Morgunblaðið - 07.11.2002, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 07.11.2002, Qupperneq 34
UMRÆÐAN 34 FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ J ohn Lennon segist hafa hrifist af Yoko Ono á þennan hátt: Yoko var með sýningu í London á sjöunda áratugnum. Á einum stað í hvítu rými stóð laus stigi eða trappa en merking þess var óljós. John fetaði sig upp stigann uns höfuð hans nam við loft. Augu hans sveimuðu undrandi um og námu svo staðar við þrjá næstum ósýnilega stafi ritaða í loftið. Þeir mynduðu orð- ið „Yes“. Þetta var magnaðasta listaverk sem John Lennon hafði upplifað, honum fannst þetta svo ósegjanlega jákvæð afstaða til til- verunnar. Ég hef lítillega verið að stúd- era jákvætt hugarfar, því mig grunar að það sé galdurinn á bak við allan ár- angur. Aftur á móti þarf að temja sér þetta hug- arfar, það er ekki meðfætt. Sókrates sagði að sagnarandinn sem byggi í hjarta hvers manns varaði fólk einungis við en hvetti það aldrei til dáða: „Það er ein- hver rödd, sem lætur til sín heyra og letur mig jafnan þess, sem ég ætla þá að gera, en hvet- ur aldrei,“ sagði hann. Ef þessi innri rödd þegði væri sennilega engin hætta á ferðum, en þegar manneskjan væri við það að taka ranga ákvörðun segði hún eins konar nei. Þetta er líklega rétt hjá hon- um, því tíminn hefur kennt manneskjunni ýmiskonar ósjálf- ráð viðbrögð gagnvart hættum. Reynslan af mistökunum safnast saman í huganum og endurtekin mistök breytast í innri viðvörun eða rödd til að koma í veg fyrir þau. Röddin býr vissulega í lík- amanum, en einnig að mati Sókratesar í sálinni. Segja má að nei-ið, þessi lærdómur úr þróun- arsögu mannsins, sé greypt í huga og líkama sérhvers manns og því meðfætt. Röddin ráð- leggur einstaklingum að hætta við eitthvað eða taka til fótanna; flýja af hólmi. Ég dreg þá ályktun að já-ið, já- kvætt hugarfar, verði hver maður að læra. Nei-ið virðist öruggast og ósjálfrátt og á sennilega eitt- hvað skylt við hugleysi. Já-ið felst hins vegar í því að taka áskoruninni og flokkast með hug- rekki. Jákvætt hugarfar er nám sem er ómaksins vert að leggja stund á. Þeir sem keppast við og reyna að ná einhverjum árangri virðast iðulega komast að því að jákvætt hugarfar sé það sem á endanum ræður úrslitum. Það er sama hvaða starfsstétt einstaklingur tilheyrir, hvort sem hann er nem- endi eða stjórnandi stórfyr- irtækis, ævinlega er það jákvætt hugarfar sem skilur milli feigs og ófeigs. Hér er dæmi þessu til stuðnings: „Jákvætt hugarfar hennar og heilbrigt sjálfsöryggi nærir og styrkir, og frú Holm er þess full- viss að það hafi úrslitaáhrif á gott gengi sitt til langframa,“ var ný- lega ritað um þekkta söngkonu. Ég ætla nú að nefna nokkur fleiri dæmi sem ég hef safnað úr Morgunblaðinu til að fullvissa lesendur um að jákvætt hugarfar sé nokkuð sem snjallt er að til- einka sér. Gerið svo vel: „Jákvætt hugarfar er atvinnu- skapandi,“ staðhæfði íþróttamað- ur. „Jákvætt hugarfar skiptir nefnilega höfuðmáli í ballett,“ sagði dansari. „Farsælasta leiðin til farsælla fæðinga er góð heilsa og jákvætt hugarfar,“ skrifaði ljósmóðir. „Mikilvægast er að ná taki á slökun og taka upp heil- brigða lífshætti og jákvætt hug- arfar,“ sagði hjúkrunarfræð- ingur. „Til þess að öðlast ákjósanlega þyngd skiptir jákvætt hugarfar höfuðmáli,“ sagði næringarfræð- ingur. „Jákvætt hugarfar skiptir miklu máli. Fái hugmynd kenn- ara hljómgrunn losnar önnur þekking hans úr læðingi,“ sagði kennslufræðingur. „Til að geta einbeitt mér betur að lögunum ákvað ég að fara út að hjóla, með jákvætt hugarfar, silfurspilarann góða og stuð í hjarta í fartesk- inu,“ sagði tónlistargagnrýnandi. „Ég legg að jöfnu þrennt, hollt fæði, heilbrigða hreyfingu og já- kvætt hugarfar. Án þessara þriggja þátta nær maður litlum árangri,“ sagði þjálfari. „Þeir fé- lagar leggja því áherslu á að já- kvætt hugarfar sé einn helsti bandamaðurinn í baráttunni við byggðavandann,“ var skrifað um sérfræðinga í byggðamálum. „Það má lesa út úr táknmáli páskanna, sem og annarra kirkjuhátíða, að við eigum að rækta með okkur bjartsýni og já- kvætt hugarfar,“ skrifaði prestur. „Ég hef kennt rúmlega átt- ræðri konu sem aldrei hafði stig- ið á skíði og hún renndi sér eins og herforingi áður en dagurinn var úti. Galdurinn var jákvætt hugarfar,“ sagði skíðakennari. „Núna hef ég verið að miðla af reynslu minni til flogaveiki- sjúklinga og leyni því ekki að að- alatriðið sé að fara út með já- kvætt hugarfar,“ sagði sjúklingur. „Þegar spennan fór vaxandi og kvíði fór að gera vart við sig fyrir keppnina segist hún einfaldlega hafa sagt við sjálfa sig „já“, og það virkaði vel,“ var skrifað um Völu Flosadóttur. „Þetta snýst fyrst og fremst um hugarfar en ekki sjálfan reglutextann,“ sagði verð- bréfasali. „Við teljum að við get- um aðeins kitlað bragðlaukana í fjárfestum með því að sýna já- kvætt hugarfar og bjartsýni,“ sagði viðskiptamaður. „Sjálfs- traust, jákvætt hugarfar og skipulag er undirstaða þess að ná settum markmiðum,“ sagði við- skiptakona. „Hann var ótrúlega bjartsýnn, hann lét ekkert á sig fá, sá tæki- færið sem hann fékk við fallið og sigraði. Af þessu er hægt að draga þann lærdóm að ef við höldum áfram í leiknum er alltaf mögleiki á sigri,“ var skrifað um dreng í spili. „Síðast en ekki síst er mikilvægt að fara í próf með jákvætt hugarfar,“ sagði náms- ráðgjafi. Lokaorðin í þessu jákvæða við- horfi fær fegurðardrottning sem aldrei fölnaði: „Jákvætt hugarfar og bjartsýn afstaða til lífsins eru meira virði en dýr krem.“ Jákvætt hugarfar Þeir sem keppast við og reyna að ná ein- hverjum árangri virðast iðulega komast að því að jákvætt hugarfar sé það sem á endanum ræður úrslitum. VIÐHORF eftir Gunnar Hersvein guhe@mbl.is MARKLAUSAR umræður hafa farið fram að undanförnu um hugs- anlega inngöngu Íslands í Evrópu- sambandið. Öllum ætti að vera ljóst að umræða er fyrst tímabær eftir að stækkunarferlinu sem nú er í gangi er lokið. Þetta skiptir þó ekki meginmáli, heldur hitt að aðild okkar að sam- bandinu er af efnislegum ástæðum útilokuð og á ég þar að sjálfsögðu við það að sjávarútvegsstefna þess er með þeim hætti að við getum aldrei sætt okkur við hana. Engin vísbending er um að á því verði breyting. Hjá þeim sem mæla með aðild koma ekki fram önnur rök en þau að við myndum auka áhrif okk- ar á stefnu sambandsins í öllum málum og þá sérstaklega þeim sem snúa að sjávarútvegi. Svo langt hafa þeir gengið að halda því fram að með inngöngu í sambandið myndum við taka yfir sjávarútvegs- stefnu þess. Það er vægt til orða tekið að segja að þetta séu skýjaborgir þeg- ar litið er til þess að við yrðum að- eins 0,1% af mannfjölda og enn minna hlutfall, eða brotabrot, eftir stækkun þess. Það þarf nokkurt hugmyndaflug til að telja sér trú um að sæti við slíkt borð veiti okk- ur áhrif umfram þau sem við höfum með því að vera frjáls þjóð og geta sagt skoðanir okkar eins og okkur leyfist í dag. Við höfum tollfrjálsan aðgang að mörkuðum sambandsins. Við stækkun þess er nauðsynlegt að tryggja, að það sama eigi við um hin nýju ríki eftir stækkun sam- bandsins, þótt viðskipti við þau hafi ekki verið mikil á undanförnum ár- um. Óbærilegar fórnir fylgja aðild að Evrópusambandinu Fórnir sem færa þyrfti með aðild yrðu óbærilegar. Þar á ég við að ákvarðanir um nýtingu fiskimiða okkar yrðu teknar í Brussel. Óum- deilt er að ekki yrði hjá því komist að erlendum fyrirtækjum væri heimilað að eiga íslensk sjávarút- vegsfyrirtæki og þar með fiskiskip og gera þau út frá erlendum höfn- um. Þau þyrftu einungis að uppfylla eitt af þrennu; að landa helmingi aflans hér á landi, að helmingur áhafnar yrði að vera Íslendingar eða að kaupa helming útgerðarvara á Íslandi. Spánverjum hefur reynst auðvelt að uppfylla eitt þessara skilyrða og veiða úr kvóta Breta í breskri lög- sögu og fara með allan aflann til Spánar. Almennt sækjumst við eftir erlendri fjárfestingu í íslensku at- vinnulífi vegna þess að hún leiðir til aukinnar hagsældar fyrir þjóðina. Þessu yrði öfugt farið varðandi fjár- festingu í íslenskum sjávarútvegi því þá væri virðisaukinn af fiskveið- unum fluttur úr landi. Ég vil enn- fremur benda á að óumdeilt er, að Íslendingar færu ekki lengur með ákvörðunarvald og samninga við önnur ríki um veiðar úr deili- stofnum, sem eru fiskistofnar sem veiðast utan og innan íslenskrar lögsögu. Það myndi framkvæmda- stjórn sambandsins í Brussel gera. Þeir deilistofnar sem hér um ræðir eru: loðna, karfi, grálúða, út- hafskarfi, norsk-íslensk síld og kol- munni. Sama myndi eiga við um samninga um veiðirétt á rækju á Flæmingjagrunni og um rétt okkar til veiða í Barentshafi. Tekjur af þessum veiðum námu þriðjungi af útflutningi sjávarafurða á liðnu ári, eða sem nemur 37 milljörðum króna. Við höfum langa reynslu af samningum, þar sem Evrópusam- bandið kemur við sögu, og teljum að framganga þess í þeim viðræð- um hafi ekki verið með þeim hætti að því sé treystandi fyrir hagsmun- um Íslands, nema síður sé. Okkur, sem munum átökin við Breta og Þjóðverja um útfærslu landhelginn- ar, er með öllu óskiljanlegt, hvernig nokkrum Íslendingi getur komið til hugar, að afsala yfirráðum yfir fisk- veiðilögsögunni til erlendra aðila. Eigum ekki samleið með evrunni Umræðan um hugsanlega aðild okkar að Evrópusambandinu hefur tengst umræðu um að við ættum að taka upp hina sameiginlegu mynt sambandsins, evruna. Því er ekki að neita að því fylgir ákveðið hagræði, sérstaklega fyrir ferðamenn, að hafa eina mynt þegar ferðast er til margra landa. Svo er að skilja á sumum stjórnmálamönnum að það eitt ætti að nægja til þess að við tækjum upp hina sameiginlegu mynt. En því fer víðsfjarri. Efna- hagslíf á Íslandi er svo gjörólíkt því sem er á meginlandi Evrópu að þar eigum við enga samleið. Það getur ekki komið til álita að við fórnum þeim hluta sjálfstæðis okkar, sem gerir okkur kleift að bregðast við breyttum aðstæðum í efnahagslíf- inu. Dæmi um þetta er það sem hefur gerst hér á landi á þessu og á sl. ári í efnahagsmálum. Hátt mat- vælaverð er að stærstum hluta til komið vegna verndunaraðgerða fyr- ir íslenskan landbúnað og hefur ekkert með evru að gera. Sama er að segja um háa vexti sem beint er gegn ofþenslu. Aðild að Evrópusam- bandinu er útilokuð Eftir Kristján Ragnarsson „Fórnir sem færa þyrfti með aðild yrðu óbæri- legar. Þar á ég við að ákvarðanir um nýtingu fiskimiða okkar yrðu teknar í Brussel.“ Höfundur er formaður Lands- sambands íslenskra útvegsmanna. UNDANFARIN ár hef ég fylgst mjög náið með framgangi ferða- og samgöngumála. Kannski nánar en ella þar sem ég hef lagt stund á nám í ferðamálafræði við Háskóla Íslands og starfa jafnframt innan ferðaþjónustunnar. Segja má að á síðustu þremur til fjórum árum hafi orðið ótrúlega ör þróun í átt til sjálfbærrar þróunar og um- hverfisverndar í allri skipulagn- ingu og stefnumótun innan ferða- þjónustunnar. Má ætla að sú þróun tengist aukinni menntun í ferðamálum því víða um land er nú boðið upp á ferðamálanám m.a. við Háskóla Íslands, Háskólann á Ak- ureyri, Ferðamálaskólann í Kópa- vogi og við Hólaskóla. Eitt af þeim grundvallaratriðum sem kennd eru við stefnumótun og skipulag í ferðamálum er að mikla undirbúningsvinnu þarf að vinna áður en hin eiginlega stefnumótun getur farið fram. Þar hefur Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, yfirmaður ferðamála á Íslandi, ekki látið sitt eftir liggja. Hann hefur látið vinna skýrslu um heilsutengda og menningartengda ferðaþjónustu en báðar þessar greinar eru taldar búa yfir miklum vaxtarmöguleikum í ferðaþjónustu hér á landi. Á nýafstaðinni ferðamálaráð- stefnu í Stykkishólmi greindi sam- gönguráðherra svo frá því að væntanleg væri skýrsla um fram- tíðarsýn í ferðaþjónustu hér á landi og á sömu ráðstefnu kynnti formaður ferðamálaráðs drög að skýrslu um svæðaskiptingu lands- ins, sem unnin var að tilhlutan ráðherra. Skýrslan var kynnt sem drög til að utanaðkomandi aðilar gætu bætt hugmyndum sínum við hana áður en hún væri endanlega lögð fyrir. Slík nýmæli eru af hinu góða og ættu að leiða til betri út- komu. Með drögum sínum að svæðaskiptingu landsins er ráð- herra að stuðla að því að skil- greina nánar þau markaðssvæði sem geta unnið saman að eflingu ferðaþjónustunnar og eflt þannig Ísland í heild sem ákjósanlegan ferðamannastað. Á sömu ferðamálaráðstefnu braut ráðherra jafnframt blað í sögu ferðamála á landinu þegar hann veitti Hólaskóla brautar- gengi til að gerast umboðsaðili umhverfisvottunarsamtakanna Green Globe 21 en ljóst er að í framtíðinni munu ferðaþjónustu- fyrirtæki í sífellt ríkara mæli leita eftir vottun þriðja aðila á umhverf- isstefnu sinni. Þegar hafa þrjú ferðaþjónustufyrirtæki hér á landi hlotið vottun Green Globe 21 og Ferðaþjónusta bænda með um 120 meðlimi stefnir á vottun á sinni umhverfisstefnu innan næstu tveggja ára. Annað er það verkefni sem legg- ur grunn að framtíð samgöngu- mála og um leið ferðamála í land- inu en það er samræmd sam- gönguáætlun fyrir landið allt. Þar hefur að tilhlutan ráðherra ekki einungis verið horft til vegaáætl- unar, heldur koma þar einnig inn flugvellir, jarðgöng, ferjur og hafnir. Með samræmdri sam- gönguáætlun er litið til þess að bæði landsmenn svo og ferðamenn eigi sem greiðastan aðgang að samgönguneti landsins á hvaða árstíma sem er. Vera má að ekki séu allir sam- mála þeim áherslum sem fram koma í stefnumótunarmálum ráð- herra, en í lýðræðisríki hafa jú all- ir rétt á skoðunum sínum. Eins og gerist og gengur hefur ráðherra því sætt gagnrýni en hins vegar hefur gleymst að hrósa honum fyr- ir það sem vel er gert. Að mínu mati á Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra skilið hrós fyrir að horfa til framtíðar í stefnumótun- armálum sínum innan ferðaþjón- ustu og samgöngumála. Horft fram á við Eftir Guðrúnu G. Bergmann „Gleymst hefur að hrósa sam- gönguráð- herra fyrir það sem vel er gert.“ Höfundur er áhugamaður um um- hverfisvæna ferðaþjónustu á Íslandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.