Morgunblaðið - 07.11.2002, Síða 38
UMRÆÐAN
38 FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÞÓRUNN Sveinbjarnardóttir al-
þingiskona sækist eftir 2. sætinu í
flokksvali Samfylkingarinnar í Suð-
vesturkjördæmi 9. nóvember nk.
Þórunn hefur set-
ið á Alþingi í fjögur
ár. Á þeim tíma hef-
ur hún sýnt og sann-
að að þar fer hug-
sjónakona og
öflugur talsmaður
mannréttinda, friðar
og alþjóðlegs samstarfs. Fáir al-
þingismenn tala um alþjóðamál af
jafnmikilli þekkingu og hún, enda
hefur Þórunn, þrátt fyrir ungan ald-
ur, dvalið langdvölum erlendis við
nám og störf, m.a. sem sendifulltrúi
fyrir Rauða krossinn í Asíu og Afr-
íku.
Þórunn hefur, einn fárra þing-
manna Samfylkingarinnar, beitt sér
gegn stórfelldum virkjanaáformum
stjórnvalda á Norðausturlandi og er
framganga hennar á Alþingi, er
kemur að náttúruverndarmálum, af-
ar mikilvæg fyrir þann stóra hóp
Samfylkingarfólks og stuðnings-
manna flokksins sem aðhyllast nátt-
úruvernd.
Samfylkingarfólk í suðvestri –
kjósum Þórunni í 2. sætið í flokks-
vali Samfylkingarinnar.
Þórunn – talsmað-
ur náttúruverndar í
2. sætið!
Ása Richardsdóttir, Kópavogi, skrifar:
JÓHANNA Sigurðardóttir gefur
kost á sér í annað sætið í prófkjöri
Samfylkingarinnar í Reykjavík
næstkomandi laugardag. Jóhanna
hefur mikla reynslu
sem nauðsynleg er
til að leiða svo stór-
an flokk í öðru hvoru
Reykjavíkurkjör-
dæmanna. En það er
ekki nóg að hafa
reynsluna eina held-
ur þurfa heilindi að vera til staðar
líka og Jóhanna hefur þau svo sann-
arlega. Jóhanna hefur alla tíð barist
fyrir þeim verst settu í þjóðfélaginu
s.s. öryrkjum, fötluðum og náms-
mönnum og ekki er líklegt að það
muni breytast. Einnig hefur Jó-
hanna sýnt kjark og þor þegar hún
hefur sett fram fyrirspurnir til
æðstu ráðamanna Alþingis og um
leið afhjúpað spillingu og óheilindi
þessara ráðamanna og annarra.
Ég hef fulla trú á að Samfylkingin
leiði næstu ríkisstjórn og þá er
nauðsynlegt að Jóhanna verði í for-
ystu flokksins og því skora ég á
Samfylkingarfólk í Reykjavík að
treysta henni fyrir áframhaldandi
forystu.
Jóhönnu aftur í
ráðherrastól
Friðrik Atlason stuðningsfulltrúi skrifar:
Í ÞAU 8 ár, sem ég hef fylgst
með störfum Lúðvíks Berg-
vinssonar, hef ég séð vaxandi
stjórnmálamann. Hinn 9. nóvember
nk. munu jafnaðarmenn í Suður-
kjördæmi velja
framboðslista í hinu
nýja kjördæmi. Það
er öllum ljóst að
baráttan í vor verð-
ur hörð og lítið eftir
gefið. Það er mín
eindregna skoðun
að við jafnaðarmenn eigum að
grípa tækifærið og velja ungan og
öflugan forystumann þessa nýja
kjördæmis. Frá þeim tíma sem
Lúðvík var fyrst kjörinn á þing
hefur hann bæði staðið sig með
sóma, verið vaxandi í hlutverki sínu
og borið ungum frambjóðendum
gott vitni, en hafa ber í huga að
Lúðvík var einungis 31 árs gamall,
er hann var fyrst kjörinn á þing.
Ég tel það mikið forgangsmál að
jafnaðarmenn leggist á eitt og
tryggi Lúðvíki 1. sætið í prófkjör-
inu næstu helgi og taki þar með
fyrsta skrefið að góðum sigri með
ferskan og sigurstranglegan lista í
kosningunum í vor.
Lúðvík í 1. sætið
Gestur Páll Reynisson, fyrrverandi formað-
ur Varðbergs, skrifar:
RANNVEIG Guðmundsdóttir
hefur tvisvar leitt lista jafn-
aðarmanna í næststærsta kjördæmi
landsins og ekki að
ástæðulausu. Rann-
veig hefur með störf-
um sínum sýnt að
henni er treystandi
til að vera í forystu.
Hún hefur gegnt
fjölda trúnaðarstarfa
með sóma og meðal annars verið for-
maður bæjarráðs Kópavogs, félags-
málaráðherra og formaður þing-
flokks Samfylkingarinnar.
Rannveig er jafnaðarmaður af
bestu gerð. Á stjórnmálaferli sínum
hefur hún sett félagsmálin á oddinn
og verið öflugur málsvari fjöl-
skyldna, barna og launafólks. Hún
hefur barist ötullega fyrir réttindum
fatlaðra og einnig látið til sín taka í
umhverfismálum og utanrík-
ismálum.
Ég styð Rannveigu í 1. sæti á lista
Samfylkingarinnar í Suðvest-
urkjördæmi. Þá ákvörðun tók ég
vegna reynslu hennar, stefnumála og
þess að ég treysti henni best til for-
ystu í kjördæminu. Ég hvet alla
Samfylkingarfélaga til þess að taka
þátt í flokksvalinu 9. nóvember og
kjósa Rannveigu í 1. sæti.
Rannveigu í
fyrsta sæti
Svala Jónsdóttir fjölmiðlafræðingur
skrifar:
KOSNINGABARÁTTAN að vori
mun snúast um lífskjör fólks og um
umhverfismál. Sýnt hefur verið
fram á að mat-
vælaverð hér á
landi er með því
hæsta sem gerist í
heiminum. Ljóst er
að verðið hefur ekki
farið lækkandi held-
ur hækkandi með
yfirtöku örfárra aðila á dreifingar-
og sölukerfinu. Samruni fyrirtækja
átti að leiða til ,,hagræðingar“, en
afleiðingin hefur fyrst og fremst
orðið gífurleg auðsöfnun á fárra
hendur á kostnað neytenda. Mesta
kjarabót landsmanna væri lækk-
andi vöruverð. Fyrir því er Rann-
veig Guðmundsdóttir að berjast á
Alþingi ásamt öðrum þingmönnum
flokksins.
Umhverfisverndarmál eru of-
arlega á baugi um þessar mundir,
ekki síst vegna hugmynda í virkj-
unarmálum sem vægast sagt orka
tvímælis. Við þurfum vissulega að
nýta orkulindir okkar, en með var-
færni og með skírskotun til þeirra
kynslóða sem eiga að erfa landið.
Ég hef persónulega kynnst heil-
brigðri afstöðu Rannveigar til þess-
ara mála og stuðningi hennar við
þau.
Ég styð Rannveigu heilshugar til
áframhaldandi forystu fyrir Sam-
fylkinguna í suðvesturkjördæmi.
Rannveig áfram í
forystu!
Ingvi Þorsteinsson, náttúrufræðingur,
skrifar:
GRUNNÞÁTTUR heilbrigðis-
þjónustunnar stendur ekki styrk-
um stoðum um þessar mundir. Það
er sama úr hvaða átt er komið að
heilsugæslunni – alls staðar blasa
við brestir.
Læknaskortur er augljós. Í
Hafnarfirði og Kópavogi lætur
nærri að fyrir hverja tvo heim-
ilislækna sem sinna íbúum vanti
einn. Þetta þýðir að í þessum
tveimur sveitarfélögum eru um 15
þúsund manns læknislausir. Það
samsvarar því að allir íbúar á
Norðvesturlandi hefðu ekki að-
gang að lækni.
Engin von er um umbætur.
Uppsagnir lækna blasa við. Heil-
brigðisyfirvöld vilja ekki veita
heimilislæknum sömu tækifæri og
öðrum læknum til að afla sér
tekna. Það verður til þess að æ
færri læknar gefa sig að þessum
grunnþætti heilbrigðiskerfisins.
Fyrir liggur að með hverri krónu
sem varið er í heilsugæslu sparast
fleiri krónur á öðrum stigum heil-
brigðiskerfisins. Ef það vantar
núna tíu lækna í Kópavogi og
Hafnarfirði mun vanta enn fleiri
eftir nokkur ár ef heldur fram sem
horfir. Vanti fleiri heimilislækna
eftir nokkur ár verða sjúkrahúsin
okkur enn dýrari en þau eru í dag.
Þegar buddan leyfir
Á sama tíma og getuleysi stjórn-
valda til að takast á við vanda
heilsugæslunnar leiðir til verri
þjónustu við almenning þarf fjöl-
skyldufólk æ oftar að velta fyrir
sér hvort það hafi efni á að fara til
læknis. Í stað þess að heilsa lík-
ama og sálar stýri aðsókn að heil-
brigðisþjónustu stýrir heilsa budd-
unnar ferðinni. Það er orðið
dýrara að stinga út gröft á fingri
og lina þjáningar en að fara í leik-
hús. Einstæð móðir með ungling
sem veikist alvarlega getur vænst
þess að þurfa að punga út tugum
þúsunda króna í myndatökur, lyf
og fleira. Skýrasta dæmið um
hvernig ástatt er orðið er að í lok
síðasta mánaðar var ekkert að
gera við sýnatökur á einu sjúkra-
húsi í Reykjavík. Þegar föstudag-
urinn 1. nóvember rann upp varð
vitlaust að gera og sýnin streymdu
inn. Það var augljóst að fólk beið
með að sækja sér heilsugæsluþjón-
ustu þangað til á útborgunardegi
þegar það átti fyrir henni.
Heilbrigðisyfirvöld geta þakkað
góðu og þolinmóðu starfsfólki heil-
brigðisgreina að ekki er í óefni
komið. Það er deginum ljósara að
á mestu uppgangstímum efnahags
hér á landi frá stofnun lýðveldisins
hefur heilsugæslunni hrakað. Það
er núverandi stjórnvöldum slæmur
vitnisburður. Ótal verkefni bíða
nýrrar stjórnar að afloknum kosn-
ingum í vor. Ljóst er að efla þarf
forvarnir og heilsugæslu með
auknum fjármunum og endur-
skipulagningu rekstrar og eins
þarf að endurskoða frá grunni
hina fjárhagslegu ábyrgð sameig-
inlegra sjóða landsmanna á grunn-
þáttum heilbrigðisþjónustunnar.
Samfylkingin er reiðubúin til að
takast á við þessi verkefni.
Er læknislaust
á öllu Norð-
vesturlandi?
Eftir Ásgeir
Friðgeirsson
Höfundur er ritstjóri og tekur þátt í
flokksvali Samfylkingarinnar í
Suðvesturkjördæmi.
„Í stað þess
að heilsa lík-
ama og sál-
ar stýri að-
sókn að
heilbrigðisþjónustu
stýrir heilsa buddunnar
ferðinni.“
ÞAÐ er mikilvægt að á Alþingi
sitji fólk sem hefur vilja og getu til
að setja sig inn í mál og taka
ákvarðanir. Það er
jafnframt mikilvægt
að þingmenn þekki
kjör þess fólks sem
þeir starfa fyrir.
Guðmundur Árni
Stefánsson er þess-
um kostum búinn í
ríkum mæli.
Framundan er flokksval Sam-
fylkingarinnar í Suðvesturkjör-
dæmi. Glæstur hópur karla og
kvenna gefur kost á sér á fram-
boðslistann. Enginn er betur til
þess fallinn að leiða þann hóp og þá
vinnu sem er framundan en Guð-
mundur Árni. Þar fer í senn glæst-
ur foringi og reyndur og hæfur
stjórnmálamaður, sem er óragur
við að taka ákvarðanir. Það sýndi
hann þau ár sem hann var bæj-
arstjóri í Hafnarfirði. Um leið er
Guðmundur Árni alltaf tilbúinn að
hlusta á fólk og liðsinna því ef hann
á þess nokkurn kost. Það efast eng-
inn sem þekkir Guðmund Árna um
að hjartað er á réttum stað – það
slær vinstra megin.
Ég hvet allt Samfylkingarfólk í
kjördæminu til að taka þátt í
flokksvalinu nk. laugardag og
tryggja Guðmundi Árna glæsilega
kosningu í fyrsta sætið.
Guðmund Árna í
fyrsta sæti
Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarfulltúi í
Hafnarfirði, skrifar:
Síðumúla 24 • Sími 568 0606
Sjónvarpsskápur
139.000 Kr