braut 121, 3. hæð kl. 20. Fyrirlesturinn
ber heitið „Þjóðareinkenni Íslendinga í
samanburði við aðrar norrænar þjóðir“.
Fyrirlesturinn verður á frönsku og Torfi
Tuliníus mun þýða yfir á íslensku.
Régis Boyer (f. 1932) er prófessor em-
erítus við Sorbonne-háskóla í París.
Hann var um árabil yfirmaður norrænu-
deildarinnar við þann skóla og er einn
helsti sérfræðingur Frakka í norrænni
menningu.
Aðgangur að fyrirlestrinum er ókeypis.
Jón Hilmar Jónsson orðabókarritstjóri
heldur fyrirlestur í boði Íslenska mál-
fræðifélagsins kl. 17.15 í
stofu 422 í Árnagarði. Í
fyrirlestrinum mun Jón
Hilmar kynna bók sína,
Orðaheim, en hún er ný
íslensk hugtakaorðabók
og sú fyrsta sinnar
gerðar hér á landi. JPV-
útgáfa hefur sett upp
orðaleik á vefsíðu sinni
http://www.jpv.is/leikur
þar sem viðfangsefnið
eru bækurnar Orðaheim og Orðastað eft-
ir Jón Hilmar. Bækurnar hafa að geyma
yfirgripsmikla lýsingu á notkun og merk-
ingu íslenskra orða og orðasambanda.
Í leiknum á að tengja saman orða-
sambönd sem hafa samstæða merkingu.
Síðan á að tengja samböndin við viðeig-
andi hugtak.
Leikurinn er til þess fallinn að skerpa og
örva málkennd þátttakenda og treysta
vald þeirra á íslensku máli.
Vikulega verður dregið úr réttum lausn-
um og veitt verðlaun.
Súfistinn bókakaffi í Bókabúð Máls
og menningar, Laugavegi 18 Lesið
verður úr nýjum ævisögum kl. 20. Anna
Kristine Magnúsdóttir les úr viðtalsbók
sinni Litróf lífsins, kynnt verður bók Kol-
brúnar Bergþórsdóttur Jón Baldvin – til-
hugalíf, Halla Kjartansdóttir les úr þýð-
ingu sinni á minningabók Astrid
Lindgren, Undraland minninganna og
Guðrún Egilson les úr bók sinni Saga
Svanhvítar – Tvístirni ævisaga Svan-
hvítar Egilsdóttur.
Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri
Guð og gamlar konur er yfirskrift tón-
leika sem vísnasöngkonan Anna Pálína
Árnadóttir efnir til kl. 20.30. Með Önnu
koma fram Aðalsteinn Ásberg Sigurðs-
son, Gunnar Gunnarsson píanóleikari og
Jón Rafnsson kontrabassaleikari.
Tónleikarnir eru á vegum Tónlistar-
félags Borgarfjarðar.
Í DAG
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
Jón Hilmar
Jónsson
METRÓPÓLIS, stórmynd Fritz
Lang, verður sýnd á kvikmynda-
tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Ís-
lands í kvöld. Á kvikmynda-
tónleikum á laugardag verður hins
vegar meistaraverk Chaplins, Gull-
æðið, sýnt við undirleik hljómsveit-
arinnar.
Metrópólis, hin myrka framtíð-
arsýn Fritz Lang, er almennt talin
til eins mesta þrekvirkis kvik-
myndasögunnar. Fritz Lang er tal-
inn einn af helstu frumkvöðlum
þýsku, þöglu gullaldarinnar í kvik-
myndagerð. Metrópólis gerist árið
2000 í sérkennilegu samfélagi ofur-
manna og þræla sem búa í skýja-
kljúfaborginni Metrópólis. Borg-
arstjóri Metrópólis, ríkur iðnjöfur,
gerir flókið samsæri með geggj-
uðum vísindamanni um að koma á
óeirðum til að berja niður yfirvof-
andi uppreisn þræla sem búa við ill-
an kost neðanjarðar. Inn í átökin
blandast sérkennileg ástarsaga son-
ar iðnjöfursins og Maríu sem gætir
barna þrælanna.
Tónlistin við Metrópólis hefur
verið endurgerð með tilliti til nýrra
myndskeiða. Það var tónskáldið
Bernd Schultheis sem fenginn var
til verksins árið 2000 en hann hafði
þegar vakið mikla athygli fyrir tón-
list sína við kvikmyndina Faust sem
frumflutt var í Sau Paulo í október
1999. Áhorfendum gefst nú í fyrsta
sinn kostur á að sjá myndina eins og
hún var upphaflega gerð en í henni
eru atriði sem hafa aldrei sést áður.
Myndskeiðin voru endurgerð með
stafrænni tækni og var filman púss-
uð og endurgerð í heild sinni fyrir
frumsýningu Berlínarhátíðarinnar
2001 þar sem lista- og menning-
ardeild UNESCO valdi hana sem
meistarastykki þögla tímans í kvik-
myndasögunni. Lang lést í Banda-
ríkjunum árið 1976.
Það er Kvikmyndasafn Íslands
sem stendur að tónleikunum ásamt
Sinfóníuhljómsveitinni, en hljóm-
sveitarstjóri er Frank Strobel. Sýn-
ingin á Metrópólis í kvöld hefst á
venjulegum tónleikatíma hljóm-
sveitarinnar, kl. 19.30.
Tónlist við
Metrópólis
Metrópólis, úr kvikmynd Fritz Lang.
BJÖRN Thoroddsen, bæjarlista-
maður í Garðabæ, heldur tónleika
með tríói sínu á Garðatorgi í kvöld
kl. 21.00. Sérstakur gestur Björns
verður Egill
Ólafsson, en þeir
hafa unnið saman
um árabil. Auk
Björns skipa tríó-
ið þeir Gunnar
Hrafnsson bassa-
leikari og fiðlu-
leikarinn Dan
Cassidy. Að sögn
Björns marka
tónleikarnir upp-
haf tónleikaraðar sem menningar-
og safnanefnd bæjarins gengst fyr-
ir.
„Þetta verða þrennir tónleikar,
þrjú fimmtudagskvöld í röð. Ég
byrja í kvöld, í næstu viku leika KK
og Magnús Eiríksson, en þriðja
fimmtudagskvöldið syngur ung og
mjög efnileg söngkona, Ragnheiður
Gröndal, með Jóni Páli og Árna
Scheving. Allir tónleikarnir verða á
Garðatorgi, og er tilgangur þeirra
að auðga bæjarlífið í Garðabæ.“
Garðatorg er helsta versl-
unarmiðstöð Garðbæinga, og að
sögn Björns er nýbúið að opna þar
kaffihús. „Við spilum á Garðatorg-
inu sjálfu, en kaffihúsið verður ein-
hvers konar miðja tónleikanna, þar
verður komið upp stólum og hægt
að kaupa veitingar.“
Björn segir að á efnisskránni
verði að mestu lög af nýjum geisla-
diski hans, Jazz í Reykjavík, en einn-
ig efni úr fórum þeirra Egils Ólafs-
sonar, lög sem þeir hafa verið að
spila saman á liðnum árum. „Þetta
er sveiflumúsík,“ segir Björn. „og
við ætlum að hafa gaman af þessu.“
Björn Thoroddsen tók við titli
bæjarlistamanns Garðabæjar 17.
júní í sumar, og kveðst afar stoltur
af. „Það eru engar skilgreindar
skyldur sem fylgja titlinum, en ég lít
svo á að maður eigi bara að vera sín-
um bæ til sóma; – vonandi til frama
líka og sinna listinni.“
Björn Thoroddsen er nýkominn
heim frá Washington og New York
eins og greint var frá í Morg-
unblaðinu í gær, og þar spilaði hann
með tríói sínu sem skipað er auk
hans Jóni Rafnssyni á bassa og
danska fiðluleikaranum Kristian
Jørgensen en sú liðskipan er einmitt
á nýju plötunni, Jazz í Reykjavík.
„Fyrir okkur í djassinum hefur
Bandaríkjamarkaður alltaf virst
svolítið fjarlægur og menn hafa
frekar verið að herja á Norðurlönd.
En við hittum margt gott fólk þarna
úti og náðum góðum samböndum
við fólk sem við eigum örugglega
eftir að vinna meira úr.“ Annað
band Björns, Guitar Islancio, hefur
líka mikið verið á ferðinni, mest í
Kanada. „Þau verkefni eru alltaf að
skila sér í enn fleiri verkefnum og
utanlandsferðirnar eru orðnar mun
fleiri en maður bjóst við í upphafi.
Frá Djasshátíðinni í októberbyrjun
er ég búinn að fara tvisvar til
Bandaríkjanna að spila. Maður bjóst
ekki við því fyrir tíu árum að þetta
yrði stefnan.“ Bæjarlistamaðurinn
Björn Thoroddsen hefur því feiki-
nóg að gera í spilamennskunni og
fyrir dyrum standa ýmis verkefni
bæði vestra og á Norðurlöndunum.
„Gengið er nú oft svona upp og nið-
ur, en það er frábært þegar gengur
svona vel. Það er um að gera að
njóta þess og nýta tækifærinn þegar
meðbyr er. Þetta er mikil vinna og
oft á brattann að sækja og háir
veggir að klífa yfir. Ég hef alltaf lit-
ið á tónlistina sem mitt áhugamál,
og það eru forréttindi að fá að starfa
við áhugamál sitt. Maður gerir ekki
meiri kröfur en það. Velgengnin er
svo bara bónus.“
Tónleikar Björns og félaga hefj-
ast sem fyrr segir kl. 21.00 í kvöld,
en þeir ætla að hita upp í dag á
Garðatorginu fyrir viðskiptavini
verslunarmiðstöðvarinnar.
„Þetta er sveiflu-
músík og við
ætlum að hafa
gaman af þessu“
Björn Thoroddsen
JÓNÍNA Leósdóttir hefur
komið víða við á ritvellinum.
Hún hefur starfað við blaða-
mennsku og ritstjórn tímarita í
fjölda ára, eftir hana liggja
margar þýðingar,
hún hefur samið við-
talsbækur, skáld-
sögu, unglingabók
og sjónvarpsleikrit.
Leikrit eftir hana
hafa verið flutt í
Listaklúbbi Leik-
húskjallarans, Höf-
undasmiðju Leik-
félags Reykjavíkur
og af áhugaleik-
félögum.
Í Stundarbrjálæði
segir frá fráskilinni
konu, Önnu, sem er
af erlendu bergi
brotin. Hún er stödd
í matvöruverslun
þegar fyrrverandi eiginmaður
hennar, Birgir – borinn og barn-
fæddur Íslendingur – hringir í
farsíma hennar og tilkynnir
henni að hann hafi ákveðið að
fyrirfara sér.
Þessi skil milli hins hvers-
dagslega og hins óvænta skerp-
ast þegar líður á leikinn. Anna
heldur þegar á heimili eigin-
manns síns og kemst smám sam-
an að ástæðunum fyrir ákvörðun
hans sem koma henni gersam-
lega í opna skjöldu. Í kjölfarið er
varpað upp ýmsum mikilvægum
siðferðisspurningum um rétt og
rangt, skyldur og réttindi,
ábyrgð og hugleysi, spurningum
sem er mjög brýnt að ræða nú
um stundir.
Það hefur verið gaman að
fylgjast með leikstjóranum,
Steinunni Knútsdóttur, eftir að
hún fluttist hingað til lands fyrir
skömmu að námi loknu. Hún
hefur stýrt tveimur forvitnileg-
um sýningum, Íslands þúsund ár
eftir Elísabetu Jökulsdóttur hjá
Nemendaleikhúsinu í vetur sem
leið og Lab Loka ásamt Rúnari
Guðbrandssyni í sumar. Nú
standa yfir æfingar á einleiknum
Hinni smyrjandi jómfrú þar sem
Steinunn leikstýrir Charlotte
Bøving, sem leikur Önnu hér.
Það er athyglisvert hve mik-
inn svip það setur á verkið að
Charlotte talar með
hreim. Persónan
Anna hefur nefni-
lega hvað orðaforða
og málfræði varðar
fullkomið vald á
málinu en fram-
burður Charlotte
kemur einatt í veg
fyrir að áhorfand-
inn skynji hvað
persónan á ná-
kvæmlega við með
tilsvörum sínum.
Innlifun Charlotte í
hlutverkið er aftur
á móti framúrskar-
andi og persónu-
sköpunin skýr.
Anna lætur vaða á súðum, eins
og við er að búast við þessar að-
stæður, en persóna Birgis í með-
förum Gunnars Hanssonar er
leikin á þveröfugan hátt. Í með-
förum hans kemur skýrt fram sú
algjöra uppgjöf sem persónan
stendur frammi fyrir eftir ára-
langan feluleik og flótta. Eft-
irminnilegasta senan er í leiks-
lok þegar Anna hefur öll ráð
Birgis í hendi sér og neyðir hann
til að lofa sér að rétta hlut henn-
ar áður en yfir lýkur. Þar sem
hún hrósar happi yfir sigri sín-
um verður hún mun áhugaverð-
ari persóna en fórnarlambið sem
lýst hefur verið framan af verk-
inu.
Leyndarmál
eða lygi
LEIKLIST
Útvarpsleikhúsið
Höfundur: Jónína Leósdóttir. Leikstjóri:
Steinunn Knútsdóttir. Hljóðvinnsla:
Hjörtur Svavarsson. Leikarar: Charl-
otte Bøving og Gunnar Hansson. Frum-
flutt sunnudag 3. nóvember; end-
urtekið að kvöldi fimmtudags 7.
nóvember.
STUNDARBRJÁLÆÐI
Jónína Leósdóttir
Sveinn Haraldsson
SKÓLAHLJÓMSVEIT Kópavogs
heldur sína árlega hausttónleika í Ís-
lensku óperunni, Gamla bíói, í kvöld,
fimmtudagskvöld, kl. 20. Þema tón-
leikanna að þessu sinni er kvik-
myndatónlist og koma fram um 120
ungir hljóðfæraleikarar í þremur
hljómsveitum og leika efnisskrá með
lögum úr kvikmyndum. M.a. Dr. Zhi-
vago, Brúin yfir Kwai-fljótið, James
Bond og Lion King. Ungur tromp-
etleikari, Jóhann Már Nardeau, mun
leika einleik í einu laganna og kynnir
á tónleikunum er Valgeir Skagfjörð.
Stjórnandi Skólahljómsveitar
Kópavogs er Össur Geirsson.
Aðgangseyri er 500 kr. en frítt fyr-
ir yngri en 12 ára.
Kvikmynda-
tónlist í
Íslensku
óperunni
NÚ stendur yfir í Íslandstryggingu
hf., Sætúni 8, sýning á verkum
Gunnars I. Guðjónssonar listmálara.
Gunnar hefur haldið fjölmargar sýn-
ingar á verkum sínum hér heima og
erlendis á undanförnum árum. Verk-
in á sýningunni eru öll til sölu.
Sýningin stendur út nóvember og
er opin virka daga kl. 9–16.
Málverkasýn-
ing í Íslands-
tryggingu