Morgunblaðið - 24.11.2002, Síða 7

Morgunblaðið - 24.11.2002, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2002 B 7 Vín S t e i n g r í m u r S i g u r g e i r s s o n Pasqua Cabernet- Merlot 2001 Pasqua er ítalskur fram- leiðandi frá Ven- eto á Norður- Ítalíu sem lengi hefur boðið vörur sínar á ís- lenska mark- aðnum, jafnt vínin frá Veneto sem afrakstur útrásar fyrirtæk- isins til Sikileyjar. Nú er í reynslusölu vínið Cabernet-Merlot delle Venezie. Þetta vín hefur ver- ið í sölu í þriggja lítra kössum frá því fyrr á árinu og er nú komið á markaðinn í 750 cl flöskum á 990 krónur. Ferskur og hreinn berja- ilmur einkennir vínið og eru kirsu- ber ríkjandi í nefi og möndlukeim- ur í munni. Milt og dæmigert ungt berjavín. Lorinon Crianza 1999 Bodegas Bret- on er lítið fyr- irtæki á Rioja Alta-svæðinu í Rioja á Spáni sem hefur skap- að sér mjög gott orð. Vínið Lorinon Crianza er framleitt úr fjórum þrúgum Tempranillo (85%), Graciano, Maz- uelo og Garnacha. Það er mjög eikað í nefi, eikin hrein, amerísk og yfirþyrmandi í bland við dökk- ristaðar kaffibaunir og tóbak. Þykkur ávöxtur og kjöt í munnið, vínið kryddað og með góða dýpt og breidd. Mjög góð Rioja-kaup á einungis 1.090 krónur. Lorinon, hvítt Lorinon 2001 Fermentacion en Barrica er hvítvínið frá sama framleiðanda. Þurr angan, með nýjum en mildum og fáguðum við, minnir svolítið á ungan búrgúnd- ara, ferskur sítrus og kíví í ávext- inum. Þetta er hófstillt vín, nokk- uð lokað og bragðmilt, en með góða uppbyggingu. Ætti að ganga vel með humar, jafnvel í rjómasós- um. Kostar 1.170 krónur. Louis Jador 1er cru Pommard Vínin frá Búrgund eða Bourg- ogne eru með rómuðustu vínum Frakklands. Bærinn Pommard er rétt fyrir utan Beaune, þar sem er miðstöð vínframleiðslu svæðisins. Líkt og öll önnur rauðvín á þessu svæði er það framleitt úr þrúg- unni Pinot Noir. Louis Jadot 1er Cru Pommard 1999 þarf tíma til að opna sig, rauðir skógar- ávextir og negull í nefi, sveppir, rautt kjöt, þykkt og sýrumikið. Vínið er nokkuð tannískt og hef- ur ágætislengd. Þetta er gott Búrgundarvín sem myndi batna enn frekar við geymslu í um tvö ár eða svo. Það kostar 3.660 krón- ur og á vel við villibráð. Chateau Cantemerle 1997 Chateu Cantemerle er eitt af fyrstu stóru víngerð- arhúsunum sem maður kemur að þegar ekið er frá Bordeaux norður Médoc- skagann. Það á sér langa sögu, raunar allt aftur til miðalda. Þótt höllinn sé við þjóðveginn fer hún fram hjá mörgum þar sem hún er umlukin stórum, skógi vöxnum garði. Cantemerle er eitt þeirra vína sem flokkað var sem Grand Cru árið 1855 og er þar í fimmta flokki. Nú er komið í sölu Chateau Cantemerle 1997. Vínið er dökkt, angar af kaffi, villtum berjum og sætum sólberjum í bland við súkkulaði. Tannín vínsins eru mild og sömuleiðis sýra. Þetta er bragðgott og þótt vel megi geyma það lengur er það neysluvænt nú þegar. Kostar 2.990 kr. og gengur vel með t.d. nautasteikum og hreindýri. Vín vikunnar Einföld og áhrifarík leið til grenningar Tilboð í www.avon.is Snyrtivöruverslun opin allan sólarhringinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.