Morgunblaðið - 07.11.2002, Síða 42
MINNINGAR
42 FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Jóhannes BaldurSveinbjörnsson
fæddist á Snorrastöð-
um í Kolbeinsstaða-
hreppi á Snæfellsnesi
29. júní 1935. Hann
lést á sjúkrahúsi San
Jaime í Alicante á
Spáni 23. október síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Margrét
J.S. Jóhannesdóttir
húsfrú, f. 30. júni
1905, d. 15. jan. 1995,
og Sveinbjörn Jóns-
son, bóndi, kennari
og oddviti á Snorra-
stöðum, f. 4. september 1894, d.
19. jan. 1979. Systkini Jóhannesar
eru: Haukur bóndi á Snorrastöð-
um, f. 6. feb. 1932, maki Ingibjörg
Jónsdóttir, Friðjón sparisjóðs-
stjóri Borgarnesi, f. 10. mars
1933, d. 1. sept. 1990, maki Björk
Halldórsdóttir, Kristín Sólveig
verslunarmaður í Reykjavík, f. 17.
mars 1941, d. 8. mars 1992, maki
Grétar Haraldsson, Helga Stein-
unn skólaliði í Reykjavík, f. 20.
jan. 1943, maki Indriði Alberts-
son, Elísabet Jóna leikskólakenn-
ari í Reykjavík, f. 20. des. 1946,
maki Þorsteinn Steingrímsson og
hálfbróðir sammæðra, Kristján
Benjamínsson skrifstofustjóri í
Reykjavík, f. 5. okt. 1923, maki
Hulda Guðmundsdóttir.
Jóhannes kvæntist 1966 Sig-
rúnu Ólafsdóttur, f. 19. sept. 1939.
Þau slitu samvistum
1989. Börn þeirra
eru: a) Margrét Jó-
hanna Sigríður fata-
hönnuður, f. 17. júní
1967, börn hennar
eru Viktor Már
Kristjánsson, f. 22.
júní 1991, og Marí-
anna Rún Kristjáns-
dóttir, f. 14. okt.
1993. b) Ólafur Daði,
húsasmiður og nemi
í arkitektúr við há-
skóla í Álaborg í
Danmörku, f. 8. okt.
1976. Fósturdóttir
hans Þuríður Jörgensen, f. 10. feb.
1959. Sambýliskona Jóhannesar
sl. tvö ár var Halla G. Hjálmars-
dóttir, f. 8. mars 1947.
Jóhannes lauk landsprófi og
gagnfræðipróf frá Héraðsskólan-
um í Reykholti. Eftir að hann
fluttist til Reykjavíkur hóf hann
störf við bókhald Landssímans og
vann þar um sex ára skeið. Frá
1966 starfaði hann í bókhaldi
Loftleiða, síðar Flugleiða. Hann
starfaði fyrir Söfnunarsjóð lífeyr-
isréttinda frá 1980 og var fram-
kvæmdastjóri sjóðsins frá 1984 til
starfsloka 1997.
Hann var mikill tónlistarunn-
andi, skemmti og spilaði i tríói um
land allt í áraraðir.
Útför Jóhannesar verður gerð
frá Áskirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 13.30.
Ástin mín. Þakka þér fyrir ham-
ingjuna, gleðina, kærleikann og ást-
ina sem þú svo fúslega gafst mér
hvern dag sem við áttum saman. Það
verður yndislegt að hitta þig á ný.
Í dagsins önnum dreymdi mig
þinn djúpa frið, og svo varð nótt.
Ég sagði í hljóði: Sofðu rótt,
þeim svefni enginn rænir þig.
En samt var nafn þitt nálægt mér
og nóttin full af söngvaklið
svo oft, og þetta auða svið
bar ætíð svip af þér.
Og þungur gnýr sem hrynji höf
mitt hjarta lýstur enn eitt sinn:
Mín hljóða sorg og hlátur þinn,
sem hlutu sömu gröf.
(Steinn Steinarr.)
Guð veri með þér.
Þín
Halla.
Fallinn er frá einstakur maður
langt um aldur fram. Kynni okkar
Jóa hófust fyrir um 40 árum.
Ég vann hjá innflutningsfyrirtæki
sem seldi vönduð og dýr bygging-
arefni. Vörur þessar voru nýjung hér
á landi. Kaupendur yfirleitt eldri
menn, burgeisar og fagurkerar sem
voru að byggja „villur“, t.d. á Arn-
arnesinu. Mér er í fersku minni er
bankað var hæversklega á dyr fyr-
irtækisins og þeim lokið varfærnis-
lega upp. Í dyrunum stóð ungur
maður og spurði ofur kurteislega
hvort hann mætti koma inn. Eftir
vandlega skoðun á sýnishornum
verslaði hann drjúgum í blokkaríbúð
sem hann var að innrétta. Eitt skil-
yrði setti hann fyrir kaupunum en
það var að fá að koma sjálfur í
vörulager fyrirtækisins og velja
hvern einasta hlut, hverja einustu
spýtu, úr stórum vörustæðum. Ekki
var hann smiðslegur á að sjá en bar
auðsjáanlega gott skynbragð á vöru-
gæði. Féllst ég á að hitta hann í vöru-
geymslunni eftir vinnu. Við vorum
saman langt fram á kvöld að velja af
kostgæfni hvern einasta hlut.
Kynni okkar urðu ekki meiri þá.
30 árum síðar hittumst við aftur.
Gat hann strax rifjað upp okkar fyrri
samskipti, enda maðurinn stálminn-
ugur. Síðastliðin 10 ár höfum við haft
allnáin samskipti er hafa verið mér
einstaklega gefandi og lærdómsrík.
Fyrir þau þakka ég nú.
Jói var sjentilmaður í hvívetna.
Nákvæmnismaður svo mörgum þótti
nóg um. Fjölhæfur hljóðfæraleikari
og unnandi alls kyns tónlistar. Lista-
dansari og bindindismaður. Húmor-
isti og eftirherma afburðagóð. Hag-
mæltur var hann og mikill
ljóðaunnandi. Hrein unun var að
heyra hann flytja kveðskap, sem
hann kunni mikið af. Fór hann svo
vel með ljóð, með sínum ríka húmor
og eftirhermuhæfileikum, að þau
öðluðust margfalt gildi í flutningi
hans.
Í heimsóknum til Jóa var ég alltaf
stórhrifinn af snyrtimennsku hans.
Gaman hafði ég af að skoða í fata-
skápana. Hvílíkt skipulag og ná-
kvæmni enda var maðurinn alltaf
eins og klipptur út úr fataauglýs-
ingu.
Jói lést á sjúkrahúsi á Spáni hinn
23. október sl. eftir nokkurra daga
þunga sjúkralegu. Dauðsfall Jóa
kom eins og reiðarslag því hann
hafði sér einskis meins kennt og
hafði verið heilsuhraustur síðustu
árin.
Jói hafði dvalist á Spáni í nokkrar
vikur ásamt Höllu sinni. Hugðu þau
á nokkurra mánaða dvöl í sól og
sælu. Jói var mikill sóldýrkandi og
hafði um árabil hlakkað til og und-
irbúið, af sinni þekktu kostgæfni,
framtíðaráform þeirra um vetrar-
setu á sólríkum suðrænum slóðum.
En svona geta örlög okkar verið.
Eftir aðeins mánaðar dvöl í sól og
sælu er hann allur. Skyndilega
stendur nú Halla, hans besti vinur,
eins og í tómarúmi. Votta ég Höllu,
börnum þeirra, barnabörnunum,
systkinum hans, öðrum ættingjum
og vinum, sem öll eiga nú um sárt að
binda, mína dýpstu samúð.
Þorsteinn Steingrímsson.
Það voru óvæntar og sorglegar
fréttir sem bárust frá Spáni rétt fyr-
ir vetrarbyrjun. Skyndileg veikindi
Jóhannesar og svo um viku síðar
andlát hans. Margs er að minnast,
hugurinn reikar, atvik rifjast upp,
samskipti, samstarf hjá Söfnunar-
sjóði lífeyrisréttinda. Jóhannes
starfaði fyrir Söfnunarsjóð lífeyris-
réttinda 1980 – 1997. Þarf af var
hann framkvæmdastjóri sjóðsins frá
1984 – 1997. Leiðir okkar lágu fyrst
saman 1989 þegar ég hóf störf hjá
sjóðnum. Samstarf okkar stóð því í
um 9 ár. Það var ákaflega gott að
starfa með Jóhannesi. Hann hafði
sérlega gott og vinsamlegt viðmót.
Nákvæmni og samviskusemi í með-
ferð fjármuna sjóðfélaga, afstemm-
ingar, rekjanleiki gagna og traustar
fjárfestingar, allt lýsir það Jóhann-
esi. Sem dæmi má nefna að við
starfslok hans 1997 fór Ríkisendur-
skoðun yfir bókhald og eignir Söfn-
unarsjóðsins og var sú yfirferð án
allra athugasemda. Ef einkunn hefði
verið gefin hefði hún verið 10.
Jóhannes var að mörgu leyti tveir
einstaklingar. Annars vegar ná-
kvæmi og samviskusami fjármála-
maðurinn og hins vegar listamaður-
inn og lífskúnstner. Það var oft sem
þessir tveir einstaklingar toguðust
oft á. Hann hefði örugglega getað
orðið leikari eða skemmtikraftur ef
hann hefði viljað. En þá hefði hann
skort fjárhaglegt öryggi sem honum
fannst svo mikilvægt. Jóhannes
hafði ótrúlega næmi fyrir umhverfi
sínu, þá oft spaugilegum hliðum
þess. Ógleymanlegt er m.a. þegar
Jóhannes tók eftir óvenjulegu
göngulagi eins af núverandi þing-
mönnum er hann gekk á milli Dóm-
kirkjunnar og Alþingishússins við
sína fyrstu þingsetningu. Eða
göngulagi eins af þáverandi forystu-
mönnum á vinnumarkaði. Í bæði
skiptin hermdi Jóhannes svo ná-
kvæmlega eftir þeim að vart mátti
sjá hvor væri hvað. Hann kunni mik-
ið af gamanmáli og vísum margs
konar. Nú fáum við t.d. ekki að heyra
hann framar fara með blóðgjafar-
þáttinn með þeim Árna Tryggvasyni
og Guðmundi Jónssyni.
Okkur samstarfsfólk þitt hjá Söfn-
unarsjóði lífeyrisréttinda langar að
þakka þér fyrir samfylgdina og þær
stundir sem við áttum með þér. Að-
staðendum vil ég votta samúð mína.
Hvíl í friði.
Sigurbjörn Sigurbjörnsson
framkvæmdastjóri
Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda.
Ótímabært andlát Jóhannesar
Sveinbjörnssonar kom vinum hans
verulega á óvart. Auðvitað vissum
við að Jóhannes hafði vegna þrálátra
veikinda marga hildina háð en alltaf
haft þó betur, þegar upp var staðið.
Það var því einlæg von okkar að Jó-
hannes ætti eftir að njóta þess að lifa
mörg skemmtileg og viðburðarík ár
bæði hér heima og erlendis.
Jóhannes Sveinbjörnsson átti sinn
lengsta starfsaldur hjá Söfnunar-
sjóði lífeyrisréttinda en sjóðurinn er
ætlaður öllum launþegum og sjálf-
stætt starfandi einstaklingum sem
eiga ekki sjálfsagða aðild að öðrum
lífeyrissjóðum. Í starfi mínu sem
framkvæmdastjóri Sambands al-
mennra lífeyrissjóða og sem stjórn-
armaður í Söfnunarsjóðnum varð
JÓHANNES B.
SVEINBJÖRNSSON
AFMÆLIS- og minningargreinum er hægt að skila í tölvupósti (net-
fangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein
hefur borist), á disklingi eða í vélrituðu handriti. Ef greinin er á disk-
lingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að símanúmer höf-
undar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Bréfsími
fyrir minningargreinar er 569 1115. Ekki er tekið við handskrifuðum
greinum.
Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfilegri lengd á
útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bil-
um) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir
í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að
senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virð-
ingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru
beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Frágangur afmælis-
og minningargreina
Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, afi og
bróðir,
JÓHANNES B. SVEINBJÖRNSSON,
Sæviðarsundi 35,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Áskirkju í dag, fimmtu-
daginn 7. nóvember, kl. 13.30.
Halla Hjálmarsdóttir,
Margrét J.S. Jóhannesdóttir,
Ólafur Daði Jóhannesson,
Viktor Már Kristjánsson,
Maríanna Rún Kristjánsdóttir
og systkini hins látna.
Elskuleg eiginkona mín, móðir og amma,
SÆUNN GUÐMUNDSDÓTTIR,
Kambsvegi 23,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Áskirkju föstudaginn
8. nóvember kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en
þeir, sem vilja minnast hennar, láti líknarfélög
njóta þess.
Daði Daníelsson,
Elín I. Daðadóttir
og dóttursynir.
Hjartkær föðursystir mín,
GUÐFINNA GÍSLADÓTTIR,
Ölduslóð 36,
Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju föstu-
daginn 8. nóvember kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á
Kristniboðssambandið.
Gísli Ingi Sigurgeirsson.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
JÓN EYJÓLFUR EINARSSON
fv. fulltrúi hjá Kaupfélagi Borgfirðinga,
sem lést þriðjudaginn 29. október sl., verður
jarðsunginn frá Borgarneskirkju laugardaginn
9. nóvember kl. 14.00.
Helga Jónasdóttir,
Jónas H. Jónsson, V. Stefanía Finnbogadóttir,
Bragi Jónsson, Sonja Hille,
Sigurður Páll Jónsson, Hafdís Björgvinsdóttir,
Einar Helgi Jónsson, Unnur Mjöll Dónaldsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi,
BRAGI GUÐNASON,
Suðurgötu 25,
Sandgerði,
verður jarðsunginn frá Safnaðarheimilinu
Sandgerði föstudaginn 8. nóvember kl. 14.00.
Systkini og fjölskyldur.
Móðir mín, amma og systir,
GUÐMUNDÍNA ÞÓRUNN
SAMÚELSDÓTTIR,
Heiðargerði 24,
Akranesi,
verður jarðsungin frá Akraneskirkju föstu-
daginn 8. nóvember kl. 14.00.
Þórunn Selma,
Hafþór Örn,
Albert Máni
og systkini hinnar látnu.