Morgunblaðið - 24.11.2002, Page 6

Morgunblaðið - 24.11.2002, Page 6
6 B SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sælkerar á sunnudegi Steingrímur Sigurgeirsson Hanna Friðriksdóttir Áslaug Snorradóttir  Í SÆLKERAÞÆTTINUM síðasta sunnudag urðu þau mistök að uppskrift af sósu með saltbökuðum laxi féll niður og er uppskriftin því birt hér. Hollandaise-sósa Útbúið u.þ.b. 2 dl af smjörsósu eða Hollandaise- sósu og bætið 1 msk af góðu sinnepi út í og síið sós- una. Smjörsósa er t.d. útbúin þannig: Setjið sléttfulla msk. af hveiti ásamt dálítilli smjörklípu út á pönnu yfir vægum hita. Blandið saman með trésleif, takið af hita og blandið saman við ½ glasi af vatni eða tæru kjötseyði, örlitlu salti, dálitlu af rifnu múskati og safa úr hálfri sítrónu. Hrærið stöðugt í yfir talsverðum hita og um leið og hún fer að sjóða fjarlægið þá pönnu af hita. Hrærið vænni smjörklípu saman við. Áferð sósunnar skal vera silkimjúk og jöfn. Þó svo að sósan sé frekar bragðmikil á hún ekki að vera yfirþyrmandi en bera með sér ögn við- kvæmnislegan keim. Sósa með saltbökuðum laxi  GUÐRÚN Jóhannsdóttir hafði samband og vildi benda á vefsíðu sem ungur Íslendingur, Magnús Þór Magnússon, sem býr í Noregi hefur sett sam- an. Hana er að finna á slóðinni http://tradisjoner.no. Magnús hefur sérhæft sig í að safna gömlum, hefð- bundnum mataruppskriftum frá Norðurlöndunum áður en þær falla í gleymsku. Guðrún heldur raunar sjálf úti vef þar sem ein af undirsíðunum er helguð mat og segir í bréfinu að hún hafi meðal annars undanfarið verið að dunda sér við að setja þar uppskriftir úr bókum frænku minnar, Helgu Sigurðardóttur. Slóðin á matarsíðu Guðrúnar er www.simnet.is/gunnsasjalf/ matur.html. Skessujurt og humar  KRISTÍN Þorsteinsdóttir ritar bréf þar sem hún vill vekja athygli á einni bestu kryddjurt Íslands, skessujurt. „Upphafið að því að ég fór að nota skessujurt var sú að foreldrar vinkonu minnar eru með skessujurt í garðinum hjá sér og fékk ég að prófa því að þau notuðu hana í salöt og kjötsúpu og sitthvað fleira og fannst mér bragðið alveg óheyri- lega gott,“ segir Kristín. Hún lét fylgja með uppskrif að humarforrétti. Í hana þarf eitt kíló af humri, 500 g af smjöri slatta af skessujurt, matvinslurjóma og loks pínulítið salt og ljósan pipar. Setjið smjörið í pott og látið hnefafylli af ferskri skessujurt út í og látið malla í smástund við vægan hita en samt það mikið að það steikist pínulítið. Takið síðan humarinn og raðið honum með skelinni niður, látið malla þannig í um 10 mínútur, stráið salti yfir og pipar. Þegar ykkur finnst humarinn vera farinn að linast hellið þá yfir matvinnslurjóma og látið fljóta vel yfir humarinn. Látið malla í um 10 mínútur. Berið fram til dæmis með hvítlauksbrauði. Gamlar, norrænar uppskriftir ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem aðmaður er dreginn inn í rúmensktbrúðkaup en rúmenskar brúð-kaupsveislur reyndust nokkuðólíkar hinni hefðbundnu íslensku brúðkaupsveislu. Sveittur dans, sígauna- tónlist í bland við spænsku tómatsósustelp- urnar, milli níu rétta, í níu klukkustunda brúðkaupi í Oradea í Transylvaníu Dracula greifa. Ekki var sötrað blóð heldur ávaxta- safi úr tetra pak og skálað var í plómu- brennivíni og kirsuberja-vermouth Með matnum var drukkið léttvín heimamanna ásamt erlendum bjór og vodka. Mikil og óheft gleði einkenndi veisluna, þarna var frændfólk á öllum aldri og vinir brúðhjónanna Alinu og Radu Stan. Eldri konur voru með skuplur en þær yngri með bert bak í glæsikjólum og allar voru þær fullar af þokka og reisn. Karlarnir voru hefð- bundnari í svörtum jakkafötum. Fyrsti rétturinn sem var borinn fram var kaldur diskur með ýmsu kjötmeti sem var upprúllað með geitaosti. Næst komu krydd- pylsur af öllum gerðum ásamt appels- ínusneiðum og fylltum tómötum með mjúk- ostum. Þá þótti viðeigandi að skála í Tuica de prune sem er hið fræga plómubrennivín sem flestir brugga á þessum slóðum. Takturinn dreif alla út á gólf í sveiflu við „bade, palarie noua“. Flottasti maðurinn var um sextugt með stóra svitabletti í jakkanum því hann sleppti ekki úr dansi og var jafn léttur á sér og hinar fögru léttfættu konur dansgólfsins. Næst var borið fram kjúklingaseyði með spaghetti og þjónustustúlkurnar skelltu Carlsberg-bjór á borð. Þá var skálað og ruddust allir út á gólf því næst hljómaði „Áseara, ti am luot cercei“. Í hita dansins var hrópað hátt SARMALE en það er þjóð- arréttur Rúmena og jólamatur. Sarmale er soðið kál fyllt með hrísgrjónum og hökkuðu kjöti borið fram með reyktu svínakjöti og soði. Þetta er mesti munaður Rúmena. Að því búnu tók við trylltur dans undir tónlist tómatsósustúlknanna og allir virtust kunna handahreyfingarnar. Þegar dansinum lauk vest niður og skálað í Absolut-vodka og borðaðar fallegar kökur. Þá kom smell- urinn„Si asa mi vine cate odata“ og fólk ruddist út á gólf. Hitinn jókst og allir ljóm- uðu af gleði. Grillaður kjúklingur og soðið lambakjöt með grænmeti og kartöflum fylgdi í kjölfarið og með því var sötrað jidvei, þurrt muscat- vín. Að því búnu var dansað við „Si asa mi vine cate odata“ síðan var kökuhlé áður en farið var að leika „Cond s o partit nourcul“ á meðan beðið var eftir ávöxtunum. Rúmenar eru glaðir og innilegir, með ást í hjarta. Þeir tóku okkur aðkomufólkinu opn- um örmum. Maðurinn minn bauð móður brúðarinnar upp í dans og á meðan sat ung- ur bifvélasmiður og spjallaði við mig um Dasía sem er bíllinn í Rúmeníu. Hann er þó spenntari fyrir BMW. En þá var byrjað að spila „Conto mi loutre“ og bornir fram ostar með meira plómuvíni en ég var ekki í skapi til að dansa við unga drenginn því ég beið spennt eftir tertunni. Það kom í ljós að biðin var lengri en ég hafði búist við því næst var brúðinni rænt, mér var sagt að það gæti tek- ið tíma að semja við ræningjana. Ég skrapp því í sturtu á hótelinu í næstu götu á meðan og klæddi mig upp fyrir tert- una. Það var tekið vel á móti okkur þegar við mættum afturmeð ávöxtum og hljómum frá Maria Tanase. Brúðinni var skilað gegn lausnargjaldi sem reyndist vera bjórkassi og viskíflaska fyrir skóna hennar. Loks gátu brúðhjónin dansað og allir fögnuðu í stjórnlausum dansi. Hápunktur kvöldsins var síðan þegar rjómatertan var borin inn ásamt kampavíni. Fórum sæl heim eftir góða kvöldstund með stórkostlegu fólki. Við förum aftur. Rúmensk veisla Morgunblaðið/Áslaug Snorradóttir Matur Á s l a u g S n o r r a d ó t t i r matur@mbl.is Lesendur eru hvattir til að senda sælkerum hugmyndir, athugasemdir eða ábendingar. Um getur verið að ræða ábendingar um áhugavert efni, atburði eða uppákomur, stuttar sögur tengdar efninu eða þá óskir um að eitthvað sérstakt verði tekið fyrir. Ef efni er sent með ósk um birtingu áskilur Morgunblaðið sér rétt til að velja og hafna, stytta og breyta. Netfang sælkerasíðunnar er matur@mbl.is.  NÝJA vínið frá Beaujolais eða Beaujolais Nouveau var sett á markað líkt og hefð er fyrir þriðja fimmtudaginn í nóvember. Nokkuð hefur dregið úr vinsældum Beaujolais- vínanna hér á landi undanfarin ár en margir bíða þó spenntir eftir þeim. Þetta eru fyrst og fremst gleðivín til að njóta á góðri stundu í upp- hafi vetrar. Veitingahúsið Perlan hefur lagt mikið upp úr því að bjóða upp á Beaujolais-vínin frá fyrsta degi og hefur það verið gert allt frá árinu 1992. Þeir Perlumenn brugðu ekki út frá van- anum í ár og var boðið upp á Beaujolais Nouv- eau 2002 um leið og jólahlaðborð Perlunnar var vígt sl. fimmtudag. Beaujolais-ið komið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.