Morgunblaðið - 07.11.2002, Blaðsíða 43
samstarf okkar Jóhannesar mjög ná-
ið og ég uppgötvaði fljótlega að Jó-
hannesi var mikið í mun að rekstur
sjóðsins væri í senn hagkvæmur og
traustur.
Þegar Jóhannes hóf störf hjá
Söfnunarsjóðnum hét sjóðurinn
reyndar Biðreikningur lífeyrissjóðs-
iðgjalda. Í árslok 1980 voru hins veg-
ar sett lög um sjóðinn og tilgangur
hans festur frekar í sessi. Árið 1984
tók Jóhannes svo við framkvæmda-
stjórastöðu í sjóðnum, sem hann
gegndi síðan samfellt til ársins 1997,
þegar hann þurfti að láta af störfum
vegna veikinda.
Jóhannes lagði sig allan fram við
stjórn sjóðsins, enda var hann ákaf-
lega samviskusamur að eðlisfari og
vinnusamur með afbrigðum og ná-
kvæmur. Við sem höfum starfað að
málefnum lífeyrissjóðanna um langt
skeið minnumst því Jóhannesar með
sérstöku þakklæti. Það er oft sagt að
erfiðara sé að gæta fengins fjár en að
afla þess. Jóhannes afsannaði ræki-
lega þessa fullyrðingu, því sem fram-
kvæmdastjóri Söfnunarsjóðsins var
hann í störfum sínum forsjáll, var-
færinn og gætinn.
Við kveðjum því í dag Jóhannes
Sveinbjörnsson með þakklæti og eft-
irsjá og vottum börnum hans og
sambýliskonu okkar einlægustu
samúð.
Hrafn Magnússon.
Enginn veit sína ævi alla og eng-
inn veit hver næst er kallaður.
Ekki var það í huga okkar í sumar
þegar við sátum í matarboði hjá Jó-
hönnu og Sigurði í Vesturberginu í
glöðum hóp að það væri í síðasta sinn
sem Jói, þessi glaði og káti maður
segði okkur brandara með sínum
sérstaka húmor, enda fréttin að Jó-
hannes væri mikið veikur úti á Spáni
og vart hugað líf alveg ótrúleg.
En svona eru endalokin oft, fáir
tilbúnir og það var Jói ekki, búinn að
tryggja sér og Höllu sinni samastað í
vetur í bústað á Spáni, fá sér nýjan
bíl áður, svo heimkoman í vor væri
sem best en skaparinn hefur síðasta
orðið og öllu ræður.
Það var svo ánægjulegt að sjá
hvað þau Halla nutu samvista og
spáðu í framtíðina, samstillt og ham-
ingjusöm, en allt í einu allt hrunið,
langt um aldur fram.
Elsku Halla, við hjónin vottum þér
innilega samúð á erfiðri stund og
þökkum fyrir allar ánægjustundir
sem við áttum með ykkur Jóhannesi.
Innilegar samúðarkveðjur til barna,
systkina og annarra vandamanna.
Guð blessi minningu um góðan
dreng.
Oddbjörg og Karl Ásgrímsson.
Jóhannes Baldur Sveinbjörnsson
lést á Spáni 23. október. Andlát hans
bar að þegar sólin skein sem fegurst
á hallandi sumri. Jóhannes ólst upp í
stórum hópi systkina á menningar-
heimili. Á þeim tímum var kreppunni
að ljúka og ógnir heimsstyrjaldar
gengu yfir. Landsmenn voru bjart-
sýnir og trúðu því að framleiðsla
matvæla í sveltandi heimi væri göf-
ugt markmið. Mýrar voru ræstar til
að auka framleiðslu og vegir byggðir
til að koma afurðum á markað. Allir
lögðu sig fram til að ná þessu mark-
miði, en menn eru missterkir. Þeir
sem ekki var treyst til erfiðustu
verkanna í vegagerð eða byggingar-
vinnu voru sendir í skóla. E.t.v. gátu
þeir eitthvað lært, þótt líkamlegir
burðir hentuðu síður til átakavinnu.
Þess vegna áttum við Jóhannes sam-
leið. Við fórum í Reykholt og lukum
landsprófi. Hann hvarf frá námi um
tíma vegna veikinda, enda aldrei
hraustur sem barn. En hæfileikar
voru nógir og metnaður til að standa
sig vel. Að loknu námi lá leið okkar
beggja til Reykjavíkur, þar sem við
störfuðum hvor á sínu sviði á meðan
þrek entist. Við áttum sömu áhuga-
mál og má þar sérstaklega nefna
tónlistina. Báðir „eyddum“ við mikl-
um hluta frítímans í að sinna þessu
áhugamáli. Jóhannes var ágætur
hljóðfæraleikari og spilaði í mörgum
hljómsveitum, sem urðu þekktar og
vinsælar, ekki síst vegna hæfileika
hans til að halda uppi glensi og gríni
á samkomum. Hann hafði góða frá-
sagnarhæfileika og gat hermt eftir
mönnum þegar það átti við til að
krydda söguna. Jóhannes eignaðist
tvö mannvænleg börn í fyrri sambúð.
En fyrir fáeinum árum hóf hann aft-
ur sambúð og fannst okkur vinum
hans að þar hefði hann höndlað ham-
ingjuna á ný. En þegar minnst varði
var endi bundinn á þessa stuttu „sól-
arferð“ sem líf okkar er, og í dag
kveðjum við eftirminnilegan vin og
félaga með söknuði. Mín samúð er
með aðstandendum Jóhannesar B.
Sveinbjörnssonar.
Guðmundur Guðbrandsson.
Það skiptir máli hvernig maður
kveður góðan vin, sem ætlar að
dvelja vetrarlangt á erlendri grundu.
Við skiptumst á kveðju rétt eins og
við myndum hittast næsta dag. Nú
velti ég því hins vegar fyrir mér
hversu miklu betur mér hefði liðið ef
ég hefði tekið utanum þennan
trausta og góða vin minn, þannig að
hann hefði fundið fyrir vinarþeli
mínu. Við munum ekki kveðjast aft-
ur og fleiri orð verða ekki sögð.
Þannig er lífið.
Jóhannes Baldur Sveinbjörnsson,
eða Jói, var gæddur mörgum mann-
kostum sem gerðu það að verkum að
eftir var tekið. Húmoristi af Guðs
náð, reglusamur, nákvæmur og fyr-
irhyggjusamur. Lista- og bóhems-
genin fengu engu að síður notið sín,
því þrátt fyrir árin 67 var hlustað á
Guns’n Roses, Coldplay og Queen.
Kaffibolli á kaffihúsi með iðandi
mannlífi átti vel við þennan frísklega
og heilbrigða vin minn sem alltaf var
smekklega og snyrtilega klæddur.
Jói var mikil félagsvera en eftir að
hann skildi og hætti að vinna fannst
mér koma tómarúm í líf hans, sem
gerði það að verkum að daglegt líf
reyndist honum erfitt. Það var ekki
fyrr en hann hitti Höllu Hjálmars-
dóttur, sem áhyggjur hurfu og lífs-
gleðin glæddist á ný. Blikið í aug-
unum var sönnun þess að hann hafði
fundið lífsförunautinn rétta.
Þessi tryggi vinur minn var á
margan hátt einstakur og mun ég
minnast hans sem drengsins sem
kunni þá list, öðrum fremur, að njóta
stundarinnar. Hann breytti dagleg-
um venjum í athafnir, hvort heldur
sem það var að fara í sundið, steikja
lúðuna eða gefa vini sínum te. Allt
var vel undirbúið og framkvæmt af
stóískri ró og þess notið. Það er því
huggun harmi gegn að vita til þess
að Jói naut stundanna þó að hann
hafi ráðgert að njóta þeirra enn bet-
ur á komandi árum og áratugum.
Megi hann í friði hvíla.
Kristján Gíslason.
„Ég virti fyrir mér þá þraut, sem
Guð hefir fengið mönnunum að
þreyta sig á. Allt hefir hann gjört
hagfellt á sínum tíma, jafnvel eilífð-
ina hefir hann lagt í brjóst þeirra, að-
eins fær maðurinn ekki skilið það
verk, sem Guð gjörir, frá upphafi til
enda. Ég komst að raun um, að ekk-
ert er betra með þeim en að vera
glaður og gæða sér meðan ævin end-
ist. En það, að maður etur og drekk-
ur og nýtur fagnaðar af öllu striti
sínu, einnig það er Guðs gjöf.“ (Pré-
dikarinn 3:12–13.)
Það er ótrúlega erfitt að kveðja
fólk sem manni þykir vænt um. Ég
held að allir sem þekktu þig, Jói
minn, séu mér sammála þegar ég
segi að það er alveg einstaklega erf-
itt að kveðja mann eins og þig. Þú
varst gimsteinn af bestu gerð, alltaf
brosandi og kátur og manni leið allt-
af vel í návist þinni. Það var alltaf
gaman að koma í heimsókn til þín og
mömmu og spjalla enda var alltaf
stutt í húmorinn hjá þér, þú áttir það
til að láta mann veltast um af hlátri í
lengri tíma. Svo varstu svo góður við
mömmu mína og ég er þér afskap-
lega þakklát fyrir það. Mér fannst
alltaf yndislegt að horfa á ykkur
saman og sjá hvað þið voruð glöð og
hamingjusöm.
Ég er mjög þakklát fyrir þann
tíma sem ég fékk til að kynnast þér
en eins og við öll þá hefði ég viljað
hafa þig lengur hjá okkur, ég sakna
þín óskaplega.
Drottinn blessi þig og varðveiti,
Jói minn.
Jóna Hlín.
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2002 43
Við systkinin viljum kveðja Jóa
afa, sem við áttum svo allt of stutt
með henni Höllu ömmu. Jói var
ljúfur, hlýr og alltaf brosandi. Við
gistum stundum hjá Jóa og Höllu
ömmu. Þá horfðum við á vídeó og
borðuðum nammi. Jói fór með
okkur í göngutúra og sýndi okkur
hverfið sitt sem honum þóttir svo
vænt um. Hann var líka alltaf bú-
inn að kaupa íspinna handa okkur
þegar við komum í heimsókn.
Hann var nýbyrjaður að kenna
okkur mannganginn og leyfði okk-
ur stundum að prufa skáktölvuna
sína. Við hittum Jóa síðast þegar
við fórum að kveðja hann og Höllu
ömmu um miðjan september. Þau
voru að fara til Spánar eins og far-
fuglarnir til vetursetu. Jói hlakk-
aði mikið til að vera á Spáni að
læra að spila golf og njóta sól-
arinnar. Elsku Jói afi sofðu rótt
Elín Klara og Hjálmar Gauti.
Elsku afi, við söknum þín mjög
mikið. Þú varst besti afi í heimi,
bæði fyndinn og góður og fannst
alltaf uppá einhverju skemmti-
legu. Það var alltaf skemmtilegt
að koma til þín, þú varst svo hress
og fínn alltaf.
Elsku afi, við biðjum Guð og
englana að passa þig.
Viktor og Maríanna.
Þegar samskipti okkar Jóhann-
esar hófust fyrir rúmum 10 árum
urðum við fljótlega góðir mátar.
Annað hefði líklega ekki verið
hægt í okkar tilviki. Jóhannes
vandaði öll vinnubrögð, var afar
geðþekkur og eftirtektarverður
smekkmaður í klæðaburði. Húm-
orinn var heldur aldrei langt und-
an þegar tækifæri gafst. Blessuð
sé minning þessa prýðismanns.
Loftur Ólafsson.
HINSTA KVEÐJA
Hugheilar þakkir færum við öllum fyrir samúð
og vináttu okkur sýnda vegna andláts og útfar-
ar bróður okkar,
ELÍASAR TÓMASSONAR
frá Uppsölum í Hvolhreppi.
Sérstakar þakkir færum við Ragnheiði
Guðmundsdóttur, systkinum hennar og mág-
konum, fyrir ómetanlega hjálp og vináttu. Ísólfi
Gylfa Pálmasyni, fjölskyldu hans og foreldrum
hans, fyrir aðstoð og áratuga vináttu. Einnig öllu starfsfólki á dvalarheim-
ilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli fyrir alla vináttu og hlýhug í okkar garð.
Jón Ólafur Tómasson,
Guðmundur Óskar Tómasson.
Lokað
verður á skrifstofu Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda í dag, fimmtu-
daginn 7. nóvember, frá kl. 12 vegna útfarar JÓHANNESAR B.
SVEINBJÖRNSSONAR.
Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda,
Skúlagötu 17.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GUNNAR JÓNASSON
forstjóri,
hjúkrunarheimilinu Sóltúni,
áður Langagerði 9,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstu-
daginn 8. nóvember kl. 15.00.
Jón Gunnarsson, Nína Soffía Hannesdóttir,
Guðleif Gunnarsdóttir, Jón Andrés Jónsson,
Anna Lilja Gunnarsdóttir, Þórhallur Dan Johansen,
Björn Gunnarsson, Dagmar Þóra Bergmann,
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar ástkæra
HELGA G. JÓNSDÓTTIR,
Álftamýri 14,
Reykjavík,
sem lést á heimili sínu mánudaginn 28. októ-
ber, var jarðsungin frá Háteigskirkju þriðju-
daginn 5. nóvember.
Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem
sýndu okkur samúð og vinarhug á erfiðum tímum.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á minningarsjóð hjúkrunar-
þjónustunnar Karitasar í síma 551 5606.
Ingimar Guðmundsson,
Bjarni Þorsteinsson,
Ásta Jónsdóttir, Garðar Kristjánsson,
Jón Trausti Jónsson, Hrefna Kristjánsdóttir,
Halldóra Bjarnadóttir, Atli Guðlaugsson,
Guðrún Bjarnadóttir, Jón Arnar Freysson,
Katrín Líney Jónsdóttir, Þórður Örn Arnarson,
Valdís Ingimarsdóttir, Raffy Torrossian,
Ólafur Ingimarsson, Hafdís Gísladóttir,
Auður Ósk Ingimarsdóttir, Eðvarð Hreiðarsson
og barnabörn.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs
föður míns, tengdaföður og afa,
ÞORSTEINS BERGMANN,
Laufásvegi 14,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar G-3 á
Hrafnistu í Reykjavík.
Helena Þ. Bergmann, Sveinbjörn Sveinbjörnsson,
Rebekka Salóme Sveinbjörnsdóttir.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför föður
míns, tengdaföður og afa,
SVERRIS BJARNASONAR,
dvalarheimilinu Höfða,
Akranesi.
Ingveldur Sverrisdóttir, Þorvaldur Sigtryggsson,
Sverrir Þorvaldsson,
Tryggvi Þorvaldsson,
Inga Valdís Þorvaldsdóttir.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
BERTU HANNESDÓTTUR,
Fellsmúla 4,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við eldri félögum úr
Karlakór Reykjavíkur.
Edda G. Garðarsdóttir, Jón Waage,
Guðmundur Snorri Garðarsson,
Hannes Garðarsson, Dagný Þorfinnsdóttir,
Guðrún Garðarsdóttir, Jan Ingimundarson,
Erla Gígja Garðarsdóttir, Stefán E. Petersen,
barnabörn og barnabarnabörn.