Morgunblaðið - 07.11.2002, Page 60
Bréf Matthíasar.
SEX áður ókunn kvæði eftir
Matthías Jochumsson fundust
nýverið á Sigurhæðum – Húsi
skáldsins á Akureyri. Þórunn
Valdimarsdóttir, sagnfræð-
ingur og rithöfundur, fann hin
óbirtu kvæði í bréfum sem
borist hafa að Sigurhæðum, en
hún sat þar við skriftir í haust.
Þórunn hefur síðustu misseri
unnið að ritun ævisögu
Matthíasar. Eitt kvæðanna
sem Þórunn fann var í bréfi
sem Matthías skrifaði Herdísi
fóstru sinni 29. október 1871
frá Kaupmannahöfn. „Þetta er
fallegt kvæði um gleðikon-
urnar í Austurgötu, fullt af
samúð með þessum konum og
mér finnst merkilegt að hann
skuli senda fóstru sinni ein-
mitt þetta kvæði,“ segir hún.
Fann áður
ókunn
kvæði eftir
Matthías
Elsta kvæðið/4
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
Lágmúla og Smáratorgi
opið kl. 8-24
alla daga
Lífi› er allt
Líftrygging og
sjúkdómatrygging
Sími 588 1200
ÍSLENSK-FRÖNSK heimildarmynd um yfirnáttúruleg
fyrirbæri hefur fengið góðar viðtökur í Frakklandi.
Myndin heitir Rannsókn á huliðsheimum og fjallar um
viðhorf Íslendinga til álfa, drauga, engla, geimvera og
skyldra vera. Myndin var frumsýnd 30. október í París
og var sýnd fyrir fullu húsi fyrstu vikuna og er enn-
fremur sýnd í fjórum öðrum borgum í Frakklandi.
Aðstoðarleikstjóri myndarinnar er Míreya Samper.
Hún telur að margar ástæður liggi að baki vinsæld-
unum. „Miklu fleiri en maður heldur í fyrstu hafa
áhuga á þessum málum. Fjöldi ferðamanna er búinn að
koma til Íslands og ég býst við að allt það fólk hafi
áhuga. Það var alltaf spurt um þessa hluti, álfa og þess-
háttar, í hverri einustu ferð,“ segir hún.
Íslenskt landslag fær að njóta sín í myndinni.
Álfar og tröll fyrir
fullu húsi í París
um var breytt í hlutafélög. Dæmi eru
um að eignir hafi verið undanskildar
þegar ríkisfyrirtækjum hefur verið
breytt í hlutafélög og var það t.d.
gert með frímerkjasafn Pósts og
síma, sem fylgdi ekki með þegar
stofnuninni var breytt í hlutafélag.
Hannes Sigurðsson, forstöðumað-
ur Listasafns Akureyrar, segir lista-
verkasöfn bankanna örugglega dýr-
mætustu einkasöfn af íslenskri
myndlist síðustu aldar sem til eru.
„Þau eru því algerlega ómetanleg,“
segir hann.
Hátt í 900 listaverk eru í eigu Bún-
aðarbankans og um 300 í eigu Lands-
bankans. Hannes segir að í söfnun-
VIÐ breytingu Landsbankans og
Búnaðarbankans í hlutafélög tóku
hlutafélögin yfir allar eignir bank-
anna og þar með talin listaverkin í
eigu þeirra. Haukur Þór Haraldsson,
yfirmaður rekstrarsviðs Landsbank-
ans, segir verkin ekki lengur í eigu
ríkisins nú þegar meirihlutinn í
bankanum sé í eigu annarra. Hafi
ríkið áhuga á einhverjum eignum
Landsbankans verði það væntanlega
að kaupa þær af honum því þótt ríkið
sé stór hluthafi eigi aðrir hluthafar
helming á móti ríkinu.
Hátt í 900 listaverk í
eigu Búnaðarbankans
Ef ríkið hefði viljað tryggja sér og
þar með almenningi eignarhald á
listaverkasafni bankanna hefði þurft
að undanskilja verkin þegar bönkun-
um séu verk sem séu „gullmolar“ og
verðmæti slíkra verka hlaupi á millj-
ónum króna.
Ólafur Davíðsson, formaður fram-
kvæmdanefndar um einkavæðingu,
segir að það séu hlutafélögin um
bankana sem eigi listaverkin og fé-
lögin séu í eigu fjölmargra. „Það er
verið að selja þessi fyrirtæki með
öllu sem þau eiga, og réttilega. Okk-
ar sjónarmið er að þetta séu eignir
sem ríkið er síðan að selja sinn hlut
í,“ segir hann.
Haukur segir að ef ríkið hafi
áhuga á einhverjum eignum Lands-
bankans verði það væntanlega að
kaupa þær af honum því þótt ríkið sé
stór hluthafi eigi aðrir hluthafar
helming á móti ríkinu.
Sólon Sigurðsson, bankastjóri
Búnaðarbankans, segir listaverkin
vera eign Búnaðarbanka Íslands hf.
„Ég tel að ef ríkið hefði ætlað að
halda þessu eftir hefði það þurft að
gerast miklu fyrr. En auðvitað getur
ríkið samið við eigendur bankans en
ég hef enga trú á að það sé eðlilegt
eða gerlegt að taka þessar eignir
frá,“ segir hann.
Valgerður Sverrisdóttir viðskipta-
ráðherra segist hafa fulla trú á að
listaverkin verði áfram í eigu bank-
anna og segist aðspurð ekki hafa trú
á að eigendur þeirra muni t.d. selja
þau úr landi, þrátt fyrir að ríkið selji
ráðandi hlut.
Listaverk bankanna eru
ekki lengur eign ríkisins
Dýrmætustu einkasöfn af íslenskri
myndlist að mati listfræðings
Listaverk/6
MISTÖK lagadeildar Háskóla Íslands við fram-
kvæmd prófs hjá 1. árs laganemum 19. október,
hafa að öllum líkindum orðið til þess að fleiri nem-
endur náðu prófinu en ella. Um var að ræða
krossapróf í inngangi að lögfræði, þriggja eininga
námskeiði.
Mistökin fólust í því að yfirsetufólk gaf nemend-
unum rangar upplýsingar hvað varðar fjölda
mögulegra krossa við hverja spurningu, án þess
að hafa til þess nokkra kunnáttu né heimild.
Enginn kennari var viðstaddur prófið, en sú
ákvörðun var tekin fyrir prófið að umsjónarkenn-
ari yrði í símasambandi við yfirsetustjóra ef vafa-
atriði kæmu upp. Þetta brást hins vegar með því
að yfirsetufólk fór að gefa nemendum leiðbein-
ingar upp á sitt eindæmi.
Á prófblaðinu sjálfu stóð að fleiri en einn kross
gætu verið réttir, en sumir nemenda héldu að að-
eins ætti að merkja við með einum krossi, eins og í
hefðbundnu krossaprófi og mun yfirsetufólk hafa
ranglega staðfest þann skilning nemenda með
fyrrgreindum afleiðingum. Við yfirferð prófanna
þurfti að taka mið af þessum mistökum yfirsetu-
fólks. Kolbrún Linda Ísleifsdóttir kennslustjóri
lagadeildar HÍ segir að útkoman hafi því orðið sú,
að þeir sem svöruðu vitlaust á prófinu með því að
setja einn kross þar sem fleiri áttu að vera, hafi
fengið rétt fyrir svarið. Í prófinu féllu 53% nem-
enda en fallhlutfallið hefði líklega orðið enn meira
ef mistökin hefðu ekki átt sér stað.
Mikillar óánægju gætir meðal nemenda sem
náðu prófinu án þess að mistök deildarinnar hjálp-
uðu upp á.
Mistök gerð
í prófi í laga-
deild HÍ
Nemendur fengu
rangar leiðbeiningar
13 ÁRA stúlka slasaðist alvarlega er ekið var á
hana á Vesturlandsvegi við Ásland í Mosfellsbæ í
gærkvöldi. Stúlkan hlaut lífshættulega áverka,
að sögn vakthafandi læknis á slysadeild Land-
spítalans í Fossvogi, en hún hálsbrotnaði ásamt
því að hljóta fleiri áverka. Var hún flutt meðvit-
undarlaus með sjúkrabifreið á slysadeild Land-
spítalans og lögð í kjölfarið inn á gjörgæsludeild
sjúkrahússins. Ekki fengust frekari upplýsingar
um líðan hennar seint í gærkvöldi.
Slysið varð um klukkan 19 þegar bifreið á
norðurleið ók á stúlkuna þegar hún hljóp yfir
Vesturlandsveginn. Mikið sá á bifreiðinni eftir
ákeyrsluna og því ljóst að höggið var mjög
þungt. Lögreglan lokaði Vesturlandsveginum í
tæpa klukkustund á meðan sjúkralið hlúði að
hinni slösuðu og bjó hana til flutnings af slys-
stað.
Þetta er í annað skipti á jafnmörgum dögum,
sem ekið er á unga stúlku á leið yfir mikla um-
ferðargötu, en á þriðjudag lenti 10 ára stúlka
fyrir bifreið á Miklubraut og varð fyrir mjög
þungu höggi. Hún mjaðmagrindarbrotnaði en
var þó talin hafa sloppið mun betur en á horfðist.
Morgunblaðið/Júlíus
13 ára stúlka alvarlega
slösuð eftir bílslys
SUMARBÚSTAÐUR við Gljúfurár-
holt í Ölfusi eyðilagðist í eldsvoða í
gærkvöldi. Bústaðurinn var mann-
laus þegar eldurinn kom upp en um
var að ræða gamlan, aflagðan bústað.
Eldsupptök eru í rannsókn hjá lög-
reglunni á Selfossi og er grunur um
íkveikju. Vegfarandi sem leið átti um
Suðurlandsveg varð eldsins var og
gerði ábúendum á Gljúfurárholti við-
vart. Þeir hringdu í Neyðarlínuna.
Grunur um íkveikju
í sumarbústað
Á ÞESSU ári hefur fíkniefnadeild
lögreglunnar í Reykjavík lagt hald á
um 800 kannabisplöntur sem er tals-
vert meira en náðst hefur á undan-
förnum árum. Í gær fundust um 200
slíkar plöntur í gamalli kartöflu-
geymslu í Ártúnsholti. Tveir menn
voru handteknir á staðnum en þeim
var sleppt að loknum yfirheyrslum.
800 kanna-
bisplöntur
á þessu ári
Blómleg kannabisræktun/30
♦ ♦ ♦